Landið


Landið - 11.01.1918, Blaðsíða 3

Landið - 11.01.1918, Blaðsíða 3
L A N'D I Ð 7 varð úti á Möðrudalsheiði um jólin. Var hann á leið til Jökuldals, en hrepti byl á leiðinni og komst eigi til bygða. Sjálfstjórn heitir félag, sem stofnað var í bæn- Um 2. janúar, fyrir tilstilli nokkurra boraara, sem til fundar höfðu boðið í K. F. U. M. Tilgangur félagsins er að starfa að bæjarmálum Reykjavíkurkaupstaðar í þá stefnu: að vera á verði gagnvart tilraunum af hálfu löggjafarvalds eða stjórnar- valda lands og bæjar til að raska atvinnufrelsi einstaklinganna, að beita sér fyrir hagsýni 1 fjármálum bæjarins. að beita sér fyrir því við kosningar, að kosnir verði hæfir menn til opin- berra starfa 1 þarfir bæjarféiagsins. Með fundarsamþykt má ákveða að félagið taki önnur mál til meðferðar en bæjarmál Reykjavíkur, enda sé tillaga um það samþykt með 2/3 at" kvæða fundarmanna að minsta kosti England. Eftir Houston Stewart Chamberlain. Þegar vér lítum á sögu Iand- anna í kringum oss, þá getum vér eigi varizt þess, að undrast hinar mörgu og margvíslegu afleiðingar atvika, sem á yfirborðinu hafa virzt æði-smávægileg og blátt áfram. Hvað Englandi viðvíkur, er nægilegt að nefna f þessu sam- bandi tvö atvik: Annað þeirra átti sér stað svo að segja í dögun sögu landsins, hitt fimm öldum seinna. Þessi tvö atvik í samein- ingu skýra marga gátuna. — Eins er því farið í hinu „organiska" lífi: Atvikin, sem ég hér á við, eru: annað þeirra Normannríkið á ii. öld, hitt það, að Englendingar tóku á öndverðri 16 öld smám saman að breytast frá akuryrkjuþjóð í siglinga- og verzlunar-þjóð, enda þótt breytingin væri langt frá því að vera óumflýjanleg. Það er eng- um vafa bundið, að mikið af ein kennilegleika Englendinga, sem út- lendingum virðist svo margvíslegur, stafar af því, að hið þroskaða Saxa- ríki Alfreðs konungs og ríki hinna ósiðuðu og þrekmiklu Normanna rann saman. En það er einníg eins áreiðanlegt, að hugarfar þjóð- arinnar, eins og það hafði mótast á hinum fimm öldum þar á eftir, tók mjög að breytast frá þeirri stundu, er siglingarnar hófust þar í landi, og ef til vill er sú breyt- ing orsök allra þeirra hörmunga, er yfir heiminn dynja nú sem stendur. Orðið „aðall" bendir ekki til ^’ns sama í Englandi, sem í öðrum löndutn, Það er ekki titill, sem greinir eigandann og fjölskyldu hans frá öðrum, aðeins að ytri háttum, um alla tíma. Það setur hann frekar f æðri stétt í þjóð- félaginu, og skilur hann með því frá fjöldanum í raun og veru. Iðu- lega eru nýir menn teknir upp í þessa stétt, og aðrir ganga út úr henni. Engin líking er á milli hins franska og enska aðals. Hinn frankneski, burgundiski og gotn- eski aðall var að vísu ávalt greind- ur frá fjöldanum fram að tímum stjómarbyltingarinnar, en nú á tímum eru afkomendur þeirra sjald- gæf fyrirbrigði. Þegar í byrjun var öðruvísi ástatt I Englandi. Meiri hlutinn af þeim blandaðist þjóðinni, aem var þar fyrir, en furstar og O tta. Lió«týran kastar glampaglætu á þilin. Girtur er heimur okkar fjórum veggjum. Háværir gestir gamna sér við spilin, gleyma í svipinn dómsíns hvössu eggjum. Frá því þeir stóðu fyrst á bernskuleggjum fundu þeir aðeins hérna Ijós og ylinn. Gleymsku sér teyga í glaðværðanna dreggjum, greina ei neitt á bak við rökkurhylinn. Mig skal ei vanans mjúka helsi hindra. Ég horfi í gluggans myrkur fast og lengi, og stjörnur lít ég gegnum sortann sindra. Með ýmsum logalitum hljótt þær tindra og lýsa jafnt á vegu skygnra og blindra, flytja mér boð um eilíft æsku-vengi. * * * höfðingjar mynduðu æðri stétt, nógu fjölmennir til þess að halda sér aðgreindum með því að giptast altat innan siona vébínda. TJtölu- lega fáir af Normandi aðlinum tylgdu hinum fyrstu konungum til Estg lands. Þannig varð það, að þessi aðall, sem samlagaðist nokkrurn saxoeskum og dönskum æfa-göml- um ættum, hélt áfram að vera að- gieindur frá hinni óblónduðu sax- nesku þióð, og þannig varð það að England enn þann dag < dag greinir sig frá öllum löndum með þvi að halda við »æðri stéttc í landinu, sem talar svo að segja slna sérstöku tungu. Máske væri réttara að segja, stétt, sem hefur sinn sérstaka framburð, þó að vísa sé þar aragrúi af orðum og mál- lýzkum, sem lýðurinn hefur ekki nað tökum á — frekar en fram- burði þessara æðri stétta. — Þetta ástand hefur staðfest djúp á milh þessara tveggja hluta þjóðarinnar, djúp, sem aldrei verður brúað. Önnur stéttin er »yfir« hinni: hún er heldri-manna stétt, eða ágæt, göfug, eða hvað menn nú vilja kalla það, — en hin er það ekki. Það er sagt, að Vilhjálmur sigursæli hafi árangurslaust reynt að Iæra engilsaxnesku. Hobbes skýrir frá því að undir stjórn þeirra sem á eftir honum hafi komið, hafi menn verið víttir er þeir kvörtuðu undan ójafnaði aðalsins: »Talaðu varlega, maður minn. Þú ert bara Englend- ingur". En þessi nýi Englending- ingur varð samt sem áður yfir sterkari, að þvf leyti, að hann neitaði að Iæra frönsku. Og það, sem er mikilsverðast í öllu þessu — aðallinn neitar eigi sfður ákveð ið að læra engilsaxneskuna. Það sem við köllum ensku nú á dög- um er því eiginlega samruni þess- arrar tvöföldu þrákelkni. Það er sambland af tveim mállýzkum, sem eiga í baráttu hvor við aðra, og deilan hefur haldið áfram löngu eftir að bókmálið var myndað — < gagnstæðunum sem eru milli hins mentaða og ómentaða framburðar. Með þetta ástand málsins í huga, munu menn vissulega, jafnvel þó þeir hafi aldrei farið yfir Sundið, vera færari um að skilja astandið í Englandi, en þótt þeir berjist í gegnum margar bækur um það Þannig er skólafyrirkomulagið alt annað í Englandi en í öðrum löndum. (Frh.). íanðhreinsnn „Timans“. Hún er, mlldast talað, áhyggju- efni, þessi óbilgjarna árása- og óhreinkunar-stefna, sem blöðin eru farin að temja sér. Ef einhverjum — og það kemur oft fyrir — verður illa við náungann, þarf hann ekki annað en að kasta á hann saur eða gera hann á einhvern hátt tortryggilegan í einhverju blaði. ,Og á grundvelli þessara eða lfkra athafna á svo að skylda landsstjórn- ina til þess að rannsaka óþverrann á rannsóknarstöð laganna, og birta síðan almeningi hvað mörg prósent af öllu saman er hreinasti uppspuni, ranghermi og vitleysa. Sér nú ekki „Tíminn", er svo marga leynda hluti fær augum litið, og í bróð- erni talað veit hann svo vel — án þess að nokkru sé að honum dróttað — að lífið yrði óþolandi, ef öll þess óhreinindi og óheilindi væru leidd nakin fram í dagsljósið — að þessi áníðslufulla uppljóst- ursstefna getur orðið hreinasta þjóðarógæfa og þjóðarminkun? Til hvers er löggjöf landsins með lögregluvaldi þess, erindisbréfum embættismanna þjóðarinnar, og fyr- irmælum þeim, er þeir eiga eftir að fara — til hvers er þetta alt annars. en þess að þeir, er kunna að veiða ói-étti beittir, hvort heldur at Birni Kristjanssyni bankastjóra eða öðrum geti nað rétti sínum? Og hvers vegna fara ekki þessir menn, eða „Tíminn* f mál við bankastjórann ? Hitt er óviðfeldið og ósamboðið mentuðurn prúðmennum, að kasta aur á andstæðinga sína, að þeim óvörum, og segja svo öðrum að þvo þá, og til er það aurkast, að mennirnir, sem fyrir því verða, óhreinkast ekki — eius og skáldið kemst að orði: „og hann, sem fyrrum, undir aur alskær mjallafaðmur". Benda má á það til gamans, að í sama tölubl. »Tímans« og »Land- hreinsunin*, stendur þessi hnytti- lega athugasemd ritstjórans: nNorðurland kvað kalla »Tím- ann« saurblað o. s. frv. Ritstjórinn er Jón Stefánsson*. Svona fer ritstjórinn að því, að hreinsa »Tímann« af áburði »Norð- urlands*, — og hann fer laukrétt að ráði sínu, því þó að »Tíminn« aldrei væri nema saurblað — sem mörgum þykir víst vafamál — þá mundi hann ekki verða , vitund hreinni, þó að stjórnin, sem vitan- lega stæði það nærri, skipaði rit- stjóranum í mál við »Norðurland«. Það er tvísýnn vinningur að málaferlum út af ógætilegum og gremjufullum aðdróttunum í blöð- unum. En hitt er vinningur, og hann til þjóðþrifa, að viðurkendir heiðursmenn, eins og Björn Krist- jánsson og ritstjóri »Tímans« — svo að báðir séu nefndir í einu — fái að vinna óáreittir og í friði að sínum áhugamálum, til blessunar fyrir þjóð sína og ættjörð. V e r a x. Ý misleggt. Merkilegar forndýraleifar í Kína. Árið 1916 rannsakaði enski ræð- ismaðurinn í Ichang í Kfna, Hew- let að nafni, stóran helli f árbakka þar skamt frá, ásamt amerfskum vísindamanni, I. O’Malley Irwin. Fundu þeir þar leyfar einhverra stærstu forndýra frá fyrri jarðöldum, og af þeim virðist mega ráða, að drekamynd sú, sem Kínverjar nota svo mjög, sé hvorki lánuð úr goð- sögum Vesturlanda, né eintómur heilaspuni, heldur sprottin upp af óglöggum sögnum um feiknastór forndýr, sem mjög hafa líkzt hinum vanalegu hugmyndum um dreka — eða af þekkingu á samskonar forndýraleifum, sem þeir félagar fundu. Hellir þessi heitir á kínversku Shen K’an Tzu (sktínið helga) og er talið að hann nái um 5 danskar mílur inn í jörðina meðfram fljótinu, Skipshöfn af ensku herskipi hafði komið þar inn áður og hefur nafn skipsins verið málað á hellisvegg- inn langt inni, en ekki er þess getið, að þá hafi fundizt neinar dýraleifar. Mr. O’MalIey Irvin skýrir frá því í „Scientific American", að hann og félagar hans hafi gengið eftir hæð nokkurri eða hrygg inni f hetlinum, til þess að komast þurrurn fótum, Af því að hryggur þessi var í bugðum eins og ein- hver risavaxinn höggormur eða skriðdýr, datt þeim f hug, að ef til vill væri þetta steingerfingur af tröllslegu forndýri ög við nánari athugun kom f Ijós, að tilgáta þessi var rétt. Það mátti greinilega sjá bugður ófreskjunnar, lfkama- og höfuðlag hennar, og hreistrið á skrokknum, og smátt og smátt fundu þeir í hellinum 8 slfka stein- gerfinga, í hóp, og sumpart flækta saman. Við nákvæmar mælingar reyndist lengd dýranna að meðal- tali 70 fet og þyktin 2 fet. Haus- arnir voru stórir og flatir, líkt og á útdauða skriðdýrinu Morosaurus Comperi. Um 14 fet frá höfðinu hafði dýrið 2 fætur og 50 fet frá höfðinu afturfætur. — Líkiegast þykir, að dýrin hafi lokazt inni f hellinum við eldgos, einhverntfma í fyrndinni, og hafi dáið úr sulti. 106 samt er sjón mín skörp, hné mín sterk og hendur mfnar titra ekki««. »»Sjamaninn getur elcki lát'ð okkur sofna svefni goðanna««, kveinaði fólkið, sem fór að smá-tínast inn til okkar. »»Það er hvergi hægt, nema í kofa þinum««. Og ég hló í kampinn, á meðan ég var að skenkja drykkinn og gestirnir skemtu sér við hann. Því að í mjölið, sem ég seldi Neewak, hafði ég látið ósköpin öll af sóda, sem ég fékk hjá konunni Ipsukuk. Ög hvernig gat komið gerð í drykkinn, þegar sódinn hélt honum ferskum? Eða hvernig gat áfengið hans orðið áfengi, þegar engin gerð kom í það? Og upp þaðan streymdu til okkar allskon- ar kostgripir, alveg fyrirhafnarlaust. Við fengum feikn af grávöru, útsaum frá kven- fólkinu, te frá höfðingjanum og heila hlaða af kjöti. Einn góðan veðurdag sagði Moosu mér, til mikillar uppbýggingar fyrir mig, afskræmdar leifar af sögunni um Jósep í Egyftalandi, en við það datt mér nýtt ráð í hug, og brátt lét ég allan kynflokkinn fara að byggja stórar kjötskemmur. Af allri veiði 107 4 þeirra fékk ég bezta og mesta hlutann og geymdi. En Moosu var heldur ekki iðjulaus. Hann bjó til spil úr birkiberki og kendi Neewak að spila alkort. Hann tældi líka föður Tukeliketu til að spila við sig og einn góðan veðurdag kvæntist hann henni og daginn eftir fluttist hann í hús töframannsins, sem var fallegasta húsið í þorpinu. Hrap Neewaks var algjört, því að hann misti aliar eigur sínar, bumbur sfnar úr rostungsskinni, galdraþing sfn — í stuttu máli alt. Og að slðustu varð hann að höggva brenni og bera vatn, og hlýða hverju boði og banni Moosu’s. Og Moosu — hann sett- ist á laggirnar sem sjaman eða æðstiprestur og ofan á hálfmeltan biblfulærdóminn bjó hann til nýja guði og ákallaði þá við annar- leg ölturu. Mér lfkaði þetta alt mjög vel, því að ég taldi hagkvæmast, að rfkið og kirkjan ynni í sameiningu, og hafði sjálfur ýmis ráð með höndum, sem við komu ríkinu. Og alt fór nú þann veg, sem ég hafði ráð fyrir gert. Gott skap og brosandi andlit fundust nú ekki framar í þorpinu. Fólkið var önugt og 108 skapvont. Það skammaðist og lá í áflogum, svo að alt var eintómur hávaði, ys og gaura- gangur nætur sem daga. Menn bjuggu til spil eftir spilum Moosu’s og veiðimennirnir fóru að spila hver við annan. Tummasook lamdi konuna sína eins og harðan fisk og móðurbróðir hans fór að skakka leikinn og barði hann með rostungstönn, þangað til óp hans heyrðust út um alt þorpið og hann varð sér til skammar fyrir öllu fólkinu. Og meðan á öllum þessum skemtunum stóð, hafði enginn sinnu á að fara til veiða og sultur kom upp í landinu. Næturnar voru langar og dimmar og án kjöts gátu þeir ekki keypt sér áfengi og tóku að mögla á móti höfðingjanum. Að þessu hafði ég stefnt, og þegar fólkið var orðið nægilega soltið, kallaði ég alla þorpsbúa saman, hélt langa ræðu yfir þeim og kom svo fram eins og reglulegur höfðingi og gaf þeim mat, er svangir voru. Moosu hélt lfka langa ræðu og vegna hennar og þess sem ég hafði gert, var ég kosinn til höfðingja. Moosu, sem hafði sérstakan samning við forsjónina og túlkaði vilja hennar, smurði mig með hvallýsi —

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.