Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.12.1928, Blaðsíða 4

Lögrétta - 12.12.1928, Blaðsíða 4
4 LÖGRJBTTA —200 þús. kr. á ári. Af öllu þessu á ríkissjóður að standa straum eftir tillög'um þeirra S. N. og K. A. og verður nú væntanlega ljóst, þvílíkar fjarstæður ríkisforlags- tillögurnar eru. Þær eru ræddar frá ýmsum hliðum í grein V. Þ. G. (m. a. er vikið að „alþýðu- menningar“-skrifum S. N. í sam- bandi við þær) og ber alt að ein- um brunni, að þær sjeu hvorki æskilegar nje heppilegar og aðrar leiðir betri til eflingar góðri bókaútgáfu, sem allir eru vænt- anlega sammála um að styðja eigi. En ríkisforlagsfirrumar ættu nú að fara að verða úr sög- unni og það hjegómlega hjal, sem forvígismenn þeirra hafa flutt þeim til meðmæla. Mun Lögrjetta síðar víkja nánar að þessum efn- um. Um reynslu á hinum svokölluðu Lúðvíks- herfum. Undirritaður hefur unnið meira með ofanrituðum herfum en nokkru sinni áður, þar á meðal vann jeg tíu dagsláttur af ó- plægðu landi á einum bæ í öl- fusi, og útkoman af þeirri reynslu varð sú, að dagsláttan vanst á 20 kl.tímum að meðaltali, með þremur hestum í senn fyrir hvoru herfi. Landið, sem þarna var unnið, var bæði mýri og valllendi og stórþýft á pörtum. Virtist mjer að vinslan gengi engu ver þar sem þýfið var stórt en þar sem smáþýft var, þegar unnið var jafndjúpt á báðum stöðum. En að vísu má ef til vill komast af með grynnri vinslu á smáþýfðu en stórþýfðu landi, enda þótt verði að vinna niður fyrir þúfna- lautir í smáþýfinu, til að fá góða og varanlega vinslu. Það sem sjerlega mælir með þessum verkfærum eða þessari vinnuaðferð á óplægðu landi, er ódýr vinsla og að megnið af gróðurlaginu verður ofan á í flögunum, sem flýtir fyrir rækt- uninni með sjálfgræðslu. Það er hægt að vinna plæging- ardýpt með þessum herfum, og er fremur vandalítið að vinna með þeim. Það má komast af með tvo hesta til vinslunnar, þótt þriðja hestinum sje aldrei of- aukið. Bæði herfin hafa verið styrkt og lagfærð að ýmsu leyti frá fyrstu gerð og eru nú komin í fast form og vel traust. Hjer með læt jeg birta vottorð frá þrémur málsmetandi mönnum um þeirra reynslu á þessum herfum: „Á síðastliðnu vori ljet jeg sljetta 250 ferfaðma flöt í túni með hinum svonefndu Lúðvíks- herfum. Landið sem unnið var, var smáþýft en nokkuð seigt. Vinslan gekk samt mjög fljótt og voru þó ekki hafðir nema tveir hestar fyrir herfunum. I flagið voru borin 25 vagnhlöss af haughúsáburði og var flagið valtað að því loknu. Einnig var lítilsháttar af saltpjetri dreift yfir flagið, þegar það var orðið það gróið að grænum lit sló á það. Flagið greri mjög fljótt, þó engu væri í það sáð. Laust fyrir höfuðdag var flötin slegin og var þá nálega síbreiða á henni. I haust ljet jeg plægja rúmar 2 dagsláttur í túni með þessum verkfærum. Sumt af því landi sem plægt var, var stórþýft en vinsluaðferðinni var hagað þann ig í stað þess að byrja á því að fara um landið með saxherf- inu og skera fyrir, var rótherfinu fyrst beitt á þúfumar og þær rifnar niður. Þetta land var unnið á 32 kl,- tímum með tveimur hestum og er ekki annað eftir af vinslunni en herfa áburðinn ofan í flögin og má gera ráð fyrir að það verk megi vinna á heppilegum tíma, sem svarar 10 kl.tímum. Ytrahólmi 8. nóvember 1928. Pjetur Ottesen.“ „Jeg undirritaður sem unnið hefi með Lúðvíksherfum í þrjú síðastliðin ár, alls nálægt 15 dag- sláttum af óplægðu landi, tel þau vinna bæði fljótt og vel, og álít jeg þau hentugri að vinna með en önnur jarðyrkjuverkfæri, sem jeg hef áður notað. Bygggarði 18. nóv. 1928. Eyjólfur Kolbeins.“ „Á síðastliðnu vori vann jeg með saxherfi hr. Lúðvíks Jóns- sonar l2/3 dagsláttu af nýplægðu landi, mýrkendum jarðvegi. Jeg beitti 4 hestum fyrir þvi í senn og þyngdi það aUmikið. Virtist mjer herfið vina mjög vel. Þó bar dálítið á að það vildi tolla í því stöku sinnum þar sem jörðin var rætnust. Reykjavík, þ. 1. nóv. 1928. Þórður Kristleifsson frá Stórakroppi.“ Árið 1926 ljet undirritaður smíða nýtt ávinsluherfi, sem síð- an hefir verið endurbætt. Voru tíu þessara herfa látin til reynslu á síðastliðnu vori og líkar mönn- um yfirleitt mjög vel að vinna með þeim. Jeg læt birta hjer kafla úr brjefi frá einum þess- ara manna, sem reyndu þetta herfi: „Reynsla mín á því er sú, að mjer virtist það ganga nær rót- inni en önnur herfi sem jeg hefi þekt. Það mylur og jafnar á- burðinn mjög vel. Það ber einnig j minna á því að það safnist í það mosi og annað rusl, sem tefur I vinsluna. Ætti jeg nokkuð að ! segja um endingu þess, þá virð- i ist mjer hún geta verið ótak- ' mörkuð, því það er bæði vönduð í og góð smíði á herfinu. Hoffelli 2. júní 1928. Helgi Guðmundsson.“ Ofangreind verkfæri kosta nú: Skeraherfi kr. 225, rótherfi kr. 100 og ávinsluherfi kr. 60. Þeir, sem vildu kaupa eitthvað af þess- um herfum, eru beðnir að senda pantanir sem fyrst. Reykjavík, Bjamarstíg 7, 28. nóv. 1928. Lúðvík Jónsson. J ólabækurnar kaupa menn í Bókaverslun Þorsteins Gíslasonar Söng'iir. Karlakór K. F. U. M. hjelt samsöng í Gamla Bíó 7. þ. m. og söng 12 lög. Nokkur af þeim hafa ekki heyrst hjer áður en einnig voru sungin ýms lög, sem eru gamalkunnug í meðferð flokksins. Af því að flokkurinn syngur eins vel og hann gerir og viðfangs- efni hans eru yfirleitt vel valin, er altaf gaman að heyra þessi gömlu lög. En alt um það óska áheyrendur þess að sjálfsögðu, að fá árlega að heyra sem flest af nýungum, en þess gætir fullmik- ið um ýmislegt hljómlistarfólk hjer, að það býður sömu viðfangs- efnin sí og æ. En sem sagt, það er samt einlægt einn af á- nægjulegustu viðburðum hljóm- listarlífsins hjer, þegar K. F. U. M.-flokkurinn syngur. Söngur hans er fágaður og fagur, en lif- andi og vandvirkni söngstjórans, Jóns Halldórssonar, og flokksins sífelt mikil. Af lögum þeim sem nú voru sungin má nefna Vísur hjarðsveinsins eftir Olsson (kvæði eftir Oscar II.), Stamning eftir Peterson-Berger (I. P. Jac- obsen), Kvöldvísa eftir Widéen (Levertin), Sverriges flagga eftir Alfvén (Ossian-nilsson) og Varde. óskar Norðmann og Jón Guð- mundsson sungu vel einsöngva, Samsöngurinn hefur verið endur- tekinn við góða aðsókn. ---o--- Einar Jónsson prófastur á Hofi varð 75 ára 7. þ. m., merkisprest- ur og vinsæll og einn af ættfróð- ustu mönnum landsins og hefur verið þjónandi prestur í nærri 50 ár. Ný saga hefst innan skamms í Lögrjettu. Dánarfregn. 10. þ. m. andaðist á Sauðárkróki frú Sigríður Jóns- dóttir frá Reynistað, móðir Jóns alþingismanns á Reynistað. Jón í Stóradal er varamaður Magnúsar heitiris Kristjánssonar ráðherra á þingi, og tekur sæti hans á næsta þingi. Schubert-minningu hjelt þýski ræðismaðurinn hjer, dr. Schell- hour heima hjá sjer 10. þ. m. í minningu um 100 ára dánardag tónskáldsins og flutti þar ýmis- legt hljómlistarfólk lög eftir Schubert. Guðm. Einarsson frá Miðdal. Mentamálaráðið hefur keypt eftir hann tvö málverk og nokkrar „raderingar“. Sigvaldl Kaldalóns, hið vinsæla tónskáld, hefur nýlega samið lag við kvæði Þorsteins Gíslasonar við vígslu Laugarvatnsskólans. Dáinn er nýlega Brynjólfur Bjarnason fyrrum bóndi í Þver- árdal, mörgum kunnur fyrir gest- risni sína og rausn í Þverárdal. Hjúskapur. 1. þ. m. voru gefin saman að Laugarvatni ungfrú Laufey Böðvarsdóttir og Páll bóndi Diðriksson á Búrfelli. I Hafnarfirði er gert ráð fyrir að jafna niður 235 þús. kr., en ekki 257 eins og sagt var í síð- j asta blaði, en fullnaðarákvörðun er enn ekki tekin. Söngvaramót mikið á að halda í sumar í Kaupm.höfn fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar og fer hjeðan 50 manna flokkur. Bátur fórst 6. þ. m. frá Ögur- vík og fórust 4 menn, ungir og ókvæntir hreystimenn. Þeir hjetu Sigurjón Guðmundsson, formað- ur, Ásgeir Þórarinsson, Jón Guð- mundsson og Gunnar Elíasson. Einvaldsklæmar á Hornafirði heitir nýútkominn bæklingur eft- ir Einar Eiríksson bónda í Hval- nesi í Lóni og fjallar um viðskifti höfundarins við kaupfjelagið í Ilomafirði og ber því illa söguna og framferði þess. Bráðapestar hefur undanfarið gætt á nokkrum bæjum í Borgar- firði, en ekki skæðrar. Hljómsveit Reykjavíkur hjelt nýlega hljómleika undir stjóm Veldens, sem hjer hefur dvalið um skeið til að leiðbeina henni. Brúin heitir blað, sem farið er að koma út í Hafnarfirði og er ritstjórinn Valdimar Long. Það þykir í frásögur færandi, að út- gefendur blaðsins eru íhaldsmenn og jafnaðarmenn í sameiningu. Anna Borg ljek fyrst í þessum mánuði í fyrsta sinn á Konungl. leikhúsinu, í Holbergsleikritinu „Den Btundeslöse“. Eggert Stefánsson er nú í Par- ís og hefur oft sungið þar í út- varp; Jólasýningar mjög skrautlegar voru um síðustu helgi í gluggum margra stói-verslananna hjer. Ámundi Árnason kaupm. ljetst á Landakotsspítala 5. þ. m. Hann var kunnur kaupsýslumaður, fæddur 3. mars 1868. Óðinn tók nýlega enskan tog- ara fyrir Austurlandi og var hann sektaður á Eskifirði. * Pjetur Jónsson operusöngvari hefur nýlega sungið á grammo- fónplötur ýms íslensk lög, s. s. Heimir, Kirkjuhvoll, Sverrir kon- ungur o. fl. og ýms óperulög. Undirbúningsárin, æfisaga sr. Friðriks, fær hvervetna hinar bestu viðtökur, þar sem hennar er getið og er þegar orðin mjög vin- sæl bók, enda ódýr (kr. 7.50, en er 328 bls. í stóru broti, prentuð á ágætan pappír, en kr. 10.00 i vönduðu bandi og stendur þetta verð til áramóta). „Bjarmi“ segir m. a. að endurminningar þessar sjeu „í fám orðum sagt: skemti- legar, fróðlegar og lærdómsríkar“. „Þeir halda það sumir, segir enn- fremur í blaðinu, sem skilnings- litlir eru á trúmál, að „trúmenn“ hljóti að vera frá upphafi vega sinna „alt öðru vísi gerðir en ann- að fólk“ og ókunnugir freistingum og efasemdum, er þeir sjá annað í þessari bók“. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.