Lögrétta


Lögrétta - 22.01.1930, Side 2

Lögrétta - 22.01.1930, Side 2
2 LöGRJETT a' LÖGRJSTTA 8 Il—------—-----— ------------—-fi LÖGRJETTA Útgeíandi og ritatjóri: }>orstelns filslaita pingholtsstræti 17. Sími 178. lanhslmta oa algniMi í Lmkjargöts 2. Sími 186l , ------------------—--------------ú ingarnar hafa einnig nýlega ver- ið teknar til rækilegrar rannsókn- ar af prófessor Yerkes og konu hans í miklu riti (The GreaL Apes) og er niðurstaðan þar sú, að hugarstarfsemin sje ekki eins náskyld hugarstarfsemi mannsins hjá nokkurri skepnu eins og hjá hinum stóru mannöpum. Síðustu frjettir. Miklir kuldar hafa að undan- förnu verið í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku, einkum víða í mið- ríkjunum, og er talið að yfir 20 manns hafi frosið í hel. Óeirðir hafa verið í Jóhannesborg í Suð- ur-Afríku, við námur þar og fjellu 14 innfæddir menn í bar- daga, en margir særðust. Stór farþegaflugvjel brotnaði í lend- ingu í Kalífomíu og fórust 16 farþegar. Fult samkomulag hefur nú náðst í Haag milli Banda- manna og Þjóðverja um fram- kvæmd Youngsamþyktarinnar. Einnig hefur náðst samkomulag um, að aðsetur alþjóðabankans verði í Bazel. Það er nú sagt, að um 6 miljónir Kínverja hafi orð- ið hungurmorða á tveimur síðastl. árum og hætta á að sömu örlög bíða álíka fjölda á þessu nýbyrj- aða ári. Norska stjómin hefur í undirbúningi lagafrumvarp um að veita konum aðgang að öllum embættum, þar með Valimsendi- hei-raembætti, liðsforingjaem- bætti og prestsembætti. Mætir þetta mótstöðu og þó það eink- um, að þær fái aðgang að prests- embættunum. Þingmenn Niðaróss bera fram frumvarp um að Nið- aróssnafnið skuli lagt niður og aftur tekið upp Þrándheimsnafn- ið á bænum. Við Noreg vestan- verðan hefur verið óvenjulega mikill síldarafli nú að undan • förnu, svo að verðmæti hans nemur daglega miljónum króna. ---o--- Að Borg. Nýja gistihúsið, margumtalaða og iangþráða, Hótel Borg, er nú tekið til starfa að nokkru leyti. Veitingasalir þess og samkvæmis- salir voru fyrst notaðir 18. þ. m. og var þar dansleikur 300 manna og borðhald 180 manna þá um kvöldið og síðan er sú deild gistihússins opin almenningi. En áður en opnað var á laugardag- inn bauð eigandinn, Jóhannes Jósefsson, ýmsum gestum til að skoða húsakynnin, ráðherrunum, borgarstjóra, bankastjórum, rit- í stjórum o. fl. J. Jós. bauð gest- ina velkomna með fáum orðum og forsætisráðherra árnaði eigandan- um og fyrirtækinu heilla og síð- an flutti borgarstjóri ræðu og þakkaði fyrir bæjarins hönd fyrir gistihúsið og dugnað og ráðdeild J. Jós. við bygginguna. Einnig talaði dr. Guðm. Finnbogason og mintist þess hversu Reykjavík hefði áður verið illa á vegi stödd um gott gistihús og samkvæmis- stað, en nú væri mjög glæsilega bætt úr þessu. Sig. Eggerz mint- ist konu J. Jós. og þáttar henn- ar í gistihúsmálinu og sagði að j landinu öllu væri sómi að þessu veglega húsi. Reykvíkingar hafa fylgt smíð! | Borgar með athygli og áhuga fra ' upphafi, því margir hafa fundið til þarfarinnar á nýtísku gisti- húsi. Og síðan veitingasalimar voru opnaðir, hefur verið þangað mikill fólksstraumur og ljúka menn upp einum munni um það, að mjög haganlega og smekklega I sje frá öllu gengið og eru húsa- i kynni öll hin vönduðustu og vist- legustu. Óþarfur íburður og glys er þar ekki, en þó fagurlega frá öllu gengið og af listfengi, og búnaður allur vandaður og sam- kvæmt fylstu kröfum nútímans. Stendur Borg jafnfætis fyrsta flokks gistihúsum erlendra stór- borga og má vel jafna henni við bestu gistihús annara norrænna höfuðstaða, þótt stærri sjeu þau sum. Það af húsinu, sem þegar hef- ur verið opnað, er veitingasalur, 12X12 m. að stærð og danssal- ur innar af honum 10X14 m. og innar af honum annar minni saJ- ur og þar innar af og til beggja handa 3 smærri salir, dyngja, reykhús og svo 4 snyrtingaskálar. móttökuskáli o. fl. Sömuleiðis verður þar lesstofa og málstofa og rúmgóð og smekklega búin anddyri eru þar og símaherbergi o.sl. Á neðstu hæð eru einnig 3 eld- hús, búr og búrklefar, en í kjall- ara eru geymslur,.. hitunartæki, kælitæki o. fl. Húsið er hitað með heitu lofti frá miðstöð í kjallara og er því dælt um sali og her- bergi með rafmagnsvjel, en ofn- ar eru engir, og út er því svo dælt á öðrum stöðum. Er þannig ! hægt að endurnýja loftið í sam- I kvæmissölum oft á hverri klukku- stund ef þurfa þykir og hafa þar heitt eða svalt eftir óskum. Ljós- útbúnaður er einnig mikill og með nýtískusniði og smekklega frá honum gengið. Meðfram öll- um húsveggjum úti er þjett smá- ljósaröð á kvöldin. Á efri hæðum hússins þremur verða 46 gesta- herbergi og 14 með einkaböðum, en auk þess mörg böð í göng- um og sími í hverju herbergi. En vinnu er ekki lokið á þessum hæð- um. Guðjón Samúelsson hefur teiknað húsið. Skreytingu innan húss hafa annast Hamborgari einn, Grosser og Ágúst Lárusson og eru málaðar á veggi danssals- ins ýmsar myndir, en landslags- myndir á veggi í öðrum sal. Eigandinn, Jóhannes Jósefsson, er sjálfur ráðsmaður Borgar og bryti, en Jónas Lárusson, áður á „GuIlfossi“ er eftirlitsmaður veit- ingasalanna, en yfirmatreiðslu- maður er danskur, var áður á Hótel d’Angleterre í Kaupmanna- höfn. Allmargt starfsmanna er að sjálfsögðu við fyrirtækið og eru þar nú 8 þjónar, 16 stúlkur, 3 hlj óðfæraleikarar, dyravörður, næturvörður, sendlar, sölustúlkur o. fl. Þjónar, dyravörður og sendlar eru einkennisbúnir, eins og títter á hótelum, í brúnum föt- um með gyltum borðum. Hefur það verið mikið verk að koma húsinu upp og er það bæjarprýði og bæjamauðsyn og á sjálfsagt oft eftir að verða þar gestkvæmt og góður fagnaður og vegnar fyrirtækinu vonandi vel. Þessar vísur voru gerðar kvöld- ið sem hótelið var opnað: Heill þjer fylgi, Hotel Borg, há í lofti, fögur sýnum, vel þú skreytir Vallar-torg veggjaprúð með ljósum þínum. ► EicLndsspátaliitii. Spnrst fyrir um starfsfólk. Búist er við að Landsspítalinn taki til starfa næsta haust. Þeir, sem hafa hug á að leita sér atvinnu í spítalan- urn, eru beðnir að gefa sig fram við starfrækslunefnd spítal- ans fyrir 1. apríl. Er hér átt við þetta starfsfólk: 1. Hjúkrunarkonur, þar af 2 yfirhjúkrunarkonur, 1 skurð- stofuhjúkrunarkona og 1 í Röntgendeild. 2. Yfirljósmóðir. 3. Matráðskona. 4. Þvottaráðskona. 5. Vélamaður. Starfrækslunefnd Landsspítalans. Reykjavík 15. janúar 1930. G-. Björnson form. Guðmundur Thoroddsen ritari Helgi Tómusson l»orbjörg Arnadóttir Gskir þær frá okkai’ bæ á þjer lengi munu hrína: gæfa, lán- og gleði æ gisti fagra sali þína. Jóhannes, sem jötnum fyr jarðvarpaði’ og barði’ á tröllum, er nú laus við stríð og styr, stiltur, gæfur, Ijúfur öllum. Út um heiminn fyr hann fór fyltur ægilegum þrótti. Orðstír hans var orðinn stór. Auð og frægð hann þangað sótti. Þótt til fjár og frama hann fjær í löndum róstur háði, alt það, sem hinn vaski vann, vildi’ hann eigna feðra láði. Borgin hans er þjóðar þörf. Þar er gildu verki’ að sinna, og hann fær nú friðsöm störf fyrir landið sitt að vinna. Iljón, sem verjið heiður þess hýra ranns, sem nú vjer lofum, blessist vistir, vín og sess, voð og sæng í ykkar stofum. ----o---- Sjötugsafmæli E. H. Kvarans í Vestman naeyjum. Þaðan er Lög- rjettu skrifað, að E. H. K. hafi verið minst í Vestmannaeyjum á afmælisdaginn með flutningi þriggja erinda opinberlega. Var það fjelagið „Árblik“, sem gekst fyrir þessu, en Hallgrímur Jón- asson kennari er formaður þess. Ræður fluttu: Jóh. Þ. Jósefssón alþm., um skáldið E. H. Kvaran, og las upp kaflann „Glampinn“ úr Sálin vaknar; Kr. Linnet bæjarfógeti, um E. H. Kvaran og upphaf spíritismans á Islandi, og formaður fjelagsins, um sálar- rannsóknimar úti í heimi í sam- bandi við forgöngumenn þeirra hjer. Töluðu þeir, hver um sig, nálægt hálftíma. Hallgrímur Jón- asson sagði m. a. í niðurlagi ræðu sinnar: ,,. .. svo víðtæk ítök og djúp á hann í hugum lands- manna, bæði sem skáld og rithöf- j undur, að engan núlifandi sam- tíðarmann hans veit jeg, sem þjóðinni stæði nær að minnast á athugaverðum tímamótum í æfi hans. Okkur,, meðlimum „Ár- bliks“, sem hann mest allra manna hefur vakið til athugunar og áhuga á mikilvægum lífssann- indum, var það einkarkær skylda, að reyna, þótt í stuttu máli væn og ófullkomnu, að gefa eitthvert yfirlit um nokkur þau efn:, sem honum hafa verið hugstæðust í skáldskap og ritstörfum ... Það er skoðun andahyggjumanna, að máttur hugsananna sje mikill, jafnvel um óra-fjarlægðir. Jeg veit, að frá þeim streymir í dag j magnmikil flóðbylgja hjartarileg- ustu þakka og ástúðaróska til brautryðjandans, sem fremstur allra íslenskra manna hefur með lífsstörfum sínum og list leitt þá til skilnings og athugunar á nokkrum mikilvægusu meginefn- um tilverunnar“. Fljótsdalshjeraði 12. des. 1929: Sumarið síðasta var mjög hag- stætt; þó hefur verið óstöðug tíð síðan í ágústlok, en engin stór- veður fyr en nú síðast í nóv. vóru stórviðri, sjerstaklega regn. Gerði þó ekki verulegar skemdir nema nokkrar á vegum og líklega meiri fyrir það, að vegirnir vóru Gunnlaugur Claessen varaform. Jón H. Sigurðsson Túnræktinni fer stöðugt fram og fóðrun fjenaðarins um leið, enda heyrist varla getið að kind fari úr fári. Á mörgum bæjum er sagt að dilkaskrokkar hafi vegið að meðaltali 30—34 pund. Fjórir skrokkar höfðu verið vegnir í kaupfjelaginu á Reyðarfirði, er vógu 48 pund hver. Grein Gunnlaugs læknis Ein- ferðalögum um fjórðungana, held- ur og sameina hina bestu menn. IJjer er mikill friður í „mann- fólkinu“, eins og jafnan hefur verið frá elstu tíð og það má bú- ast við því, að svo verði í næstu tíð. Menn minnast því varla á þetta, sem nefnt er pólitík, og þar af leiðandi dreg jeg dám af mínum meðbræðrum og segi því ekki orð um þá tegund mála. • Runólfr Bjarnason. Minningarrit um 50 ára land- nám Islendinga í Norður-Dakóta er nýkomið út þar vestra, en svolítið frosnir. Annars gerði | arssonar, um að sameina Aust- frost snemma vart við sig, svo ! firðina við aðra landsfjórðunga vart varð skorið ofan af eftir i með akvegi um Fjöllin, þykja 23. helgi. Tún vóru í besta lagi j vera orð í tíma töluð. Mjmdi það vaxin og útengi vel í meðallagi. ! ekki einungis greiða fyrir öllum DOSTOJEVSKIJ: Glæpur og refsing. eins og það er áreiðanlegt, að þegar þangað kernur sjáum við undir eins hvað til bragðs á að taka. Þar að auki er tími til þess kominn .. . hvað er að tarna, klukkan er orð- in tíu, sagði hún um leið og hún leit á hið fagurbúna gullúr sitt, sem hjekk í langri og fínni Feneyjafesti og stakk mjög í stúf við annan búnað hennar. „Gjöf frá brúðgumanum", hugsaði Rasumikin. — Ó,við verðum að flýta okkur, Dúnja, við verðum að flýta okkur,sagði móðir hennar og þaut upp — hann heldur að við sjeum reiðar við hann síðan í gær, fyrst við komum svona seint. Guð minn góður. Um leið og hún sagði þetta, sveipaði hún sm sig skykkju sinni og setti upp hattinn. Og Dúnja tígjaði sig líka. Rasumikin sá að hanskar hennar voru ekki einungis slitnir, en líka rifnir. En þessi fátæklegi klæðnaður gerði konurnar samt virðulegar eins og altaf á sjer stað um fólk, sem kann að bera fátækleg föt. Rasumikin horfði á Dúnju með djúpri lotningu og var hreykinn af því að mega fylgja henni. „Drotningin“, hugs- aði hann, „sem stoppaði sokkana sína í fangelsinu var sjálfsagt á að sjá eins og sönn drotning meðan hún gerði það og var meira að segja máske enn tígulegri en þegar hún sat í hásæti sínu í dýrðlegúm veislum. — Guð minn góður, sagði Pulkeria Alexándrovna, aldrei hafði jeg hugsað mjer það að hitta son minn aft- ur, hann Rodja minn, elsku hjartans drenginn minn með kvíða og skelfing í hjarta mjer. Jeg er hrædd við hann, sagði hún og horfði óttaslegin á Rasumikin. — Verið þjer ekki hræddar, mamma, sagði Dúnja og kysti hana, trúið heldur á hann. — Já, guð minn góður jeg trúi líka á hann, en jeg hef ekki sofnað dúr í alla nótt, sagði vesalings konan. Þau gengu út á götuna. — Veistu það, Dúnja, að þegar jeg sofnaði undii' morguninn, brá henni Mostu sálugu Petrovnu alt í einu fyrir mig. Hún var alveg hvít, hún kom til mín, tók í hönd mína og hristi höfuðið svo alvarlega eins og hún fordæmdi mig. Skyldi þetta þýða nokkuð gott? Æ, það er satt, þjer vitið það ekki, Martha Petrovna er dáin. — Nei, það veit jeg ekki, hvaða Martha Petrovna? — Það varð snögt um hana og hugsið þjer yður . . . — Seinna, seinna mamma, sagði Dúnja; hann veit ekkert um það ennþá hver Martha Metrovna var. Æ, þjer vitið það ekki. Jeg hjelt, að þjer vissuð þetta altsaman. Já, þjer verðið að fyrirgefa mjer, Dmitri Prokofiitsj, jeg er alveg að missa vitið þessa dagana. Jeg álít sannarlega, að þjer sjeuð forsjón okkar og hjelt því sjálfsagt, að þjer vissuð alt um okkur. Jeg lít á yður eins og ættingja. Verið þjer ekki reiður þó jeg tali svona. En hvað er að yður í hægri hendinni, hafið þjer meitt yður? — Jeg meiddi mig ögn, tautaði Rasufnikin hinjin- lifandi. — Stundum er jeg svo opinská, að Dúnja verður að taka í taumana ... Drottinn minn dýri hvaða greni er þetta, sem hann býr í. Haldið þjer, að hann sje vaknað- ur? Og þessi kona, húsmóðir hans, kallar þetta herbergi. Þjer segið, að honum sje ekki um það að láta í ljós til- finningar sínar. Ef til vill er hann leiður á mjer og öllum mínum göllum. Getið þjer ekki sagt mjer, hvemig jeg á að koma fram við hana. Jeg veit ekki mitt rjúkandi ráð. — Þjer eigið ekki að spyrja hana of mikið. Þegar þjer sjáið, að hann fer að gretta sig, verðið þjer að hætta. Og umfram alt, spyrjið þjer hana ekki of mikið um heilsu- far hans. Það þolir hann ekki. — Æ, það er svo erfitt að vera móðir... En þaraa er stigi, óskaplegur stigi. — Mamma, þjer eruð náfölar. Verið þjer nú rólegar, elsku mamma, sagði Dúnja ástúðlega. Honum hlýtur að þykja mjög vænt um að sjá yður; en þjer þjáist, sagði hún og augu hennar tindruðu. —- Dokið þið við, jeg ætla að fara á undan og sjá hvort hann er vaknaður, sagði Rasumikin og flýtti sjer upp stigafin. Konurnar fóru hægt á eftir honum. Þegar þær gengu fram hjá dyrum húsmóðurinnar á fjórðu hæð, tóku þær eftir því, að dyrn&r voru opnaðar hægt í hálfa gátt _og tvö sindrandi, svöi*t augu litu snögt á þær. En um leið og augu þeirra msettust, var hurðinni skeit svo hastarlega í lás, að Pulkeria Alexándovna var að því kom in að hljóða. III. — Hann er frískur, hann er frískur, kailaði Sossimof á móti þeim, sem inn komu- Hann var korninn fyrir tíu mínútum og sat nú á legubeKkshorninu eins og dagimr áð- ur. Raskolnikof sat á hinu horninu alklæddur, meira að segja vandlega þveginn og greiddur, en það hafði hann ekki verið lengi. Herbergið fyltist undir eins, en samt tókst Nastasju að smjúga ffln. Raskolnikof var sannar- lega næstum því heill heilsU, en hann var dálítið fölur, utan við sig og þungbúinn. Á svipinn var hann eins og særður maður eða einhver, sem þolir miklar líkamlegar þjáningar. Brýraar voru dregnar saman. Vörunum þrýst saman. Augnai-áðið ofsalegt. Hann talaði lítið og var ófús á það, eða eins og hann talaði af beiskri skyldurækni, Ein- stöku sinnum kom einhver órói fram í fasi hans Ef hann hefði haft hvítan linda um haödlegginn eða band um hend- urnar, þá hefði hann verið ÖÚUngis eins og handleggsbrot- inn eða ajvarlega lemstraður maður. Samt var eins og ljósi brigði fyrir eitt andarták í þessu föla andliti þegar mæðgurnar komu inn, svo ferðist þjáningasvipurinn aft- ur yfir það! Sossimoff, sem athugaði sjúkling sinn með vakandi áhuga ungs læknis, tók eftir því sjer til undrunar, að ekki sáust á honum nein rnerki þess, að hann gleddist við komu ættingja sinna. Honum tókst. þvert á móti með erfiðismurium að fá sjálfan ^ig til þess að þola nokkurra stundfe óhjákvæmilegir píslir- Svo tók hann eftiv því, að hjerumbil hvert orð, sem sagt var á eftir snart einhvern veikan blett á sjúklingi hans og varð honum tíl kvalar. En jafnframt varð hann að dáðst að því þreki, sem hann sýndi í því að hafa hemil á tdfinningum sínum, hvernig hann stjómaði og duldi æsingu sína, hann, sem í gær fór í blossa af hverju orði. — Jeg finn, að jeg er næstum því frísku'' sagði Raskolnikof og kysti móður sína og svstur vingjarnlega og af því varð móðir hans undir eins ákaflega glöð. Og jeg skal ekki tala eins og í gær, sagði hann við Rasumikin og tók í hönd hans. —-'Jeg er meira að segja alveg hissa á horum í dag, sagði Sossimoff og þótti vænt um gestkomuna, því hann hafði alveg strandað í viðræðum sínum við Raskolnikof þær fáu mínútur, sem hann hafði setið hjá honum — ef þessu heldur svona áfiam, verður alt komið i sitt gamla lag eftir tvo eða þrjá daga. Það er að segja, þá verður það eins og það var fyrir tveimur eða máske þremur mán- uðum. Þetta hefur verið svo lengi, að búa um sig. Jæja, viljið þjer svo ekki viðurkenna, að það hafi að einhverju leyti verið sjálfum yður að kenna, sagði hann og brosti varlega eins og hann væri hræddur um að hafa æst hann. — Getur meir en vel verið, sagði Raskolnikof kulda- lega. — Jeg segi það einungis vegna þess, mælti Sossimoff, að fullkominn bati yðar er nú að mestu undir sjálfum yð- ur kominn. Nú þegar hægt er að tala við yður, vil jeg gera yður það ljóst, hversu nauðsynlegt það er að eyða þeim orsökum, sem komu sjúkleik yðar af stað! Þá náið þjer yður fljótt, annars getur vður hrakað mn meira. Þessar orsakir þekki jeg ekki, en þjer hljótið að þekkja þær sjálfur. Þjer eruð skynsamur maður og hafið sjálf- sagt athugað sjálfan yður. Mjer virðist sjúkdómur yðar hafa byrjað um sama leyti og þjer fóruð úr háskólanum. Þjer eigið ekki að vera aðgerðalaus, ákveðin vinna og fast takmark mun reynast yður best af öllu. — Já, sjálfsagt, þjer hafið rjett fyrir vður, jeg fer undir eins aftur í háskólann og þá gengur alt eins og í sögu. Sossimoff, sem hafði byrjað á hinum góðu ráðum sínum meðfram til þess að hafa góð áhrif á mæðgurnar, varð nokkuð vandræðalegur, þegar hann tók eftir nístandi hæðnissvip á andliti sjúklings síns, en aðeins andartak. Pulkeria Alexándrovna fór undir eins að þakka Sossimoff, einkum fyrir heimsókn hans um nóttina. — Hvað er að tarna, kom hann til ykkar í nótt, spurði Raskolnikof undrandi og órólegur, svo þið hafið heldur ekki getað sofið eftir ferðina. Æ, Rodja, klukkan var ekki nema tvö. Við Dúnja fór- um aldrei fyr að hátta þegar við vorum heima. — Jeg veit heldui' ekki hvernig jeg á að þakka hon- um, sagði Raskolnikof og varð ált í einu þungbúinn og niðurlútur. Ilvað sem borguninni líður, þjer fyrirgefið þó jeg minnist á það, sagði hann og sneri sjer beint að Sossimoff, þá veit jeg ekki hvernig jeg á skilið þessa sjerstöku umhyggju yðar, jeg veit það blátt áfram ekki og jeg er meira að segja dálítið áhyggjufullur út af því, af því að það er óskiljanlegt. Jeg segi yður það hreint og beint. — Verið þjer rólegur, sagði Sossimoff og hló. Hugsið þjer yður, að þjer sjeuð fyrsti sjúklingurinn minn, og þegar við erum að byrja starfið, fáum rfð ást á fyrstu sjúklingunum eins og bömum okkar og ennþá hef jeg ekki marga sjúklinga. — Jeg tala nú ekki um þennan þarna, sagði Raskolni- kof og benti á Rasumikin. Hann hefur ekKi orðið fyrir öðru frá mjer en móðgunum og vandræðum. — Nei, nú lýgur þú, þú ert svo hrærður í dag, sagði Rasumikin. Ef hann hefði verið dálítið skarpskygnari, hefði hcinn sjeð, að Raskolnikof var ekki hrærður, heldur þvert á móti, en Dúnja tók eftir því og virti bróður sinn fyrir sjer með skörpu og sorgmæddu augnaráði. — Jeg þori ekki að tala um þig, móðir mín, hjelt hann áfram, og þuldi orðin eins og hann hefði lært þau utan að. Nú fyrst í dag get jeg nokkurn veginn sjeð og skilið, hvað þjer hafið hlotið að taka út meðan þjer sátuð hjer í gær og biðuð þess, að jeg kæmi heim. Svo þagnaði hann, og alt í einu rjetti hann þegjandi

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.