Alþýðublaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 9
SVIPMYND FRÁ SIGLUFIRÐI ÞAÐ var fjölmennt til Siglu- fjarðar á öndverðu sumri í trú á iilfur lífsins og skjótfengin gróða. Það var bjartsýnt fólk og lífsglatt er eyddi Jónsmessunótt upp í Hvanneyrarskál eða sté dunandi dans á „Höfninni“, brátt rigndi gulli yfir Siglufjörð „plön“ og verksmiöjur voru í „startstöðu“, og rismerkið var floti íslenzkra fiskiskipa er stefndu inn fjörðinn og það var drukkúm skál gleðinn ar í „Viskýi" og „Svarta dauða“ I trú á sumarið, síldina og lífið. Það eru orðin skuggsæl kveld á miðjum ágúst. Það er hljótt yfir götum Siglufjarðar, enginn stemm ing, engin hitabylgja, „plön“ og verksmiðjur er staðnað sem nátt- tröll í „startstöðu" sinni. Það er að vísu ball á „Höfninni“ og það er enn lyft tappa úr flösku í von um gleymsku frá vonbrigðum sum arsins. Á yfirgefnu borði, hirti ég rauð an farseðil, er liggur krumpaður við hlið tómra bjórflaskna einhver bjartsýnn frá júní-dögum, hefur þar fest í litur hugrenningar sínar „Það er oft erfitt að þreyju þorr- an og góuna er þrengir að súlu glettandi nötur- leikinn kom þú blekking, með bikar þinn fullan af víni og breyttu í Eden helvíti á Siglu- firði. „Þeir mala gull á Austfjörðum og græða á rányrkju í Vestmanna eyjum, en vofa atvinnuleysis teygir loppur yfir „silfurbæinn“ Siglufjörð með haustnóttum". Það er aldraður Siglfirðingur er hefur orðið „ekki furða þótt heild salablaðið Vísir gráti örlög okkar“, bætir hann við er hann gengur reikulum skrefum út úr „Höfn- inni“ inn í myrkrið fyrir utan. Már Snædal. Austurbæjarbíó: Kapó. Raunsæ mynd, Vel gerð og leikin. Fjölmargar myndir hafa verið gerðar um nazistatímabilið og margar þjóðir lagt þar hönd að verki. í þeim hópi mynda man ég ekki eftir annari sterkari en þeirri sem nú er sýnd í Austurbæjar- bíó. Myndin er ítölsk, stjórnað af Antonio Musu, en aðalhlutverk eru í höndum Susan Strasberg og Laurent Terzieff. Terzieff er mjög athyglisverðúr leikari. Nýlega lék hann hér eitt aðalhlutverkið í mynd, sem sýnd var í Háskólabíói og fjallaði um taumlausan lifnað æskufólks. Að þessu sinni fer hann með hlutverk rússnesks her- manns. Báðum hlutverkunum skil ar hann af miklum næmleik og ríkri innlifun. Susan Strasberg er ekki tíður gestur á kvikmyndatjaldi hérlend- is, flestir muna hana þó úr Picnic. Susan leikur í Kapó gyðingastúlku sem lendir í fangabúðum, sleppur naumlega við líflát, þolir ekki fangabúðalifnaðinn og gerist hand bendi böðla sinna. Mynd þessi er mjög átakanleg, og um leið raunsönn. Oft listavel tekin og leikur Susan Strasberg með því bezta, sem sést á kvik- mynd. Athyglisvert er einnig hve margir aukaleikarar skila hlut- verkum sínum af mikilli prýði. Hafnarfjarðarbíó: Æviii^Lrið í Sívalaturninum. Dönsk gaman- mynd. Dirch Passer og Ove Sprogöe eru enn á ferð í Hafnarfirði, en ekki get ég samþykkt, að þeir séu í essinu sínu að þessu sinni. Þeir leika þarna tvo hljóðfæraleikara sem lenda í því að kaupa stolinn happdrættismiða, sem auðvitað hlýtur svo hæsta vinning. Efnis- þráður myndarinnar er , vægast sagt þunnur og meðferðin ekkert sérstök. Aðdáendur Passers og Sprogöes fá þó margt kímilegt að sjá og fleiri skrítnir karakterar prýða myndina, en heildin er und ir meðallagi. — H.E. a sem dvalið hafa á sumardvalar- albyggingin. Framsókn semur Verkakvennafélagið Framsókn hefur nú samið við Mjólkursam- söluna. Gilda hinir nýju samning- ar frá 1. júlí til 15. október n.k. Samkvæmt þessum samningum hækkar allt kaup um 7.5%. Þá náðust einnig nýjir samningar um aldurshækkanir, sem koma til eftir 3, 10 og 15 ár. Er þetta við- auki við efdri samninga. Þetta eru ekki ofsjónir, — maðurinn er raunverulega með hendina í gini ljónsins, og með hinni hendinni togar hann í veiðihár þess. Það er að sjáff sögðu Ijónatemjari, • sem hér er um að ræða, því ekki mundu aðrir voga sér slíka fífldirfsku. En hvað nú ef ljóninu rynni skyndilega í skap? — ekki er ósennilegt að eftir það mundi ljónatemjarinn leita sér ein- hverrar annarrar atvinnu. Höfuðverkurinn getur átt sér margar orsakir HVER veit ekki hvað það er að hafa höfuðverk? Höfuðverk höf- um við flest orðið að finna fyrir. Sérstaklega þægilegur er hann ekki. Órsakir hans má rekja til margs. Margar tegundir eru til af höf- uðverk. Þær algengustu nefnast „tauga“höfuðverkur og „mígren". Hinn fyrrnefna fá flestir vegna allskyns taugaspennu. „Mígren“ er oftast samfara öðrum sjúkdómsein kennum, til dæmis blóðskorti, of háum blóðþrýsting, heilabólgu veiklun, ígerð, Æitrun og svo fram vegis. Já, höfuðverk má fá, af því einu að loka munninum of vel á kvöldin, að sitja of lengi með nið- urbeygt höfuð og svo framvegis. Enn aðrar orsakir höfuðverkjar eru allskyns augnsjúkdómar. „Mígren" hefur þekkzt í mörg þúsund ár. Grísk-rómverski lækn- irinn Calenos, sem var læknir Markúsar Aurelíusar kallaði veik- ina Hemicrania. Síðan hafa tveir fyrstu stafirnir fallið brott og orð ið aflagazt. Fyrstu . einkenni „mí- gréns“ er, að sjónin brenglast Því næst fer maður að finna til verkja í öðrum helmingi heilans. Allskyns vanlíðan og uppköst geta einkennt „mígren". Höfuðverkur- inn getur staðið yfir í nokkra klukkutíma og einnig í nokkra daga. „Tauga“ höfuðverkurinn lýsir sér aðallega á því, að þyngsli myndast yfir enninu, sem dreifast út að gagnauganu þegar verkurinn er sem mestur, er eins og járnól sér hert utan um höfuðið. Þenn- an höfuðverk fá flestir um hádeg ið. Hann veldur vanlíðan fram að kvöldi. Á sumrin finna margir alls ekkert fyrir honum. Þegar menn fá höfuðverk er þar oft um að ræða margar tegund ir samtímis, samtvinnaðan á allan mögulegan hátt. Algengt er. að samfara „tauga“höfuðverknuin séu ýmsar tegundir af „mígren". „M;gren“verkjaköst stafa aðal- lega af alls konar ofreynslu og taugaæsingi. Hormónarnar hafa einnig einhverja þýðingu í því sam bandi. Mjög algengt er, að konur fá mígren um það bil er þær eru að verða kynþroska. Eftir það tíma bil hættir hann oftast að gera vart við sig. Orsök sjúkdómsins er enn ekki kunn. Vissar manngerðir fá oftar höf- uðverk en aðrar. „Mígren“ er al- gengast meðal skyldurækinna manna. Það er einnig álitið —, sem ef til vill bætir úr, þegar mígrenið er sem verst, — að það sé algengast meðal greindra manna. „Mígren" er algengara meðal kvcnna en karla. Börn fá mjög sjaldan höfuðverk. „Mígren* ‘er al gengast að á aldursstiginu 20— 50 ára, en „tauga“höfuðverkur- inn á aldurstiginu 20—40 ára. „Mígren" er arfgengur sjúkdóm- ur. „Tauga“höfuðverkurinn stafar aðallega af óvitaðri spennu í hnakka- og hálsvöðvum. Langvar andi höfuðverkur getur verið ein- kenni lömunarveiki og heilasjúk- dóma. Of lágur blóðþrýstingur get ur valdið höfuverk. Iiöfuðverk má í flestum tilfell um lækna. Góðar venjur, svo sem að hátta snemma á kvöldið, borða ::::2 ::::: á réttum tíma, vinna skipulega og svo framvegis draga mjög þrótt- inn úr fyrrgreindri veiki. Einnig ::::: hverfur höfuðverkurinn, ef sjúk [:::: dómarnir, sem valda honum, eru læknaðir. Það að taka inn magnyl til að draga úr verkjunum hefur engar slæmar afleiðingar. Aftur á móti á að varast að gerast þræll taflnanna. ALÞYÐUBLAÐIÐ — 25. ágúst 1963 <}

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.