Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.11.1924, Blaðsíða 2

Lögrétta - 04.11.1924, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA inoar Eins og mörgum er kunnugt og mjög hefir verið umtalað nú á þessu sumri, þá varð fyrir mjer á leið minni yfir Langajökul síðast- liðið vor dalur sá, er jeg álít ein- dregið að sje hinn raunverulegi þórisdalur Grettis. Og fjöldi manna hefir fastlega aðhylst, að svo myndi vera. það er einnig mörgum Ijóst, að í 19. ágústblaði „Vísis“ á þessu sumri birtist ritgerð, sem fjallar um þetta efni, rituð af Helga Hjörvar eftir mínum eigin orðum í baðstofunni á Gýgjarhóli 1 Bisk- upstungum 8. júlí í vor. Og hefir frásögn mín hvergi hallast í hönd- um hans, frá því, sem jeg gat þá best skýrt frá. — Og hefir hann þar hvergi fylt í neinar eyður, eins og Björn Ólafsson, sem æðsti mað- ur hins há-æruverða Nafnlausafje- lags, hefir bent á í 26. ágústblaði „Vísis“ í sumar, að ekki væri með öllu fráleitt. Er því öll ónákvæmni, sem á þeirri frásögn minni kann að reynast, mjer að kenna og hjamkyngju jökulsins. Og votta jeg hjermeð Helga Hjörvar þakk- læti mitt fyrir nefnda ritgerð. þegar jeg yfirgaf hinn fagra og fræga þórisdal í vor, þá fastsetti jeg mjer að takast þangað nokk- urskonar rannsóknarferð á hendur, þegar heppilegt virtist og hentug- leikar leyfðu. En nú, vegna þess að jeg var farinn að verða var við talsverðar vefengingar, bæði í ræðu og riti, gagnvart því, að saga mín væri með feldu, þá fann jeg mig knúinn til' að láta það ekki lengur vefjast í viðjum, að ganga í þórisdal, ásamt einhverjum at- hugulum og málsmetandi mönnum, sem gætu borið um það með mjer, hvernig væri umhorfs þar innra. Sunnudaginn 28. sept. nú á þessu hausti, kl. 6^ að morgni, gengum við af stað frá Húsafelli sex saman og hugðum að leggja leið okkar í þórisdal. Förunautar mínir voru þessir: Páll þorsteins- son, bóndi að Steindórsstöðum í Reykholtsdal, þorsteinn Kristleifs- son, bóndi að Hægindi í sömu sveit, þorsteinn Jónsson, bónda- sonur frá Úlfsstöðum í Hálsasveit, þorsteinn Jósepsson, bóndasonur frá Signýjarstöðum í sömu sveit, og Freymóður þorsteinsson, náms- maður, uppalinn að Húsafelli að mestu og þar til heimilis þá, einn- ig úr Hálsasveit. Alt voru þetta vaskleika drengir. Nokkru fleiri menn höfðu hugað að fara með, en hurfu frá, vegna ískyggilegs veð- urútlits. Allir vorum við dável bún- ir að vistum og klæðum. Fjórir af okkur gengu við sinn þriggja álna stafinn hver. Einn hafði járnkarl, annar skóflu. Og allir höfðum við mannbrodda. Auk þess höfðum við með í förinni: mælistiku, sterkan og langan kaðal, og hjtamæli (venjulegan mjólkurmæli). Einn- ig vorum við með sitthvað fleira smálegt, þessu ferðalagi og mál- efni viðkomandi, ef á þyrfti að halda. það skal þegar tekið fram, að járnkarlinn var ekki hafður með í förinni í þeim tilgangi, að spilla eða umhverfa mannaverkum, ef þau álitist að vera í þórisdal, held ur til þess að leita fornra minja í gólfinu í rústar-líkingu þeirri, sem þar er, og jeg taldi miklar líkur til í vor, að væri gerð af manna- höndum, eftir því að dæma, hvern- ig hún og umhverfið kom mér þá fyrir sjónir. Sömuleiðis áleit jeg gott og nauðsynlegt að hafa þess konar áhald, ef maður þyrfti að hreyfa til steina, sem kynnu að skyggja á hleðslu. Og hvað sem því líður, þá kemur sjer oft vel að hafa ósvikið prik í höndum, ekki hvað síst í fjallaferðum. — Um það leyti, sem við nefndir fjelagar lögðum af stað frá Húsa- felli, var myrkur og hleðslu-kaf- ald og hvítt yfir alt; en brátt stytti upp, og var nú milt og all- gott veður um hríð, en óráðið. Við gengum upp Selfjall, upp með Selgili að austan, fjallið þar suður alt á Skúlaskeið; um það; þá yfir urðarás mikinn skamt vest an við nyrstu rætur suðvestra Há- degisfells. Stuttum spöl austar en við gengum, rekur fellið rannann því sem næst alveg norður í ás- inn. Aðeins verður örmjótt skarð þar á milli. Um það skarð rennur Geitá. Kippkom þar fyrir vestan fórum við yfir hana. Var hún þar þá fremur lítil. því næst taka við afskaplega víðáttumiklir sandar. Takmarkast þeir að norðvestan af nefndum urðarás; að suðaustan af jöklinum, en að norðaustan af Há- degisfelli. Nú voru sandar þessir snjólausir að mestu. Um þá renna margar kvíslar frá jöklin- um: þeir eru ættaróðal Geitár. I þama norðaustan við sandana, þar sem þrengslin em mest, væri , ekkert ólíklegt, að komið gæti fyr- ir, að Geitá stíflaðist — af hjam- ; klettum og krapahroða; því að nóg er til af þeirri vöru þar uppi að vorlagi og f ram eftir sumri; en áin straumlítil þar. Og gæti þá vel kom ið til greina, að sú gamla yrði hress í anda og ljeti drjúgum fjúka í kviðlingum, þegar hún brytist fram. Nú gengum við suður með rót- um fellsins að vestan, eftir þurr- um malar-fletjum og skriðu-höll- um. þar komum við að einkenni- legum, stórum steini, nálægt miðju | fellinu. Hyggjum við það helst , vera móbergssteinn. Meitluðum við á hann fangamörk okkar, fjór- ir, með broddstöfunum og járn- karlinum. En búinn var jeg að fá nóg af þeim iðnaði, þegar fyrri stafurinn var kominn. Ljet jeg því þar við sitja. Tveir mennirnir voru komnir lengra áleiðis. — Steini þessum gáfum við nafn og kölluðum Stafastein. Áður en jeg held lengra, finst mjer ekki neitt úr vegi að geta þess, að þegar við komum nokkuð suður á Skúlaskeið, þá skall á okk- ur hið gífurlegasta hrakviðri: æðis genginn stormur og þar með foss- andi kraparigning. Og hreptum við það hamsleysuveður alla leið í þór- | isdal. Urðum við þá blautir til muna. En ekki bognuðu samfylgd- armenn mínir fyrir það. Og sjaldan hefi jeg verið ánægðari með lífið. Mjer fanst þá svo gaman að vera Islendingur. Og jeg gat ekki ann- i að en verið stoltur í hjarta mínu yfir því, að eiga þessa skapstóru og ! tignarlegu skjaldmey að móður, sem gæti átt það hjá sjer, að gráta og hlæja í einu svona myndarlega. Frá Stafasteini hjeldum við enn áfram suður með fellinu. Gengum ; því næst fyrir sama gljúfurkjaft- inn og jeg í vor, og getið er um í ritgerð Helga Hjörvars. Að eins fórum við nú nokkru nær sjálfum kjaftinum. Gátum við því veitt gljúfrinu allnákvæma athygli. — Gljúfur þetta er líkast skvompu ' eða gili inn í sligaðan hrygg á milli ; Hádegisfells að norðvestan, en jökul-samhengjunnar að suðaust- ; an. Og er þarna skýrt og greinilegt skarð, inn og upp af gljúfrinu, norðaustur í gegn. Gljúfrið virðist vera með óreglulegum hraunguls- | hömrum. Er sem þeir sjeu boga- ! dregnir inst. Ekki gátum við sjeð nein mót til þess, að vatn kæmi þar I nokkursstaðar niður. En þó kemur dálítill lækur út úr gljúfrinu. Er i því ekki ólíklegt, að einhver sytra komi ofan í það, eins og til hliðar. I | Lækur þessi rennur út á sandana. ! Ekki virðist það geta leikið á tveim tungum, að þarna teljist Há- j degisfell skorið frá aðaljöklinum. | Annars hefi jeg hvergi getað feng- | j ið neina ákveðna leiðbeiningu þessu viðvíkjandi, hvorki í bókum ; eða hjá mönnum, sem næst búa. : ! Hver verður að hyggja sem honum j þykir líklegast. Jeg hefi verið svona fjölorður um þetta atriði vegna þess, að jeg hefi orðið var við, að það eru til menn, sem standa í þeirri mein- ingu, að þórisdalur minn takmark- ist af Hádegisfelli að norðan. Að öðru leyti vonast jeg til, að hug- mynd manna glöggvist betur gagn- vart þessu, þegar kemur að lýsingu dalsins sjálfs. Hjer á eftir þykir mjer rjett að skjóta því inn, að fyrir sunnan norðeystra Hádegisfell, hefir mjer verið hermt, að væri hinn svo- nefndi þjófakrókur. þar kváðu vera gróðurlendis-tætur einhverj- ar og kofarúst. þar er sagt að Fjalla-Eyvindur hafi búið eitt- hvert sinn, eftir að hann var kom- ! inn í útlegð, og hafi þá verið tíð- ur gestur að vetrarlagi hjá Snorra presti að Húsafelli. En ekki veit jeg neitt um sönnur á þessu. — Nú vorum við búnir að vera 5 klst. frá Húsafelli og vorum komn ir fast að jökulhrygg þeim, sem er á milli Kaldadals og þórisdals. En ekkert leifði af því, að jeg kann- aðist við mig frá því í vor. Nú var þar engin snjóbrekka, heldur kol- blár skriðjökull. þarna ryðst Geitá út undan heljarfargi jökuls- j ins, hinum stórhrikalega ægis- skildi, að mintsa kosti einn höfuð- þáttur hennar. Hefir hún myndað ; þar forkunnarfagran helli. Hann er úr kristalskærri klakasteypu. ! Við komum í helli þennan, en | staðnæmdumst þar lítið nú: Hug- imir voru farnir að ókyrrast: Við vorum farnir að þrá að komast að j takmarkinu. þegar við fórum til baka, skoðuðum við hann miklu . betur. — Hann er á að giska alt að hundrað faðma langur, nálægt j þrem mannhæðum á hæð, þar sem hann er hæstur, og átta til tíu j ; faðmar á breidd, allur nokkuð jafn- breiður, þó heldur mjórri inst. Op- ið snýr til norðvesturs og stefnir nyrst á Ok. þakið er hvelft að inn- an, með reglulegum smá-dölum. Nóg birta er þar inni, framan til, en skuggsýnna þegar innar dregur. Hellirinn lækkar inn, uns þakið hvílir að lokum því nær á vatns- fletinum. þarna hefir Geitá starfað og streymt, afrend að afli og óþreyt- andi, og sungið undir jötun-organ- slátt hamstola, svarrandi svifti- bylja og grjátljúft fiðluspil and- varans sín kjarnyrtu, hljóm- sterku Hávamál um ódáins-fegurð og trölla-mikilleik öræfanna, ár eftir ár og öld eftir öld, í kyrð og næði, alþjóð ókunnug, engum háð, frjáls, langt, langt burtu frá öll- um vesaldarskap, smásálar-þrefi og umheims-skvaldri, alein í þrot- lausum bardaga við ískaldan veru- leikann. Enda er hún víst búin að finna sjálfa sig og farin að vita, hvað hún vill. — En líklegast hafa fáir orðið svo lánsamir, að hlýða á sönginn — nema Grettir? . .. Út- iaginn fær oft að heyra og sjá það sem fegurst er. — Fagur þótti mjer hellir þessi nú, en þó sje jeg hann miklu feg- urri í anda. Jeg sje sólina, gyðju iúminsins; hana ber yfir marmara- hjálm Oksins. Hún er rauðleit og kastar glitrandi geislabylgjum sín- um inn í höllina. Svo þegar þetta lifandi gullflóð brotnar á kristals- kúlum og silfurlistum, sem eru innan á demantsstimdri hvelfing- unni, þá verður þessi ginnheilaga töfrakirkja einn sí-iðandi glitlita- hafsjór — veggja milli! Ó, mikil ertu, öræfa-dýrð! Fjölbreytt og fagurt er Island! Helli þennan hjetum við Krist- alskirkju. — Var munni hans í vor kafinn snjó að mestu, þegar jeg jeg var þarna á ferð, svo að þá gat jeg ekki sjeð, eða fengið neina vitneskju um þennan guðdóm, sem jökullinn hefir þarna að geyma. það er fleira til fallegt heldur en Reykjavík og Vatnaflói! — — Við erum komnir upp á há-jökulhrygginn. Var þar ekki nándar nærri eins torvelt upp- göngu nú sem í vor. Kolblár skrið- jökull, sundur högginn, rifinn og tættur, er í suðvestur, svo langt sem augað eygir. Á vinstri hlið er risahátt fjall, flakandi í sárum. það er hömrótt nokkuð og hefir hjarnkafla til og frá í efstu brún- Lesbók Lögrjetta VII. íslensk þjóðfræði. Eftir Vilhjálm p. Gíslason. Fvh. ------ þá eru náttúrufræðin. Sumum kann að virðast það nokkuð viðamikið, að ætla að fara að fást við náttúrufræði við ísl. há: skóla. Hugmyndin er þó ekki ný hjer, þó ekki hafi fyr verið gerð nein tilraun til þess að setja hana fram í ákveðinni mynd og skipa henni í fast kerfi. Einn af rekt- orum háskólans, Ólafur Lárusson prófes- sor juris, gat þess í skrásetningarræðu sinni, að hann teldi svo að það ætti að geta orðið annað aðalverkefni háskólans, að fást við íslensk náttúrufræði. Og þó er eins og mönnum finnist þessi möguleiki eitthvað svo óralangt í burtu, að ekki taki því að tala um hann. Tvent er í þessum efnum augljóst og alkunnugt. Annarsvegar það, að í íslenskri náttúru eru mikil og víðtæk óunnin rann- sóknarefni, sem gildi hafa, ekki einungis fyrir Island út af fyrir sig, heldur fyrir ýmsar greinir þessara vísinda alment sjeð — og hinsvegar það, að íslenskir náttúru- fræðingar hafa lagt mjög drjúgan og merkilegan skerf til þessara rannsókna og verið þar brautryðjendur og leiðtogar oft og einatt (þó ekki hafi altaf verið unnið fyrir íslenskt fje). þarf þar ekki annað en rjett að minna á menn eins og Eggert ólafsson, Björn Gunnlaugsson, Jónas Hall- grímsson, Ben. Gröndal og þorvald Thor- oddsen, þó að engin sje nefndur núlifandi manna. þessar rannsóknir hafa ekki ein- ungis vísindagildi alment, heldur hafa margar þeirra einnig beint hagnýtt gildi fyrir atvinnulíf þjóðarinnar. þar að auki hefir einmitt þessi starfsemi oft orðið einna mest til þess að vekj a athygli manna erlendis á landinu og auka þekkingu þar á því. þó engin tilraun hafi verið til þess gerð, að koma samvinnu-skipulagi eða skólakerfi á þessi mál, hefir skilningur manna þó allajafna verið að meira eða minna leyti opinn fyrir gildi þeirra. þau hafa t. d. verið styrkt talsvert af opinberu fje. En eins og nú tíðkast allajafna um slíkar fjárveitingar hjer, hafa þær verið veittar án þess að eftirlit væri með því hvernig fjenu væri varið, eða án þess að veitingarvaldið gæti haft nokkuð verulega hönd í bagga með notkuninni, eða vísað fjárþegum á nokkum ákveðinn stað eða stofnun, sem þeir gætu haft að miðstöð starfs síns og hallað sjer að. Sá náttúru- fræðahluti þjóðfræðadeildarinnar, sem hjer er farið fram á, yrði í öndverðu í litlu öðru fólginn en því, að um leið og ríkið veitir fje til náttúrufræðilegra rann- sókna eða ritstarfa, getur það krafist þess af fjárþega, að hann teljist að einhverju meira eða minna leyti starfsmaður þess- arar stofnunar ríkisins og leggi þar fram, eftir nánari reglum, eitthvað af árangri starfs síns, í fyrirlestrum, ritgerðum eða slíku. Og er þetta í raun rjettri eitt og það sama og krafist er annars af háskólakenn- urum. þessir menn nytu líka eftir nánari reglum sömu rjettinda og þeir. Nú sem stendur eru á ríkisins örmum um 4—6 slíkir menn (í jarðfræði, grasafræði og dýrafræði) og flestir í Reykjavík. Mundu þeir geta orðið starfsmenn þjóðfræða- deildarinnar og einn að vísu, ef vill, fastur maður, án nokkurs aukakostnaðar. þetta skipulag ætti að geta verið öllum aðiljum skemtilegra og hagfeldara en það skipulagsleysi, sem nú er. Fyrst og fremst fær ríkið þarna nokkra tryggingu fyrir því, að fyrir fjárveitingum þess sje unnið, og almenningur, sem oft er uppalinn í eftirtölusemi um slíka „bitlinga“ sem þá eru kallaðir, kemst hjer að nokkru leyti hjá slíku, þar sem nú yrði veitt fjeð sem borgun fyrir ákveðið starf og stöðu, án þess þó að um „ný embætti“ væri að ræða (því mennirnir gætu eftir sem áður gegnt öðrum störfum aðallega). Loks væri þetta nokkur styrkur og vegsauki fyrir menn- ina sjálfa — aðallega út á við. því það er óneitanlega oftastnær nokkur meðmæli, að hafa að baki sjer ákveðna ríkisstofnun og þær virðingar sem hún veitir (t. d. prófessorsheiti eða docents, ef þau yrðu notuð, eða annað áþekt). Loks má svo geta þess, að það er oft gott að hafa slíka fasta stofnun við að styðjast í samvinnu við fræðimenn út á við — betra en þegar um dreifða einstak- linga er að ræða. þetta á bæði við um sam- starf í vísindum landa á milli og erlendar heimsóknir hingað, ef þær ber að, til fyrir- lestrahalda eða slíks. Auðvitað má ekki við því búast, að slíkur deildarhluti sem þessi, yrði full- kominn frá fyrstu byrjun. En því fyr er von um framhald í fullkomnunaráttina, því fyr sem byrjað er, þó smátt sje. Og þó ekki verði unt að byrja nema í smáum stíl, verður því þó ekki með sanngimi neitað, að nú þegar sjeu til hjer menn í þessum fræðum, sem trúa megi til þess að leggja hjer gætilegan en traustan grund- völl og hverjum háskóla gæti verið sómi að. Að sjálfsögðu yrði áhalda og hjálpar- gagnaskortur hjer tilfinnanlegastur fyrst í stað. Menn mega þó ekki vera of kröfu- harðir. þetta verður að smákoma, jafnóð- um og unt er að láta deildarhluta vaxa að öðru leyti. Að því er bókakost snertir, á þó safn þjóðfræðadeildarinnar (nú Lands- bókasafn) að fullnægja eftir föngum jafnt kröfum náttúrufræðinganna sem annara. Að öðru leyti er svo til ætlast, að nátt- úrugripasafnið, sem nú er til, yrði, eftir nánara samkomulagi, liður í þessum deild- arhluta. Yrði þá að sjálfsögðu lögð megin- áhersla á ísl. náttúrugripi, en annars gæti safnið verið mjög áþekt því, sem nú er. Aðrar áþekkar stofnanir, sem til greina gætu komið, og ríkið á eða eignast, mætti einnig sameina deildinni að einhverju leyti. þó fljótt sje hjer yfir sögu farið, ætti þetta að nægja til þess að sýna nokkum- veginn, að það er að minsta kosti engin fjarstæða, að hugsa sjer að leggja á þenn- an hátt grundvöll íslenskra náttúrufræða sem háskólagreinar. þá er þjóðhagsfræðin. Ef til vill kemur sumum hún einna ókunnuglegast fyrir sem háskóla- eða þjóðfræðagrein. Áður er þó gerð nokkur grein fyrir gildi hennar og afstöðu. Og sannleikurinn er sá, að hennar er ekki hvað minst þörf. Og það sprettur einmitt af því, að menn eru hjer einna óvanastir því, að þau mál, mörg, sem að þessu lúta, sjeu hafin uppí svo „hátt veldi“ — að vera yfirleitt nokkrar fræði- greinir. Menn skoða margt af þessu oft einna helst sem einskonar slagsmálaat- riði, pólitísk dægurmál, eða þegar best læt- ur, sem skriffinsku í stjórnarskrifstofum annarsvegar og hinsvegar sem moldarverk í búnaðarskólum, sloraustur á trollurum og prangaraskap í kaupmönnum og kaup- fjelögum. Á því er ekki minsti vafi, að opinbert íslenskt þjóðlíf ber þess talsverð-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.