Njörður - 10.08.1918, Blaðsíða 2

Njörður - 10.08.1918, Blaðsíða 2
58 NJÖRÐUR. Nýja „uppkastið". öllum Islendingum mun minn- isstætt sambandslagafrumvarpið frá 1908, sem í alþýðu munni liét „uppkastið1*. Nú, eftir 10 ár, er komið nýtt frumvarp eða „uppkast“ til sam- bandslaga. Meðal þeirra Islendinga, sem fyrra „uppkastið“ gjörðu, var einn svo réttlátur að undirskrifa með fyrir-vara. Síðan kastaði þjóðin því, sér til sóma, en Dönum til saknaðar. Þeir þingmenn íslenzkir, sem ásamt dönsku sendimönnunum sömdu nýja „uppkastiðu, undir- skrifa það allir án fyrirvara; ráðherrarnir samþykkja það „upp á stáss“ og síðan sameinað al- þingi (með 38 atkv.). Má eigi sjá, hvor villan er verri. Fram til síðustu aldamóta var hvergi hvikað frá þvi að heimta rétt vorn óskerðan, taka því sem kostur var að fá, en kaupa ekk- ert nokkru réttindaafsali, eða samþykki á undangengnu rang- læti, og því síður staðfesta eða helga þann ágang, sem vér nauð- ugir verðum undir að búa. Þessari stefnu fylgdi Jón Sig- urðsson manna fastast og farnað- ist vel. En upp úr aldamótunum fóru ýmsir að svífa frá þessari gömlu og góðu stefnu og sveigjast til sarnn- inga. Þótti þeim takandi í mál að sleppa um langan tíma, eða að fullu, hluta af okkar rétti, ef Danir vildu unna oss hins. — Erumgetningur hinnar nýju stefnu var „uppkastiðu 1908. Þegar heimta skal skýlausan rétt lands og þjóðar, er fyrri stefnan sjálfsögð, traústum drengj- um og trúum ein sæmandi, einn- ig sigurvænlegust að lokum. En hún reynir á þoigæði manna. Hin síðari getur ekki komið til mála, nema meira sé heimtað en efni standa til eða tilætlun, og augljós tök séu á að ná í tæka tíð aftur því, sem af hendi er látið- Samt má aldrei slá af grund- valiaratrituðunum. Aðalkrafa vor á hendur Dönum er fullveldiskrafan; insti kjarni fullveldisins er sérstakur, sjálf- stæður borgararóttur; hann er því ekki samhliða eða áhangandi, heldur andi þess og líf. Án sjálfstæðs borgararéttar er sjálfstætt land eða ríki óhugsan- legt. Riki, sem ljær borgararótt sinn, hafnar fullveldi sínu, heftir eða stöðvar sín eigin hjartaslög, stofnar sór í lífshættu eða fremur sjálfsmorð, ef hinsvegar er mann- fleira og voldugra ríki. Þetta er sitt hvað, eða taka útlenda menn í borgaratölu, er þeir gjörast búsettir til lang- frama. Þessu tvennu má á engan veg rugla saman. Hið síðara gjörir hænan, er hún tekur annars fugls unga undir væng sinn, hið fyrra er að stífa vænginn af og breiða ofan á ungann. Að svo mæltu skal drepið á nokkur mikilvægustu atriði nýja „uppkastsins1*. I 1. gr. er tvent nýtt: Viður- kenning Dana á fullveldi Islands og samþykki Islendinga á því að vera í konungssambandi við Dan- mörku. Sá tími mun brátt koma, að Dönum verður þetta vort sam- þykki engu minna virði en oss er viðurkenning fullveldis vors frá þeirra hálfu. Vér höfðum að fornu og nýju íullan þjóðarrótt til fullveldis og viðurkenningar Dana á því. Konungur Dana hefir engan frumrótt til ríkis á Islandi. Is- lendingar hafa aldrei hylt hann löglega; að eins kúgaðir, örfátt manna, harkað saman, í Kópa- vogi. Danir hafa því þegar í þessari grein fengið snúð sinn að fullu borgaðan og fram yfir það. Þar á móti mætt.i vel vera, að íslendingatnir hafi verið helst til veiðibráðir, en nokkur vorkunn var þeim, ef haldið hefðu dáð og dug, jafnan síðar. En því er ekki að beilsa. Með 6. gr. láta þeir hlut Is- lands ráðlauslega fyrir borð bor- inn, kasta burt kjarna fullveldis- ins, frumburðarrótti landsmanna, í staðinn fyrir hýðið af dönskum baunurn. Fásinna er að veita þegnum annars rikis fullan borgararótt, þó svo jafnt væri á koinið sem hugsast inætti hór á jörðu. Þar við bætist, að svo skemmilega er skift með íslandi og Danmörku, að hún nýtur allra hagsmuna af slíkum ákvæðum, en Island tekur tjón eitt eður hégóma í móti. Land vort á einhver fengsæl- ustu fiskimið í heimi; Danmörk lítilfjörlegar, lang-urnar reitings- slóðir. Danir hafa lítið, fullbygt, þaul- ræktað land. Islendingar hafa allstórt, lítt bygt og enn að mestu óræktað' land; að mörgu eitt með þeim beztu og búsælustu, þótt hart só kallað. Danir hafa ekki vatri nema til drykkjar fyrir menn og skepnurr og þó ilt. Islendingar hafa fjölda af ám og fossuin, sem telja má víst að verði ómetanlegt afl til allskonar starfa. Þá hafa Danir þrítugfaldan mannafla móts við oss og miklu meira lausafó að tiltölu. I stuttu máli: íslendingar leggja í félagsbúið: Afbragðs fiskimið, mikið land- rými og ótæmandi vatnsafi. Danir þar á móti: Nauða-rírar fiskileitir, fáeina horskækla á Jótlandsheiðum, leir- sprænur með forarpollum á Sjá- landi og lokaða útsýn til Græn- lands. Islendingar leggja fram metfó, Danir skjaldaskrifli og bauga- brot. — — — Danir eiga kaupskip mörg, en vér að eins fá. Vor skip eiga fyrir hendi að fjölga, og mun þess varla langt að biða, að Dönum þyki þau sýnu fleiri en þeirra högum hentar. Þess vegna má gjöra ráð fyrir, að til samkepni geti komið um siglingar hér við land. Dönum er fullkunnugt, af sinni eigin og ýmsra annara þjóða reynslu, hve áríðandi er að geta ráðið skipagjöldum og öðru því, er snertir siglingar innanríkis. Þenna þýðingarmikla rótt vilja þeir fyrir hvern mun að vór semjum af oss í sínar hendur„ verður þeim eftir það auðvelt að hafa siglíngar vorar á sínu valdi, svo framarlega sem þeir vilja; en viljann þarf vist ekki að efa, svo mikið hafa þeir á þeim grætt. Það, sem nú hefir sagt verið um 6. gr., er meira en nóg til þess að sýna, hver skaðræðisgrip- ur hún er fyrir oss. Samt vantar mikið á, að gallar hennar séu upptaldir. Þetta blasir best við, er inenn

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.