Alþýðublaðið - 27.08.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.08.1963, Blaðsíða 7
HIN SlÐAN Djúpfrystir menn! GÆTUÐ þér hugsað yður að verða djúpfrystur til síðari notk unar? Gætuð þér hugsað yður að | hvílast í frysti í nokkrar aldir og verða svo vaktir upp einn góðan veðurdag og spurðir spjörunum úr af vísindamönnum? Gætuð þér yfirleitt hugsað yður að gerast ís- klumpur? Þér brosið vafalaust að þessum fávísu spurningum og hristið höf uðið. En þetta er bara alls ekki svo ýkja mikil vitleysa. Nú þegar nota læknar frystingu á vissum hlutum mannslíkamans, þegar um mikilvægar aðgerðir t. d. í hjarta og heila er að ræða. Franskir líf- fræðingar hafa líka leikið sér að því að taka hjarta úr hænufóstri og flytja það í frysti, velja það svo að nýju við venjul. líkamshita hænsna til síðari afnota og rann- sókna. Allt bendir þetta að því er vísindamenn teija, til þess, að ein hverntímann verði hægt að geyma djúpfrysta mannslíkama langan tíma og endurvekja þá síðar aftur til lífsins. Vísindamenn benda hins veg- ar á, að nútímamenn megi engar gyllivonir gera sér um það að geymast djúpfrystir, því að enn sé langt í land að þessu leyti. Tæknin eigi enn eftir að þróast og vísindin eigi jafnframt eftir að komast að nýjum niðurstöðum varðandi starf mannslíkamans. Vísindamaður að nafni dr. D. K. C. MaeDonald fjallar um fryst- ingu mannslíkamans í bók sinni „Hin algjöra núllgráða“. Hann upp lýsir að hin algjöra núllgráða sé 273,15 gr. á Celsíus. Það er „hin algjöra núllgráða, sem í framtíð inni“ kemur til með að skipta máli í þessum efnum, en nú eru mennirnir mjög langt frá henni. Það kuldastig, sem neytendur al- mennt nota í langmesta lagi er rnínus 25—30 gr. á Celsíus. Djúpfrystur mannslíkami er eitt af undrum þeim, sem framtíðin kann að bera í skauti sér. Og það getur orðið gaman að lifa, þegar mennirnir geta lagzt til livíldar um þrítugt, vaknað aftur hundrað árum seinna og tekið út það, seni efíir er af lífinu. Og því skyldi slíkt ekki geta átt sér stað á þehn hraðfara tímum vísinda og tækni, sem mannkynið lifir nú á? Sjálfsævisaga Jevtushenkos HIÐ kunna'sovézka skáld, Jev- genij Jevtushenko sem löngum her ur verið Sovétmönnum talsvert á- hyggjuefni vegna hreinskilni og áræðni í skrifum sínum og ræðum hefur nú skrifað sjálfsævisögu sína. Hlutar hennar hafa birzt í franska blaðinu , L’Express” og nú er hún komin á markaðinn í bók- arformi á ensku. Jevtushenko er aðeins þrítugur að aldri, en samt hefur hann upp- lifað margt athyglisvert og sér- stætt á ævi sinni. Jevtushenko fæddist 1933 í smábænum Zima í Síberíu. Síðar gerði hann nafn þessa bæjar frægt með kvæðinu „Zima þorpið.” Jevtushenko fór ungur til Moskva og hlaut þar nokkra skólamenntun Þar tók hann að gleypa í sig alla þá höfunda, sem hann kom höndum yfir, til dæmis Dumas, Flaubert, Maupa- ssant, Schiller, Shakespeare, Cer vantes, Welles og fleiri stórmenni. I Allur þessi lestur segir hann að hafi leitt sig inn í draumaheim, sem hann vaknaði fyrst I frá í heimsstyrjöldinni. „Þá hitti I ég fyrir heim raunveruleikans, sem fullur var af eymd og volæði,” segir Jevtushenko. Upp úr því fór i hann svo að skrifa. ' Gagnvart vestrænum lesendum Jevgenij Jcvthúsenko minninga sinna undirstrikar Jev- tushenko óhikað, að hann sé kom- múnisti og hann talar af mikilli hrifni um byltinguna og Lenin. En hann fer ekki dult með, að margt í kommúnismanum og framkvæmd hans vekur honum ótta og and- styggð. Ástæðurnar fyrir einarðri af- stöðu Jevtushenkos í stjórnmálum liggja í örlögum ættmenna hans og hans eigin upphafi. Móðurafi hans var til dæmis síberískur bóndi, sem var með í byltingunni gegn ofurvaldi zarsins og varð vegna vasklegrar framgöngu hátt- settur foringi í Rauðahernum — jafnframt því sem hann hélt áfram að vera bóndi á býli sínu. Afinn var ,,hreinsaður” árið 1938 og frá sögnin af því, er þeir kvöddust í hinzta sinn, gamli maðurinn og dóttursonur hans, eru meðal snilld- arlegustu hluta sjálfsævisögu Jev- Sjálfsævisaga Jevtushenkos er ekki aðeins skýr mynd af þjóðfé- lagsástandinu í Rússlandi heldur einnig greinargóð frásögn af per- sónulegu lífi einstaklinganna þar. Ævisagan scgir frá hinum hjarta- hlýju alþýðukonum, sem réttu þýzku stríðsföngunum, sem reknir voru eins og kvikfénaður um stræti Moskva, vindlinga og brauð. Hún segir frá hraustmennum og görpum eins og afa skáldsins. Og hún segir meira að segja frá prenturunum, sem prentuðu fyrsta kvæði Jevtushenkos „Babij Framh. á 2. síðu -SMÆLKI - SMÆLKI-SMÆLKI — Ég hef banaS meira en 300 nautum um dagana, sagSi nauta- baninn stoltur. — Hamingjan góSa, hvaS kýrn- ar hljóta aS hata þig! — Getur þú kysst mig villt og hamslaust eins og Burt Lancanst- er? — Nei. — Kanntu aS horfa í augun á mér eins og Greorgy Peck? — Nei. — GeturSu hvislaS aS mér fall- legum orSum eins og Cary Grant? — Nei. — Hvaff geturffu þá eiginlega? — Ég get urraff eins og Lappi; ★ — Ég átti hann ekki. — Þaff er eins og ég hef alltaf sagt, — þú íærir aldrei aff spila! ★ — Þaff var f Kaupmannahöfn, seYn ég uppgötvaffi, aff ég hafffi ofnæmi fyrir skóhlífum. Á hverj- um morgni þegar ég vaknaffi meff skóhlífarnar á fótunum, þá var ég aíltaf meff höfuffverk! — Áffur en ég biff um hönd þín, fröken Sylvía, langar mig tif aff vita, hvort þú átt eitthvaff I bankanum. — Jú, — kærastinn minn vinnur þarn! ir Flugurnar eru eins og krakkarn- ir. — Þegar ekkert heyrist í þeim, hafa þær vísast eitthvaff fyrir stafni! — Tónleikar. — 16.30 Yeður- Endurt. tónlistarefni). 18.50 Tilkynningar. Þriðjudagur 27. ágúst 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13. Tónleikar af plötum. 14.00 Frá prestastefnunni að Hólum í Hjaltadal: Biskup íslands set— ur prestástefnuna og flytur ávarp og yfirlitsskýrslu um störf og hag íslenzku þjóðkirkjunnar á synodusárinu. (Hljóðritað á Hólum í Hjaltadal í gær). 15.30 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. fr. — Tónl. — 17.00 Fréttir. - 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. — 19.20 Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur: Teresa Berganza syngur ítölsk lög. Felix Laville leikur með á píanó. 20.20 Frá Afríku: III. erindi: Austur Nígeria (Elína Pálmadóttir) 20.50 Karlakór Vestur-íslendinga í_ Vaneouver syngur nokkur löff undir stjórn Sigurbjörns Sigurðssonar. 21.00 Synoduserindi: Róðólfur biskup í Bæ (Séra Einar Guðnason- Reykholti). 21.30 „Dumbarton Oaks“ — konsert í Es-dúr fyrir kammerhljóm- sveit eftir kammerhljómsveit eftir Stravinsky. E.nsk kamm- erhljómsveit leikur. Colin Davis stjórnar. 21.45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins (Bergur Guðnason). 23.00 Dagskrárlok. HIN SlOAN i- I ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 25. ágúst 1963 7. mmwiw — mi i-il

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.