Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.02.1910, Blaðsíða 1

Lögrétta - 16.02.1910, Blaðsíða 1
Afgrelðslu- og iimheiralum.t ARINBJ. SVEINBJARNARSON I .auniiWOí! 41. Tðlsíiul 74. LOGRJETTA Ritstjóri fORSTEINN GISLA80N Magholtsstrati 17. Talsíini 17«. M ÍO. I. O. O. F. 91248Va. _____________________ Forngripasafnið opið ásunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12 t. Tannlækning ók. (1 Pólthússtr. 14) °tí 3- I.andákotsspí'tali opinn f. sjúkravitj. io'/e íslands banki opinn 10—21/* S\h~7- Landsbankinn io'/ii—2Va. Bnkstj. við i2 1 Lagaskólinn ók. leiðbeimng I. og 3. ld. í mán 7 —‘8 c. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 Og 5—8. * ma^ -CV HThAThöM5en- 40/ 'K PíFNARSTR'1718 1920 21-22-KaASIÍ-LÆKJAltT 1-2 • REYKJAV!K* hefur mest og best úr- val af alls konar fataefnum. Frá T- fehi. 1910 stjórnar Reiðholt yinðersett deildinní, en allitr* þekkja hann svo vel, að nafn hans er næg trygging fyrir því, að allur saumaskapur sje vandaður, °g að fötin /ari vel. Lárus Fjeldsted, YllprjottarmálafsBrBlumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1-12 og 4-5. Ósanninði ráðherra. Greinin, sem hjer fer á eftir, birt- ist fyrst, ásamt fleiru, í fylgiblaði með Lögr. á laugardaginn var. En ekki birti „ísaf." hana á laugardag- inn, heldur nýjar ósannindavöflur og þvætting frá ráðherra um málið, og þó ekki undir hans nafni: Tll ritstjóra „ísafoldar". Samkvæmt 11. gr. í tilsk. um prentfrelsi frá 9. maí 1855 krefst jeg þess, að tekin sje í íyrsta eða annað blað »ísafoldar«, sem út kemur eftir að krafa þessi er birt yður, eftirfarandi Leiðrjetting. í blaðinu »ísafold«, er út kom í gær, er það haft eftir hr. Birni Jónssyni ráðherra, að »vitnast hafi, að jeg hafi árið 1905 í heimildar- leysi gert »beinan samning við fjárlaganefnd fólksþingsins og yfir- ráðgjafann danska (J. C. Chr.) um, að 2/3 botnvörpungasektanna m. m. rynnu í ríkissjóð. hessi »samn- ingur« er annarstaðar í blaðinu nefndur »leynisamningur«, sagt, aö alþingi hafi ekkert vitað um hann, að ráðgjafinn, senl nú er, hafi heldur ekki vitað um hann, og því hafi atþingi 1909 í grannleysi á- kveðið, að ekkert af sektunum skyldi renna í ríkissjóð. lít úr þessu er svo ýmsum móðgandi orðum og aðdróttunum að mjer j vikið í blaðinu. En þetta er svo staðlaus ósann- indaspuni alt saman, að jeg verð að krefjast leiðrjettingar í sama blaðinu, sem flytur almenníngi þetta hjal. Jeg hef alls engan samning gert, hvórkí við fjárlaga- nefnd fólksþingsins nje aðra, á laun nje opinberlega, um ráðstöf- un á botnvörpungasektunum, og alls engu lofað i þessu efni öðru en því, að leggja fyrir alþing 1905 og styðja þar inálaleitun af Dana hálfu um þetta; það loforð hef jeg haldið, og alþingi samþykti mála- leilunina. Þessi málaleitun kom frá þáver- andi forsætisráðherra J. C. Christ- ensen, sem í brjefi dags. 1 apríl 1905 skýrði mjer frá, að fjárlaga- nefnd fólksþingsins hefði farið fram á, að sektirnar fyrir landhelgisbrot hjer við land, eða ákveðinn hluti af þeim, rynni í ríkissjóðinn upp í árlegan útgjörðarkostnað varð- skipsins, og mæltist til þess, aðjeg kæmi á framfæri við næsta al- ; þing tilmælum Qárlaganefndarinnar um, að rikissjóðurinn fengi 2/s sektanna og ~js af andvirði upp- ; tæks afla og veiðarfæra. Þetta brjef og annað, er að máli þessu lýtur, hlýtur að liggja á sínum stað í skjalasafni stjórnarráðsins. Við samfund í Kaupmh. fyrir þing 1905, skýrði jeg forsætisráðherran- um, er leiddi þetta í tal við mig, frá því, að jeg gæti að visu ekki lagt það tii, að ákvæðum botn- vörpuveiðalaganna um það, að sektin renni í landssjóð, væri breytt. En liinsvegar mundi jeg mæla fram með því við þingið, að upp- hæð, sem samsoaraði 3/s af sekt- um og upptæku fje botnvörpunga, er varðskipið handsamaði og drægi fyrir dóm hjer á landi, væri greidd úr landssjóði, í ríkissjóð, og að þetta væri ákveðið með viðauka- tillögu við 18. gr. fjárlaganna (»ó- viss gjöld«), þegar fjárlögin kæmu til umræðu á þingi. Með þetta gerði hann sig ánægðan. Á alþingi 1905 sendi jeg fjár- laganefnd neðri deildar brjef for- sætisráðherrans, sem áður er um getið, og átti auk þess tal við fjár- laganefndina um málið á fundi hennar. Við 2. umræðu fjárlag- anna í n. d. skýrði bæði fram- sögumaður nefndarinnar og jeg þingdeildinni frá málaleituninni, hvaðan hún stafaði, og hvernig henni væri varið, og vísast um það til alþingistíðindanna frá 1905 II, bls. 184—138. Við 3. umræðu fjárlaganna bar fjárlaganefndin i samráði við mig upp viðaukatil- lögu þess efnis, sem að framan er á vikið, og var hún samþykt af þingdeildinni með 19 samhljóða atkvæðum. í e. d. var ákvæðið svo samþykt í einu hljóði. Eftir að fjárlögin höfðu öðlast konungsstaðfestingu, tilkynti jeg fjármálaráðherranum með embætt- isbrjefi — sem lilýtur að finnast hjer í skjölum stjórnarráðsins, að út af málaleitun hans fyrir hönd fjárlaganefndar fólsksþingsins hefði verið sett inn í 18. gr. fjárlaganna ákvæði það, er hjer að lýtur, og var það orðrjett tilfært í brjefinu. Annað mun eigi hafa í því brjefi staðið. Á þennan hátt var Dönum heit- ið a/« af botnvörpungasektunum; enginn annar samningur um það er til, nje hefur verið til. En þetta átti og að vera nóg. Alþingi vissi vel, hvað það var að gera,. þegar það samþykti þetta á- kvæði. Ekki eitt orð i umræð- um bendir til þess, að nokkrum hafi dottið annað í húg en að hjer væri um loforð að ræða, er gilti meira en fyrir eitt fjárhagstímabil. Fjárlagaákvæðið bygðist á því, að þingið hafði aðhylst málaleitun Dana, og danska þingið hlaut að skoða þetta sem loforð, er eftirfar- andi þing mundu taka fult tillit til að óbreyttum málavöxtum. Mjer fyrir mitt leyti kom ekki annað til hugar. Þessi skilningur minn á ákvörð- un alþingis kemur skýrt fram í á- stæðunum fyrir fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar 1907; þar eru höfð þau orð, að það sje wsjálfsagt að áætla gjaldamegin upphæð fyrir þeim 8/s hlutum af sektum og and- virði upptæks afla og veiðarfæra, sem renna eiga í ríkissjóð«. Þetta er talið sem skyldugjald, og á al- þingi var alls engum mótmælum hreyft gegn því að svo væri. Á- kvæðið stóð óumtalað og óhreyít gegn um allar umræður. í fjarlagafrumvarpinu, sem jeg lagði fyrir alþingi 1909, var ákvæð- inu auðvitað einnig haldið sem sjálfsögðu; og þegar tillaga meiri hlutans um, að fella þetta ákvæði burt, kom til umræðu, mótmælti jeg henni og leiddí athygli þing- deíldarinnar^að því, hvernig á'kvæði þetta væri til komið, og að alþingi 1905 hefði litið svo á, að það gœti ekki sytijað kröfu fólksþingsins, sem til þessa ákvseðis leiddi. (AIþ> tíð. 1909 B II, bls. 256). Þetta kom fvrir ekkert. Dettur víst engum þingmanni í hug að halda þvi fram i alvöru, að hann hafi ekki þekt ákvörðun alþingis 1905, sem var og er einasta loforðið, sem um þetta hefur verið gefið af ís- lendinga hálfu. Aðal-ástæðurnar, sem fram var komið með, vöru þær, að ákvæðið væri »algjörlega óhafandi frá pólitisku sjónar- miði« (Alþ.tíð. 1909 bls. 297), og »að rjettur Dana til fiskiveiða í landhelgi væri nóg borgun fyrir kostnað þeirra við strandgæsluna« (Alþ.tíð. 1909.bls.305). Það var fljótt bersýnilegt, að hjer var um flokks- mál að ræða, enda sýndi atkvæða- greiðslan það. Af því, sem sagt hefur verið, er það væntanlega nægilega ljóst, að það er að eins fáránleg vandræða- vörn, að kenna mjer um, að al- þingi 1909 gekk frá loforði þings- ins 1905. Hafi hr. J. C. Christensen viðhaft þau ox-ð„ sem hröfð efru eftir hon- um i fundarskýrslu AtlantseyjaQe- lagsins og »ísafo!d« nefnir — en þau geta vel verið eitthvað afbök- uð — þá getur hann ekki átt við neinn annan »samning« (»Overens- komst« stendur f dönskunni) okk- ar á milli heldur en það loforð mitt, að leggja málaleitunina fyrir alþingi, eins og að framan er skýrt frá. Um annað getur ekki verið að ræða. Reykjavik, 11. febrúar 1910. H. Hafstein. Ár 1910 föstud 11. febrúar höfum við undirskrifaðir eiðsvarnir stefnuvottar í Reykjavik birt framanritaða »Leið- rjetting« á skrifstofu »ísafoldar« í hús- inu nr. 8 við Austurstræti, að ritstjóra Ólafi Björnssyni ekki viðstöddum, fyrir ráðsmanni hans Ólafi Rósenkrans, og afhentum við honum samanlesið eftir- rit af »Leíðrjettingu« pessari til upp- töku í blaðið »ísafold«, og lofaði hann að afhenda pað ritstjóra Ólafi Bjöms- syni pegar hann kæmi. Þetta vottnm við samkvæmt stefnu- vottaeiði okkar og staðfestum með nöfnum okkar og ihnsiglum. Þ. Bjðrnsson. Páll Árnason. Gjaldl —ein — króna. Borgað Þ. B. P. Á. (Niðurl.). A efnahag manna yfir- leitt er mjer með öllu óskiljanlegt, að nefndin beri skyn, fremur en al ment gerist, nema þá af. lítilsháttar grúski í sum lánin; en sú þekking nær mjög skamt, því tökum t. d. mann, sem skuldar í bankanum 2000 kr. og hefur ekki skeytt um lánið af einni eða annari ástæðu. Nefndin auðvitað dembir manni þessum í fjölmennasta flokkinn, ag segir, að hann „fyririrsjá- anlega aldrei geti eignast neitt". Mjer finst vel hugsandi, að maðurinn geti átt Iangt fram yfir skuldina í föstu og lausu, án þess almenningi sje kunnugt um. Svo er um annan mann, sem lítið skuldar, og að nefnd- arinnar dómi er efnalega vel stæður. Getur hann ekki auðveldlega skuld- að einstökum mönnum stórfje, langt yfir efni fram, og það án þess al- ment sje kunnugt? Slík dæmi eru fleiri. En þrátt fyrir þetta leggur nefndin örugg fram þessa efnahags- ályktun sína, þar sem hún skiftir við- skiftamönnum bankans aðallega í 4 flokka; í þeim fyrsta þóknast henni að telja 740 manns af noo, sem alt eru guðsvolaðir þurfamenn, svo sem „verkamenn, sjómenn, vinnumenn" o. s. frv.; hópur þessi sýnist néfndinni svo vesaldarlegur og sneiddur öll- um manndómi, að hún fortekur, að hann undantekriingarlaust aldrei geti inn unnið sjer neitt. Þetta má oft- ast segja um hrum gamalmenni ög sjúklinga, sem langt eru leiddir af ólæknandi sjúkdómi, en alls ekki um aðra. Tökum sem dæmi mann, sem nú er hlaðinn börnum og álitinn af flestum — og ekki síst af nefrid- inni — með öllti efnalaus; hann skuld- ar 1000 kr., sem umsvifalaust eru taldar tapaðar. En er það rjett? Mælir ekki margt með því, efbank- inn hagar sjer rjettilega gagnvart manni þessum, að hann geti með tímanum borgað skuld sína upp og jafnvel orðið vel sjálfstæður; börnin, sem nú eru þungir ómagar, geta hæg- lega gert þessa breytingu, þegar þau komast upp. Svo mikið traust ber jeg til uppvaxandi kynslóðarinnar ís- lensku. Jeg trúi varla að nefndinfari út í að hrekja þetta, en samt er hún svo djörf, að kasta því til ærlegra manna, sem af ýmsum orsökumekki geta greitt skuldir sínar nú, að þeir „fyrirsjáan- lega aldrei borgi þær“. Þettateljeg beina ósvífni, sem alls ekki er unt að rökstyðja. Þarflaust er að minnast á 2. og 3. flokk. Þeir, sem þar eru taldir, eru, eftir orðum nefndarinnar, ná- skyldir 1. flokk, efnalausir bjálfar og sumir öllu lakari. í 4. flokknum eru aðeins 30 menn, sem við riðnir eru sömu lán sem hinir flokkarnir. Þeir eru kallaðir efnaðir og hala ofan í sig og á. Ekki er hópur þessi smár(!l) af 1100 manns. Eða hvernig ætli lýsing þessi líti út í augum útlendra fjármálamanna? Ætli þeir yrðu ekki fljótir að lána mönnum frá svona efnaðri (I!) þjóð, ef þeirra væri leitað? Nefndin svar- ar líklega, að þessi margnefndu 1100 manns sjeu úrkast af viðskiftamönn- um bankans; en það nægir ekki, þar sem enginn er undanskilinn. Um tap það, sem nefndin álítur að bank- inn verði iyrir, vil jeg Iáta öðrum eftir að svara, en þar hrúgast sann- arlega hver fjarstæðan ofan á aðra, eins og víðar. Allir muna, hver afdrif bláa bókin fjekk. En nú á sú rauða eftir að fá sinn dóm. Reykjavík, 1. febr. 1910. jfóh. Jóhannesson. Stjórnarskijti i jtoregi. Við þingkosningar í haust sem leið beið norska stjórnin ósigur, en sam- bræðsluflokkur sá af hægri- og vinstri- mönnum, er áður hafði fylgt Michel- sen, varð í miklum meiri hluta. G. Knudsen baðst því lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt 27. f. m., en benti konungi á, að snúa sjer til foringja hægri manna, Bratlie, viðvíkjandi myndun hinnar nýju stjórnar. Brat- lie bað konung, að kveðja einnig til ráða foringja vinstri manna deildar meirihlutans, Konow. Slðan rjeðu þeir báðir konungi til þess, að snúa sjer til Michelsens og fá hann til að mynda nýja ráðaneytið. En Michel- sen neitaði og bar við heilsuleysn Síðan tók Konow að sjer að mynda stjórnina, en ekki var það fullgert, er síðustu blöð komu frá útlöhdum. Víst er það þó, að f stjórninni fá sæti bæði vinstrimenn, úr flokki Kon- ows, og hægrimenn. Foringi hægri- manna, Bratlie, kvað þó ekki taka sæti í stjórninni. Konow er aldraður maður, 62 ára, og hefur lengi fengist við stjórnmál. Hann er dóttursonur danska skálds- ins Ochlenschlágers, og er móðir | Konows enn á lífi, háöldruð, og er nú sem stendur í Khöfn á uppeldisstöðv- um sínum.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.