Ingólfur


Ingólfur - 20.08.1912, Blaðsíða 3

Ingólfur - 20.08.1912, Blaðsíða 3
INGÓLFUR 131 Söguleg skjöl. I. Bréf flokksstjórnar Sjálfstæðisflokksins til Kristjáns Jónssonar ráðherra, dagsett 23. nóv. 1911. \ Kosningar þœr tíl alþingis, er nú hafa farið fram, hafa fallið á þá leið, að flokkur þeirra manna er orðinn fullur helmingur þings, er fylgja vilja millilandafrumvarpinu frá 1908 annaðhvort óbreyttu eða með breyt- ingartillögum minni hlutans á alþingi 1909. Flokkur þessara manna má því ekki aukast um nokkurt eitt atkvœði til þess að þeir fái ekki full yfirtök um óákveðinn tíma i þessu máli og hafi á valdi sínu fyrr eða seinna að ráða þvi til lykta sem þeim synist. Með því það er kunnugt, að þér hafxð, hœstvirti ráðherra, lýst yfir því, að þér liafið óbreytta skoðun á þessu máli frá því, sem þér hafið áður haft, og með því að sjálfstceðisflokkurinn einnig telur það fyrsta áhugamál sitt að styðja þá skoðun og afstýra allri liœttu í þessu máli, þá teljum vér óhjákvœmilegt, að samvinna geti tékist um það mál milli allra andstœðinga frumvarpsins á þá leið, að málinu mœtti vera borgið. En að œílun vorri er eins og nú er komið engin leið til þess önnur en sú, að sceti konungkjörinna þingmanna verði öll skipuð öruggum frum- varpsandstœðingum. Vér leyfum oss þvi að skjóta þvi til yðar og skora á yður, að neyta þessa eina úrrceðis og teljum futllvíst, að þér sjáið óumflýjanlega nauðsyn þessa eigi siður en vér. Reykjavik 11. nóv. 1911. Fyrir hönd flokksstjórnar Sjálfstœðisflokksins. cBjözn Sómaon eBmc3i4t Svaimaon formaður skrifari. Til ráðherra Kristjáns Jónssonar * *) Moð bréf þetta fór séra Jens Pálsson á fund ráðherra ásamt tveim mönnum öðrum og hafði hann orð fyrir þeim. Lotterí-peningarnir. Það er löngurn viðkvæðið, þegar á að útvega psninga í landssjóð, að bezt væri að ná þeim einhvernveginn af út- lendingum, svo að útgjöldin verði lands- mönnum ekki tilfinnanleg. | t,Yrði þetta að meginreglu, þá mundi Stafa af því stór hætta, ef ekki hrein og bein tortíming fyrr eða síðar. Þjóð - in er sömu löguin háð eins og einstakl- ingurinn, hún verður að berjast gegn- um þrautir og erfiðleika, ef henni á að fara fram að þroska og krafti. Hún má ekki komast upp með það að fá fé fyrir ekki noitt, því að alt slíkt mynd- ar dauða punkta í þroskarásinni, að eg nú ekki tali um, ef þessi léttkeyptu hnoss verða að föítum tekjuliðum. En komi það fyrir, eins og nú eru horfur á með lotterí-afgjaldið, að vandi sé vel boðnu að neita og landið fái peninga fyrir lítið sem ekkert, þá er líka vandi að fara rétt með slíkt fé. Meginreglan mundi þá vera sú, að skoða slikan Iéttan feng eins og ófyrir* séð liapy, sem ekki færist inn sem tekju- iiður á hina föstu fjárhagsáætiun, held- ur verði sett í sjóð til varnar gegn ófyrirséðum óhöppum til þess að hvort- tveggja jafni sig — eöa ef happið er dálítið langvarandi, að nota þá féð til þess að útvega landinu ýmislegt sem þvi færi þörf á að eignast, en varla væri efni til að komast öðru visi yfir fyrst um sinn. Ein rödd í alþinginu eða svo heyrðist 1 þessa átt. Það er skakt að gjöra lotterí-peningana að tekjulið á fjárhags- áætlun landssjóðs, meðfram af því að það yrði mjög stopull liður, og líka sumpart af því, að menn mundu þá má- ske fara að slá meira slöku við að afia landssjóði tekna á eðlilegau hátt. En segjum, að þingið sjái nú fyrir réttmæt- um tekjuauka, þá er heldur ekki rétt að gefa hinu alþekta betli í landssjóð nýjan viud í seglin með því að demba í hann þassum aðkomna feng. Lang- réttast og sjálfiagðast er að stofna nú strax sjóð fyrir þessa peninga, et' nokkr- ir verða, og semja annaðhvort nú eða á næsta þingi fyrir hann fasta skipulags- skrá. Við þetta álit vil eg bæta þeirri til- lögu, að lottorí-sjóðurinn yrði látinn standa að einhverju leyti að baki hins innlenda brunabótasjóðs (lög 1907) sem reyndar er ekki búið að stofna enn, af þvi að erlend tryggingarfélög synja um hina áskyldu endurtryggingu, því að þau vrlja auðvitað halda áfram að okra sjálf hér á landi. — Nú má ekki dragast lengur, að brunabótasjóðurinn verði stofnaður, hvað sem erlend félög segja, og má þá hafa lotterísjóðinn þeg- ar hann kernur til þess að taka í hon- um lán, ef stór brunaslys koma fyrir, sem brunasjóðurinn ekki þolir fyrst x stað. — Nú ber brunasjóðurinn sig auð- vitað, eða er hægt að láta hann gjöra það, á lengri tíma, svo að lotterí-sjóð- urinn þyrfti ekki að skerðast þessvegna. En sem beina hagnýtingu hans mætti benda á að hann gæti styrkt kaup á ýmsu sem okkur vantar, svo sem skóla- skipi fyrir sjómenn, sem hægt væri að nota einnig að öðru leyti í þarfir lands- stjórnarinnar, svo sem við strandvarnir eða fiskirannsóknir o. fl. Svo þurfum við að eignast að minsta kosti byrjun til landssjúkrahúss, sem seinna mætti byggja við eftir þörfum. Litla ögn af Radium þurfum við líka endilega að eignast úr þvi að við höfum háskóla, sem verður að fylgjast með i framför- um Iæknislistarinnar. Eu hætt er við, að landssjóður verði tregur til að snara út 20—40 þúaundum fyrir þetta undra- Jyf. — Meira skal ekki upptalið af þess- um nauðsynjum, því að það yrði líkast því að ráðstafa húðinni áður en björn- in er uuninn. Enda mun Iíka að öllu leyti réttast, eins og áður er sagt, að byggja sem allra minst á þessn „happ- drætti“ fyrirfram, því að það muudi kanské reynast] landinu eitthvað líkt eins og að spila í lotteríi! * * Sumu í þessari grein er Ingólfur ekki, samþykkur. Jón Helgason glímukappi, einn þeirra, er með Jóhannesi Jósefssyni fóru út í heiminn í öndverðu, er nú hér á ferð og hefir verið um hríð í snmar á Norðurlandi með konu sinni. Er húu rússnesk, liðsforingjadóttir og aðalsmanns í Pétursborg. Hefir Jón ílenzt þar og er Ieikfimiskennari við herskóla einn þar í borginni. Þftu sigla héðan heimleiði* á „Botníu". Jóhannes Jósofsson, hinn heimafrægi glímukappi íslenzki, og hin nafnkunna sjálfsvörn hana, er nú sýnd hér á „Gamla Bíó“. Fólk er afakapahrifið. Munþað vera í fyrsta sinn, að íslendingur er þar á sjónarsviði, enda gerir Jóhannes ótrúlega hluti. ólympíu lcikarnir í Stokkhólmi eru nú um garð gengnir, með mikilli við- höfn og kappi, sóttir af því nær öllum þjóðum heims. Eins og kunnugt er sýndu íslendingar nokkrir þar glimu og þótti mikið til koma; hlaut Hallgr. Benediktason silfurbikar. Jón Halldórs- aou héðan úr Rvík tók þátt í kapp- hlaupum og Sigurjóu Péturson hinn sterki glímdi þar uppá gríak-rómversku og atóð aig frábærlega vel. AUir aýndu landarnir það í orði og verki, að þeir vóiu íslendingar og er það þakkarvert á þesaum síðustu og veratu tímum. Íslandsglíman 1912 fór fram fyrra þriðjudag á íþróttavellinum. Fáir þátt- takeudur. Sigurjón Pétursson hlaut beltið. Hallgr. Ban. glímdi ekki, eins og menn höfðu búist við, og þótti mönn- um jþað svik í tafli. Næst Sigurjóni gekk Kári Arngrímsaon frá Ljósavatni. Lotterí frumvarpið, sem verið hefir fyrir alþingi í suinar þar sem þeir Magnúa Stephenaen landsh., Sighv. Bjarnason bankastj. og Kuud Philipp- sen hinn danski fá leyfi til að reka ís- lenzkt „lotteri“ (eða ,,happadrætti“) gegn því að greiða í landasjóð 4°/0 af andvirði keypra seðla (eða minat nál. 200 þús. kr. á ári) — er nú afgreitt af þinginu sem Iög. Þá munar í skildinginn, bleasaða löggjafana — „bara peniuga, hvernig sem þeir eru fengnir!“ sagði maðurinn. * Ný millilandaixefnd vona bræðings- menn margir að sé uú í aðaígi. Þá langar alla að bregða sér auður að Eyrarsundi, til „skemtunar og fróðleiks". En hætt er við, að fái færri en vilja, ogsagt er, að bræðingar vilji ekkiláta leita út fyrir vébönd alþingis. Ná Hjörleifungar ekki uppí nefið á sér fyrir ergelsi yfir þeim fréttum, af þvi þeir lifa nú í tómum vonum. Fr merkjakaupmaöur A. Oreyersen hittist á morgun (Mið- vikudag) kl. 10—4 á Hotel íaland. Fer með Botníu. Óneitanlega væri það hrapallegt ef hvorugur þeirra kæmist í slíka nefnd! * Yestur íslendingar allmargir eru staddir bér í bænum um þessar mund- ir. Hafa ferðast um átthagana fyrir norðan og veatan í sumar og eru nú komnir á leið heim. Alt eru það Winni- peg-búar. Arinbjörn Bardal útfarar- stjóri, kona hans og dóttir, Jón Thor- steinason reiðhjólasali, og Sigfús Ander- son málari. A. Gregerscn frímerkjakaupmaður kom að norðan með Botníu, kaupir frí merki á morgun, eins og auglýst er hér í blaðinu. „Það er nú af, scm áður var“, m& Begja um ísafold nú orðið. Því að níi hefir hfm tekið algerðum sinnaakiftum síðan farið var að „sjðða“ í „bræðings“-pottiuum; 27. f. m. breytir húu bvo eftir orðum bibliunnar(!) að húa biður þar fyrir þeim, sem hún áður hefir hatað og leggur blessun sína yfir þau verk, sem hún úður hefir bölvað, og unnin hafa verið af mönn- nm som húu hefir talið þjóðarfjendur og þaðan af verra. Segi nú menn að trúarlífið sé dautt hér á landi, er þannig er breytt eftir hinum framkvæmda-erfiðustu orðum ritningarinnar. Mikil framfór það! 4/s ’12. Hœmatopus ostralegus. Geðveiki í Englandi. Eian geðveikur af hverjum 269 mönnum í landlnu. í Eaglandi og Wales var 135661 maður geðveikur í geðveikrahælum eða annari vörslu 1. janúar þ. á. Telst svo til, að þar í landi sé einn geðveik- ur af hverjnm 269 íbúum. Er þetta bygt á nákvæmum skýrslum geðveikra- nefndarinnar brezks. Árið 1902 var einn geðveikur af hverjum 289 ibúum og sést af því, að geðveikin fer í vöxt. Ef geðveiki væri jafnmikil hér á landi sem í Engiandi nú, þá ætti hér að vera 313 geðveikir menn. Sem bet- ur fer mun geðveikin ekki jafnalmenn hér sem á Eaglandi, en þó þyrfti hér að vera hæli handa 120—150 manns í atað 50, sem ætlast var til, að Kleppa- hælið tæki. Euda eru hin mestu vand- ræði og óþægiudi víða um I&nd af því, að Kleppshælið er of lítið. Friður á jörðu. Herrans árið 1908 leit „innlimunar-víravirkið sæla“ dagsins ljðs, og ailir Heima(n)stjðraarmonn duttu 4 rasainn af fögnuði, og snngu lofkvæði nm „Landsins sál“. Þá var glatt á Hjalla. En þá risu upp menn, sam kölluðn sig Sjálf- stæðismenn og Landvarnarmenn og sögðust sjá ýmsa galla á „viravirkinu" ; það væri ekki skír málmur, okki annað en „selst sem gull“. Þeir lentu nú í þrætnm og hávaða svo mikl- um að kjðsendur í landinu hrukku af svefni. Og, þá fór eins og oftar, að þegar kjðsendnr vakna við vondan draum, þá verða þoir reiðir. Og þeir urðu svo reiðir, að þeit hentu „víra- virkinu" út á haug. Heima(u)stjórnarmann tðkn nú „víravirkið“ til hirðingar, og fægðu það og forgyltu, en það kom fyrir ekki. Eugir aðrir en þeir og Danir vildn sjá „víravirkið“, og hættu menn svo að þræta um það. Nóg var tii Bamt.------------- Nú leið og beið Og gerðust ýms æfiutýr með þjðð vorri.--------- Nokkrir Sjálfstæðismenn, sem altaf hafa rífist um það, að aldrei væri friður i landi hér, tðku sig tU og íóru að skoða „víravirkið" í krók og

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.