Lögrétta


Lögrétta - 29.01.1919, Blaðsíða 2

Lögrétta - 29.01.1919, Blaðsíða 2
LÖGRJETTA 16 Það tilkynnist hjer rneð vinum og vandamönnum, aö elskulegur eigin- ma'ður og faðir okkar, Guðmundur Hjaltason, andaSist að heimili sínu í Hafnarfirði 26. þ. m. JarSarförin verður auglýst síðar. Hafnarfirði, 27. jan. 1919. Hólmfríður Bjarnardóttir, Margrjet Guðmundsdóttir, Solveig Guðmundsdóttir. aldaraðir og að vonum veröi einnig hjer eftir, þótt stjórnarhagimir verði á annan veg. Þeir hafi æskt nánari kynna af og sambands viö sænsku og norsku kirkjuna fyrst og fremst í von um örvandi áhrif af því á heima- larkjuna. Af sömu ástæðu fyrst og fremst æski þeir að komast í nánara samband við ísl. systurkirkjuna. A'ð þeir jafnframt geri það í meðvitund um, að eiga eitthvað öðrum að miðla, ef þiggja vildu og færa sjer í nyt, er ekki nema sjálfsagður hlutur. Málið er enn á fyrsta byrjunarstig- inu, og hefur því engu verið slegið föstu um hvernig reynt skuli að koma sambandi þessu á. Hið fyrsta, sem hjer sje að gera, sje auðvitað að vekja almennan áhuga á málinu innan dönsku kirkjunnar sjálfrar, en til þess sje engin leið nema að takist að vekja þar almennan áhuga á íslandi yfirleitt, bæði landinu og þjóðinni, öllum högum hennar í nútíð og for- tið, bæði tímanlegum og andlegum, og þá sjerstaklega kirkjulegum, á- huga, sem orðið geti grundvöllur lif- andi samúðar og samvinnu með þjóð- unum báðum, á sem flestum sviðum. Það, sem því næst vakir fyrir þeim sem framtíðarmarkmið er, a ð starfs- menn kirkjunnar, með báðum þjóð- um, fái tækifæri til að kynnast hvor- ir öðrum sem best, a ð íslenskir prest- ar þiggi heimboð af dönskum em- bættisbræðrum, til þess að kynnast lí'fi þeirra og starfi og starfsaðferð þeirra, kynnast safnaðarlífinu og hverskonar frjálsri starfsemi innan þess, og a ð dönskum kirkjunnar- mönnum á hinn bóginn veitist kostut á að koma til íslands, dveljast þar og kynnast lífinu þar, bæði lands og þjóðarhögum. Enn fremur: að ung- um prestsefnum íslenskum verði gef- inn kostur á að afla sjer framhalds- mentunar í Danmörku, til frekari undirbúnings preststarfinu, og um leið að geta kynt sjer sem best hið andlega líf og hið kirkjulega starf þar i landi, og eins dönskum prests- efnum að dveljast á íslandi, til að kynnast lífi og högum íslenskrar kristni og þjóðar og lands yfirleitt. Þá hefur og verið drepið á, hve æskilegt væri, ef takast mætti, að efna til sameiginlegra, kirkjulegra fundarhalda, sumpart í Danmörku, sumpart á íslandi, þar sem kirkjulega hugsandi menn af báður þjóðum gætu komið saman og áttst tal við um sameiginleg áhugamál. Og Ioks, a$ reynt yrði að koma á fót sameiginlegu kirkjul. málgagni, er flytti leiðbeinandi og fræðandi greinar almenns kirkju- legs, trúarlegs og verklegs efnis, fregnir af hinu markverðasta, sem á dagskrá er úti um hinn kirkjulega heim, af útkomu nýrra og góðra rita, o. fl. þessh. Það má nú vel vera, að einhverj- um, sem þetta les, finnist þetta meira og minna skylt við skýjaborgir. — Verður að sjálfsögðu hverjum einum að vera heimilt, að lita á það þeim augum, sem honum gott þykir, og Ieggja þann dóm á það, sem honum býður hugur. Sá, er þetta ritar, geng- ur þess þá líka síst dulinn, að hjer er við margvíslega erfiðleika að stríða, sem auðveldlega geta hjer orð- ið sá þrándur í götu, að ekki verði annað en skýjaborgir úr því; enda hefur ekki verið sparað, að benda forgöngumönnum málsins ytra á suma erfiðleikana. En hvað sem því liður, þá er þessu máli svo farið, að fylsta ástæða er til, að því sje gaum- ur gefinn. Það eitt út af fyrir sig, að vita að eftirtekt er vakin á oss, að tekið er að spyrjast fyrir um andlega hagi vora, um kirkjulifið hjer á landi og starf vort þjóna kirkjunnar, er ekki þýðingarlaust, síst þegar vjer jafn- framt vitum, að það er sprottið af samúð með oss í störfum vorum og velvildarhug, eins og hjer er. Það getur orðið og ætti að verða oss hvöt til meiri framtakssemi 0g áhuga í störfum vorum, er vjer vitum, að þeim er gaumur gefinn af bræðrum vorum með frændþjóðunum norrænu. Það ætti að knýja oss til að vera vakandi og til að uppbyggja guðs musteri með þjóð vorri, og prýða það með góðu siarfi ogáhugamiklu, svo að vjer ekki þurfum að bera kinnroða vegna á- sigkomulags þess. Engum af oss get- ur á sama staðið um, hvern dóm menn leggja á störf vor, og þá ekki heldur á líf og starf þeirrar kirkju, sem vjer þjónum. Oss hlýtur meira að segja að vera það áhugamál, að sá dómur verði kirkjunni hagstæður, þótt ekki væri nema fyrir það eitt, að sjerhver áfellisdómur um hana myndi að sumu leyti verða áfellisdóm- ur um oss sjálfa, starfsmenn hennar. En hjer við bætist svo það, sem þessu er enn mikilsverðara: sá hagur sem prestastétt vorri væri að því, að fá tækifæri til að kynnast persónulega lífi og starfi systurkirknanna nor- rænu og berast við það inn í vermandi og hressandi áhrifastraum þaðan. En á því mundi alt kirkjulífið græða stórum. Og þegar jeg lýt á þann á- huga, sem vaknaður er með dönsk- um sarfsbræðrum vorum, á að koma á fót nánara sambandi mieð þeim systrunum, dönsku og íslensku kirkj- unni, og jeg veit, af hve góðum huga er sprottin, þá dylst mjer ekki, að þar er um mál að ræða, sem orðið gæti til verulegrar lífsglæðingar með oss, og oss því skyldast, að taka því vel. Það er innileg sannfæring mín, að öllu því beri að taka vel, sem til kirkjulegrar lífsglæðingar horfir, öllu því, sem á einhvem hátt mætti verða til þess, að brjóta af oss klafa einangrunarinnar, sem á oss hefur hvilt öldum saman, til hins sárasta niðurdreps öllu andlegu lífi innian kirkju vorrar. Því að einangrunin, samfara þeirri baráttu fyrir einatt aumlegri tilveru, sem verið hefur hlutskifti hinnar íslensku presta- stjettar, og er það í mörgu tilliti enn þá, hefur lagt meiri hömlur á alt líf cg allar framkvæmdir þessarar stjett- ar, og um leið kirkjunnar í heild sinni, en margir þeir menn geta geri sjer nokkra hugmynd um, er leika sjer að því, að fara hnjóðsyrðum um kirkju vora. Takist á komandi tíma að leiða i framkvæmd eitthvað af þessum hugsjónum vina vorra i Dan- mörku, þá mundi ábatinn ávalt verða vor megin fyrst og fremst, þar sem vjer leiddumst við það út úr hinni sáru einangrunartilveru, sem vjer um svo langan aldur höfum átt við að búa. Vitanlega hefur þjóðin í heild sinni lengst af átt við sömu kjör að búa. En mikil er þó breytingin orðin á síðari tímum — en hún þarf að verða meiri. Hollum lífsstraumum þarf að veita inn yfir þjóðlífsakur- inn, en hverjir ættu fremur að vera til slíkrar „vatnsveitingar" kallaðir, en sú stjettin, sem mest allra stjetta á við alla alþýðu manna saman að sælda og jafnframt við líkust kjör að búa? En til þess að geta unnið að slíkum andlegum vatnsveitingum, þarf presta- stjett vor betur en hingað til, að kynn- as þeim lífsstraumum, sem flutt hafa og flytja frændþjóðum vorum þann þrótt, sem þær eiga bestan í eigu sinni. Með nánara sambandi íslensku kirkjunnar við hina dönsku systur- kirkju, og u*n leið við hinar nor- rænu systurkirkjurnar, og með nán- ari kynnum prestastjettar vorrar af starfsbræðrum hennar þar, mundi henni flytjast nýjar hugsjónir, ný starfslöngun og nýtt þrek. Sjóndeild- arhringurinn mundi víkka, prestar vorir mundu verða glöggsýnni á ýms þau verkefni, sem hjer eru fyrir hendi; þeir mundu kynnast nýjum starfsaðferðum, koma auga á nýjar leiðir og aukast áræði til að ganga á hólm við erfiðleikana morgu og margháttuðu, sem hjer er við að stríða, og leggja svo þungar hömlur á starfið að eflingu guðs ríkis með þjóð vorri. í fæstum orðum er það trúa mín að með nánara sambandi við hinn kristna umheim mundum vjer, kirkjunnar þjónustumenn, verða yf- irleitt áhugasamari um guðsrikis-mál- in, sem vjer erum kallaðir til að starfa fyrir, en vaxandi áhugi vor mundi brátt verða til þess, að gera safnaðar- Iýð vorn áhugasamari. Því að hjer er avalt hið nánasta samb. á milli. Eins cg áhugaleysi presta skapar áhuga- lausa söfnuði, eins glæðist ávalt áhugi safnaðarins við vaxandi áhuga prests- ins. Og hins vegar er það vaknaður áhugi safnaðarlýðsins á guðsrikis- málunum, sem öllu öðru fremur held- ur prestinum vakandi í starfi hans, já, ber hann yfir flestar móður erfið- leikana, sem á vegi hans verða í því. Ebbe Kornerup rithöfundur. Hingað kom með „Botníu“ í gær danskur rithöfundur, Ebbe Korne- rup, sem ætlar að halda hjer nokkra fyrirlestra og segja frá ferðum sín- um um fjarlæg lönd og álfur. í kvöld talar hann um Tahiti og íbúana þar, á morgun um ameríska rithöfundinn Jack London, sem dáinn er fyrir fá- um missirum. Annan fyrirlestur held- ur hann á morgun um Ástralíu, en fjórða og síðasta fyrirlesturinn, um Equador, á föstudag. Sjálfur hefur hann dvalið í öllum þeim löndum, sem hann lýsir, og Jack London var hann kunnugur. Hr. E. K. fer hjeðan heimleiðis aftur með „Botníu“ næst. Þess vegna hef jeg ekki skoðað huga minn um að taka þessari mála- leitun danskra bræðra vorra vel og heita málinu fylgi minu, svo sannfærð- ur sem jeg er um, að þessi „sam- bandshreyfing" er eingöngu af góð- um hug sprottin og til hennar stofn- að í besta og lofsverðasta tilgangi. Jeg bið drottin að gefa henni góð- an byr, eins og öllu, sem verða má til andlegrar lífsglæðingar innan þjóðkirkju vorrar, og hið sama geri þeir, sem eru mjer samdóma um gagn- semi þessa fyrirtækis. Dr. J. H. Stríðslokin. Síðustu frjettir. Lundúnafregn frá 25. þ. m. segir, að þann dag byrji opinber fundur, sem allir fulltrúar friðarráðstefnunn- ar mæti á, og með honum hefjist frið- armálastarfið fyrir alvöru viðvíkj'- andi endursköpun Norðurálfunnar og framtíð heimsins, en það eigi að byggjast á 3 aðalgreinum: 1. að þeim, sem bera ábyrgð á upptökum striðs- ins, verði hegnt og skaðabæturgreidd- ar fyrir það tjón, sem ófriðurinn hati valdið. — 2. að stofnað verði alþjóða- íjelag og komið í veg fyrir ásælnis- stríð. — 3. Alþjóðalöggjöf í atvinnu- málum og alþjóðaeftirlit með höfn- um og siglingaleiðum, svo sem Rín og Dardanellasundi. — Lloyd George átti að hefja umræður um alþjóða- fjelagið, en Wilson að verða formað- ur nefndar, sem falið væri að fjalla um það mál. Wilson hafði boðið Bolsjevika- stjórn Rússa, að senda fulltrúa til viðtals við fulltrúa bandamanna, og skyldu þeir hittast á ey í Marmara- hafinu. En síðustu fregnir segja, að ekkert svar sje komið frá Rý^sum upp á þetta. Frjettir. Tíðin. Nokkurt frost fáa daga, hlánaði aftur í gær, og má tiðin enn kallast hin besta, það sem af er vetri. — Aflabrögð góð. — Fyrir áramótin hafði verið mokafli á Eyjafirði. Vjelbátur ferst. 7 menn drukna. Vjelbáturinn „Hersir,‘“ sem haldið var út frá Sandgerði, er nú talinn frá, og hefur hann þá farist í útsynnings- rokinu, sem hjer var þriðjud. 21. þ. m. Björgunarskipið „Geir“ hefur leitað hans, en ekki fundið. Kl. 4 um daginn sást hann síðast af öðrum báti. Á „Hersi“ voru 5 menn: Snæbjörn Bjarnason, formaður, hjeðan úr bæ, lætur^eftir sig ekkju og 4 börn. ; | j ■/ ilda,lfiindiiF Elóaáveitufjel^gsins verður haldinn í „Gistihúsinu" á Eyrarbakka föstu- daginn 14. febrúar 1919 og hefst kl. 1 síðdegis. Dagskrá: 1 Stjórn fjelagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu ári °S le&gur fram endurskoðaðan reikning fjelagsins fyrir árið 1918. 2. Kosnir 3 menn í stjórn fjelagsins og 3 varamenn. 3. Kosnir 3 endurskoðunarmenn fjelagsreikninganna. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla um vatnsveitutilraunir á áveitusvæðinu. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Stjórn Flóaáveitufjelagsins, 16. janúar 1919. Sigurður ólafsson, „ Bjarni Grímsson, Eggert Benediktsson. Ólafur S. Ólafsson, nýl. kvæntur maður, og bróðir hans, Sigurbjörn, ókvæntur, báðir af Grímsstaðaholt- inu og eiga þar gamla móður á lífi. ólafur Gíslason, ókvæntur, hjeðan úr bænum. Fimti maðurinn hjet Sveinn og var frá Sandgerði. Bátinn áttu þeir Jón Guðjónsson, Daníel Magnússon í Lykkju á Kjal- arnesi og Snæbjörn, formaðurinn. Ráðgjafamefndin, sem sambands- lögin nýju gera ráð fyrir til þess að hafa auga með löggjöf beggja sam- bandsríkjanna er nú skipuð af hálfu ísl. stjórnarinnar sambandslaganefnd- armönnunum þremur: Bjarna frá Vogi, Einari Arnórssyni og Jóh. Jó- hannessyni. Látin er í Borgarnesi húsfrú Björg Grímsdóttir, móðir Magnúsar hreppstj. á Staðarfelli og þeirra syst- kina. 25 ára læknisafmæli átti ólafur Finsen læknir á Akranesi 15. þ. m. Kom það fram við þetta tækifæri, sem áður var kunnugt, að hann er mjög vinsæll maður af hjeraðsbúum Voru honum færðar frá þeim tvær minningargjafir: gullúr með gullfesti og göngustafur, útskorinn af St. Ei- ríkssyni, gullbúinn. Á báða minja- gripina var grafið: „Hjeraðslæknir Ólafur Finsen. 25 ára minning frá hjeraðsbúum." Auk þess var honum færð álitleg peningaupphæð í gulli. Heillaósjdr fjekk hann margar. Þar á meðal frá Sumarliða Halldórssyni: „Heiður og þökk fyrir handtök mörg og þörf! Heiður og þökk fyrir aldarfjórðungs- störf! Heiður og þökk fyrir dugnað þinn og dáð, drengskap og kærleik og ágæt lækn- isráð 1“ Skipaferðir. „Lagarfoss" kom frá Ameríku 24. þ. m. — „Botnía" frá Khöfn í gær. — „Gullfoss" nýlega kominn til New-York, fjekk vonda ferð vestur. — „Borg“ kom til Seyð- isfjarðar 25. þ. m. með brotið stýri og bíður þar nú viðgerðar. f „Tímanum" frá 25. þ. m. er ávarp til ritstjóra Lögr., undirskrifuð af rokkrum mönnum austur í Fljóts- hlíð, sem lýsa vanþóknun sinni á grein, sem stóð í Lögr. 27. nóv. í haust, um inflúensuna, einkum að- farir hennar úti um heiminn. Ávarp- ið var með mestu kurteisí boðið Lögr. til birtingar, en hún afþakkaði, enda þóttist hún þegar sjá, að það mund: x upphafi hafa verið ætlað „Tíman- um“, en ekki sjer. Ávarpið er of fákænlegt til þess, að Lögr. geti borið út af því nokkra þykkju til undirskrifenda, eða eytt um það mörgum orðum. En vegna þess, hve langt er um liðið síðan þessi umrædda grein kom fram, getur ver- ið, að þeim, sem ávarpið lesa, sje ekki ljóst, hvað um er að ræða, og skal því stuttlega skýrt frá því. Svo stóð á, að rjett eftir að mesta inflúensu- fárinu ljetti af hjer í bænum, kom hingað póstur frá útlöndum. Lögr. hjelt að mönnum mundi þykja fróð- legt að fá að heyra eitthvað um það, hvernig veikin hefði hagað sjer ytra, og flutti dálítinn útdrátt úr því, sem sagt var um veikina í þeim útlendu blöðum, sem í póstinum komu. Þessi útdráttur er meginkafli greinar þeirr- ar, sem Fljótshlíðingunum er svo illa við, og er megnið af efninu viðtal, sem danska blaðið „Politiken" hefur átt um sjúkdóminn við einn af merk- ustu læknum Khafnar, og skýrir hann blaðinu bæði frá skoðunum sínum og erlendra lækna á veikindunum. Við þetta er svo hnýtt stuttu viðtali við Þeir, sem útskrifuðust frá gagn- fræðaskólanum í Flensborg í Hafnar- firði vorin 1909 og 1910, eru hjer með mintir á, að sækja fund í skóla- húsinu í Flensborg laugardaginn 12. júlí n. k. kl. 12 á hádegi, Þeir, sem ekki geta sótt fundinn, skrifi þangað og má senda brjefin til undirritaðra, merkt: „10 ár". Hafnarfirði, 20. jan. 1919. Þorsteinn Þórarinsson, Drumboddsstöðum. Helgi Guðmundsson, Hafnarfirði. landlækni og stjórnarráðið og þeirra ummæli sögð um gang veikinnar hjer, og gat Lögr. ekki betur sjeö, eftir þeim upplýsingum, sem fyrir lágu erlendis frá, en að bæði land- læknir og hinn setti forsætisráðherra, Sig. Eggerz, hefðu orðið fyrir rang- látum árásum i greinum, sem þá voru nýkomnar fram í ýmsum blöðum hjer um inflúensuna. Ávarpsmennirnir segja, að sjer sje illa við að tekið sje svari embættis- manna í blöðunum. En Lögr. vill aft- ur á móti fræða þá á því, að rjett er að taka svari allra, sem fyrir rang- indum verða, alveg eins embættis- manna sem annara, og að ummæli þeirra um þetta efni x ávarpinu eru langt frá því, að vera gáfuleg. Lögr. lítur svo á, að þeir, sem hana kaupa og lesa geri það fyrir sjálfa sig en ekki fyrir hana. Og sjeu þessir menn óánægðir með hana, þá telur hún sjálfsagt fyrir þá að skifta, og fá sjer annað blað í staðinn, sem heimskara sje og óhlutvandara og betur við þeirra hæfi. — En henni finst það sitja fremur illa á ritstjóra „Tímans“, sem sjálfur hefur til skamms tíma verið embættismaður og alinn er upp á einu af bestu embættismannaheim- ilum landsins, að gera blað sitt að tilbera fyrir bull af þessu tægi, enda þótt einhver, sem fyrir „Tímann“ vinnur þar eystra, haldi, að með því geti hann rutt honum þar til rúms á nokkru bæjum, því enginn efi getur á því leikið, að þetta er tilefnið til ávarpsins og undirskriftasmölunar- innar. Minningarorð. Seint í nóvember f. á. andaðist í Miðhúsum í Biskups- tungum Guðrún Högnadóttir, 74 ára gömul, úr inflúensunni. Hún var fædd í Reykjadal í Hrunamannahreppi 4. sept. 1844, og ól þar aldur sinn þang- að til hún giftist Árna Þorvarðssyni ekkjumanni á Brekku í Biskupstung- um, haustið 1885. Vorð eftir fluttust þau að Torfastaðakoti í sömu sveit; þar misti hún mann sinn, vorið 1894 en bjó þó í nokkur ár með stjúpbörn- um sínum, einkum til að veita skjól móður sinni, sem þá var komin að lot- um fram, en hafði verið mesta mynd- ar og dugnaðarkona. Sjúk lifði hún síðustu árin hjá vancjalausu fólki. Hún var stjórnsöm og reglusöm hús- móðir, mjög vel vinnanni og aldrex iðjulaus, stilt og grandvör í allri hegðun, trygg og skyldurækin. Stjúp- börnum sínum fjórum reyndist hún sem önnur móðir. Yngsta systirin, sem lifað hefur fjarri henni heilsu- lítil mörg ár, og æfinlega saknað hennar, minnist hennar með þessum fáu kveðjuorðum, og mun til dauða- dags geyma minningu hennar. G. k. Fj elagsprentsmiðjan

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.