Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.08.1917, Blaðsíða 2

Lögrétta - 25.08.1917, Blaðsíða 2
148 LÖGRJETTA slíkt mál, að ef menn gerast svo djarf- ir, að fara fram á slíkt, þá verðskulda þeir hegningu (málskostnaðardóm) eins og fyrir hverja aðra óþarfa máls- ýfingu. Jeg ætla mjer nú alls eigi þá dul, að vjefengja aS neinu leyti rjettmæti þessa dómsúrskurSar, þótt jeg að vísu viti, að sumir góSir lögfræöingar vor- ir álita hann töluvert vafasaman. En það tel jeg vafalaust, að fleirum en mjer muni virðast ályktanir þær, er leiða verður af honum all-ískyggileg- ar. Það hefur með rjettu verið talinn grundvöllur undir allri sjálfstjórn borgara landsins,að mega sjálfirkjósa sveitarstjórnarvöld sín án íhlutunar hinna æðri stjórnarvalda.Og dómstól- ar landsinþ hafa meS rjettu veriS taldir vera hin eina örugga vörn borg- aranna gegn gjörræSi stjórnarvalda- anna í þessu efni sem öSrum. En þegar þessum grundvelli og þessari vörn er nú alveg kipt á burtu, eins og mjer virSist hinn umræddi dómur ótvíræSlega gera, þá get jeg varla hugsaS mjer annaS, en aS mörgum fleirum en mjer VirSist, aS sjálf- stjórn vor fari aS verSa aS miklu leyti á sandi bygS, og telji þaS eigi vel fariS. AS vísu má segja, aS slíkt hafi sjaldan komiS fyrir, og muni sjaldan kom fyrir hjer eftir líka. En þaS er lítil bót i máli, aS spá um óorSna hluti. Þegar stjórnarvöldin hafa þennan rjett, þá ráSa þau auS- vitaS, hvenær og hvernig þau nota hann, og enginn getur sagt um, hvernig hann kann aS verSa notaSur í framtíSinni. Og þaS er þess vegna sem jeg segi, aS máli þessu muni hafa veriS helst til oflítill gaumur gefinn alment, og aS dómurinn í því muni hafa talsverSa almenna þýSingu. ísafirSi í júlí 1917. ó. F. Davíðsson. Verslunarskólinn. ÞaS er skamt síSan að stofnaSur var háskóli á íslandi, sem eflaust verSur landinu til frægðár og bless- unar í framtíSinni. En háskólinn er ofurlítiS meira en andleg leiSarstjarna landsmanna, hann er líka skóli fyrir vissar stjettir í þjóSfjelaginu, presta, lækna og lagamenn. Þess utan hefur landiS algerlega á örmum sínum aSra stjettarskóla, svo sem sjómannaskóla, kennaraskóla, vjel- stjóraskóla, en veitir styrk til iSnaSar- skóla og verslunarskóla. Hvers vegna er nú svona mikill munur gerSur á stjettum landsins? Hvers vegna kostar landiS algerlega skóla handa embættismönnum, skip- stjórum, kennurum og vjelstjórum, en lætur iSnaSarmönnum og verslun- armönnum í tje aS eins ofurlitinn styrk? Jeg spyr, til þess að þeir sem völdin hafa athugi þetta. ÞaS er svo alkunnugt, aS ekki þarf aS minna á þaS, aS svokallaSir sjer skólar eru þörfustu skólarnir aS und- anskyldum háskólunum. Og hefSi þeim veriS meiri sómi sýndur á landi voru, mundum vjer hafa fleiri mönn- um á aS skipa til þess aS' standa fyrir nýjum framfarafyrirtækjum o. s. frv. Jeg ætla nú ekki aS skifta mjer meira af iSnaSarskólanum, en fara fáeinum orðum um verslunarskólann. Skólinn er nú 12 ára, nýtur styrks af landsjóSi og frá kaupmönnum. Kenslan er seld og er kenslugjald fyrir veturinn, 7 mánuSi, sem stend- ur 50 kr. SíSasta skýrsla hefur nýlega veriS send stjórnarráðinu og öllum alþingismönnum, og má af henni sja, hvernig kenslunni er hagaS. ASsókn hefur ávalt veriS mikil aS skólan- um, og nú í sumar hefur mörgum verið visaS frá, af því aS skólinn hef- ur ekki efni til þess aS hafa marg- falda bekki. Er þaS mjög leitt að svo verður aS vera, því aS fræSsla sú, sem skólinn veitir, er þörf fyrir alla. ÞaS er t. a. m. óhætt aS full- yrSa, aS mörgum hverjum bóndan- um, sem mikil viSskifti hefur, hefál verið þarft aS læra á verslunarskól- anum. Þá er og þess aS gæta, aS kröf- urnar breytast um leiS og tímarnir breytast og skólarnir, jafnt verslun- arskólinn sem aSrir skólar mega ekki standa í staS, en verSa aS fylgjast meS, aS minsta kosti. Nú þyrfti helst aS vera kominn nýr bekkur, sem væri áframhald af skólanum, því aS I foreldra og hjeruS sjá fyrir því, aS I börn hafi tilskilda þekkingundirstaS- festinguna, en landiS kosti ekki annaS viS þá kenslu en eftirlit meS prófum. 2. Hvern veg þá skyldi haga skólum handa mönnum á skólaskyldu aldri, og einkum hvernig kensla í öllum þjóSlegum íslenskum fræSum megi njóta sín sem best, og söngur og í- þróttir og annaS þaS, sem fegrar lífiS og gleSur mennina. 3. Hvern veg breyta þyrfti kennaraskólanum til þess, aS kennarar verSi hæfir til kenslu þeirrar, er þá yrSi aS ætla þeir. 4. Hver kjör þá yrSi aS bjóSa. þeim, svo aS v*iSunanlegt væri. 5. Hvort eigi mætti gera hvorttveggja, aS spara fje og bæta gagnfræSaskóla með því aS fækka þeim, og steypa saman bókfræSiskenslu karla og kvenna í öllum almennum námsgrein- um, og styrkja síSan eigi aSrakvenna- skóla, en þá, er kenna þaS, er konur einar læra. — Ennfremur skorar deildin á stjórnina aS rannsaka, hversu bætt verSi úr verstu göllunum á því fyrirkomulagi sem er, þar til lokiS er rannsókn þeirri, sem greinir. hjer aS ofan, eSa önnur skipun verð- ur á ger, einkum hvern veg megi komast hjá aS láta kennara sæta mis- kunnarlausri meSferS. 24. Um fjallgöngur og rjettir. Frá landbúnaSarnefnd ed. — Alþingi á- lyktar aS skora á landstjórnina, aS gera nú þegar ráSstafanir til þess, aS fjallgöngur og rjettir verSi fram- kvæmdar 1 viku síSar næsta haust en ákveSiS er í fjallskilareglugerS- um sýslnanna. 25. Um aS skora á landstjórnina aS hlutast til um stofnun útibús í Ár- nessýslu frá Landsbanka íslands. Flm.: E. Arnórss., Sig. Sig., Gísli. Sv., Ein. Jónss. — Neðri deild al- þingis ályktar aS skora á landstjórn- ina aS hlutast til um aS útibú frá Landsbanka íslands verSi sem allra fyrst sett á stofn í Árnessýslu. 26. Um verS á landsjóSsvöru. Flm.: 13 þingm. í nd. — Alþingi ályktar aS skora á landstjórnina aS selja vör- ur landsverslunarinnar sama verSi i öllum kaupstöSum og kauptúnum landsins. 27. Um skólahald næsta vetur. Frá fjárhagsnefnd og fjárveitinganefnd nd. — Alþingi ályktar aS heimila stjórninni: 1. aS láta skólakenslu falla niSur næsta vetur, þó þannig, aS nemendur, sem ætla aS taka fyrri eSa síSari hluta embættisprófs í vetur eSa vor, fái til afnota 2—3 kenslustofur í mentaskólanum, til þess aS kensla fari þar fram. 2. aS láta falla niSur aS öllu leyti kenslu í hinum almenna mentaskóla og í gagnfræSaskólanum á Akureyri. Þó skulu nemendur hafa leyfi til aS ganga undir vorpróf á venjulegan hátt, enda skulu þeir ein- skis í missa fyrir aldurs sakir. 3. aS láta kenslu viS kennaraskólann eSa stýrimannaskólann falla niSur. 4. aS láta kenslu í bændaskólunum falla niSur, nema verklegt nám aS vorinu. 5. aS greiSa ekki skólum þeim, sem styrktir eru af landsfje, meiri styrk en nemur venjulegu kaupi fastra kennara og tímakennara, enda komi þar í móti fje annarstaSar frá í sama hlutfalli og krafist er í núgildandi fjárlögum. 6. aS láta enga breytingu verSa á yfirsetukvennaskólanum nje vjelstjóraskólanum. 7. aS greiSa öll- um kennurum landsskólanna, jafnt stundakennurum sem öSrum, full laun eftir því sem verið hefur. Feld frv. og tekin aftur. 19. Um aSflutningsbann á áfengi. Frv. Pj. Jónssonar og Jóns á Hvanná, var felt í nd. 14. þ. m. frá 2. umræSu, meS því aS svofeld rökstudd dagskrá frá Bjarna Jónssyni frá Vogi var samþykt: „Samþykki jæssara laga væri sama sem afnám bannlaganna. En nú eru bannlögin sett samkvæmt alþjóSaratkvæSi og væri því óhæfa aS nema þau úr gildi nema eftir und- angenginni almennri atkvæSagreiSslu um máliS. Þar sem nú engin slík at- kvæSagreiSsla hefur fram farið, verS- ur deildin aS taka fyrir næsta mál á dagskrá." MeS dagskránni greiddu 16 atkv. (Bjarni frá Vogi, Bj. Kr., E. Arnórsson, E. Árnason, G. Sv., J. Magn., Jör. Brynj., Magn. GuSm., Pj. Ott., Pj. ÞórS., Sig. Sig., Stef. Stef., Sv. Ól„ Þorl. J„ Þorst. M.« J. og Þór. J.) en 9 á móti (Ben. Sv„ Bj. R. Stef., Ein. J., Hák. Kr„ Jón á Hvanná, Magn. Pjet., Matth. Ól„ Pj. Jónsson og Ól. Br.). 20. Um breyting á lögum um Sam- ábyrgð íslands á fiskiskipum. Alberti laus úr fangelsi. Hann hef- ur veriS náSaSur og var leystur úr fangelsi 20. þ. m. — 8. sept. 1908 var hann tekinn fastur eftir kæru frá sjálfum sjer, og 20. des. 1910 var hann dæmdur í 8 ára hegningarhúss- vist. Hegningartíminn var því ekki úti fyr en 20. des. næsta ár, en hefur méS náSuninni veriS styttur um 16 mánuSi. ÞaS er sagt, aS heilsa Alberti hafi veriS betri hin síðar ár í fang- elsinu en fyrstu árin, og aS hann hafi unniS þar aS skrásetningu fyrir ríkisskjalasafniS. Eitthvert starf kvaS hann hafa fengiS í Khöfn, sem hann tekur nú aö sjer, en fer ekki úr landi, eins og áSur hafði verið gert ráð fyrir. Skólarnir. Til viSbótar viS grein dr. Helga Jónssonar hjer fremst í blaSinu, má geta þess, aS rektor Mentaskólans hefur skrifaS alþingi og gert þar uppástungur um sparnaS viS skólahaldiS, en er mjög mótfallinn því, aS skólunum sje lokaS. Menta- skólinn hefur aS undanförnu þurft 35 tonn af kolum, en meS því aS fella niður smíðanám og leikfimi og fleiri smábreytingum, má minka kolaeySsl- una niSur í 25 tonn. ÞaS er ætlast til að kennarar hafi full laun, þótt skól- unum verSi lokaS, og verSa þá nem- endur, sem ætla má aS vilji samt sem áSur sækja til þeirra tilsögn, aS borga hana meS þvi háa kaupi, sem nú al- ment er orSið. Landsjóður á að kasta út öllum kennaralaununum til engra nota fyrir nemendurna, og þaS, sem unnið er á móti, er ekki annaS en aS losna viS hitunarkostnaSinn á skóla- húsunum, til þess að spara eyrinn á aS fleygja krónunni, aS því er virð- ist. Frjettir. Tíðin. Þurkar hafa nú veriS um hálfs mánaðar tíma aS undanförnu, svo að heyjum hafa menn alstaðar náð inn, en töSur voru meira og minna skemdar um alt SuSurland. mörg ný verkefni geta verslunar- mönnum vorum, hinum yngri, boðist aS ófriSnum loknum og væri þá um aS gera, aS þeir væru sem best undir mönnum vorum, hinum yngri, boSist þaS búnir. ÞaS væri einnig mjög sanngjarnt, aS skólinn hjeldi uppi kvöldkenslu fyrir þá verslunarmenn, sem ekki hafa tíma til aS sækja dag- skólann. En skólinn hefur ekki fje til þess. ÞaS er sjálfsögS skylda, aS sjá skólanum svo vel farborða, að þessi litli visir geti þróast og fullnægt kröfum timans. Sem stendur er þó svo langt frá, að svo vel sje sjeS fyrir skólanum, því aS ef skólanum er ekki veitt nægi- lega mikiS fje nú, getur hann ekki einu sinni tekið á móti öllum þeim, sem annars hefSu átt aS vera í skól- anum í vetur. Helgi Jónsson. Alþing-. Þingmannafrumvörp. 101. Um breyting á lögum nr. 54, 30. júlí 1909 (um samábyrgS íslands á fiskiskipum) og viSauka viS þau. Frá sjávarútvegsnefnd. 102. Um forkaupsrjett á jörSum. Frá landbúnaðarnefnd nd. (Sett í eina heild frv. og lög um þetta efni). 103. Um heimild fyrir stjórnina til þess aS taka aS láni 20 miljónir kr. til þess að kaupa og hagnýta fossa. Flm.: Bjarni frá Vogi. Með frumv. þessu er og stjórninni heimilað aS beita eignarnámsheimildum til þess að taka í sínar hendur fossa og vatna- afl á SuSurlandsundirlendinu, er best liggur viS til notkunar. Er og á- kveSiS í frv„ að engi maSur megi eignast fossa eSa starfhæft vatnsafl, nje hagnýta þótt áSur eigi, nema leyfi alþingis komi til. En áður en um slíkt leyfi megi sækja, skal sá, er eignast vill eða hagnýta vatnaafl, bjóSa land- inu helmingarhlut, enda verSur leyfi eigi veitt án breytingar á lögum þess- um, nema landinu sje áskilin stjórn og umsjón og helmingarhlutur fyrir- tækisins 104. Um bráSabirgSahækkun á burðargjaldi. Frá fjárhagsnefnd nd. —• BurSargjöld þau öll og ábyrgðar- gjöld innanlands meS póstum og póst- skipum, sem ræðir um í póstlögum 16. nóv. 1907, hækka um helming (100%). — Lög þessi öSlast þegar gildi og gilda til ársloka 1919. 105. Um bráðabirgSahækkun á út- flutningsgjaldi af sjávarafurðum. Frá fjárhagsnefnd. —- Útflutningsgjald það af sjávarafurSum, sem ákveðiö er í lögum nr. 16, 4. nóvember 1881, nr. 10, 13. apríl 1894, nr. 8, 6. mars 1896, nr. 11, 31. júlí 1907, og nr. 31, 22. október 1912, skal hækka um helm- ing (100%). Lög þessi öSlast gildi 16. sept. 1917 og gilda til ársloka 1919. 106. Um breyting á og viSauka við lög nr. 23, 14. desember 1877,. um tekjuskatt. Frá fjárhagsnefnd nd. — Tekjuskatt þann af eign, sem ræSir um í 2. gr. nefndra laga, skal greiSa meS 4 af hundraSi af tekjum, sem nema 1000 kr„ en síðan eykst skatt- urinn um 1 af hundraSi á hverju þús- undi, uns hann er oröinn 15 af hund- raöi, sem greiðist af því, sem eignar- tekjur nema yfir 11000 kr. — Tekju- skattur af atvinnu, samkvæmt 4. gr. tjeSra laga, eykst með sama hætti og þar segir, uns hann er orðinn 15 af hundraöi, sem greiðist af því, sem tekjurnar nema yfir 29000. — Auk þeirrar atvinnu, sem 5. gr. nefndra laga greinir, skal skatturinn greiðast af landbúnaði og sjávarútvegi. 107. Frv. til markalaga. Frá land- búnaðarnefnd nd. Skulu öll mörk á landinu skrásett í Rvík, og skal skip- aöur markavörður, er hefur 1200 kr. að launum. 108. Um aðflutningsbann á áfengi. Frá allherjarnefnd nd. Eru öll gild- andi lagaákvæði tekin upp og margir viðaukar gerðir á lögunum, er miða aS því aö tryggja eftirlit meS þeim, og heröa á hegningarákvæðunum. Þingsályktunartillögur. 23.Um uppeldismál. Flm.: Bjarni f. Vogi. —- Neðri deild alþingis skorar á stjórnina að rannsaka uppeldismála- kerfi og athuga þetta: 1. Hvort eigi mundi rjettara aS láta skólaskyldu koma á menn 16—20 ára, en láta þá Samþyktar þingsályktunartillögur. 5. Um endurbætur á gildandi lög- gjöf um stofnun og slit hjúskapar og afstöðu foreldra til barna. 6. Um smíð brúa og vita úr járni og um stofnun smiöju í Reykjavík. 7. Um ásetning búpenings. Feld tillaga Jör. Brynj. með 17:2 atkv. um nýja kjördæmaskifting. Fánamálið. Fánanefnd ed. er samþykk því áliti nefndarinnar í nd„ aS þingviljinn sje jafngildur, hvort sem hann kemur fram í þingsályktunartill,- eöa frum- varpsformi. Henni er þaS og kunn- ugt, að stjórnin mun leggja alla alúS viö þetta mál og gera sitt ítrasta til, aö það nái sem allra fyrst fram aS ganga, hvor leiðin sem farin veröur. — Er það einróma niöurstaöa nefnd- arinnar, að leggja það til, að eigi veröi breytt um leið í málinu, og þingsályktunartillagan veröi samþykt óbreytt.—Var hún samþ. í dag í e. lilj. Skipaferðir. Gufusk. „Pennsylvan- ía“, stónt skip, sem er á leið frá K- höfn til Ameríku, kom hingaS fyrir nokkru með um 1800 tonn af vörum. „Are“ kom í síöastl. viku frá Eng- landi meS tunnur og salt. „Bisp“ og „Borg“ eru komin til Englands. — „Sterling“ er á leiö í strandferð norö- ur um land, en „Botnja“ suöur um land. — „Fálkinn" fór í gær til Fær- eyja. GufuskipiS „Sunneva", sem er í förum fyrir Andr. GuSmundsson stórkaupm., er nýlega komið til Ak- ureyrar með tunnur og salt. En fregn hefur komiS um, að annað skip frá A. G„ „Edina“, hafi veriS skotiS í kaf á leið hingað til lands frá Eng- landi, en menn hafi bjargast. Síldarafli er lítill fyrir norðan og sama sem enginn vestan lands. Kenna menn um ógæftum nú síðasta kastið. Loftskeytastöðin í Rvík. Marconi- verkfræðingur frá Englandi, Mr.John Leary, er nýlega kominn til Akur- eyrar, og kemur þaöan meS fyrstu ferS hingáð til þess aS setja loft- skeytatækin á stööina hjer. Kúabú setur kand. jur. Gunnar Sig- urSsson frá Selalæk upp hjer í bæn- um í haust, og hefur leigt fjós og hlöðu E. Briems frá Viöey. Kol við Seyðisfjörð eystra. Þar hafa fundist kol í Skálanesbjargi, sem er sunnan viS mynni fjaröarins. Er sagt aS þau hafi reynst vel viS rann- sókn hjer, en lögin eru þunn og enn óvíst, hve mikiö er um að ræöa af kolum þarna. Trúlofuð eru Páll J. Ólafsson tann- læknir og frk. Jóhanna Bjarnason, dóttir L. H. Bjarnason prófessors. Skiftar skoðanir. Lögr. hefur feng- iö svargrein frá sjera Ófeigi Vigfús- syni til Sig. Kr. Pjeturssonar út af guSspekissdeilunum, og mun hún verða birt svo fljótt sem kostur er á. Úr Rangárvallasýslu er skrifað 2. ág.: ...... Rosar og hrakningstíS. TöSur orSnar mjög bleikar og menn áhyggjufullir um, aS fara muni um þær likt og í fyrra sumar. En stilt og hlý eru véörin og góð til vinnu. En eigi hrekst hey minna fyrir þaö. Enginn hjer nærlendis hefur náS neinu í garö enn, nema fáeinir, sem gripið hafa til ,,súrsunar“, og skyldu fleiri svo hafa gert.“ Skaðabætur fyrir gæsluvarðhald. Hr. Erasmus Gíslason, áSur kaup- maöur hjer í bænum, hefur nú unniS fyrir landsyfirdómi skaSabótamálþaS, sem hann höfðaSi í fyrra gegn ráö- herra íslands fyrir ástæöulausa fang- elsun og gæsluvarShald, en hann var sakaður um fölsun á nafni Jóns heit- ins Erlendssonar í Seljatungu í Ár- nessýslu undir ábyrgBarskjal. Haföi Jón einhvern tíma neitaS undirskrift- inni, en þó játað hana síðar, áSur en E. G. var tekinn fastur. Þegar E. G. hafði veriS sýknaður af fölsunará- kærunni, fjekk hann grun um, að eitt- hvaS mundi athugunarvert viS kær- una, sem hann hafSi veriö tekinn eft- ir, og bað um aS fá aS sjá hana, en honum var neitaS um þaS. Styrktist hann þá í þeirri trú, aS Oddur Gísla son yfirrjettarmálafl.maSur hefSi í heimildarleysi skrifaS nafn annars manns undir kæruskjalið, kærSi hann fyrir þetta og kraföist að máliS yrði rannsakaS og kæruskjaliS lagt fram. En stjórnarráöiS neitaSi bæði því, aS kæruskjaliS yrSi sýnt, og líka hinu, aS málið yröi rannsakaB. Eftir stjórn- arskiftin í vetur, sem leiö, gerSi hann endurtekna tilraun til þess aö fá mál- ið rannsakaS, og sneri sjer meö kæru til núver. bæjarfógeta. En þaS fór a sömu leið og áður. Stjórnarráðiö úr- skurðáSi, aö engin rannsókn skyldi fram fara. Þykist E. G. haf verið illa leikinn af valdhöfunum í máli þessu, og láir víst enginn honum það. En skaðabæturnar, sem yfrdómur hefur dæmt honum, eru einar 300 kr„ auð- sjáanlega svo lágar, aS engri átt nær, enda kveðst hann tafarlaust vísa mál- inu til hæstarjettar. Krafa hans var um 30 ])ús. kr. skaðabætur. Rjettarprófin í fölsunarmálinu, sem getiS er um hjer á undan, fóru fram bæði í Árnessýslu og hjer, og þaö tnál er eitt dæmiS um rjettarfarið' í Árnessýslu og afskifti stjórnarráös- ins af því í ráöherratíð Einars Arn- órssonar. Leiðrjettingar. f fossafrv.í næstsíö. tbl. haföi falliS út lína í síSustu setn- ingunni, en hún er svona: „Fresti þessa er stjórnarráðinu heimilt að lengja.“ — í grein um dýrtíSarhjálp í sama bl. er ein línan tvíprentuS í vörutöflunni, en í staö annarar þeirrar línu á aö standa: Sykur steyttur 20 kg. á 125 au. = kr. 25.00. í grein sjera Sigurðar Stefánssonar í Vigur í 28. tbl. Lögr.: „FriSurinn viS vísindin", eru þessar prentvillur: 1. dálki á 1. síöu 16. línu a. n.: ein- hverjum 1.: einlægum. 4. dálki á 1. síöu 5. línu a. n. kristindómurinn, 1.: krossinn. I. dálki á 2. síöu 23. línu a. o. horfur, 1.: kostir. 1. dálki á 2. síðu 21 línu a. n. orð, falli burt. f grein Jóh. Eyjólfssonar í 29. tbl. Lögr. um skattamál stendur í 4. dlk. á 2. síöu, 27. 1. a. n.: „4 5- partar", en á aö vera: 4. eða 5. partur. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.