Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.01.1909, Blaðsíða 3

Lögrétta - 20.01.1909, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 11 er venjulega alsettur smáum sprung- um og götum, og þess vegna kemur það Ifka í ljós við tilraunirnar, að leirpípur leka að jafnaði meira en sementspípur. Þar að auki kemur það oft í ljós, að glerungurinn slitnar innan úr pípum, sem liggja í mikl- um halla, og geta menn ímyndað sjer hvað þá verði eftir af hinu meyra efni pípnanna. Það er augljóst, að slíkar pípur eru alveg óhæfar til holræsa í götum; samt sem áður er brúkað mjög mikið af þeim varningi hjer á landi, og hafa menn sumstaðar beðið mikinn skaða af, ekki síst hjer í Björgvin, því að hjer hafa menn hvað eftir annað á seinni árum neyðst til þess, að leggja af nýju gömul leirpípna-holræsi, sem hafa ónýtst af raka með tímanum. Einstakir menn og bæjarfjelög verja ár eftir ár stórfje til þess konar lje- legra holræsa, og eiga fyr eða sfðar þá ánægju f vændum, að fá að leggja þessar upphæðir út einu sinni enn. Margir eru ekki orðnir hyggnir af skaða enn þá, einkum vegna þess, að pípurnar geta legið þó nokkur ár, áður en þær hrynja saman, ef lítill þungi hvflir á þeim. Þess vegna er ennþá keypt talsvert af þess konar varningi, og gera það einkum ein- stakir menn og smábæir. Það er skringilegt, að menn, sem eru hræddir við að nota sements- pfpur, aí því að þær þola ekki sterk- ar sýrublöndur, skuli nota pípur, sem leysast sundur eða veiklast jafnvel af hreinu drykkjarvatni. Sementspípur hafa að ýmsu leyti verulega yfirburði. Fyrst verður að nefna það, að þær meyrna ekki, þó þær sjúgi í sig raka eða liggi í rökum jarðvegi. Þol þeirra er ekki heldur kornið undir þunnri glerhúð; þær eiga sem sje að vera svo jafnþjettar alt í gegn, að þær þoli lengi slit, jafnvel þó yfirborðið sje slitnað af að innan. Ennfremur er það mikill kostur, að hægt er að snfða sementspípurnar eftir öllum staðháttum, og hafa þær hvernig sem vill í laginu að þver- máli til; t. d. er hægt að hafa þykkri botn í pfpum, sem liggja í miklum halla, og sandblandið vatn rennur um. Ef renslið er misjafnt, má gera þær krappari í botninn. Þar sem mikið reynir á að utan, má hafa þykkri pfpur o. s. frv. Sementspípur ern yfirleitt sterkari ■en leirpípur...... Ennfremur má telja það sements- pípunu’m til gildis, að það er auð- velt að höggva þær til og leggja þær, að þær eru yfirleitt ódýrari en leirpípur, og að það er hægt að búa þær til innanlands og úr innlendum efnum. Ókostur er það talinn við sements- pípur, að þær þoli ekki sýrur nógu vel; ef mikið af sterkum sýrum er sett saman við holræsavatnið, getur það komið fyrir, að pípurnar skemm ist eða ónýtist. (Höf. nefnir þvf næst einstök dæmi þess, að sementspípur hafi skemst, þar sem mjög sýrublandið afrensli frá stórum verksmiðjum hefur runnið um þær, og segir því næst:) En menn verða að gæta þess, að slík dæmi eru hverfandi fá í saman- burði við fjölda þeirra holræsa, ekki síst t eiginlegum verksmiðjuborgum, þar sem miklu sýrublöndnu vatni er veitt út í holræsin, án þess að skemd- ir hljótist af. . . . . Yfir höfuð hefur verið gert alt of mikið úr þeirri hættu, sem stafar af þessu, og má víst fullyrða, að tala þeirra sementspípna, sem hafa skemst af þeim ástæðum, er mildu minni en tala þeirra leirpípna sem hafa ónýtst af raka (bleytu). Besta sönnunin fyrir endingu se- mentspfpnanna er hin sfvaxandi út- breiðsla þeirra. Árið 1906 höfðu 183 bæir lagt samtals um 1800 km. af sementspípum, og eru það nú sjálf- sagt orðnir 2000 km. eða eins langt og fra Kristjaníu til Rómaborgar. Ekki er svo að skilja, að reynsla sú, sem fengin er, nái að eins yfir stutt- an tíma; 20 þýskir bæir hafa brúkað þær í h. u. b. 40 ár, 20 í 20 til 25 ár o. s. frv. Eftir að höf. ennfremur hefur borið fyrir sig reynslu bæjarverkfræðing- anna í Kaupmannahöfn, Gautaborg, Kristjaníu og Þrándheimi, lætur hann í ljósi það álit, að rjett sje að gera öll holræsi, sem eru 9 þuml. eða meira að þvermáli, úr steyptum píp- um; því næst segir hann: Um smáholræsi — þar til tel jeg öll holræsi, sem eru mjórri en 9 þml. að þvermáli — getur fremur verið vafi (þ. e. um það, hvort betra sje að brúka leirpípur eða sementspípur til þeirra). Urslitunum verður það að ráða, hvort hægt er að fá leir- pípur bestu tegundar (prima kvalitet); sje það ekki hægt, er rjett að kjósa heldur samentspípur. Loks bendir höf. á það, að sements- pfpurnar þurfi að vera vandlega til- búnar, og skýrir frá því, hvernig megi prófa þær; f sambandi við það minnir hann kaupendur á það, að ekki tjái að þrengja verði þeirra niður um of því að „kaupendur verða að hafa augun opin fyrir því, að það eru til eðlileg takmörk fyrir þvf, hve mikið þeir geta sparað sjer með því, að taka sementspípur í stað leirpípna. Ef menn vilja fara niður fyrir þetta takmark (þ. e. spara sjer meira en hófi gegnir), verður afleiðingin sú, að of lítið sement, eða of slæmur sandur, er haft í pípurnar, og fá menn þá auðvitað slæmar pípur". (Þýtt úr „Teknist Ugcblad"). Sundíþróttin. Sundskáli við Skerjafjörð. Nytaamt fyrlrtækl. Á fundi »Umgmennafjel. Reykja- vfkur* í nóvembermán. 1908 var samþykt að fjelagið gengist af alefli fyrir, að sundskáli yrði bygður við Skerjafjörð næsta vor, ef mögulegt væri. — Sundskáli þessi, ásamt 75 álna langri bryggju, sem ætti að vera til afnota jafnt konum sem körlum, er áætlað að kosti um 2000—2500 krónur. í skálanum yrðu þá 14 klef- ar, og hver klefi það stór, að hann getur orðið uotaður af þrem til fjór- um mönnum í senn, ef á þyrfti að halda. Það, að sundskálasvæðið er valið við Skerjafjörð, en ekki nær Reykjavík, er sakir óhreininda sjávar- ins og brimsins, sem er miklum mun meira norðanmegin nessins. Sundskálabyggingin er án efa þarfa- fyrirtæki, sem tími er til kominn að komist í framkvæmd, þvf eitt af meiri háttar skilyrðum fyrir hvern bæ eða borg, þar sem sjávarútvegur er mikið stundaður, og þá einkum fyrir þann bæ, sem eigi er þriflegri en Reykja- víkurbær, er, að bæjarbúum gefist kostur á að stunda þá fþrótt, sem mest getur að gagni komið. Engum ætti að leyfast að gerast sjómaður, nema hann þekki meira eða minna til sundíþróttarinnar. Bæjarsjóður hefur nýlega, sem kunnugt er, látið hlaða nýja sund- laug í stað þeirrar gömlu, sem með öllu var orðin ónotandi sakir botns- leðju og óhreininda, en sá stóri galli er nú á, að vatnið er alveg það sama og áður, það er ónotandi og óþol- andi til frambúðar. Laugina má auð- vitað bæta, og mun það og að lík- indum verða gert, því laugin verður að vera svo úr garði gerð, að það megi notast við hana fyrir þá, er nema vilja sund; fyrir þá sem syndir eru, verður hún altaf ónóg —- marg- ialt of lítil. Fyrir syndu mennina er sjórinn, hann er stórum mun heilnæmari og þægilegri til sunds, en volgt lauga- vatn. Reykjavíkurbúar hafa enn engin tæki til að nota hann; sundskálalaust geta þeir ekki notið sjávarins, ef nokkuð er að veðri. Ungmennafjelagið sá sjer eigi meira fært, en að gangast fyrir því, að framkvæmdir verði á máli þessu, þar sem það hefur mjög mörg önnur mál með höndum; ætlast mun þó til, að fjelagið leggi ríflega sinn hlut til fyrirtækisins. En þar sem fyrir- tækið getur orðið arðvænlegt, þá á að bjóða hlutabrjef, hverjum þeim, sem ann fyrirtækinu, og sjer, að þetta er þarfamál, sem getur orðið bæ vorum til gagns og sóma. Og þeir verða vonandi margir, sem sjá það. Ungmennafjelögin eru að leitast np T-MERKI — brúkuð — kaupirháu J- Xvi verði Iriger östlund, Þing- holtstræti 23. við að vekja úr dvala hinar heilnæm- ustu og þarflegustu íþróttir vorar, og æskulýðurinn á að hefjast handa og efla þær og iðka með meiri áhuga og dugnaði, en hingað til hefur verið gert; hann á að taka á því sem til er, hann á að efla sitt líkamlega at- gervi, engu síður en það andlega, því honum ber að vera Fjallkonunni, fóstru sinni, góður þegn í hvívetna. 7. P. S. Reikningurinn jrá íjaga. Maður er nefndur Vigfús Guð- mundsson og býr í Haga í Árnes- sýslu, góður bóndi sagður, en skrif- finnur mikill og flestum leiður, er blöð lesa. Ritvöllur hans er í ísa- fold. Oft hafa honum verið mis- lagðar hendur í ritsmiðum, en þó aldrei svo sem í grein um fræðslu- málin, er blaðið birtir 9. þ. m. Honum ofbýður fjárhæð sú, er nú eigi að fara að verja til alþýðufræðslu úr landsjóði, 120 þús, kr. árlega, en þó mun hann hafa verið kominn langt áleiðis til að bjóða sig fram til þings síðastl. sumar, til þess að samþykkja þar, við hlið ísafoldar- Björns, Bjarna frá Vogi, Ara Jóns- sonar og fleiri fjármálagæðinga, að landsjóður taki að sjer kostnað her- varna og utanríkismála, sem nema mundi þessari upphæð marg-marg- faldri. En látum þetta nú vera. Vigfús heldur áfram: „Hjer við bætist fyrir þá, sem börnin eiga, í strjalbygðum sveitum, að kosta þau utan heimilis f 2—6 mánuði. Sá kostnaður getur ekki verið minni en 15 kr. um mán- uðinn, eða 90 kr. fyrir hvert barn í 6 mánuði. Nú eru bændur í flestum sveitum, sem eiga 4 börn 10—14 ára, og eru flestir þeirra fátækir ein- yrkjar. . . . Hvar eiga þeir að taka 360 kr. til að gefa með börnum sín- um í 6 mánuði? Eða 3600 kr. samtals, ef börnin eru io ?“ Svo mörg eru þau orð. Hjer er fyrst og fremst gert ráð fyrir, að bændur eigi 10 börn á ald- rinum 10— 14 ára. Þetta er því að eins hugsanlegt, að konur þeirra fullnægi svo vel fjölgunarskyldunni, að þær ættu börn á hverju ári, og altaf tvíbura, eða þá að gert sje ráð fyrir fjölkvæni, — að sigurvegar- arnir frá 10. sept., eða forsprakkar þeirra, ætli nú að taka Mormóna- trúna að sjer til flutnings í stað anda- trúarinnar. Svona er nú reikningur Vigfúsar þarna. En verri er hann þó, þegar til peninganna kemur. Hann ætlar sjálfur skólakostnað fyrir hvert barn 90 kr. En þetta verður hjá honum „3,600 kr. samtals, ef börnin eru 10“. Aðrir reikna þetta svona: 90X10 = 900. Það er rjetlur fjórði partur af því, sem út kemur hjá Vigfúsi. 3600 kr. eru, eftir áætlun hans sjálfs, skólakostnaður handa 40 börnum. En til þess að eiga 40 börn á skóla- skyldualdri, yrði bóndinn að eiga til jafnaðar 8 börn á ári. Hvað svo sem Vigfúsi kann að vera til lista lagt, þá er það víst, að reikningsmaður er hann minni en í meðallagi. Kunnugir menn honum segja ekk- ert undarlegt, þó annað eins og þetta sjáist frá honuin. En greinin hefur verið gerð að leiðandi grein f ísaf.; þar á skrifstof- unni hefur hún verið lesin yfir og búin undir prentun. Og reikningur Vigfúsar er látinn standa óhaggaður. Það er gott, að tölurnar hja hon- um sjeu sem hæstar. Menn fara ekki að reikna þetta út sjálfir, að minsta kosti ekki allir. Líklega hefur gamla maddaman hugsað eitthvað á þa leiðina. Frœðsluvinur. (Niðurl.). ----- í höfuðborg Bosníu, Serajevó, kemur út óháð, serbskt dagblað, Srbski Retch (serbska orðið) og sömu- leiðis kemur út lítið, óháð dagblað í Mostar, höfuðborg Herzegowínu. Sem stendur eru fjórir af ábyrgðar- mönnum Serajevo-blaðsins og marg- ir meðritstjórar í dýflissu. Glæpir þeirra eru í þvf fólgnir, að þeir hafa látið í ljósi pólitiskar skoðanir, sem stjórninni mislíka. Dæmi: „Neue freie Presse" í Wien, sem stundum er stjórnarblað, flytur grein, þar sem tal- að cr um, að það geti vel verið, að Bosnía og Herzegowína fái sjálf- stjórn og staða þess í rfkinu verði cins og nokkurskonar „Reichsland", svipað Alsace-Lorraine. í Srbski Retck birtist orðrjett útlegging af þessari grein, án þess að nokkurri nýrri athugasemd sje bætt við það. Niðurstaðan : Löghald lagt á blað- ið, ritstjórinn f myrkvastofu. Annað dæmi: Eftir að uppreist ungu Tyrkjanna hafði orðið ofan á, stóð í Srbskt Retch, að nú mundu Bosnía og Herzegowína verða einu löndin, sem ekki hefðu neina stjórn- arskipun. Afleiðing: Eintakið af blaðinu, sem þetta stóð í, gert upp- tækt, og ritstjórinn í myrkvastofu, þar sem hann situr enn, án þess að hafa verið leiddur tyrir dómara. Lög- reglan ein getur dæmt um það, hv. ð megi birta á prenti f Bosníu og Herzagówínu. Nýlega bar það við, að grein, sem var prentuð í Srbski Retch eftir serbska blaðinu í Most- ar, var látin naðurlaus í Mostar, en í Serajevo var blaðið gert upptækt. Prentfrelsislögin heimta, að hvert blað hafi ábyrgðarmann; en sje nú höfðað mál á móti blaðinu, cr mál- ið látið ná til allra, sem eru riðn- ir við blaðið, frá aðalritstjóranum til yngsta setjaradrengsins. Og að af- leiðingarnar geti stundum orðið til- finnanlegar sjest á því, að í haust, er leið, var bosníakiskur blaðamaður dæmdur fyrir brot á móti prentfrels- inu f 40 — segi og skrifa fjörutfu- ára fangelsi. Ritstjórn Srbski Retch má ekki halda nema tvö blöð útlend: „Neut freie Presse" frá Wien og „Pester Lloyd" frá Búdapest. Blöð, semeru gefin út utan Bosníu og Herzegów- ínu á serbisku eða króatisku máli, má ekki einu sinni skírskota í, þó það sje tekið eftir tjeðum þýskum blöðum, hvað þá, að þau megi kom- ast inn fyrir takmörkin. Frönsk og ensk blöð, sem má gruna um gæsku gagnvart austurrfkska drotnunarvald- inu.eru bönnuð. Valdalausirmenn.sem halda t. a. m. Le Temps eða Times, fá þau klipt, ef í þeim eru greinar um málefni, sem beinlínis eða óbein- línis snerta Bosnlu eða Herzegów- fnu. Bæði í Serajevo og í Mostar er herbergi, þar sem haft er eftirlit með öllum póstsendingum, sem koma eða fara. Verði lögreglan vör við t. a. m. blað frá Belgrað í lokuðu umslagi, fær sá, sem sendingin er til, aðvörun frá lögreglunni um að koma, og síðan er blaðið brent fyrir aug- unum á honum á skrifstofunni. Allar aðfinningar að yfirvöldunum eða að ástandinu eru bannaðar skil- yrðislaust. Srbski Retch sagði fyrir nokkru sfðan blatt áfram og græsku laust frá atviki, sem 20 bændur höfðu skýrt frá og boðið eið út á. Lög- reglumaður hafði staðið fátækan bónda að því, að stela eldiviðarkurli úr ríkisskóginum. Lögreglumaðurinn batt hendurnar á honum á bak aftur, barði hann svo, að það blæddi úr honum, og kúgaði hann til að ganga tvisvar sinnum á hnjánum kringum þorpið. S. R. bætti við frásöguna athuga- semd um, að „það væri æskilegt, að stjórnin hefði eftirlit með sýslunar- mönnum eins og þessum lögreglu- manni“. — Afleiðing: Ritstjórinn dæmdur í háa sekt; bóndinn í dýfl issu; lögreglumaðurinn fluttur í betri stöðu. Kenslumálin hefur stjórnin tekið að sjer. En það er ekki tilætlun hennar, að gera fræðsluna víðtæka eða flýta henni. Síðan 1878 hefur hún stofnað að eins 362 alþýðuskóla, 252 af þeim f bæjum. Að meðal- tali er að eins 1 skóli fyrir hver 15 sveitarfjelög. Kenslan fer íram eftir bókum, sem eru sjerstaklega búnar til í því skyni. í þessu alveg serb- iska landi er öllu, sem gæti mint á serbiskt þjóðerni, vísað á bug, en í þess stað er fundið upp sjerstakt bosniskt eða bosníakiskt mál með sinni sögu. Utgjöldin til kenslumál- anna eru lægri en útgjöldin til lög- regluliðsins. í fjárhagsáætlun Bosníu og Herzegovínu eru útgjöldin sund- urliðuð þannig: Hermálastjórnin 7,830,000 austurr. kr. Umboðsstjórnin 5,139.000----------- » Lögregluliðið 753,000---------------» Kenslumálin 676,000-----------------» Rómversk-katólska kirkjan nýtur alveg sjerstakrar verndar og velvildar hjá stjórninni, enda er hún gott verk- færi til að útbreiða þýskuna. Æðstu prestarnir í grísk-katólsku kirkjunni eru Ifka mjög leiðitamir við stjórnina, en óæðri andlega stjettin, einkanlega til sveita, er venjulega þjóðleg, og kemur það venjulega fram á þann hátt, að hún hefur boðist til að kenna þeim að lesa, sem ekki þekkja stafina, og þeir eru margir, ungir og fullorðnir. En yfirvöldin tálma fyrir sjálfboðinni kenslu á allan hátt. Umsóknum frá prestum og jafnvel doktorum frá háskólutn í Austurríki um að mega kenna fátæklingum að lesa, skrifa og reikna, hefur verið synjað hópum saman, surnpart án þess að tilgreina ástæður, sumpart af þeirri ástæðu, að umsækendur vantaði kensluhæfi- leika. Hversu duglegur sem ungur Bosni- aki eða Herzegovíni er, og þó hann hafi aflokið öllum sínum prófum með mesta sótna, þá getur hann aldrei fengið embætti á ættjörðu sinni. Öll ríkisembætti eru ætluð útlendingum og þeim stöku liðhlaupum, sem eðli- lega eru líka til hjer og hafa verið tilieiðanlegir til að kyssa á sóflinn. Sendinefndir þær, sem hafa farið til Vínarborgar til að þakka Franz Jóseph keisara fyrir tiltækið, hafa venð ein- tómir slíkir liðhlaupar. Landar þeirra bera þeim svo söguna, að það er auðsjeð, í hvaða áliti þeir eru, og hvaða heimild þeir hafa til að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar. Þegar Andrassy greifi árið 1878 vildi gera Berlínarfundinum skiljan- legt, hvers vegna altaf væru upp- reisnir í Bosníu og Herzegowínu, og hvers vegna Austurríki og Ungarn hlyti í nafni menningarinnar að taka þar í taumana, nefndi hann sjerstak- lega landbúnaðarmáliá, sem Tyrkir hefðu sýnt að þeim væri ómögulegt að ráða við. Sannleikurinn er samt sá, að útlenda drotnunarvaldið hefur ekki komið neinu til leiðar, til að rjetta við landbúnaðinn í fylkjunum, og er hann þó aðalatvinnuvegurinn (88 af 100 af íbúatölunni) og af öll- um þessum bændalýð eru enn þann dag í dag að eins 9000 frjálsir og sjalfstæðir jarðeigendur. Skattabreyt- ingin í Austurriki hefur þyngt á gjald* endunum í staðinn fyrrr að ljetta á þeim. Gömlu, úreltu tyrknesku skatt- gjöldin, scm eru fram úr hófi há, hefur barún Burian, eftirmaður bar- úns Kallays, latið staðfesta með lög- um. Fatæktin í Bosníu og Herze* gowínu cr fram úr öllu lagi, en þó geta embættismenn frá Austurríki og ýmsir útlendingar orðið ríkir þar á tiltölulega stuttum tíma. Bosnía er ennþá mjög víða skógi vaxin, en ef haldið verður áfram að fara með skógana eins og nú, verð- ur þar bráðum eyðimörk. Utlend fjelög, frá Austurríki og sum frá Ítalíu, hafa keypt skóga, sem eru miljóna virði, og höggið hvert ein- asta trje, og aðra skóga hefur ríkið kastað eign sinni á undir því yfir- skyni, að þeir væru almenningur. Mýmörg málaferli við ríkið hafa risið út af þessu, en þau eru árangurslaus, ekki einu sinni mögur sætt getur fengist, nema með því að selja stjórn- inni sjalfdæmi. Úr Herzegowínu fer æskulýðurinn af landi burt í stórum hópum, af því þeir geta ekki lengur unað við ástand- ið. Smátt og smatt, eftir föstum regl- um, koma þýskir nýlendumenn i skarðið, og tímanlegri og andlegri velgengni þeirra er borgið undir föð- urlegri torsjá stjórnarinnar.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.