Norðri - 17.10.1912, Blaðsíða 2

Norðri - 17.10.1912, Blaðsíða 2
126 NORÐRI. Nr. 33 Ymsar athugasemdir um sambandsmálið. Lítillega er byrjað að ræða sambands- málið bæði í íslenzkum og dönskum blöðum, og búast má við að það verði gert betur áður líkur. Pegar eru farnar að koma fram mjög mismunandi skoð- anir um málið, og aðstöðu samnings- aðilanna. Pótt sumar þessar skoðanir séu gamlir kunningjar koma þær þó fram í öðrum búningi en áðmv Mig langar til að fá leyfi til þess að fara nokkrum orðum um þessar skoð- anir, sem farnar eru að busta á yfir- borðinu í íslenzkum og dönskum blöð- um, og reyna jafnframt að setja á flot nokkrar gamlar skoðanir, sem fyrrum þóttu ferjandi þegar tilrætt var um sam- band Dana og íslendinga. Hinar tryggu leifar Sjálfstæðismanna eða Ingólfsmenn vilja í engu víkja frá kröfum Sjálfstæð- ismanna 1909. Hafa að vísu enga von um að þær kröfur fáist að svo komnu. Þeim þykir nú óhentugur tími til samn- inga og hafa fundið það upp í sumar, að Danir hafi þegar viðurkent ríkisrétt- indi íslands með stöðulögunum, og láta i Ijósi að við þurfum raunar ekkert við Dani að semja, við höfum stöðulögin og séum góðir, og með því að beita þeim rétt og með fuliri einurð getum vér sýnt Dönum í tvo heimanna.*) Svo er að sjá sem Ingólfsmenn vilji ekkert við Dani semja, én hafi hins veg- ar ekkert á móti því að vér heimtum rétt vorn af þeim. { kjölfari Ingólfs syndir Skúli. í dönskum blöðum syngur prófessor Knud Berlín nokkuð við annan tón. í ritgerðum hans í blöðum Dana kemur sú skoðun ótvírætt fram að danska þjóð- in eigi að ráða því eingöngu, hvernig afstaða vor er í ríki Danakonungs. Tel- ur hann það ófært að íslendingar séu að reyna að ná konungi á sitt band i samningum við Dani. — Auðsætt er og á ummælum Berlíns, að hann er ein- ráðinní að vinna móti því að ísland verði nefnt sérstakt ríki, og að hann mun reyna að troða sér inn í nýja milli- landanefnd, verði hún skipuð, og þess verði nokkur kostur. Kunnugir menn telja þó fremur ólíklegt að Berlín verði kvaddur í slíka nefnd, þótt hún yrði skipuð. Peir sem athuga þessar skoðanir þeirra Ingólfsmanna og Knud Berlins sjá fljótt að milli þeirra er mikið bil. þó er-, einn skyldleiki með ritgerðum þeim, sem flytja þessar skoðanir, sá, að í greinum Berlins kemur fram kali til íslendinga og spott á stöku stað, og í greinum Ingólfsmanna kemur fram sami andi til Dana. Inn á það svið, sem er á milli skoð- ana Berlins og Ingólfsmanna vildi eg leyfa mér að skjóta nokkrum skoðunum «1 þess að upplýsa að vel er hægt að sýna fleiri hliðar á sambandsmálinu heldur en Ingólfsmenn og Berlín gera. Rótt eg verði með því milli tveggja elda og eg geti búist við að á skoðanir þær, sem eg ætla að bera fram, verði ráðist frá tveim hliðum, hefi eg von um að þær verði aldréi rifnar niður til grunna, enda hafa þær fyr í eldi verið og haldið lit. *) Pað fóru sumir að brosa í sumar að þingsályktuninni, sem borin var upp um öll þau réttindi er stöðulög- in veittu oss, af sömu mönnum sem samþyktu þingsályktun í fyrra um að neita gildi stöðulaganna, þ. e. þess- ari miklu réttarbótar, sem nú á að skáka Dönum með. Eg skal viðurkenna að það er spaug- laust fyrir mig, alþýðumann lítt sögu- fróðan, að etja kapp við skoðanir þeirra skjalagrúskara sem að Ingólfi standa og Berlins sem altaf fæst við gömul og ný íslenzk stjórnmál auðsjáanlega í þeim tilgangi, að véra sem bezt við því búinn að spilla fyrir sjálfstæðismáli ísléndinga. En af því miklu meira vit, mannúð og fyrirhyggja er í stefnumiði þeirra skoð- ana, sem eg vildi minna á, og eru öllu auðskyldari, vona eg að alþýðumenn aðhyllist þær eigi síður en hinar ein- hliða og þröngsýnu skoðanir Ingólfs og Berlins. Pað eru flestir alþýðumenn á íslandi, sem vita það, að fyrir miðja öldina sem leið var konungurinn í Kaupmanna- höfn einvaldur yfir Dönum, íslending- um og að nokkrn leyti einhverjum þýzk- um fylkjum sem næst láu Danmörku. Um miðja öldina urðu Danir, Pjóðverj- ar og jafnvel íslendingar hrifnir af frels- ishreyfingum sem gengu um álfuna. Danir og Pjóðverjar snéru sér til konungs og báðu um löggjafarþing og þing- bundna stjórn, og varð konungur við þeim tilmælum. Vildu þá þýzku fylkin fá sjálfstjórn, vildu eigi að konungur afsalaði þingi Dana umráðum yfir sinni löggjöf og sínum málum. Hinar sömu óskir báru íslendingar fram fyrir konung eða stjórn hans. Ressar óskir eða kröf- ur byggðust á því, að þegar einvaldur konungur fengi þjóðum þeim, sem hann réði fyrir, nokkuð af valdi sínu þá væri rétt og eðlilegt að hver þjóð um sig í ríki hans tæki við hinu eftir gefna valdi og reyndi að hagnýta sér það sem bezt. Sögumenn segja að íslendingar hafi viðurkent einveldi konungs, og því var krafa þeirra svo eðlileg að þeir fengju aftur hið eftirgefna vald að því leyti sem konungur gaf það eftir hvað ís- land snerti. Hið réttmæta í þessari kröfu íslendinga hafa konungar altaf viðurkent, og þótt stjórn þeirra hafi stundum verið erfið í garð íslend- inga, höfum vér þó fengið löggjafar- þing og fjárráð eins og Danir. Pýzku fylkin gengu undan ríki konungs um það leyti að verið var að semja um sjálfstjórn þeirra, hvort það kom til af seinlæti ráðherra konungs að átta sig á því að réttmætt væri að þau fengju fulla sjálfstjórn eins og danska þjóðin eða af öðrum ástæðum skal eg ekkert dæma um. Það mál eru nú skörpustu sögufræðingar Dana að athuga, og væri eins mikil astæða fyrir próf. Berlin að ransaka það eins og skrifa Iangt mál um skilnað Svía og Norðmanna og koma fram með þær ályktanir, að sam- band þeirra hafi slitnað af því að það hafi verið offrjálslegt. Framh. Uppruni lífsins. í útlendum blöðum er mikið rætt um fyrirlestur, sem haldinn var á ársfundi enskra náttúrufræðinga í Dundree af prófessor Schaeffer um uppruna lífsins. Hann hélt þvf þar fram, að takmarka- línan milli hinna lifandi og dauðu efna í ríki náttúrunnar væri hvergi nærri eins ákveðin og vísindamenn hingað til alment hefðu hugsað sér. Viss efnasam- bönd væru uppruni lífsins, án yfirnátt- úrlegra áhrifa. Vísindin hefðu nú náð svo miklum framförum í þekkingu á efnafræðinni og þeim grundvelli, sem hún gæfi til skoðunar á uppsprettu lífs- ins, að hann sæi énga ástæðu til að efa þann möguleika, að líf yrði framleitt í dauðu efni — á vísindalegan hátt. Hann kvað nú á tímum svo komið, að menn yrðu að hallast að þeirri skoð- un, að lífið yrði til fyrir smábreytingar í hinu dauða efni, er gengi stig frá stigi, þar til komið væri upp fyrir tak- markalínuna, er skildi milli þess, hve- nær hægt væri að ákveða hvort efnið skyldi teljast til hinnar lifandi náttúru, og að sköpunin væri því altaf að ger- ast. Líf hvers einstaklings yrði að skoð- ast eins og heildarverkun alls lífs í ein- stökum frumlum hans, en af þeim tapi aðeins nokkur hlutinn lífsmagninu við dauða einstaklingsins. Próf. E. A. Schaeffer. Hann kvað hina lifandi náttúru Iúta öllum hinum sömu efnafræðislögum og hina dauðu. Vísindamenn gætu nú á efnaransóknarstöðvum framleitt mörg þau efni, sem væru I líkömum manna °g dýra, og öll líkindi væru til þess að framleiðsla lífs á þann hátt væri ekki eins fjarlæg og alment væri ætlað. Ræðunni hafði verið mjög vel tekið á fundinum. En síðan hefur hún víða vakið öflug mótmæli. Hún var prentuð orðrétt í »Times« nokkru eftir að hún var haldin, en hér er farið eftir útdrætti í »BerIingstíðindum«. (Lögr.) Illa flæktir og þverkræktir. Pað er mælt að kolkrabbinn spúi bleki þegar hann er flæktur í neti eða kræktur. Kaupamenn Norðurlands spúa ill- yrðum einum og hrakyrðum þegar þeir eru búnir að margflækja sig í neti sinna eigin lyga, og hamast þá eins og þver- kræktir þorskar. Eins og eg héfi áður skýrt frá auðn- aðist mér í fyrstu atrennunni aðsökkva flestum vitleysum úr tveim grein- um þeirra í sama blaði Norður- lands í sumar (og það svo greinilega að engri þeirra hefir en skotið upp aft- ur), nema þeirri að heimastjórnarflokk- urinn væri lagður niður. Þeirri lýgi ætluðu kaupamenn að reyna halda uppi, þó nokkurt hik kæmi á þá við ádrepuna frá mér, sem sézt á því að 24. ágúst einUtn degi fyrir þinglok segja þeir: »Auðvitað getur flokkurinn risið upp síðar að nýju, en ekki með öðru móti en að rjúfa Sam- bandsfIokkinn,« (Eg bið lesendur að gæta þess, að þetta segir Norðl. á laugardag, en árdegis mánudaginn eftir er þinginu slitið, Blaðið gerir síðar til- raun til að flækja sig^frá þessum skýru ummælum með því að segjast hafa átt við síðar á þinginu, en auðsætt er að það er gert í ráðaleysi þar sem um- mælin koma fram rétt fyrir þinglokin). Eg fór þá aftur á stúfana í »Norðra« °g gerði svo Ijósa grein fyrir að Heima- stjórnarflokkurinn væri við lýði, að eigi tjáði í móti að mæla. Sauðþráinn kom þá fram í kaupum, þeir vildu ekki urnsvifalaust renna þeim ósannindum niður að Heimastjórnar- flokkurinn væri lagður niður og finna því upp á því að segja að flokkurinn hafi verið endurreistur, en geta þess þó eigi að Sambandsflokkurina væri rofin, sem þeir áður höfðu sagt að væri skil- yrði fyrir að flokkurinn yrði reistur við. Eg benti þeim þegar á, að nú væru þeir orðnir tvísaga, og að þetta væri það sem kallað væri »að slá sjálfa sig á munninn.« Rá fyllast kaupamenn bræði mikilli (efalaust af því að eg sýndi ótvírætt fram á að þeir væru farnir að löðrunga sjálfa sig) og vaða upp á mig með hrakyrðum kalla mig saurblaðasnáp og fleiri Ijótum nöfnlim, og vilja nú óvæg- ir frá að skjóta því inn í fyrri frásögn sína »á þessu þingi.« Af Norðurlandi varð það Ijóst að kaupam. vilja reyna til að snúa út úr sínum eigin orðum til þess að leitast við að dylja skömmina, sem þeir eru komnir í. Reir liöfðu talið Heimastjórnarflokk- inn lagðan niður af því sett hafði ver- ið tipp að þingmenn í Sambandsflokkn- um mættu eigi vera öðrum flokksbönd- um bundnir á þinginu, en segja svo í sömu andránni »auðvitað getur flokk- urinn risið upp síðar,« (n. I. þegar þingmönnum væri frjálst að vera bundn- ir flokksböndum annarstaðar.) Regar þess er og gætt, eins og áður er ávik- ið, að ummælin, sem blaðið vill snúa út úr fyrir sjálfu sér komaframtveim sól- arhringum fyrir þingslit, nær engri átt að segja nú að orðið »síðar« hafi átt einungis við þingtímann, og engum sem athugar málið mun koma til hugar að trúa því þótt kaupamennirnir haldi því nú fram í vandræðum sínum. Eg þori óhræddur að leggja það undir dóm óvilhailra manna, sem vilja athuga þetta að eg hér sneri ekki út úr orðum kaupam. heldur eru þeir sjálfir að reyna að gera það. En það ættu kaupamennirnir að viía, að það er eigi þeirra meðfæri að Ijúga sig út úr þeirri flækju sem þeir eru komnir f í þessu máli. Allar tilraunir þeirra í þá átt verða þeim bara til háð- ungar og reira enn fastara að þeim þeirra eigið ósannindanet. Pað er líklega Kaupahéðinn sem á það skeyti þeirra, að Verzlunarmanna- félagið hafa ekki beðið hann að hælast um neitt. Eigi er mér kunnugt um það, en hitt get eg sagt kaupam., að sá sem auglýsti þetta einkennilega vega- bréf frá verzlunarmannafélaginu (inn á blaðamenskubrautina) í Norðra og skrif- aði með því alvarlegar áminningar til þeirra var verzlunarmaður og er í verzl- unarmannafélaginu, en ókunnugt er mér um hvort hann hefir gert þetta í umboði annara félagsmanna. Líklega hefir hann haldið að kaupa- mennirnir sjálfir yrðu fremur tregir til að sýna »passann,« en viljað að fólk viltist eigi á mönnum þar sem kaupa- menn Norðurl. væru á ferðinni. Hrakyrðum kaupamannanna til mín skeyti eg engu, eg hefi aldiei ætlað mér að eiga annað við þá, en við og við að fletta ofan af ósannindum þeim, sem verið er að láta þá breiða út um land- ið, og reka ofan í þá aftur mögnuðustu vitleysurnar, sem þeir stundum koma með við slík tækifæri. Retta er að vísu ekki þakklátt verk og árangurinn af því starfið sést oft ekki undir eins, en þó tel eg ekki rétt að láta framhleypn- um og óhlutvöndum gorturum haldast það uppi óátalið að fara með helber ósannindi um ýmsa mæta menn þjóð- arinnar eða heiðvirða flokka, enda þótt menn viti að þeir stundum láta aðra

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.