19. júní - 01.10.1923, Blaðsíða 2

19. júní - 01.10.1923, Blaðsíða 2
90 19. JÚNÍ hve margt vantaði. Hér þekktist eng- in lærð sjúkrahjúkrun né neitt það er annarsstaðar er gert til þess að hjálpa í veikindum, eða koma í veg fyrir þau. Hún byrjaði á því að halda stutt námsskeið í hjúkrun — einkum meðferð barna — enda voru þau námsskeið einkum ætluð hús- mæðrum eða ungurn stúlkum, sem ætluðu bráðlega að verða húsmæður. Voru námsskeiðin vel sótl og hafa komið að miklu gagni. En happadrýgsta verkið í starfi frú Bjarnhéðinsson var þó stofnun hjúkr- unarfélagsins »Líkn«, sem allir Reyk- víkingar kannast við og margir eiga mikið að þakka. Félagið var stofnað 3. júní 1914, og til þess að veita fá- tækum heimilum ókeypis hjálp. Fyrstu árin hafði félagið eina lærða hjúkr- unarkonu í þjónustu sinni, nú eru þær þrjár; tvær þeirra veita hjúkrun út um bæinn en ein annast um hjálp- arstöðina. Auk hjúkrunarinnar gefur félagið fatnað, rúmföt og matvæli og lánar bjúkrunargögn, Fyrstu árin var öll hjálp félagsins veitt þeim, sem eigi gátu keypt sér hjálp, en nú, síð- an starfsmönnum þess fjölgaði, tekur það einnig að sér hjúkrun gegn borg- un, en þó ganga þeir fyrir, sem fá- tækari eru. »Líkn« er fjölment félag, sem nýtur bæði trausts og vinsælda og vinnur mikið gagn, en ekki mun það ofmælt, að fremur öllum öðrum sé það að þakka frú Bjarnhéðinsson, þvi hún hefir alla tíð verið formað- ur félagsins. Þegar félagið hafði starfað að þessu í nokkur ár, færði það út kvíarnar og stofnaði hjálparstöð fyrir berkla- veika. Tók stöðin til starfa 1. marz 1919. Ætlunarverk stöðvarinnar er að vinna móti berklaveikinni, með því að kenna fólki reglur gegn útbreiðslu hennar, líta eftir sjúklingunum, kynna sér ástæður heimilanna og útvega sjúkrahússvist þeim, sem ekki er ó- hætt að hafa heima. Til stöðvarinn- ar hafa leitað sjúklingar frá 332 heim- ilum, oft margir frá sama heimili, stundum er jafnvel öll fjölskyldan undir eftirliti stöðvarinnar. Sjúkling- unum er veitt hjálp í öllu því, er flýtt geti fyrir bata þeirra, eða komið í veg tyrir sýkingu, bæði læknisskoð- un, ráðleggingar, lánuð rúm og rúm- fatnaður, gefinn fatnaður, matvæli og mjólk. Mjólkurmiðum fyrir hátt á annað hundrað krónur, er útbýtt mánaðarlega. Öll þessi starfsemi stendur undir eftirliti frú Bjarnhéðinsson. Áður en hjálparstöðin byrjaði, lét hún eina af hjúkrunarkonum »Líknar« fara utan til rþess að kynnast starfsemi bestu hjálparstöðva á Norðurlöndum. Því berklastöð »Líknar átti að verða þeim jafn-fullkomin. Frú Bjarnhéðinsson vill ekki hafa neitt kák í því, sem hún tekur sér fyrir hendur. Þær hjúkrunarkonur sem vinna hjá »Líkn« verða að hafa sömu mentun og full- komnustu hjúkrunarkonur erlendis. Með því að setja kröfurnar svona hátt, hefir frú Bjarnhéðinsson unnið íslensku hjúkrunarkvennastéttinni ó- metanlegt gagn. Félag íslenskra hjúkrunarkvenna, sem var stofnað í janúar 1920 hefir í lögum sínum, að til þess að geta tekið að sér hjúkrun á sjúkrahúsum,

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.