Landið


Landið - 29.11.1918, Blaðsíða 1

Landið - 29.11.1918, Blaðsíða 1
47. tölublað. Reykjavíb, föstudaginn 29, nóv. 1918. 111. árgangur. Árni Eiríksson. | Heildsala. 1 Talsínii 265. Pósthólf 277. | Smásala. 1 Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög Qölbreyttar. Saumavélar ^með hraðhjóli oglOára verbsmiðjuábyrgð. Smávörur, er snerta saumavinnu og hannyrðir. Þvotta- og lireinlætievörur, beztar og ódýrastar. Tæbifærisgjaflr — Jólagjaflr — Leihföng. V. B. K. Vandaðar vörur. Odýrar vörur. VEFNAÐ ARVARA. Pappír og ritföng. 1 LEÐUR og SKINN. Heildsala. Smásala. VerzÍBBia gjöra XristjánssoB. Sigling. Eg sigli um hafið með segl við hún — þeir segja, það marri í borðum, og kjölurinn Heljar- risti -rún og reiðinn sé genginn úr skorðum. Eg stefni þangað, sem stafninn snýr og stanza ekki neitt til að venda. Eg skessuna þefcki, er á skerinu býr, þar sem skipið ætlar að ienda. Eg stýri glaður um Svarta-sjó, þótt sjái eg mannlausa báta. Því skipið er nýtt, en skerið er hró, og skai þvf undan láta, Guðm. G. Hagalín. Ný ljóðabók. Gestur: „Undir Ijúfum lögum“. Alexander Jóh->nnesson bjó til prent- unar. Rvík. Utgefandi: Þorsteinn Gíslason 1918 Ljóðabók þessi er eftir góðan gest á heimili skaidgyðjunnar, Heimamaður er hann þar ekki, en glögt er gests augað, og ekki ólík Iegt, að það veki athygli a söng- um hans, að hann er gestur, sem tekið hefur eftir kvæðalögum heima- hjúanna, fundizt þar ýmislegt á vanta, og reynt síðan af ásettu ráði að kveða á annan veg. Skal nú vikið að ljóðum þessum nokk- uru nanara. I. Samrœmi Ijóðs og lags liggur Gesti mjög á hjarta. Hann hefur ort snildarlega undir ýmsum fögr- um lögum og er það mikilla þakka vert. Um það segir »ísafold« (Ói Björnsson, formaður söngfélagsins »17. júní«): »Sönglífi íslenzku er stórgróði að þessu ljóðasafni Gests, og fslenzkt söngfólk má ekki láta farast fyrir, að afla sér bókarinnar, og syngja fslenzku textana hans Gests við uppáhaldslögin sín. Þær ættu að reyna, stúlkurnar út um 'and alt, sem leika á gftarinn sinn »Fjorton ar« eða »Spinn, spinnc, hvort þeim þykir ekki eins gott að syngja þýðingarnar hans Gests, eða berg- málið, eins og hann kallar það sjálfur. Fyrsta vfsan í »Fjorton ár« er svona: Fjórtán ára það förlast mér ei var jeg fjörug og glaðleg yngismey. Ekki bað mín einn einasti einn og eg var heldur ekki að hugsa um neinn. La, la, la, la..... Og f »Spinn, spinn* er hún svona: Hún var svo væn og rjóð, sat við rokkinn raunamóð. Tímans þráður tognar fljótt, tárin runnu dag og nótt. Er þetta nefnt af handahófl, en f bókinni getur söngfólk fengið ágætis texta undir m. a. þessi lög: »Juanita«, hið kunna spánverska lag, enska lagið »Daisy Bell«, sænska danslagið »Álskvárdaflicka« (»Grafardals fögrum* oft sungið undir því). Af einsöngslögum má nefna Griegs lögin tvö, »To brune Öjne« og »Solveigs sang«, Kjerúlfslagið »Hytten er lukket«, sænska þjóð- lagið »Aa, öla, Öla«, sættska þjóð- lagið »Pehr svineherde«. Enn G'unta hefur Gestur þýtt (nr. IX: »Framat march«) og væri gaman að fa fleiri Glunta frá hans hendi. Enn eru ótaldir kórsöngvar, sem Gestur hefur frumort eða þýtt fyrir söngfél »17 júní« Þýðingin á Tryggvasyni (»Brede Sejl«), sem hann hefur. tileinkað félaginu, er með hreinu snildarbtagði felt undir lag Reissigers*. II. Efalaust verða nokkuð skiftar skoðanir um það, hve mikill skáld- skapur sé í bókinni. Eg fyrir mitt leyti lít svo á, sem bókin sé frek- ara einskonar háttalykill, en eigin- lega til orðin fyrir þann guðmóð, »the poetical rapture*, sem menn einatt ímynda sér, ef til vill stund- um með óréttu, að hrífi ljóðskáld- n til bragsmíða. Og þó er það sannast að segja, að víða í bók- inni bregður fyrir ágætum skáld- skap, sem ekkert góðskáld þyrfti að skammast sín fyrir. Gætir þess einkum í fyrra kafla bókarinnar, sem er samnefndur henni. Vil eg nefna nokkur ágæt kvæði, t. d. hinn snildarlega Sorgardans i Sveinkaljóðum. Get eg ekki stilt mig um að tilfæra hann hér: Okkar óðum fækka fundir, fyrnist ást, ástin þín, ekki mín, ástin þín, sem brást. Ekkert getur lengur stytt tnér stundir. Sorgin, hún er trygg og trú, trygg og trú. trúrri en þú, þó hún mæði mig á allar lundir. Jeg vildi að sorgin, — jeg vildi að þú — — vildi að þú — — værir sorgin. Hér koma fram ágætir Ijóðskálds- eiginleikar, innileg tilfinning, fagurt og samræmt form, og sá andblær frá hæðum skáldskaparins, sem eng- } inn aflar sér sjálfur, heldur er »gef- inn að ofan«. Nefna má fleiri góð- kvæði f þessum flokki, t. d. Hún Kata litla í Koti, í Ljúfaland, Hún syngur o. fl í þessum beztu kvæðum Gests er dillandi söng- ómur, sem heillar eyru og hug, og í því liggur aðalstyrkur hans. Vel tekst honum og, er hatrn yrkir »vikivaka«, t. d, Hólamanna- h'ógg, ágætt kvæði, Sigurður Is- landströll, Friðrik Barbarossa, o s. frv. Þar hefur hann náð hínu fegursta úr miðaldahreimnum og yngt það upp. Allmargar þýðingar og stælingar eru í bókinni, og ætla eg ekki að tala nánara um þær, enda eru mér ekki kunn öll frumkvæðin En smekklegar virðast þær yfirleitt vera Þó kann eg illa við línuna: »Örninn baksar og beinir flug« f »Árnasöng« Björnsons. I bálkinum Hendingum eru ýms- ar snotrar náttúrulýsingar og í síð- ara kafla bókarinnar, í háljum hljóðuiu, kvæði og vísur ýmislegs efnis. Vil eg sé^staklega vekja at- hygli á skopvísunum um stjórnar- farið og ástand lands og lýðs, t d, Skammirnar: Munið prógraormið: Gjammíð, ginn ð þá, bjóðið sem hæst, rægið og skammið — sk^mmiðl Þá skulum við hsfa það næst. Ennfremur má nefna Mörlanda- vísur og hin snjöllu sléttubönd: Skörðum helsið. III. Aðalatriðið í kvæðum Gests, og það, sem skoðanirnar munu helzt skiftast urn, er þó jormið í þrengri merkingu, eða það alt, sem að bragfræðinni lýtur. Kemur hann þar með ýmsar tiibreytingar frá þvf, sem nú er venja f skáidskap vorum, og má greina þær í tvent: Reglulegar nýjungar frá skáldsms hendi (svo sem tilbngðin í ljóð- stafasetningu) — og hinsvegar afturhvarf til bragreglna fyrri tíma (sem einkum kemur í ljós í áherzl- um þeim, er skáldið notar). Um nj/jungar skáldsins segir dr. Alex. Jóhannesson í sfnum fróðlega formála fyrir bókinni: »í nokkrum kvæða Gests gætir nýrrar ljóðstafasetningar; eitt af af- brigðum hans f ljóðstafasetning er það, að hann tengir saman sfðasta áherzluatkvæði ljóðlfnu við fyrsta áherzluatkvæði næstu ljóðlfnu og heldur auk þess stuðlum, eins i þessu erindi: Lfða /rega/ár um fölar Alíðar, Aljóðar bíða grundir kulda tíðar, hinzta /óa /yftir væng á .randi, jynda andir burt frá klakagrandi. Náhljóð Æveður við f Averju ípori, jpörum harm — ait rfs á næsta vori. (Haustharmur). Þessi nýju Ijóðstafaorð eru auk þess skothendur og eykur það á hljómfegurðina. Annað afbrigði hans er það, að hann tengir saman ljóðstafl, þótt stuðlar séu á milli, eins og t. d. f Alfakonginum: /júfa stjarna, hvar má augað íygja /jósið þitt /ýsa rökkurgeim — * og er bersýnileg prýði að þess- háttar tilbrigðum í ljóðstafasetmng, en gæta verður þess, að hrúga ekki allskoaar ljóðstafatilbrigðun saman í einu og sama kvæði, þvf þá er hætt við, að allir ljóðstaía- Ijotrar hrökkvi í sundur og íslenzk ljóð varpi sp.Hribúningnum, Ijóð- stafaskrautinu*. Eg get verið dr. Alexander sam- mála um það, að stundum fer all- vel á þessum afbrigðum, en samt verð eg að telja alveg misráðnar þessar gagngerðu breytingar á ljóðstafasetningu þeirri, sem eyru vor og hugur hafa vanizt, frá því er vér fórum fyrst að heyra vísur kveðnar, kvæði sungin, eða þulur og langlokur þuldar. Ljóðstafareglurnar eru orðnar svo óaðskiljanlegur hluti Ijóðanna f vitund vorri, að afbrigðin særa eyrun, og þar að auki er hætt við, að svo fari, sem dr. Alexander óttast, að ef breytingar eru leyfðar yfirleitt, þá verði afleiðingin sú, að allar ljóðstafareglur fari í einn graut og íslendingar missi þá ósjálfráðu tilfinningu, sem þeir nú hafa (flestir) um rétta setningu Ijóðstafa, þótt engar viti þeir reglur. V»1 eg því vara ung skáld við að fara út á þessa braut. Það er ekkert að því, þótt Gestur hafi reynt þetta, til gamans, en tilraunin sýnir, að í þessu efni er hið gamla of rótfas í okkur ti! þess, að nokkrar veru- legar nýjungar geti búizt við að sigra, þfrí að hætt er við, að hver myndi syngja með síau nefi, er fram í sækti, og reglur þær, sem Gestur fylgir, eru sköpun eins manns og hafa ekki þa festu, sem hin forna, aldagamla ljóðstafasetn- ing vor hefur öðlazt. Afturhvarfa Gests til bragreglna fyrri tíma gætir einkum í áherzlum samsettra orða. Sem kunnugt er, hefur áherzlan tekið all-miklum breytingum f fslenzku, frá því, sem áður var. Reyndar er aðaláherzlan að fornu og nýju á fyrsta atkvæði orðanna yfirleitt, en á afleiðslu- endingum og öðrum lið samsettra orða var að fornu aukaáherzla, sem svo var sterk, sð jafngilt gat í skáldskap aðaláherd'i. Sem dæmi má taka: rÁdgegniaa bregðr rsgna tHúsdrdpa). ok herparjir hverfa (Vellikla). aigildza biðk aldar (Sigurdardrápa). jastrin, Haralds, mína o. s. frv. (Sama st). Áherzlan í þessum orðum hefur því verið þannig (~ merkir aðal- áherzlu, w aukaáherzlu): ráðgegn- inn XXX, herparfir XXX. algild- an XXX, jastrín xx. Meðöðrum orðum: Aðalaheizla og aukaáherzla gátu staðið saman, en það er ekki

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.