Lögrétta


Lögrétta - 25.06.1930, Blaðsíða 10

Lögrétta - 25.06.1930, Blaðsíða 10
10 LÖGRJETTA Um víða veröld. t>ing um víða veröld. The following articles describe tiie origin of parliamentary procedure j with ancient nations, the beginning j of representative government of the ; European nations and finally the organization of the pariiaments of some prominent nations of to-day. Fornþjóða þing. Þess er getið mjög snemma í j menningarsögu mannkynsins, að þjóðirnar höfðu þing til þess að ræða og ráða til lykta vandamál- i um sínum. Einveldi í einhverri mynd tíðkuðust að vísu í fom- eskju hjá mörgum þjóðum, en jafnvel hjá þeim fer snemma að bóla á ýmiskonar samkomum til meiri eða minni umráða um þjóðmál og síðar fara fleiri og fleiri borgarar að fá hlutdeild í j þeim umráðum, uns fram kemur j þjóðræði og þingræði. Grikkir og Rómverjar höfðu merkileg þing eða ráð, svo sem alkunnugt er úr sögunni og sömuleiðis Gyðingar. | Germanir höfðu einnig þing þeg- ar fyrst fara sögur af þeim og segir Tacitus allnákvæmlega frá þeim. Hann segir, að um minni j málin ráðgist höfðingjamir einir, j en um stórmálin allir. Þeir koma, segir hann, allir vopnaðir til þings J í tunglfyllingu, en fara sjer hægt. ! Presturinn lýsir þinghelgi og hef- J ur refsivald á þinginu, en ekki ! skipunarvald, en því næst tekur konungur til máls og nöfðingjar eftir því, sem þeir hafa aldur til, ættgöfgi eða orðgnótt og lætur al- ! þýða manna óspart í ljós vel- j þóknun sína eða vanþóknun. j Þetta er elsta lýsingin á þinghaldi germanskra þjóða, en hjá þeim hefur þingstjórn og þingræði I mest blómgast og heldur nú elsta j þing germanskra þjóða, Alþingi ; Islendinga, 1000 ára afmæli sitt. En upptök hins eiginlega þing- ræðis eru mun yngri og aðallega j ensk. Upphaf þingræðisins. Ekkert þing 'hefur eins og j bretska þingið orðið fyrirmynd að j þingskipulagi annara þjóða á síð- j ari öldum. Má svo að orði kveða, ; að þingræði nútímans sje sprottið j af bretskri rót þó að það hafi j vaxið að talsvert miklu leyti fyrir frönsk áhrif, einkum áhrif j frönsku upplýsingarmannanna á ! 18. öld. En allt um það er enskt þingskipulag og stjórnarfar nú talsvert ólikt því, sem eftir- myndirnar eru orðnar. Það er fyrst einkennilegt um I enskt þingskipulag og stjórnarfar ; að lög þess eru að mestu leyti óskráð og eiginleg stjómarskrá í j nútímaskiiningi annara þingræðis- j landa er ekki ti! í Bretlandi og hefur eiginlega aldrei verið. Stjómarskrá Cromwells (The Instrument of Government) um miðja 17. öld eru einu skrifuðu grundvallarlögin, sem Bretar hafa j átt og fjellu niður með fráfalh j Cromwells og höfðu lítil áhrif j eftir á. Annars er af því löng í saga og merkileg, hvernig bretska i þingið hefur orðið til stig af stigi, hvernig völd þess og forráða- manna þess hafa aukist smátt og smátt í baráttunni milli konungs- valdsins, höfðingjavaldsins og al- þýðunnar. Sagnaritarinn Mac- aulay hefur komist svo að orði, að núgildandi stjórnskipulag Eng- lands sje í raun og veru það sama sem gilt hafi í landinu á dögum Játvarðar mikla og Vilhjálrns sigursæla, munurinn sje einungis sá, sem er á baminu og mannin- um, sem kominn er á legg. Þetta þykir mega til sanns vegar færa. Enskt þingskipulag hefur vaxið furðu jafnt og þjett frá því um 1200, að Segja má, en að vísu enganveginn deilu- og harðneskju- iaust. Deilurnar hafa oft verið harðar og stundum lent í bylting- um, t. d. þegar höfðingjarnir risu gegn Hinriki III. og tóku hann fastan um miðja 13 öld, þegar Karl I. var tekinn af lífi um miðja 17. öld og svo þegar Jakob II. var hrundið af stóli 1688. I raun og veru má segja, að grundvöllur bretska þingskipu- lagsins hafi verið lagðir svo sem hálfri annari öld eftir stofnun Alþingis, þegar Vilhjálmur I. lagði undir sig landið og kom þar fótum undir ljensríki normann- anna (1066), því á hinu fasta ríkisskipulagi einveldisins hvílir vöxtur lýðríkisins eftir á, ein- veldið safnaði því sem sundrað var, ól upp nýjan hugsunarhátt um þjóðskipulag og skapaði ríkis- hugmyndina. Einveldið hefur því víða verið skóli í ríkissamheldni og stjórnarfarsaga, en oft harður skóli. Og í einveldinu hefur einn- ig ávalt verið falin yfirvofandi hætta á misbeitingu, hætta á ein- ræði, sem undir hælinn var lagt hvort snerist til góðs eða ills fyr- ir þjóðarheildina. Þessa gætti einnig snemma í ensku stjórnar- fari. Bretska þingið varð smá- saman til sem afleiðing mótspyrn- unnar gegn misbeitingu einveldis og einræðis. Bretska þingið. Núgildandi stjóniskipulag Eng- lands er þingbundin konungs- stjórn og konungdómur arfgeng- ur hvort sem er í karllegg eða kvenlegg. I raun og veru er það stjórnin (the cabinet), sem fer með æðstu völd ríkisins, þótt þau sjeu enn í orði kveðnu í höndurn konungs og ráðs hans (fram- kvæmdavaldið) og konungs og þings (löggjafarvaldið). Þingið er í tveimur deildum. Lávarða- deildin er ennþá mjög í fornum stíl, heldur við ýmsum gömlum venjum, og er að mestu leyti full- trúi hins forna erfðaaðals og hins nýja aðals, sem smátt og smátt er myndaður með því að ýmsir helstu menn þjóðlífsins eni hafn- ir til aðalstignar. Lávarðadeildin er mjög fjölmenn og tala þeirra, sem þar geta átt sæti, er í raun og veru ótakmörkuð. Nú sitja í deildinni á áttunda hundrað þing- menn, sem sje allir enskir (og bretskir) lávarðar (karlmenn) sem orðnir eru 21 árs. Konur mega ekki, þó þær njóti annars lávarðarrjettinda, sitja í deild- j inni og þeirri einu konu, sem ! farið hefur fram á þetta, (Lady Rhonda, 1922) var synjað þing- setunnar. Ennfreinur sitja í lá- ! varðadeildinni 28 írskir lávarðar, kosnir af fjelögum sínum æfi- langt, og 16 skotskir lávarðar kosnir á sama .hátt til eins þings í senn. Þá sitja í deildinni 6 dómslávarðar, tilnefndir æfilangt vegna þess að lávarðadeildin er í vissum máium einskonar hæsti- rjettur. Loks sitja í deildinni 24 j biskupar og erkibiskuparnir tveir. Forseti lávarðadeildarinnar er j lordkanslarinn og er ekki kosinn ! af deildinni sjálfri, heldur til- nefndur á venjulega ráðherravísa og er embætti hans eitt hið virðu- legasta í ríkisstjórninni og hæst launað (10 þúsund pund). Þetta er merkilegi embætti, því lord- ; kanslarinn er ekki einungis for- seti lávarðadeildarinnar heldur I einnig um leið einskonar dóm- stjóri hæstarjettar í vissum mál- um og dómsmálaráðherra, sem m. a. útnefnir flesta æðstu dómara ! landsins. Völd lávarðadeildarinnar eru nu orðin öll önnur en áður. Hún er eiginlega ekki nema að nafninu til hæstirjettur, því í raun og veru eru það einungis dómslávarðarnir | 6 og lordkanslarinn, sem dæma j dómana í nafni deildarinnar og er j dómur gildur, ef 3 dæma. Undir vissum kringumstæðum getur samt öll deildin tekið þátt í i dómsmeðferð, t. d. þegar lávarð- ! ur er ákærður, en lávarðar bafa j þann rjett að geta krafist þess, að þeir verði einungis dæmdir af j jafningjum sínum, lávörðunum. j Loks getur deiidin starfað sem j einskonar landsdómur í kærumál- um á hendur ráðherrum. Löggjaf- arvald lávarðadeildarinnar hefur farið minnkandi og síðati 1911 hefur deildin einungis frestandi neitunarvald. Lög, sem neðri j deildin hefur samþykt á þremur þingum í röð, þó ekki á skemri | tíma en 2 árum, verða að lögum þótt lávarðadeildin samþykki þau 1 aldrei, en gagnvart fjárlögum hafa lávarðamir ekkert neitunar- vald. Þau ganga í gildi, hver sem afstaða lávarðanna er, ef þeim hefur verið vísað til þeirra einum mánuði fyrit þinglausnir. Það er því neðri deildin, sem I hefur svo að segja öll þjóðmála- j i völdin. I henni eiga nú sæti rum- lega 600 þingmenn,, kosnir ein- földum levnilegum meirihlboa- kosningum með almennum kosn- ! . . . 1 ingarrjetti karla og kvenna yfir j 21 árs að aldri. Hlutfallskosn • ; ingar fara þó fram í háskólakjör- j dæmunum. Sjerstakur dómstóll, j óháður deildinni, sker úr lögmæti j kosninga (síðan 1868, en áður gerði deildin það sjálf, eins og Al- j þingi hjer, en það þótti óheppi- j Jegt). Hver þingmaðui' fær (sið- an 1911) nærri 8000 kr. í árs- laun, nema þeir, sem hafa ráð- herralaun. Kjörtímabilið er 5 ár. Deildin kýs sjer sjálf forseta (speaker) til alls kjörtímabilsins í einu og venjulega er sami mað- ur kosinn hvert kjörtímabil á fæt- ur öðru, án tillits til stjómar- ! skifta og flokkaskiftingar og það ( er meira að segja venja, að bjóða aldrei fram mann á móti honum í kjördæmi hans. Forsetinn er ein- ungis fundarstjóri deildarinnar, en það er forsætisráðherrann, sem einnig er nefndur leiðtogi deildarinnar (leader of the House), sem ræður gjörðum hennar, dagskrám o. sl. Að nafninu til eru allir deildar- menn skyldir að sækja fundi og má forseti láta sækja þá með valdi. En því fer svo fjarri að slíku sje fylgt fram, að í deildar- salnum eru ekki sæti fyrir alia þingmenn. Neðri deildin hefur svo að segja einveldi um lög- gjafarmál, en eiginlega ekkert dómsvald. Málameðferðin er talsvert flókin og í rauninni þannig fyrir komið, að stjórnin ræður langsamlega mestu um hana. I deildinni starfa ýmsar nefndir að sjerstökum málum og stundum getur öll deildin breytst í „nefnd“, t. d. ávalt í fjárlagæ umræðunum. Þó að deildin hafi slík hamaskifti hefur það engin áhrif önnur en þau, að annar for- seti stjórnar fundum en ella. Um það er nú oft talað í Eng- landi, að vald þingsins sje að þverra -—• það sje of umfangs- mikið og vafaþungt, og að sumu leyti of þekkingarlítið eða að minsta kosti of sjerþekkingarlítið og þessvegna fái stjómin meiri og meiri völd, því hún hafi betri aðstöðu til þess að beita þeim. Forseti stjórnarinnar hefur afar- mikil völd, bæði á dagleg þing- störf og alt stjórnarfar. f stjórn- inni með honum eru alt að því 50 ráðherrar, en í hinni eiginlegu ráðandi stjórn sitja venjulega um 20 þeirra. Stjórnin ber ábyrgð gagnvart þingi og konungi. Þing- ið getur steypt stjóminni hvenær sem er og konungur getur vikið henni frá, ef hann hefur aðra stjórn til taks. Konungurinn tek- ur mun meiri þátt í enskum stórnarstörfum en víðast annars- staðar. Þar að auki er stjórnin í vissum málum undir skörpu eft- irliti öðru. iSjerstakur embættis- maður (Comptroller- and Audi- tor General), sem ekki má sitja á þingi, konungsskipaður og óaf- setjanlegur, hefur daglegt eftir- lit með því að stjórnin fari eftir settum iögum um fjármál öll og þar að auki starfar sjerstök end- urskoðunarnefnd, líkt og endur- skoðunai-menn landsreikninga hjer. Þing Bandaríkjanna. Þingskipulag Bandaríkjanna á sjer einnig merkilega sögu og þar sem áhrif Bandaríkjanna og þings þeirra á alheimsmál hafa farið sívaxandi á seinustu árum er því meiri ástæða til þess að kynnast skipulagi þeirra. Að ýmsu leyti er skyldleiki milli Bandaríkiaþingsins og bretska þingsins, því þegar Bandaríkin gengu undan Bretum og komu á sjálfstæðu stjómskipulagi 1787 sniðu þau það að sumu leyti eftir fyrirmyndum frá hinum fornu heimkynnum. Þeim fór líkt og fs- lendingum löngu áður, er þeir sniðu lögin eftir Gulaþingslögum, sem flestir þeirra höfðu áður bú- ið við og juku við og tóku frá

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.