Norðurland

Tölublað

Norðurland - 02.09.1911, Blaðsíða 4

Norðurland - 02.09.1911, Blaðsíða 4
Nl. 140 landa er nú Christensen nokknr, skip- stjóri í Arósum. Synti hann nýlega 2V4 danska mílu í einu á 12 klukku- tímum. Nýlátinn er Peder Madsen Sjálands- biskup. Varð hann 68 ára að aldri; hafði hann lengst af verið prófessor í guðfræði við Hafnarháskóla (frá 1875) þangað til hann varð Sjálandsbiskup fyrir tveim árum, er Skat-Rördam lézt. Hver eftirmaður hans verði er óráðið enn, en talið sennilegt, að það verði Koch biskup í Rípa-stifti. Carlton-hótel í London brann nýlega til kaldra kola; komust allir undan nema einn, ameríkskur leikari, er brann inni. Flugslys tvö hafa orðið hér f Dan- mörku nýlega. Poulain flugmaður datt nýlega niður úr 300 stikna hæð við Álaborg og skaðskemdist allur; er þó sennilegt, að hann lifi það af. Daginn eftir datt annar flugmaður þar niður, danskur maður Nielsen, er nýlega hafði fengið flug-skfrteini; skaddaðist hann sömuleiðis og var fluttur á spítala. X Sektir fyrir ólöglega veiði. Eftir óspektirnar um daginn á Siglu- firði, varð það að samkomulagi miili lögreglustjóra hér og stjórnarráðsins að senda Guðmund Guðlaugsson héð- an af Akureyri til aðstoðar lögreglu- stjóra á Siglufirði. Vitanlega er fé ekki veitt til þess í fjárlögum og sýnir það að stjórnarráðið telur sér skylt að halda uppi reglu, hvað sem lögreglu- stjóri hér hefir eftir því um það mál. Hinsvegar má fullyrða að þetta var vel ráðið, því Guðmundur er ötull og ódeigur til framgöngu. Á þriðjudaginn var tók Guðmundur sér far út á sjóinn með skipinu Marz. Hittu þeir tvö skip að ólöglegum veiðum á Skagafirði, skipin Herlöv og Havhesten. í annan stað kærði skip- stjórinn á »Freyr« skipið Heim fyrir Ólöglegar veiðar þá sömu nótt og enn hefir skipið Marz kært skipið Aibion fyrir hið sama brot. Málum tveggja skipanna er nú lok- ið ^á föstudag). Havhesten fékk 400 kr. sekt, Heim 800 kr. sekt og 30 kr. málskostnað. Búast má við að bæði hin skipin verði sektuð hið bráðasta. liókasriöf frá Noregi. Stærsta bókaútgáíufélag Norðmanna, Aschehoug & Co í Kristjaníu, hefir boðið að gefa L^ndsbókasafninu eitt eintak af öllum þeim bókum, er fé- lagið hefir gefið út. Tilefnið er stofn- un háskólans hér á landi. — Það er rétt eins og Danir, sem fjandskapast út af háskólastofnuninni, þótt ætíð hafi áður talið eftir íslendingum há- skólastyrkinn í Danmörkn. Spearielen heitir norskt blað, sem nýlega er farið að gefa út í Þrándheimi, ritað á nýnorsku. Er það mjög velviljað ís- landi, ritar meðal annars mjög hlýlega um síra Matthías Jochumsson og ferð hans í Noregi í sumar. Lagrlegra bjargrað sér. Einn óleyfilegur áfengissali á Siglu- firði hafi*i r.ýlega fengið með einu skipi 2 tunnur af whisky, 2 af konjaki, I af rommi og I af brennivíni. Rétt áður hafði hann fengið yfir IOO kassa af Hansaöli. Skyldi mönnum þá ekki fara að skiljast það, hvernig á því stendur að Norðmennirnir verða druknir. 1 Kjötbúðinfli fæst: allskonar niðursoðið Kjötmeti Fiskmeti Qrænmeti Sætmeti Súrmeti Ostar, margar teg. Laukur o. m. fl. « I Kaupfélagsverzlun Eyfirðinga fæst: RegnKápur, síðar og stuttar. Klossar. Olíuvélar með 3 kveikjum. Epli, þurkuð. Kakao, tvær tegundir. Bláber, þurkuð. Möndlur, sætar og bitrar. Súkkat. Makrónur. Meðalalýsi, í V2 flöskum. AUskonar Nauðsynjavara, Kaffi, Sykur, Tobak, Álqavara o. m. fl. Tanrilœkningar. Fröken , Thaarup er nú að hitta í steinhúsinu, Hafnarstræti 84 (helzt frá kl. 9—1 og 2—6), og gerir alt sem tilheyrir tannlækningumeftir þeim beztu nútíðaraðferðum og með bezta efni. Mjög sanngjarnt verð. Hjá undirrituðum er grár stroku- hestur, Ijónstyggur. Mark: gat hægra og biti fr. og tvíbitað aftan vinstra. Réttur eigandi gefi sig fram, borgi auglýsingu þessa og pöss- un á hestinum. Bakka í Fnjóskadal 24. ágúst 1911, Benedikt Jónatanssorj. Pragtkatalog for 1911 I det dansk-norske Sprog er nu ud- kommet og sendes gratis og franko og uden Kobe- tvang til enhver, som skrlver derefter. Kataloget indeholder Cykler Mærke ,,Jagdrad“ fraKr. 40.- com- plct med Oummi, Cykledækog Cykleslanger til fabelagtig billige Priser, alle Slags Cykle- dele, Symasklner, Jagt- Forsvars- og Luksus-Vaaben, Lædervarer, Staalvarer, Qa- lanterivarer, Uhre, elektriske Lommelamper, Musikinstrumenter, Barberapparator o. s. v. 160 Sider stærk! - over 1000 Afbildnlnger I Salg direkte til Private til Fabrikspriser. De tyske Vaaben oq Cykelfabrlkker H. Burgsmuller & Sonner, Kreiensen (Harz) »5 Tyskland. Breve koster 20 ere og Brevkort 10 are i Porto. Qagnfrœðaskólinn á Akureyri. Nemendur, sem tóku ársprót við skólann í vor eða sótt hafa um inngöngu í haust, en búast við að geta eigi verið f skólanum næsta vetur, tilkynni mér Öað lafarlaust, svo aðrir geti komist að í þeirra stað. Gagnfræðaskólanum 31. ágúst 1911, Stefán Stefánsson. Unglíngaskólinn á Sauðárkróki: Skólaárið frá 1 nóvember — 1. maí. Kenslustundir á dag 4 — 5. Kenslugreinir: íslenzka, danska, enska, náttúrufræði, landafræði, saga, reikningur, teikning, söngur og leikfimi. Umsóknir sendist til annarshvors undirritaðs. Sauðárkróki og Veðramóti 8. ágúst 1911. F. h. stjórnarnefndar unglingaskólans Árni Björnsson. Jón Björnsson. Til sölu ei u fiskiskipin Kutter QUNNVÖR og Kutter NIELS VAQN. Gunnvör er járnskip að stærð 75.18 tons, en JSJiels Vagrj er timburskip 65 tons. Bæði skipin hafa ávalt verið vel hirt og eru bæði 1. flokks skip. Allar upplýsingar viðvíkjandi sölunni gefur J. P. T. Brydes verzlun, Reykjavik. Lífsábyrgðarfélagið „Krónan“ í Stokkhólmi er eitt af beztu og útbreiddustu lífsábyrgðarfélögum á Norðurlöndum. »KRÓNAJM« endurborgar læknisvottorð líftryggjenda sinna. »KRÓNAN« tekur lægri iðgjöld en önnur lífsábyrgðarfélög. »KRÓNAN« útborgar lífsábyrgðir hvort sem óskað er í lifanda lífi (þó fyrst eftir 10 ár) eða við dauðsfall. »KRÓNAN« tekur börn og fullorðna í lífsábyrgð sína og iðgjöldin 1 sinni til 4 sinn- um á ári, eftir því sem hverjum er hægast að greiða þau. Látið ekki dragast að tryggja líf yðar og gerið það í Iífsábyrgðarfélaginu »KRÓNAN« Aðalumboðsmaður fyrir ísland er: r Gunnar Olafsson kaupmaður, Vestmannaeyjum. Umboðsmenn út um land eru: Sigurður Hjörleifsson alþm. og ritstjóri á Akureyri. Fröken Sigurbjörg Jónsdóttir, Reykjavík. Þorsteinn Þorsteinsson bókhaldari í Vík. Áreiðanlegir og duglegir umboðsmenn óskast sem fyrst. KLÆDEVÆVER EDELIJMG VÍBORO, DANMARK. sendir 10 álnir af svörtu, gráu, dökkbláu, dökkgrænu eða dökkbrúnu »Ceviot«-kIæði úr alull í fallegai) kvenkjól fyrir einar 8 kr. 85 aura, eða 5 álnir af tvíbreiðum, svörtum, dökkbláum eða grámöskvóttum alullar- dúk í fallegan og endingargóðan karlmannsfatnað fyrir einar 13 kr. 85 aura. Kaupandinn þarf ekki að borga flutningsgjald. Þetta er áhættulaust, því að hægt er að skila efninu aftur eða fá skifti, &t mönnum líkar það ekki. Ull er keypt fyrir 65 aura pd. og prjónaðar ullartuskur fyrir 25 aura pundið. Prentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.