Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.05.1918, Blaðsíða 3

Lögrétta - 15.05.1918, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA L* í* Friöarsamningar milli miöveld- anna og Rúmena hafa nú veriö birt- ir. Ferdinand konungur heldur völd- um, en miöveldin hafa eftirlit meö stjórn landsins og hafa þar her á- fram. Rúmenía lætur Dobrudsja til Búlgariu, eins og áöur hefur veriö ráögert. f ófriöarmálunum út á við á Rúmenía a'ð vera hlutlaus framvegis. ÞjóSverjar halda áfram að taka land og borgir af Rússum. Þeir hafa nýlega tekið Rostov við Donfljótið, austan við norðurenda Asovshafsins. Fregn frá í ’gær segir, að Dagmar keisaraekkja og stórfurstamir Mi- chael og Nieolaj, setn öll dvöldu suð- ur i Krím, sjeu nú á valdi Þjóðverja. Nokkru eldri fregn. frá Petrograd. segir, að Þjóðverjar hafi í hyggju að taka Moskvu og leggja Rússland undir sig. En á fregnum þaðan að austan mun nú sem stendur lítið mark takandi. Þar er alt í óvissu og ólagi. Hungursneyð er nú sögð yfir- vofandi í Petrograd, og sömuleiðis Viborg og Helsingfors. í Svíþjóð er nú talað um Rauðflykkingaóeirðir, er liklega verða þó stöðvaðar áður en mikið verður úr. Fregn frá 13. þ. m. segir að ófriðarþjóðirnar hafi lokað innsiglingu til Gautaborgar með tundurduflum. Þjóðverjar hafa nú viðurkent Lit- hauen sjálfstætt ríki. Fregn frá n. þ. m. segir, að þjóð- höföingjar miðveldanna sjeu á ráð- stefnu í aðalherbúðum Þjóðverja, enda er nú, eins og áður gegir, stór sókn í aðsigi. Það er sagt að her frá Austurríki sje nú kominn á vígstöðv- arnar í Belgíu. Ný sjóárás hefur verið gerð af Bretum á Ostende og enn sökt stóru skipi þar í hafnarmynninu. Svo segja fregnirnar frá loftorustum öðru hvoru, er ekki virðist þó kveða mikið að. Smáríkin Nicaragua og Guatemala i Ameríku eru nú sögö 'hafa sagt mið- veldunum strið á hendur. Dansk-íslenska fjelagið. Tvö ný rit. Frá því eru nýkomin hingað tvö rit, nr. 1 og 2 af Smáritum þess. Hið fyrra heitir „íslensk húsgerðarlist", eða „Islandsk Architektur", eftir Al- fred J. Raavad, bæði prentuð á ís- lensku og dönsku, og fylgja upp- drættir af kirkju og sveitabæ með því útliti og þeirri inmjettingu, sem höf. leggur til að upp verði tekin hjer á landi. Ritgerðin er stutt, en efnis- mikil og mjög svo eftirtektar verð. Hann vill leggja gamla bæjasniðið til grundvallar fyrir framtíðarbygg- ingum hjer á landi og telur það ó- kofct-r að húsagerð sú, sem nú tíðk- ast í kaupstöðunum, færist yfir land- ið. „Menn halda ef til vill, að ekki sje til á íslandi fortíðarfræ, er þjóð- leg byggingarlist geti gróið upp af,“ segir hann. „En svo er það þó. Bæði í grunnmynd og hinu ytra sniði torf- kirkjunnar og hins gamla íslenska bæjar eru fyrirmyndir, gotnesks upp- runa og eðlis, er sem best má nota við ætlunarverk og byggingar í fram- tiðinni. Hinir þykku, traustu hlið- veggir og sundurgreindu gaflar með hvössum þökum eru ágætur grund- völlur til að reisa á fyrirmyndir til bygginga með þjóðlegu sniði og í samræmi við landslagið.“ Af alþjóðarbyggingum í Reykjavík minnist hann á þrjár. Alþingishúsið segir hann að gefi enga hugmynd, sem notandi sje, um byggingarlist- fengi. Landsbókasafnið sje sno'tur bygging og fari vel, eins og því sje fyrir komið í bænum. En stíllinn sje of ítalskur til þess að hann geti haft nein góð áhrif. Aftur á móti telur hann mentaskólann gimstein, bæði að því er snertir samband við fortíðina og listfengi. „En hann er of einstak- ttr í sinni röð 0g fjarri öllu nýtíðsku- braskinu," segir höf. Grein þessa ættu þeir að lesa, sem við byggingar fást hjer á landi, því hún er skrifuð 'af smekkvísum og vitrum matini, sem margt hefur sjeð. Hann hefur dvaiið hjer í Reykjavík og nokkuð ferðast hjer um land, er nú í Kaupmannahöfn, en hefur verið áðttr langvistum í Ameríku. Hann er bróðir Thors Jensen framkvæmda- stjóra. Lögr. hefur áður (í 42 tbl. T9T5) sagt frá bók eftir hann, sem fjallar um framtíð íslands og Græn- lands o. fl. Og kom út 1915. Sýnir hún, að hann er víðsýnn maður, með miklu stórfeldari framtíðarhugsjónum fyr- ir þessi lönd en títt er að finna. Hitt ritið er eftir dr. jón biskup Helgason og heitir „Fra Islands Dæmringstid“ (Frá aftureldingar- tímum íslands). Eru þar prentaðir fyrirlestrar þeir, sem dr. J. H. flutti í Dalum í Danmörku sumarið 1916, og bókinni er ætlað, að sýna Dönum nokkra drætti úr sögu íslands, or- sakirnar til hnignunarinnar i efna- hag og framtakssemi eftir að landið komst undir erlend yfirráð, og svo viðreisnartilraunirnar er þjóðin vakn- ar til meðvitundar um þetta og fær vonir um betri framtið. Er sagt frá eyðilegging biskupavaldsins gamla meö innleiðslu siðaskiftanna, frá á- hrifum einokunarverslunarinnar og aðförum ýmsra danskra valdsmanna hjer á landi á fyrri tímum, og síðan frá starfsemi viðreisnarforsprakk- anna, svo sem Eggerts Ólafssonar, Magnúsar Stephensen, Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar, og málstað ts- lendinga í viðureign. þeirra við danska valdið er vel fylgt fram, hvar sem minst er á þann ágreining i ritinu. Eru rit eins og þetta, sem eru efnis- mikil, en þó fljótlesin og aðgengi- leg fyrir allan alinenning, vel til þess fallin að eyða misskilningi i Dan- mörku á ágreiningsmálum þeim, sem uppi eru milli íslendinga og Dana, og það er einlægur vilji Dansk-íslenska- fjelagsins, sem þessi rit gefur út, að vinna sem mest í þá átt. Alþingi. Fjárhagur landssjóðs. Fjárhagsnefnd neðri deildar hefur gefiö svohljóðandi skýrslu um hag landssjóðs i lok fjárhagstímabilsins 1916—1917 og urn útlitið fyrir yfir- standandi f jálhagstímabil: Eftir fyrirlagi háttv. deildar hef- ur nefndin athugað fjárhagsástand landsins eftir föngum, og hefur hún í þessu efni stuðst við landsreikning- inn 1916 og farið eftir honum, þótt hann sje óendurskoðaður, því nefndin hefur að sjálfsögðu engan tíma haft til að gagnrýna hann, enda er það starf, sem að sjálfsögðu verður fram- kvæmt af yfirskoðunarmönnum. Um tekjur og gjöld á árinu 1917 hefur nefndin aflað sjer skýrslna úr bók- um stjórnarráðsins, en tekið skal það fram, að með því að enn geta komið fram útgjöld, er tilheyra því ári, getur niðurstaðan breytst nokkuð, en eigi svo, að neinu verulegu muni. Samkvæmt bráðabirgðauppgerð tekna og gjalda á árinu 1917 er tekju- hallinn á árinu kr. 1940109.61, en upp i þetta er til frá árinu^ipiö 1. tekjuafgangur það ár kr. 143021,42, 2. innieign hjá landsversluninni í árs- lok 1916 kr. 590080,63 Samtals kr. 733102.05. Eftir verða kr. 1207007.56, sem er þá tekjuhallinn á síðastliðnu fjárlmgstímabili. Um árið 1918 verður að sjálfsögðu lítið sagt með fullri vissu; en jafn- vel þótt gengið sje út frá því, að á- ætlaðar tekjur komi inn og útgjöld. þau, sem í fjárlögutn standa, fari ekki verulega fram úr áætlun, hlýt- ur þó tekjuhallinn að verða, sbr. fjárl., um kr. 400000.00. Við þetta bætist kostnaður af væntanl. dýrtíð- arráðstöfunum þessa þings, sem eigi er sjeð hverjar verða, en nefndin á- ætlar kr. 400000.00 og útgjöld, sem ekki standa á fjárlögum, áætluð kr. 600000.00. Samtals kr. 1400000.00. Upp í þennan tekjuhalla ársins 1918 er eigi annað til, svo sjáanlegt sje, en tekjuauki, sem samþyktur kann að verða á þessu þingi, því að við samning fjárlaganna fyrir yfir- standandi fjárhagstímabil var tekið tillit til tekjuaukafrv. þeirra, er sam- þykt vöru á síðasta þingi, nema tekjuskattsaukans, sem erfitt er aö gera áætlnn um. Verði tekjuaukafrv. þait samþykt, sem nú eru fram komin, má búast við nokkrum auknum tekjum á yfir- standandi ári, en varla mundu þau ræma méiru en 300000 kr., og yrði þá tekjuhalli ársins I918 rúm I miljón. Að sönnu skal það tekið fram, að benda má á ýnts atriði, er gera það sennilegt, að tekjuhallinn kunni að verða feitthvað minni, en þar sem jafnframt rná búast við, að útgjöld kotni, sem nú eru ófyrirsjáanleg, 81 þvkir eigi varlegt að ganga út frá honum minni. Um ástandið á árinú 1919 er enn erfiðara að segja nokkuð ákveðið, en með því að tekjufrv. þau, sem nú kunna að verða samþykt, gefa vænt- anlega meiri tekjur á því ári en yf- irstandandi ári, vegna þess, hversu liðið er nú á árið, má ef til vill vænta þess, að tekjuhallinn veröi eigi yfir 1 miljón næsta ár, þótt við kunni að bætast ófyrirsjáanleg gjöld. Ef þessar áætlanir fara nærri hinu rjetta,ætti samanlagður tekjuhallifyr- ir fjárhagstímab. 1916—1917 og 1918 — 1919 að verða undir 3)4 nriljón kr„ ef ástándið verður svipað og nú er. Ef styrjöldin endar fyrir árslok 1919, má búast við, að hagur verði betri, en jafnframt má og taka það til at- hugunar, að ástandið getur versnað, ef til vill til stórra muna, og hagurinn þatrnig orðið verri en hjer er gert ráð fyrir. Það skal tekið fram, að viðlaga- sjóður var við árslok um j-}4 milj. kr., en hann er eigi í handbæru fje, eins og kunnugt er. Ágóði af lands- versluninni hefur orðið til ársloka 1917 um 1 miljón k'r., en eigi virðist fært að byggja á því sem eign, þar sem búast má við allmiklum halla á versluninni þegar styrjöldin hættir, vegna verðlækkunar á vörum, tapi á húsum o. fl. Eins og fjármálaráðherrann hefur þegar gefið skýrslu um, voru skuldir landssjóðs í árslok 1917 sem næst kr. 19000000.00. Fjárhæð þessi hefur verið notuð eins og hjer greinir: a. Gömul lán til ýmsra fyrirtækja ca. 2415000 kr., b. Til rekstrar landsverslunarinnar 5660000 kr., c. Til skipakaupa 3550- 000 kr, d. Dýrtíðarlán Revkjavíkur 110000 kr., e. Tekjuhalli síðasta fjár- hagstímabils ca. 1200000 kr., f. í sjóði við árslok 1917 7375000 kr. Samtals 20300000 kr. Ástæðan til þess, að hin síðasttalda upphæð er allmikið hærri en lána- upphæðin, er sú, að í árslok var að sjálfsögðu allmikið ógreitt af gjöld- um ársins 1917, og í landssjóði átti bæði Stóra Norræna ritsímafjel. og rikissjóður Dana allmikið fje. Sú fjárhæð, sem talin er í sjóði 1. janúar 1918, er því þeim mun hærri sem nemur hinum ógreidda hluta gjalda ársins 1917 og fje því, sem ríkissjóð- ur og Stóra Norræna ritsímafjel. áttu inni í landssjóði. Nánara yfirlit eða frekari skýrslu sjer nefndin eigi fært að gefa um fjárhágsástandið. Fyrirspurnir. 1. Um úthlutun og sölu kornvöru og sykurs. Flm. Halld. Stein. — Hvað knúði landsstjórnina til að gefa út reglugerð, dags. 23. jan, þ. á, um úthlutun og sölu kornvöru, sykurs c. fl.? 2. Um framkvæmdir fossanefnd- arinnar. Flm.: Gísli Sv., Pj. Ott., Stef. Stef., Jón Jóns., Magn. Guð., Þór. Jón., Ein Arnórs., Sig. Sig., Sig. Stef. og Magn. Pjet. — Hvað líður framkvæmdum fossanefndarinnar, er skiþuð var samkvæmt ályktun síðasta Alþingis, og hver er niðurstaða henn- ar að því er sjerstaklega snertir 1. og 4. lið nefndrar ályktunar? 3. Um úthlutun kola. Frá Bjarna Jónssyni frá Vogi — Eftir hverju var landssjóðskolunum úthlutað manna á meðal síðasta vetur. Hefur lands- stjómin eða sveitastjórnirnar ráðið því, hversu með var farið? Öllum þessum fyrirspurnum er ó- svarað. ÞingsályktunartillÖgur. 12. Um sauðfjárbaðlyfþ Flm. Þór. Jónss., Pj. Ott. — Neðri deild Al- þingis ályktar að skora á landstjórn- ina: 1. Að annast um það, að nægileg baðlyf til þrifabaða á sauðfje næsta haust verði komin til landsins ekki síðar en fyrir næstkomandi ágúst- mánaðarlok. 2. Að brýna rækilega fyrir hreppsnefndum og bæjarstjórn- um, að tryggilegt eftirlit sje haft með böðunum, og aö þær fari, eftir því sem kostur er á, samtímis fram á þeim svæðum, þar sem samgÖng- ur eru tiðar. 13. Um heimild fyrir landstjórn- ina til að greiða Gisla Guðmttndssyrti meiri laun en heimilað er í fjárlög- ununl. Frá Fjárveitinganefnd. — Al- þingi ályktar að heintila landstjórn- inrti aö greiða Gísla Guðmttndssyni, gerlafræðingi, 600 kr. á ári af launutrt þeim, sent í fjárlögunum eru ætluð forstöðumanni efnarannsóknarstof- unnar í Reykjavík, meöan hann gegn- ir þeim störfum. 14. Um útsæði. Frá bjargráða- nefnd n. d. — Alþingi ályktar að skora á landstjórnina aö gera ráð- stafanir til þess: 1. Að vekja athygli sveitar- og bæjarfjelaga á því að sjá sjer fyrir nægilegu útsæði í haust og tryggri geymslu þess i vetur. 2. Að afla útsæðis til geymslu, innlends og útlends, af bestu tegund, og heimilast benni að verja fje úr landsjóði til þess að láta gera tryggan geymslu- stað fyrir útsæðið. 3. Aö annast urn, að gefinn verði út leiðarvísir til al- mennings urn trygga geymslu útsæð- is yfir veturinn. 15. Urn biðlaun handa Metúsalem Stefánssyni, skólastjóra á Eiðum. Frá fjárveitinganefnd. Alþingi álykt- ar að heimila landstjórninni að greiða Metúsalem Stefánssyni, skólastjóra á Eiðum, frá 1. jan. 1919 1000 kr. bið- laun á ári, meðan hann fær ekki fasta stöðu, þó ekki lengur en í 2 ár. 16. Um aukinn styrk og lánsheim- ild til flóabáta. Frá samgöngumála- nefnd • n. d. —- Alþingi ályktar að heimila landsfjórninni: 1. að hækka styrk þann, sem ákveðinn er í gild- andi fjárlögum til Langanessbáts, um um alt að 12 þús. kr. á ári, og gangi 1 eða 2 bátar frá Sauðárkróki til Seyðisfjarðar, með viðkomu í Gríms- ey, er sjeu eigi minni til samans en 80 smálestir og haldi uppi ferðum til miðs nóvémbers. 2. að lána alt að 90 þús. kr. til kaupa á Húnaflóabát. 17. Um kolanám í Gunnarsstaða- gróf í Drangsnesslandi. Frá bjarg- ráðanefnd e. d. — Alþingi ályktar að heimila landstjórninni að styrkja kolanám í Gunnarsstaðagróf íDrangs- nesslandi "við Steingrímsfjörð í Strandasýslu með f járframlagi úr landsjóði, er nemi 10 kr. á hverja smálest nothæfra kola, sem framleidd verða þar og seld á þessu ári, enda verði kolin seld þeim mun ódýrari. Enn fremur heimilast Strandasýslu námurjettindi landsins í Gunnars- staðagróf ókeypis til ársloka 1919. Þingsályktunartillögu um úthlutun matvöru- og sykurseðla hefur verið vísað til stjórnarinnar með svohljóð- andi rökstuddri dagskrá: „Með trausti til þess, að landstjórnin og landsverslunin hafi fullan huga á, að íullnægja eins og föng leyfa og við verður komið, hinum mismunandi þörfum hjeraða og bygðarlaga til vöruforða og aðflutninga, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá." Þingsályktunin um sattðfjárbaðlyf hefur verið samþykt. Feld frumvörp. 1. Unr einkarjett til verslunar með smjör og tólg (frv. Sigurj. Friðj.). 2. Frv. stjórnarinnar um heimild handa landstjórninni til að fyrirskipa fráfærur ásauðar. Var það felt í e. d. með 8 atkv. gegn 6 og greiddu atkv. með frv.: G. Bj.; Jóh. Jóh., Magn. Kr.,-Magn. Torf., Sig. Egg. og Sig. Jónsson. Á móti frv. greiddu atkv.: Egg. P., Guðj. Guðl., Guðm. Ól., H. St., Hj. Sn., Karl Ein., Kr. Dan. og Sigurj. Friðj. hafa látið smiða í Danmörku, 60 tonn að stærð, og er nýkominn hing- að. Þingfrestun. Líklegt er, að alþingi verði frestað um hríð nú um hvíta- sunnuna, þótt ekki sje það fullákveð- ið enn, og mun þá helst í ráði, aö það komi saman aftur 1. ágúst i sum- ar. Stendur þessi þingfrestun i sam- bandi við þær horfur í sambands- málinu, sem frá er sagt i grein á öðrum stað hjer í blaðinu. Ensku samningarnir. Þeir munu nú vera fullgerðir, eða um það bil og má vænta, að aðalatriði þeirra verði birt einhvern af næstu dögum. Þjóðvinafjelagið. Aiþing kaus í gær formann þess, í stað Tryggva heit. Gunnarssonar, Benedikt Sveins- son alþm. Smjörlíkisverksmiðja í Reykjavík. Fjelag er stofnað hjer i bænum til þess að koma á fót smjörlíkisverk- smiðju og von á vjelum til hennar með júlíferð Botníu frá Khöfn. For- maður fjelagsins er Jón Kristjánsson prófessor, en Gísli Guðmundsson gerlafræðingur er ráðanautur þess. Leikhúsið. Þar er nú sýndur leik- urinn „Landafræöi og ást“, eftir Björnson. Hörmulegt slys vildi til i sund- lauginni í fyrrakvöld. Þar druknaði drengur, "sem var nýfarinn að læra að synda, hafði dottið ofan í laugina án þess menn yrðu varir við. Dreng- urinn hjet Hafliði Björnsson, 10 ára gamall, sonur Björns Erlendssonar trjesmiðs og Guðrúnar Pálsdóttur Hafliðasonar, efnilegur og góðttr drengur. Frjettir. Tíðin er stöðugt hin besta. í byrj- un vikunnar brá snÖggvast til norð- anáttar og kólnaði, en það stóð stutt. Um alt land er látið vel af vorveðr- áttunni og skepnuhöld sögð í góðu lagi. Skipaferðir. Bisp kom frá Vest fjörðum 10. þ. m. og fór til útlanda t3. Sterling kom í gær vestan um land og á að fara aftur I strandferð norður um land næstkomandi rnánu- dag. Gullfoss fór frá Halifax áleiðis lil New York 8. þ. m. AflabrÖgð. Þilskip Duusverslunar hafa á nýafstaðinni vertíð fengið þennan afla: Ása 62 þús., Valtýr 62, Seagull 50, Sæborg 45)4, Keflavík 39 og Sigurfari 22)4 þús. „Faxi“ heitir nýr vjelbátur, sem Sigttrjón Pjetttrsson katipm. 0. fl. Mannalát. Dáinn er nýlega á sjúkrahúsi lijer í bænum Ketill Bergs- son, bróðir Guðmundar Bergssonar bóksala á ísafirði, myndarmaður á besta aldri. — 6. þ. m. andaðist í Þórisholti í Mýrdal Finnbogi Ein- arsson áður hreppstjóri, '84 ára gam- all, merkur maður. Nýlega er látinn Kjartan Jónsson bóndi á Efrihúsum í Önundarfirði, faðir Jóns kennara og ritstjóra „Skin- faxa“. Póstþjófnaður. Seint í vetur hvarf póstpoki á Stað i Hrútafirði. og átti hann að fara til Sauðárkróks. í hon- t'tn voru 6 peningabrjef með sanxtals 5324 kr. og 16 ábyrgðarbrjef. Nokkru síðar fanst eitthvað af peningunum í grend við Stað, en grunur fjell á manninn, sem þá peninga þóttist íinna, aö hann mundi valdur að þjófn- aðinum, og hefur hann nú nýlega ját- að þetta á sig- Fundist hafa 3170 kr. af peningunum, eftir tilvísun hans, en 20 hundraðkrónaseðla hafði hann brent, og sömuleiðis öll ábyrgðar- brjefin. Rúml. 150 kr. er talið að hann hafi eytt. Maðurinn heitir Jón Elíes- arson og var vetrarmaður á Stað, Norræna stúdentasambandið. Rvik- urdeild þéss hafði skemtikvöld 10. þ. m., finskt kvöld. Formaður deild- arinnar, Steinþór Guðmundsson, setti. samkomuna, en síðan var sunginn þjóðsöngur Finna. Þá hjelt Jón biskup Helgason fróðlegan og skemtilegan fyrirlestur um brautryðjanda bók- mentastarfsemi Finna á síðastl. öld,- Elias Lönnroth, er safnaði hinu fræga ljóðasafni þeirra, Kalevala, og setti það saman í heild. Hann rakti og að- alefni kvæðanna, og mun fyrirlestur- inn að sjálfsögðu síðar birtast á prenti. Frú Krabbe las upp kafla úr Kalevala og H. Wiehe dócent söng finsk l'ög. Einnig skemti flokkur ungra manna með söng. En að lok- um var dansað fram á nótt. Landsþingskosningin í Færeyjum fór svo, að Johannes Pattirsson kongsbóndi í Kirkjubæ var kosinit landsþingsmaður, og virtnúr Zahle- stjórnin við það eitt atkvæði í þing- inu. „Alt éins og blómstrið einá“. Þctin an sálmanna sálm íslendinga, eftir Hallgrím Pjetursson, hefur Guntiav Gunnarsson þýtt á dönsku, og er þýðing hans í „Höjskolebladet“ frá ágúst Í917, ágætlega gerð. — í sama blaöi er mjög fallegt kvæði eftir G. G., frumsamið á dönsku, og heitir „Hösthymne",

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.