Alþýðublaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 4
(Julius Nyerere forseti Tanga nyika í Austur-Afríku er um þessar mundir í heimsókn á' Norðurlöndum. Eitirfarandi grein birtist í Arbeiderblad- et í tilefni heimsóknarinnar). J ulius Nyerre, sem er 42 ára að aldri, hefur verið helzti for- ! ingi Tanganyika-manna, bæði í hinni skömmu og tiltölulegu ró- | legu þróun landsins frá hreinni ! nýlendustjórn til sjálfstæðis og á sjálfstæðisskeiðinu, sem staðið Irefur í tæp tvö ár. Það var hann ekki síður en áður á tíu mánaða tímabili í fyrra, frá því að hann lét af embætti forsætisráðherra í janúar og þar til hann var kos- inn fyrsti forseti landsins í des- ^ember. Á þessu tíu mánaða tímabili ein Tbeitti hann sér að því að koma fikipulagi á flokk sinn TANU (Tanganyika Afírican National "Union), og gera hann að virkum aðila í hinu mikla starfi, sem •sjálfstæðið mundi heimta af al þýðuhreyfingu þeirri, sem Nyerere liafði byggt upp til þess .að láta í ljósi óskir yfirgnæfandi meiri- Wuta þjóðarinnar. TANU sigraði í kosningunum 1960 og hlaut 70 þingsæti af 71 á þingi, fulltrúar minnihluta fólks | af evrópskum og asískum stofni ' voru með öðrum orðum kosnir sem frambjóðendur TANU. í ljós hafði komið á umrótartím "unum áður en fullu sjálfstæði var .smám saman náð, að samband for ingjanna í rxkisstjórninni og ó- ibreyttra flokksmanna hafði fjar- lægzt og til þess að kippa þessu í lag ákvað Nyerere að einbeita sér algjörlega að flokksstarfinu í nokkra mánuði. Sjálfstæðið verður barátta gegn fátæ^t, fáfræði og sjúkdómum, -jsagði hann, og í þessari baráttu verður þjóðin að taka virkan þátt f öflugum stjórnmálasamtökum — í hverju einasta þorpi, sagði Ny- -ere. Samtökin eiga að vera leið til sambands, þar sem tilgangur stjó'rnarinnar, fyrirætlanir henn ar og vandamál berast til þjóð arinnaj* og jafnframt hugmynd ír þjóðárinnar, óskir hennar og raiisskilningur gefca borizt beint Tanganyika til stjórnarinnar, sagði hann. Tanganyika lýtur fremur stjórn hreyfingar en mannsins Nyerere. 40 stunda vinnu- viku krafizt i Stóra-Bretlandi Brighton, NTB. Landsfundi brczka verkalýðs- Æambandsins lauk á föstudag með |)ví, að fulltrúar rúmlega 8 millj. verkamanna, sem eru innan vé- *anda verkalýðsfélaga á Bret- landi, studdu álýktunartillögu þar sem krafizt er 40 stunda vinnu- -viku. En athygli fulltrúanna var vak- ín á því í umræðunum, að ekki væri nóg að koma fram með rök- semdir. Mikið siarf og opinberir rnótmælafundir er vopnið í kröf- "unni um styttri vinnutíma, segir :í tillögunni. Næsta stjórn Verkamanna- flokksins var hvött til þess að leggja fram lagafrumvarp um ^ömu laun karla og kvenna fyrir -sömu vinnu. Frá því var skýrt, að stjórn ,-vei-kalýðssambandsins hefði kos- -iö George H. Lowthian, formann lyrir næsta ár. JULIUS NYERERE forseti Tanganyika Einræðisherra er hann ekki, og það er framtíðarfyrirkomulag hreyfingarinnar, sem mun ákvarða iandið. S íðan þetta gerðist hefur eins- flokks-kerfið einnig verið form- lega innleitt i Tanganyika. Kerfið er rökstutti nokkuð mótsagnar- kennt með því, að reglur margra flokka-kerfis torveldi sérhvert form kosningabaráttu á flestum stöðum. Frambjóðendur TANU höfðu nefnilega enga andstæðinga úr öðrum flokkum. Samkvæmt hinni nýju skipan sem opnar öllum borgurum inn- göngu í TANU, geta margir fram ■bjóðendur TANU keppt um hylli kjósenda í öllum kjördæmum. Nyerere stofnaði TANU árið 1954, sem stjórnmálasamtök er höfðu sjálfstæði landsins að tak marki. Flokkurinn var stofnaður | á grundvelli 25 ára gamalla sam taka, sem brezkir embættismenn höfðu sett á laggirnar tii þess að 1 skapa umræðuvettvang. Áður en langt um leið voru stofnaðar deildur úr TANU víðs vegar í hinu stóra landi (sem er eins stórt og Þýzkaland og Frakk land tii samans) og Nyerere varð þjoðarhetja. Allt frá byrjun kappkostaði hann að róa 100 þúsund íbúa lands ins, sem ekki eru af afrískum uppruna (þar af eru tæplega 25 þús. af evrópskum stofni, aðrir af indverskum eða arabískum stofni) með þvi að gera það að megin reglu, að sérhver innflytjandi, sem gert hafði Tanganyika að heimili sínu, nyti sömu réttinda og afrískir íbúar Tanganyika, en þeir eru nær 10 milljónir íalsins. Þetta tókst Nyerere og sam- skipti ólíkra kynþátta hafa verið óvenjulega góð allt til þessa dags. þ egar Nyerere ákvað árið 1954 að íeggja stjórnmál fyrir sig ein göngu var hann 33 ára gamall, kaþólskur kennari með menntun Makerore-liáskóla í Uganda og Edinborgarháskóla, en áðuý en hann hélt til Edinborgar kenndi hann í nokkur ár við kaþólskan írúboðsskóla. Landið, sem Nyerere stjórnar, er fátækt — þjóðartekjur á hvern íbúa eru taldar fcæpar 2400 (ísl.) 1 kr. á ári. Þó er hann einn þeirra leiðtoga Afríku, sem mest er tek ; ið mark á, langt út fyrir landa- binda enda á það, að þúsundir Tanganyika-manna héldu til Suð ur-Afríku að vinna þar í gullnám um, enda þótt verkamenn þessir hefðu árlega flutt heim með sér um það bil 60 millj. króna. yerere hefur ásamt núverandi leiðtogum Uganda og Kenya o.fl. hvatt til þess um árabil, að stofn- að verði sambandsríki Austur- Afríku með þátttöku Tanganyika, Uganda og Kenya. Nú sem stendur eru allgóðir möguleikar til þess, að fyrlrætlun þessi komis)t til íramkvæmda. Ef svo verður er Nyerere ör- ugglega sterkasta forsætisráð- herraefnið í hugsanlegri sambands stjórn. Því að takmark Nyereres og fjölda margra annarrra leið- toga í Afríku er eitthvert form sameiningar allrar frjálsra ríkja í Afríku. tmæri Tanganyika. Hann hefur komið sér í þessa aðstöðu með hyggilegri og ötulli stefnu. Honum hefur tekizt að sameina hipa mörgu ættflokka landsins og ávinna sér traust inn flytjendahópanna. Miskunnarlaus barátta Nyerers gegn hvers konar kynþáttamisrétti hefur gert hann að ósveigjanleg- um andstæðingi valdhafanna í Suð ur-Afríku. Stjórn Nyerers lét það verða el,tt sitfc fyrsta verk að Fjorir A.-Pjoð- verjar skotnir Herleshausen, V-Þýzkalandi, (NTB-Reuter). Austur-þýzkir landamæravcrð ir skutu á fjóra Austur-Þjóðverja, sem reyndu að XTðjast yfir landa- mæri Austur- og Vestur-Þýzka- lands við Herleshausen í vörubif- reið í nótt, að því er fulltrúar tollyfirvaldaima í Herleshausen skýra frá. Þeir höfðu ekið í gegnum veg- tálma við Eisenach áður en þeir óku á áðra vöeuhifreið, sem vest- ur-þýzkur bílstjóri hafði verið neyddur til að loka veginum með. | Austur-þýzkir landamæriverðir | hófu þegar skothríð á flóttamenn- ina og særðu tvo þeirra. Fjór- j menningarnir voru síðan allir handsamáðir. Skammt frá Braunschweig í V- Þýzkalandi tókst 21 árs gömlum Austur-Þjóðverja að komast heill á húfi og óséður gegnum jarð- sprengjusvæði og gaddavírstálma til Vestur-Þýzkalands. Landamæravörður i Austur-Ber- lín skaut í morgun einu skoti að Ausíur-Þjóðverja, sem reyndi að synda yfir til bandaríska borgar- hlutans í Berlín. STYRKVEITING ÚR VERÐLAUNA- SJÓÐI BJÖRGÓLFS STEFÁNSSONAR í sumar var í fyrsta sinn veitt- ur styrkur úr Verðlaunasj. Björg ólfs Stefánssonar kaupmanns. Hlaut Þórunn Felixdóttir vélrit- unarkennari við Verzlunarskóla ís lands, tuttugu þúsund króna styrk til framhaldsnáms í Engl- andi í kennslugrein sinni. Sjóðurinn var stofnaður á 25 ára afmæli Skóverzlunar B. Stefánssonar, 1. október 1942, með gjöf frá frú Oddnýju Stefánsson, ekkju Björgóifs Stefánssonar. Stofnfé sjóðsins var 25 þúsund krónur. Tilgangur sjóðsins er að veita efnilegu og duglegu ungu fólki, sem lokiö hefur prófi frá Verzl- unarskóla íslands, styrk til fram- haldsnáms erlendis, sem viður- kenningu fyrir ástundun og dugn- að við verzlunarstörf og verzlun- arnám. Er svo fyrir mælt í skipu- lagsskrá sjóðsins, að styrkir skuli vera það háir, að þeir komi styrk þega að verulegum notum, frekar en að verða lágir heiðursstyrkir. Björgólfur fæddist að Þver- hamri í Breiðdal 12. marz 1885. Lauk hann prófi frá Verzlunarskól anum árið 1906 og vann eftir pað í nokkur ár hjá Leðurverzlun Jóns Brynjólfssonar, auk þess sem hann fór utan til frekara náms Eigin skóverzlun stofnaði hann 1917. Naut hann mikils trausts innan stéttar sinnar og var kos- inn fyrsti formaður Félags skó- kaupmanna, er það var stofnað. Kona hans, Oddný, hefur að und- anförnu dvalizt í Bonn hjá dóttur sinni og tengdasyni, Pétri Thor- steinsson, sendiherra. Stjórn sjóðsins skipa nú sam- kvæmt skipulagsskrá hans. skóla- stjóri Verzlunarskólans. Jón Gísla son, formaður Verzlunarráðs ís- lands, Þorvaldur Guðmundsson, og Gunnlaugur Þorláksson, fyrir hönd erfingja Björgólfs Stefáns- sonar. Leiðrétting Þau mistök urðu hér I sunnu- dagblaðinu, að nafn á málverki eftir Ásgrím Jónsson var rang- fært. Mynd Ásgríms heitir Morg unn í Húsafellsskógi. Eru hlufc aðeigendur beönir velvirSingar á þessu. f BÆJARBÍÓ í Hafrrarfirði er nú að hefja sýningar á þýzkri músik og gamanmynd, sem heit ir Sakatangó (Krimmaltango). Meðal leikara í myndlnni cru, Peter . Alexander, Vivi Bak Rudolf Vogel og Griinther Liiders. í myndinni er leikinn mikill fjöldi vinsælla laga. Myndin er úr einu atriði kvikmyndarinn- ar. 4 10. sept. 1963 — ALÞÝÐlíBLAÐiÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.