Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.09.1911, Blaðsíða 3

Lögrétta - 13.09.1911, Blaðsíða 3
LOGRJETTÁ 169 aldrei til Rúðuborgar komið, og var orsökin til þessa fyrst og fremst deila þeirra Guðm. Finnbogasonar og Skúla um förina, því þeim bar hvergi saman og hvor um sig s>gði ósatt það, sem hinn bar fram. En báðir áttu að vera þarna fulltrúar íslands og báðir voru láunaðir af landsfje. Menn trúðu, að því er Lögr. ætlar nær undantekningarlaust, Guðm. betur, með því líka að útlend blöð, sem frá hátíðahöldunum sögðu, gátu Guðmundar, en Skúla var hvergi getið. Af þessu mynduðust getgát- urnar, og orðrómurinn var orðinn sterkur. Hinu hefði víst enginn maður trú- að, ef eigi lægju nú fyrir fullar upplýsingar um alla málavexti, að Sk. Th. hefði legið á hótelklefa í Rouen í 8 daga meðan hátíðahöldin stóðu þar yfir án þess að gera vart við sig hjá forstöðumönnum þeirra eða nota boðseðil að nokkurri há- tíðarathöfn. Utn ull og utlarverkun. Skýrsla til stjórnarráðsins yfir islandi. Frá Sigurgeiri Einarssyni. Hjer með leyfi jeg mjer virðingar- fylst að senda hinu háa stjórnarráði Islands skýrslu um för mína til út- landa, til þess samkv. 16. gr. 30. 1. fjárlaga Islands fyrir árin 1912 —1913 „að kynna mjer verkun og flokkun á íslenskri ull undir markaðinn". Hjeðan frá Reykjavík fór jeg beina leið til Hull. Að loknu starfi þar fór jeg til London. Hafði Messrs. Berry Barcday & Co. í Leith sent mjer þangað meðmælisbrjef til versl- ur.arhússins þar; því næst fór jeg til Bradford (Leeds, Halifax og Dews- bury) og gerði þar ullarhúsið Messrs. Tattersfield & Co. alt til þess að greiða fyrir erindi mínu eftir að jeg kyntist Tattersfield sjálfum og syni hans (Victor Tattersfield). Þeir Tattersfield & Co. hafa skrifstofu bæði í Bradford og Philadelphíu, og hafa í 15 ár keypt mikið af íslenskri ull. í borgum þessum er, eins og kunn- ugt er, mikill ullariðnaður og stórir ullarsalar. Fjekk jeg þar ýmsar upplýsingar viðvíkjandi ull og meðferð hennar, en ábótavant var þeim svo, að jeg gat ekki við þær unað og bygt skýrlu mína á þeim. Jeg taldi því óhjákvæmilegt að fara til Ameríku, til þess að fá frekari og nákvæmari upplýsingar, cnda af ýms- um orsökum eigi hægt að byggja á ensku upplýsingunum. Fór jeg því til Liverpool og tók mjer far þaðan með „Mauritania" til Ameríku. í Bandaríkjunum fór jeg um borg irnar New-York, Boston, Philadelphiu og Bristol. I borgum þessum er mestur og stærstur ullariðnaður rekinn. Sem dæmi þess, hversu stórir ullariðnrek- endur eru þar, má geta þess, að ein- hver stærsta ullarverksmiðjan í Boston hafði notað 512,000 pund af ull síð- ustu þrjá dagana áður en jeg kom þangað, og sagði forstöðumaðurinn mjer, að stundum notuðu þeir 2 milj. ullarpunda á viku. Árið 1908 voru flutt út hjeðan af landi 1,337,958 pund af ull, eða 1 — 1V2 vikuforði handa verksmiðju þessari. Alstaðar þar vestra var mjer vel tekið, og fjekk jeg þar góðar og ítar- legar upplýsingar, meðal annars hjá Messrs. Carl Gurbnau & Sons, er munu að góðu kunnir hjer á landi. Frá Bandaríkjunum fór jeg á heim- leið um Belgíu og Danmörk. í Belgíu var ætlun mín að kynna mjer, hvort íslensk ull væri notuð þar. Aðalullariðnaður þar er í Ver- viers, og fjekk jeg þær upplýsingar, að íslensk ull væri ekki notuð þar. í Danmörku var það tilgangur minn, að fá ljósa grein utn meðferð Donskebúa og Syriabúa á ull sinní; en þaðan kemur best verkuð og flokkuð ull, að frásögn Ameríku- manna, á heimsmarkaðinn. En ull þessi er verkuð og flokkuð eftir viss- um reglum og undir eftirliti. í til efni af þessu hitti jeg að máli kon- I ~.....-- -------- súla þeirra, og eftir samkomulagi eða tilvísum þeirra sneri jog mjer til utanríki laðaneyUúns i'a iska, og bað það um að reyn 1 að út vega fyrnefiid- ar verkunar og flokkunarreglur og annað, er að ull irverkun íyrncfndra landa lýtur. Utanríkisráðaneytið varð mjög vel við þessum tilmælum, og lofaði að rita konsúlum sínum um málið. Vona jeg að upplýsingar þessar komi, því jeg tel mjög líklegt, að á þeim megi talsvert græða. Hvert fer íslenska ullin? Árið 1908 voru flutt út hjeðan af landi 1,377,958 pund af ull, er var mest flutt hjeðan til Danmerkur og Englands, en auk þess nokkuð til Noregs, og árið 1909 alls 1,962,600 pund af ull. Þótt ull þessi sje flutt hjeðan til þessara landa, þá er hún flutt þang- að til sölu og seld þaðan til annara landa. Mest af ullinni fer til Ameríku, og því brýnust þörfin að kynna sjer hið rækilegasta, hversu kaupendur þar óska að breytt sje, Samkvæmt skýrslum þeim, er jeg fjekk í Boston, hefur verið flutt þangað íslensk ull, svo sem hjer segir: 1908 212,139 lbs. (ensk pund) 1909 1,626,589 — 1910 260,463 — En til New York var flutt árið 1910 alls 418,311 lbs. Þar af komu frá Danmörku 189,397 lbs. — Englandi 222,854 — — Þýskalandi 6,060 — Frá Philadelphiu á jeg von á skýrslu um innflutta ull. Eins og sjá má með því að bera saman tölur þessar við útflutta ull hjeðan, þá sjest skjótt, að mest af íslensku ullinni er notað í Banda- ríkjunum. Til hvers er ullin notuð J Heyrst hefur hjer, að íslensk ull væri aðeins notuð í gólfábreiður og annað grófara, en í önnur efni væri ekki hægt að nota hana, vegna þess, að hún væri svo grófgerð. Jeg aflaði mjer upplýsinga um tjeð efni, því það var auðsjeð, að ef ís- lensk ull væri aðeins notuð í hin óvandaðri efni, þá mætti aldrei vænta þess, að fá hátt verð fyrir hana, og því minnu eyðandi til þess að bæta verkun hennar, en þá frekar ástæða til þess að reyna að bæta sauðfjár- kynið með tilliti til ullargæðanna. En þetta álit er ekki rjett; alment er hún notuð í fataefni, en hið lak- asta í grófari efni. í Ameríku er margskonar ullar- tollur. Undir hinar lægri tollskyldur heyrir grófari ullin, er Amerfkumenn nefna „carpet wool", og undir því nafni gengur ull vor þar vestra og kemst þar inn á markaðinn. Þetta mun vera orsök þess, að sumir hafa dregið af nafninu, að hún væri not- uð svo sem fyr getur. En það er mis- skilningur. Annars er ull vor talin jöfn „Lin- coln"-ull að gæðum. Ólirein ull. Því hefur verið hreyft hjer, hvort ekki væri heppilegt, að hætta ulllar- þvotti, og senda hjeðan alla ull óþvegna. Jeg ransakaði þetta efni svo vel sem jeg hafði föng á, og svöruðu allir, er jeg spurði þar um, bæði ullarsal- ar og ullariðnrekendur, því einn veg, að sjálfsagt væri að þvo hana sem best. Þær ástæður, er þeir töldu fram með þvottinum, voru: 1. að ullin skemdis ekki; í ull- inni væri mikið af sauðfitu og sandi, er gæti eyðilagt ulliná meir eða minna, ef hún værigeymd lengi og ekki þvegin, og gæti það gert ullina ónotandi og óselj- andi. 2. að tollur af ullinni yrði minni, því að þá þyrfti ekki að greiða toll af þeim óhreinindum, er burtu hefðu verið þvegin. Einkum lögðu Atneríkumenn áherslu á þetta at- riði, enda er tollurinn þar mjög hár. 3. ad ullin seldist ver, ef hún vceri óþvegin, bæðiað því, er fyrnefndan tofl snertir, en lika vegna þess, að ullar salarnir yrð.i, er þeii keyptu ullina, að áætla, hversu mikið af óhreinindum \æri í he ni, og tækju þá eðhlegi sem best óhrein- indahlutföll, svo að þeir löpuðu ekki. Þetta virðist mjer engum efa undirorpið, einkum og sjerstak- lega, ef takast má að þvo ullina vel, og vil jeg því mæla móti því, að nokkur ull sje send utan óþveg- in, hvort sem það er haustull eða vorull. Hanstnll. Hún er mest öll flutt út óþvegin. Allir lögðu þeir áherslu á það, Ame- ríkumennirnir, er jeg þar um spurði, að hún yrði þvegin, því að þeir töldu haustullina góða, og hún væri að mun fíngerðari en vorullin. í íslenskri haustull eru nú 25—25%) af óhreinindum, en það er nokkru meir en í sunnlenskri vorull. Að öllum þeim upplýsingum athug- uðum, er jeg fjekk um haustullina, tel jeg heppilegast, að hún sje þveg- in á sama hátt og vorull. En flokk- un á henni er talin óþörf. Hyernig íslenska ullin er nú. Eins og öllum, er þar við fást, er vitanlegt, þá þarfhver verksmiðja, er notar ull, að hreinþvo hana. Engin ull, hversu vel sem hún er verkuð, er svo vel þvegin, að minna sje en 8°/o af óhreinindum í henni, enda má, vegna tolllaganna í Bandaríkjun- um ekki vera minna en það af óhrein- indum í ullinni, er þar kemur. íslensku ullinni er allmjög ábóta- vant hvað þvottinn snertir. Besta ull, er komið hefur frá Norð- urlandi, hefur haft 120/0 af óhrein- indum, annars hefur norðlensk ull 12—18% óhreinindi. Sunnlensk og önnur íslensk ull er að mun verri, því að óhreinindi henn- ar eru frá 16—25%; auk þess er mjög kvartað yfir því, hversu mikið af grasi, lyngi og sandi sje í henni; er hún yfirleitt afarilla þvegin og illa með farin að dómi Ameríkumanna. En þetta, hversu mikill óhreininda- mismunur er á ullinni, hefur mikil áhrif á verð hennar. Sá, er ullina kaupir, verður altaf að reyna að sjá um, að hann skaðist ekki á kaupun- um, og verður því altaf að áætla, hversu mörg pund af alhreinni ull hann fær. Er kaupandi veit t. d., að fjórði hluti allrar sunnlenskrar ull- ar getur verið óhreinindi, er hætt við, að hann áætli 25 og jafnvel 28 — 30%, en hins vegar getur ullin verið mikið betri, jafnvel nokkur hluti niður í 16%; þess vegna er það, að það er mikil verðhækkun, er má vænta að fáist, er ullin er svo verk- uð, að seljandinn getur sjálfur sagt, hversu mikil óhreinindi eru í ullinni, eins og t. d. Syriubúar og Donske- búar gera, enda fá þeir gott verð fyrir ull sína. Það er því engum efa undirorpið, að það er hagnaður að því að verka ullina sem best, enda voru ullarkaup- menn á þeirri skoðun, og einn af stærri ullarnotendum ritar mjer með al annars svo: „Ef ullin væri vel þvegin og hreins- uð af grasi og sandi og síðan þurk- uð vel, áður en um hana er búið, þá mundi hún standast betur samkepn- ina á ullarmarkaði vorum". Pvottnrinn. Það, sem mest ríður á við ullar- verkuniria, er, að vanda ullarþvottinn sem mest. Á ullarþvottinum, eins og hann er nú, eru ýmsir annmarkar, sem öll- um eru kunnir, en auk þeirra viljeg bæta við: að „þvælið" eða vatnið, sem not- að er, er víst jafnaðarlega alt of heitt, og ullin til muna skemd með því. Það á ekki að vera heitara en um 43°—57° C. mest, eftir því, hversu óhrein ullin er. Annað «*r „þurkurinn". Ullin er nú alment þurkuð á gras- velli, oft á túnunum eða í grend við þau. Þetta veldur því, að oft og ein- att, þegar ullin er tekin saman, er slitið óvart og í flýti upp gras, er fer saman við ullina. Ýmsir aðrir annmarkar eru á þvott- inum, en best 1 ráðið til þess að bæta úr þdm 1 fnum tel jeg, ; ð komið sje upp þvott istöðvum, er þvoi alla ull- ina fyrir þ iu svæði, er þangað eiga að sækja, og að ullin frá þeirn sje flutt út; en haft sjerstakt merki fyrir þvottastöð hverja, líkt og rjómabúin hafa nú. Með þessu vinst það, að ullin verð- ur mikið betur verkuð, er æfðar og vanar konur fást við þvottirin, og merki hverrar einstakrar þvottastöðv- ar ætti að geta verið til þess, að tryggja henni gott álit, ef ullin yrði vönduð að frágangi. Sá siður, er nú viðgengst sumstað- ar, að taka ullina frá þeim bændum, er best þvo hana, og setja hana siman við þá, er verst er þvegin, verður til þess, að ekkert af vör- unni fær álit, og bændur missa alla löngun til vöruvöndunar. Ef þvottastöðvar gætu komist á fót, rjeðu þær bót á þessu meini. Sjalfsagt er það, að þvottastöðv- arnar starfi undir eftirliti, og að ull þeirra verði flokkuð. Flokkuuiu. Ekki leggja Ameríkumenn eins mikla áherslu á það, að ullin sje vendilega flokkuð, sem hitt, að öll mcðferð hennar, þvottur og þurkun, sje hið v..ndvi knislegasta í alla staði, alt frá því rúið er til þess ullin er pökkuð. Sú flokkun, er þtir alita hagkvæm- asta á allan hátt, er svo: í fyrsta flokk ber að setja alla hvíta vorull, bæði langa og stutta, nema gölluð sje og hún því eigi að vera í öðrum flokki. í öðrum flokki öli gul vorull (vell- ótt og leirlituð), tnnfremur hvít.vor- ull, er kindin hefur dregið á eftir sjer eða sem gras eða fræ er í, svo sem hagalagður (upptíningur) í þriðja flokki öll mislit ull (grá, svört eða mórauð), og ber að leggja áherslu á það, að þess sje strarglega gætt, að aðgreina mislita ull hið besta frá hvítu ullinni, og eins verð- ur að aðgreina vel algula ull frá henni. Alla haustull ber að hafa sjcr í flokki, liversu góð og livít sem hún kann að vera, og má aldrei blanda henni saman við vorullina. Önnur flokkun, er til mála gæti komið og sem einn mikilsmetandi ullarkaupmaður lagði fyrst til, er jeg átti tal við hann, var að flokka fyrsta flokkinn f tvent, langa og stutta ull. Á þeim er mikill verðmunur, því langa ullin er notuð í fatnaði og önn- ur betri efni, en hin í þau lakari. Um þetta átti jeg tal við annan ullarnotanda, og sagði hann, að með hag ullareiganda íyrir augum, þá legði hann til, að löng og stutt ull væri höfð saman óaðgreind, því verð- munur milli þeirra væri mjög svo mikill; en ef þær væru hafðar sam- an, þá fengist hlutfallslega hærra verð, því við kembinguna blandast mikið af stuttu ullinni saman við þá lengri, svo ullin verður þar af leið- andi að meiri notum og kaupandinn getur greitt hærra verð. Þessar ástæður virðast vera auð- skildar, enda voru allir sammála um flokkunina, og uliarkaupmaður sá, er fyrst stakk upp á að aðgreina langa og stutta ull, fjell frá því og ritaði mjer brjef, til þess að leiðrjetta þau fyrri umma:li sín. Hvert á að semla ullinal Þegar spurt er að því, hvert eigi að senda ullina, þá er því fljótsvarað. Það á að senda hana beint til Ame- ríku (Boston). Hvers vegna? Vegna þess, að ullin er mcst not- uð þar, og óþarfi að láta Englend- inga, Dani eða Þjóðverja, vera milli- liði vora í þeim efnum, svo sem nú er. Þeim mun færri milliliðir, þeim mun meir hagnaður. En er það kleyft? Um það átti jeg tal við kaupmenn í Boston og New-York, og töldu þeir engin vandkvæði á því. Norðmenn tíðka nú mjög slíkan flutning á ýmsum vörum, og að vestan væri hægt að flytja hingað hveiti o. fl., er nægði í skipsfarm. Skip þetta ætti að koma á t. d. 4 hafnir hjer á landi. Þar ætti ullin að vera tekin og flutt vestur. Best væri að selja ullina þar á uppboði, þó ekki alla í einu; ætti þar af leiðandi að geyma hana þar í vörugeymsluhúsi til söludags. Tillögur mínar verða því í stuttu máli þessar: 1. að komið sje upp þvottahúsum og ullin þvegin svo vel, að í hcnni verði helst sem næst 10% af óhreinindum (að ekki sje far- ið nær lágmarkinu fyrst á með- an reynsla er að fást)^ 2. að þvottahús þessi starfi undir opinberu eftirliti; 3. að ullin sje flokkuð í þrjá flokka, eins og tekið er tram undir flokkuninni; 4. að haustuli sje öll aðskilin; 5. að ullin verði flutt hjeðan beina leið til Boston. Skúli gefur skýrslu. Fregnmiði kom út á sunnudaginn frá „Þjóðviljanum" og segir þar með- al annars, að Skúli Thoroddsen hafi 8. þ. m. símað þetta til „Politiken" í Khöfn : „Málið svona vaxið : Danski kon- súllinn í Rouen hefur gleymt íslend- ingnum. Að hann var nokkur til, var mjer ókunnugt, enda óviðkomandi. Tók mjer gistingu á „Hotel de la Poste" sem alþingisforseti og sýndi skilríki fyrir því, sem og tilgangi farar minnar, frá frakkneska konsúln- um í Reykjavík. Þrátt fyrir það, þótt jeg tilkynti komu mína, var mjer eigi veitt móttaka að opinberti tilstuðlun. Þeir glcymast, sem smáir eru. Jeg tók málinu svo, að jeg hló að, og að öðru leyti á þann hátt, sem mjer þótti við eiga. Hjer ræðir um vanhugsaða kosningabrellu frá ráð- herra hálfu". Þetta skeyti gengur næst „ávarp- inu“ sæla af öllu, sem fram hefur komið frá Sk. Th. í Rúðumálinu. Hann sýnir veitingamanni eða þjóni á Hótel de la PoTe skilrfki fyrir því, að hann sje alþingisforscti, þangað kominn vegna hátíðahaldanna. Svo ætlast hann til, að hann sje leitaður uppi »að opinberri tilstuðlan", og bíður þess f 8 daga. Að þeim liðn- um kemur hann hlæjandi út úr fylgsni sínu, heldur heim á leið og skrifar „ávarpið" góða. Þetta er öll hans ferðasaga. En hvað varðar „Politiken" um þetta, og hvað mundi hún skilja í skeytinu? Skúli neitar stjórninni hjer heima með miklum reigingi um allar upplýsingar, en fersvo að tjá sigog afsaka í dönsku blaði. Óg eftirtektaverð er ein setning í skeytinu hans: „Þeir gleymast, sem smáir eru". í „Þjóðv." hefur hann verið með stórmenskuóráði alla tíð síðan hann kom úr Rúðuleiðangrinum. En þegar hann snýr sjer að Dön- um er hann orðinn „smár". Alveg eins og Björn Jónsson. En „Ávarp" Skúla til „frakknesku þjóðarinnar" byrjar einmitt með því, að hann „tjáir hátíðanefndinni í Rouen þakkir", og í formálanum fyrir því í „Þjóðv." segir hann berum orðum, að hann hafi „verið við Göngu-Hrólfs- hátíðahöldin í Rouen". Allir geta sjeð, hvert samræmi er í þessu og frásögn hans nú. Fálkinn og' flaggið. Margir tóku eftir því, að meðan verið var að afhjúpa líkneski Jóns Sigurðssonar á sunnudaginn, var fálki á flökti í lofti þar fyrir ofan. Sumir vildu skýra þetta eins og áminningu frá honum um, að hann væri landsins rjetta merki, en ekki krossmerkið hvíta og bláa, því nokkur fjelög höfðu komið til afhjúpunarinnar með fjölda af þeim, en þau hafa nú mikið útrýmt flöggunum með fálkamyndinni. lSoðið fpá Frakklandi. Eitt- hvert óánægjukvart var nýlega í ein- hverju af „Sjálfst.“blöðunum um það, að háskólaráð íslands hefði verið lengi að svara því boði. Það fjekk málið til umsagnar, er Lögr. sagt, 19, f. m., en sendi umsögn sína 22.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.