Landið


Landið - 20.09.1918, Blaðsíða 4

Landið - 20.09.1918, Blaðsíða 4
154 LANDIÐ / ÞiriÉfréttir. Auk sambandsmálsins og till. um vantraustsyfirlýsingu hafði þingið þessi mál til meðferðar: x. Frv. um sérstakar dómþinghár í Skarðs- og Klofningshreppum í Dalasýslu. Fim : Bjarni Jónsson frá Vogi. Afgreiddi þingið það sem lög frá alþingi. 2. Þingsályktun urn greiðslu á aukakostnaði af flutningi innlendrar vöru, sem stafar af fyrirmælum út- flutningsnefndar. Flm. Ben. Sveins- son. — Þessarri tillögu var vísað til stjórnarinnar. 3. Þingsályktun um sölu á kjöti og fl Fim : Pjetur Ottesen og Hákon Kristófersson. — Neðri deild Aiþingis ályktsr að skora á lands- stjórnina að láta einskis ófreistað, sem stutt geti að þvf, að greiða fyrir sölu á kjöti og öðrutn afurð- um. — Tillagan var samþykt. Höirmulegt slys. Það sorglega slys vildi til austur í Öívesi á laugard. að maður varð fyrir skamrnbyssuskoti, sem dró hann til bana nokkrum klukkustund- urn síðar. Maðurinn var Sig. Sigurðsson bú- fræðingur, sonur Sig. Eiríkssonar regluboða hér í bænum. Hafði hann ásamt öðrutn manni verið að skoða skammbyssu, sem hann ekki víssi að var hlaðin. Skotið reið af og hljóp í kvið Sigurðar. Var þegar símað tii Reykjavíkur eftir lækni og fór Halldór Hansen austur á bifhjóli. En á miðri Heilisheiði mælti hann bifreið, sem flutti Sigurð hingað. Var síðan gerður holskurður á Sig., en kl. 3 um nóttina andaðist hann á Landakotsspítala. Fráfall þessa unga efnilega manns er jafn-gorglegt sem sviplegt. Hann var atorkumaður, góður drengur og vel látinn af öllum, sem honum kyntust Sigurður heitinn var tilvonándi tengdasonur Daníels á Sigtúnum, trúlofaður Solveigu dóttur þeirra hjóna. Foch. Hvernig á að bera fram nafn yfir- hershöfðingja bandamannaf Frakk- ar eru sjálfir eigi vissir um það. Sumir telja, að það eigi að bera það fram Fokk, en aðrir halda því fram, að það sé rangt. Nafnið eigi að bera fram Fosj„ og það virðist svo sem það sé réttara, því að þannig ber hershöfðinginn sjálf- ur fram nafn sitt og eins íjölskylda* hans. Franskt tímarit skýrir þetta á þann veg, að í átthögum hers- höfðingjans sé töluð Langue d’oc, (provensalska, suður-franska), en þá séu öll eiginnöfn, sem enda á ch borin fram með sj-hljóði. Auglýsing um atkvæðagreiðslu um Dansk-íslenzk sambandslög. * , Þar eð Alþingi hefir á stjórnskipulegan hátt samþykt Dansk- íslensk sambandslög, er gera breytingu á sambandinu milli ís- lands og Danmerkur, skulu netnd lög, samkv. 21. gr. stjórnskip- unarlaga nr. 12, 19. júní 1915 lögð undir atkvæði allra kosningar- bærra manna í landinu til samþyktar eða synjunar. Atkvæða- greiðsla þessi skal fara fram svo, sem hjer segir: 1. Atkvæðisrjett hafa allir, karlar og konur, sem kosningar- rjett hafa við óhlulbundnar kosningar til Alþingis. Atkvæðagreiðsl- unni stýra kjörstjórnir og yfirkjörstjórnir, sem um getur í 7. og 8. gr. laga nr. 28, 3. nóv. 1915 um kosningar til Alþingis. Svo gilda og ákvæði nefndra kosningalaga um kjörstað, kjörherbergi og atkvæðakassa. 2. Yfirkjörstjórnir skulu samkvæmt þeirri reglu, sem fyrir- skipuð er í 21. gr. nýnefndra kosningalaga senda undirkjörstjórn- um atkvæðisseðla þá, sem stjórnarráðið hefir gera látið til not- kunar við atkvæðagreiðsluna og sendir eru yfirkjörstjórnum þannig útlítandi: I laDsk-íslenzk sambaDdslöo (teir, 8em óska að lög pessi, er siðasta Alpingi samþykti, öðlist staðfestingu konungs, geri kross í fer- hyrninginn fyrir framan „Já“, en þeir, sem eru á móti pví, geri kross í ferhyrninginn fyrir framan ,,Nei“.) Já Nei Utan á umbúðunum skal fyrir utan hina venjulegu áritun standa með skýru letri: »Seðlar til atkvæðagreiðslu um Sam- bandslögin«. 3. Atkvæðagreiðslan skal hefjast á hádegi laugardaginn 19. október næstkomandi og skal kjörstjórnin fylgja þeim reglum, sem seltar eru í lögunum um kosningar til Alþingis, um lcosn- ingarathöfn, að svo miklu leyti, sem við getur ált, og fer atkvæða- greiðslan fram á sama hátt, sem þar er fyrir mælt um kosningar til Alþingis, með þeirri breytingu einni, að gjöra skal kross með blýant fyrir framan »Já« eða »Nei« á atkvæðisseðlinum. 4. Sem gjörðabók við atkvæðagreiðsluna skal nota hina sömu og við kosningar til Alþingis. 5. Þegar atkvæðagreiðslu er slitið, skal oddviti leggja í sterkt umslag sjer alla þá seðla, sem ógildir hafa orðið, og í annað sterkt umslag alla þá seðla, sem afgangs eru ónotaðir, með utaná- skrift til yfirkjörstjórnarinnar. Á hið fyrnefnda umslag skal auk umgetinnar utanáskriftar rita með skýru letri. Ógildir alkvœðis- seðlar en á hift: Afgangs atkvœðisseðlar. í hvort umslag skal jafn- an leggja miða með samtölu seðlanna, er í eru, undirskrifaðan af kjörstjórninni. Seðlatölunnar af hvoru tagi skal geta í kjörbók- inni. Skýrslu um atkvæðagreiðsluna hæði að þessu og öðru leyti skal bóka í gjörðabókina, og þegar atkvæðagreiðslunni er lokið og alt bókað, skulu kjörstjórarnir undirskrifa kjörbókina. Þegar búið er að loka báðum umslögunum með kjörseðlun- urn, skal kjörstjórnin innsigla þau með innsigli sínu, og senda siðan til oddvita yfirkjörstjórnar ásamt atkvæðakassanum og gjörðabókinni. 6. Yfirkjörstjórn skal á hverjum kjörstað þann dag, er at- kvæðagreiðsla fer fram, auglýsa stund og stað, þá er hún komi saman til að opna atkvæðakassana og telja atkvæðin, en talning atkvæða skal framkvæmd svo fljótt sem verða má. Skal sú at- höfn fara fram fyrir opnum dyrum, svo að kjósendum gefist kostur á að vera við eftir því sem húsrúrn leyfir. 7. Opnar yfirkjörstjórn síðan atkvæðasendingarnar úr hverj- um kjörstað kjördæmisins eflir að hún hefir sannfærst um að öll innsigli eru ósködduð. Jafnótt og hver atkvæðakassi er opn- aður, skal seðlum þeim, sem í honum eru, óskoðuðnm, helt í hæfilegt tómt ílát með loki yfir og þannig haldið áfram uns allir atkvæðakassarnir eru tæmdir. En við og við skal hrista ílátið svo seðlarnir úr hinum einstöku kjörstöðum blandist vel saman. Talning atkvæða fer síðan fram þannig að oddviti yfirkjörstjórn- ar tekur upp einn og einn atkvæðisseðil í einu, les upp alkvæðið (Já eða Nei), en meðkjörstjórar merkja um leið atkvæðin (við Já eða Nei). Verðí ágreiningur meðal kjörstjóra um gildi atkvæðisseðils, skal aíl atkvæða ráða úrslitum. Pá er allir atkvæðisseðlar eru upplesnir og atlcvæðin skráð, telur yfirkjörstjórnin atkvæðin sam- an og lýsir hún því síðan, hvernig atkvæði hafi fallið, hve mörg með og hve mörg móti lögunum. 8. Yfirkjörstjórn skal bóka í gjörðabók sína þUð, sem gjör- ist við atkvæðagreiðsluna og undirskrifar síðan gjörðabókina. Endurrit af gjörðabókinni skal yfirkjörstjórnin senda stjórnar- ráðinu með fyrstu póstferð eftir að talning heílr farið fram. Um atkvæðagreiðslu þeirra manna, sem staddir eru utan þess hrepps eða kaupstaðar, þar sem þeir standa á kjörskrá, þeg- ar atkvæðagreiðsla fer fram, fer svo sem fyrir er mælt í lögum nr. 47, 30. nóvbr. 1914, um atkvæðagreiðslu þeirra við alþingis- kosningar, þannig að nota skal hin sömu kjörgögn og viðhafa sömu aðferð og þar er fyrirskipuð með þeirri breytingu, að sá, sem óskar staðfestingar konungs á sambandslögunum ritar »Já« á kjörseðilseyðublaðið, en sá sem er á móti lögunum ritar »Nei«. Atkvæði utanhjeraðsmanna skulu. talin þar sem þeir greiða atkv., en skylt er kjörstjórn að spyrjast fyrir með þjónustusím- skeyti hvort þeir sje á kjörskrá þar, er þeir kveðast eiga heima. Skal atkvæði því aðeins gilt að svo reynist. Þeir menn, sem eigi eru heimanfærir til kjörstaðar, mega kjósa á heimili sínu á sama hátt og segir í nefndum lögum frá 1914, þó svo að húsráðandi eða sá, er í stað hans kernur, skal votta um það. hversvegna kjósandi er eigi heimanfær og að hann sje sá, er fylgibrjefið greinir. Síðan sendir kjósandi kjörseðil sinn í hinu þar til gerða umslagi á kjörstað, og skal brjefið vera þang- að komið, áður en atkvæðagreiðslu er lokið. Yfirkjörstjórn með aðstoð undirkjörstjórna annast um að kjörgögn í þessu skyni sjeu fyrirliggjandi á 3—4 hentugum stöðum í hreppi hverjum. lJella er lijermeð kunnugt gjört öllum þeirn til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli. í dóms- og liirkjumáladelld stjóruarráðsins, ÍO. sept. 1018. %3ón tÆagnússon. (,,Mgbl.“). Bförn Þórdarson, settur. Mjólknrverdlð hefur verið hækkað enn, um 60%, úr 52 aur. pt. upp í 80 aura, og hefur þá hækkað urn 4330 o síðan stríðið hófst, en hækkunin á smjöri nemur „aðeíns" 366%, og er þó smjörverðið óeðlilega hátt, sökum feitmetiseklunnar. „Seint fyllist sálin Mjólkurfélagsins". Urýr á Elyjafjardará. Akureyri 13. sept. — í vikunni scm leið, mældi Geir G. Zoéga landsverkfræðingur fyrir brúarstæði á Eyjafjarðará Verður áin brúuð á Vöðlunum og verða brýrnar fimm talsins, 3 aðalbrýr, 50—60 metra langar og tvær múmi, 15—20 metra. Þykir héraðsbúum gott að hugsa til þsss að fá þessar brýr, því að áin er oft hin vcrsta yfirferðar og ófær í vorleysingum. (,,Mgbi.“). Brentsmiðjan Gutenberg. Afgreiðsla þessa blaðs er flutt í Hafnarstræti 17. Inng'ang'ur frá Kolasundi.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.