Norðurland


Norðurland - 14.11.1917, Blaðsíða 2

Norðurland - 14.11.1917, Blaðsíða 2
NI. 162 Herbergfi til leigu. Ritstj vísar á- Leiðarþingsómynd hélt Einar Arnason á Eyrarlandi á Grund í Eyjafirði 9 þ. m. Voru þar mættir milli 50 til 60 kjósendur, á-, samt báðum þinguiönnum Eyjafjarðar- sýslu. Einar Arnason var aðalfundar- boðandinn og skýrði hann frá allmörg- um málum, er Alþingi hafði baft til meðferðar í jumar. Fór hann fljótt yfir sögu, enda liklega ekki búist við að. sér entist dagu/' ef nákvæmlega skyldi frá skýrt. Frásögn bans var ekki ó- skýr, en þó fanst mér, sem var á- heyrandi, flokkun hans á málum ekki góð og gersamlega samhengislaus, sem heildai frásögn þess manns, er hefði átt að geta gefið glögt yfirlit yfir störf þingsins og stefnumið. Af frásögninni gat tnaður þó skilið, að þingið hefði snúið inn á nýjar brautir í eftirfylgj- andi atriðum: 1. Að veita styrk til að ala upp börn embættismanna og fé til að lána þeim, er talið er að ekki geti unnið fyrir sér. 2. Að sektir séu hækkaðar og jafn- vel menn fangelsaðir fyrir lítilfjörlegar lagayfirtroðslur. 3. Að embættismenn haldi fullum eftirlaunum, þótt þeir að áliti þing- manna hafi aldrei verið færir um að gegna embættum sfnum o fl. En fyrir þessum og þvíh'kum áttamörkum gerði þingmaðurinn iitla grein. Stefán Stefánsson lýsti nokkuð starfi landbúnaðarnefndarinnar og skýrði frá fleiri málum. En við þá frásögn*Iyfti hann ofurlftið blæjunni frá landssjóðs- eyðsiu þingforsetanna, svo hægt var að koma auga á, hvernig eyðslusemi þeirra annarsvegar, en takmarkalaus launagræðgi og bitlingasnfkjur ýmsra slæpingja f Reykjavfk hinsvegar, leggj- ast á eitt með að eyða tekjum lands- ins. Þegar frásögn þingmanna var lokið, bauð Einar Árnason kjósendum að bera fram fyrirspurnir, ef þeir vildu, Óskuðu þá tveir kjósendur eftir, að fundarstjóri væri kosinn, sem ekki hafði verið gert, þá þingmenn byrjuðu frá- sögn sfna, en þessu neitaði EinarÁrna- son. Varð út af þessu allmikið þras, sem endaði með því, að Einar kvaðst mundi stýra umræðunum sjálfur, gerði hann það nokkurnveginn sæmilega, þar til að því kom, að einn kjósandi gerði fyrirspurn um það, hvernig stæði á hinu afarháa þingfararkaupi St. Stefáns- sonar á þingið f fyrravetur, og drótt aði því að þingmanninum, að hann mundi þar hafa farið lengra en lög leyfðu; vísaði hann þar til greinar í »Lögréttu«, sem hann vildi fá upp- lesna, kjósendum til fróðleiks. Þessu neitaði Einar Árnason og kvaðst ekki leyfa að lesa neitt upp um íjærverandi þingmenn. Varð úr því þjark nokkurt, er enti með því, að greinin var lesin upp, en er upplestrinum var lokið, hröklaðist Einar Árnason frá fundar- stjórn og settist utar í húsinu. Kjós- andi sá, er las upp nefnda grein, stóð þá upp og talaði nokkur þung alvöru orð til 1. þingmanns Eyfirðinga, sem hlýddi á mál hans. Sá er þetta ritar, stóð þar nokkuð frá, og heyrði því naumasl alla ræðuna, sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: »Það kann nú að vera mannlegur breyskleiki, að vera nokkuð írekur á þingfararkaup og f þvf tiiliti fara lengra en lög leyfa, enda á landssjóður nú á tímum enganArnljót lengur til vernd- ar. En það verð eg að segja, að það vakti undrun mfna, þegar eg sá það í blöðunum í sumar, að 1. þingm. Ey- firðinga var orðinn flutningsmaður, á- samt tveimur öðrum Iítilsigldum þing- mönnum, að frumvarpi, er herða skyldi á hegningu fyrir bannlagabrot, bæði með hækkun sekta og fangelsishegn- I verzlun Ctto Tutinius Akureyri eru nýkomnar miklar birgðir af alskonar vefnaðarvörum svo sem hvít.léreft bl. og óbl. sherting, nankin, lasting og alskonar fóður, rúm- teppi mislit, kjólatau, hvítt madapolan mjög fínt lér- eft til áteiknunar og fleira. Erindrekastörf fyrir Fiskifélag íslands. Erindrekastarfiö innanlands er laust. >írs- íaun 3000 kr. Veitist frá 1. janúar 1918. Umsókn- arfrestur til 20. desbr. næstk. Erindrekastarf fyrir Fiskifél. Islands fyrir Norðlendingafjórðung er laust. Arslaun 500 kr. Veitist frá 1. janúar 1918. Umsóknarfrestur til 30. desbr. næstk. Stjórn Fiskifélags íslands. ingu, eíi þó tók út yfir, að í frum- Varpinu stóð upphaflega ákvæði, sem ótvírætt hefði leitt til stjórnarskrár- brots, ef að lögum hefði orðið, sem sé ákvæði um að svifta menn lög- mætri eign sinni, án þess að henni skyldi varið til almenningsþarfa Und- ir þetta fiumvarp, sem þingmaðurinn hafði aldrei hreyft á neinum þingmála- fundi, né nokkrum kjósanda til hugar komið, ritar svo þingmaðurinn og ger- ist flutningsmaður að, annaðhvort af einfeldni eða hugsunarleysi, eða þá að einhver hefir vélað hann til þess. Það virðist vera hart, að sjálfstæðir bændur, sem í sveit sinni eiga að heita í betri bænda röð, og stöðugt ern að troða sér fram í virðingarstöð- ur, skuli fara svona með sig, eða láta fara svona með sig. Leiðinlegt er og að iáta þann orðfóm ganga um land- ið, að Eyfirðingar hafi þann fulltrúa á þingi, er einna frekast auglýsi fávizku sfna í því, að vilja fá lögleidd úrelt og ómannúðleg hegningarákvæði fyrir lftilvægar lagayfirtroðslur, en sorgleg- ast af öllu er þó, að sá þingmaður, sem ekki svffst þess sjálfur, að heimta meira þingfararkaup en lög heimila og dettur ekki til hugar að ákveða þurfi hegningu við þvf lögbroti, skuli ekki blygðast sín fyrir að vera að burðast með Iagafrumvarp á þingi um fang- elsishegningu fyrir brot á þeim iögum, sem samkvæmt réttarmeðvitund allra annara meðlima þjóðarinnar en svæsn- ustu templara, eru álitin brot á per- sónufrelsi einstaklingsins. Eg fæ ekki betur séð, en að sá íulltrúi, er þann- ig kemur fram, sé kjördæminu til van- virðu. Það er mjög lítil bót í máli, þó að einhver vildi telja þingmanninum það til málsbóta, að hann hafi ekki með einu orði reynt að mæla með þessu frumvarpi eða verja það, þegar Framhald, Lög frá Alþingi. Lög um dýrtíðaruppbót handa em- bættis- og sýslunarmönnum landsjóðs I. gr : Fyrst um sinn og meðan verð- bækkun sú, sem nú er á Iffsnauð- synjnm, stendur eða breytist eigi að verulegum mun, þannig að lífsnauð- synjar lækki f verði, veitir landsjóður dýrtfðaruppbót á launum og eftirlaun- um, eftir því sem segir í lögum þess- um. Dýrtfðaruppbót veitist með þeim undantekningum, sem greinir í lögum þessum: i. Embættismönnum landsins, hvort sem þeir eru konunglegir em- bættismenn eða skipaðir af ráðherra, og veitist aðeins af föstum launum þeirra, greiddum úr landsjóði, sbr. þó 4. tölulið. 2. Þeim, er eftirlauna eða styrktarfjár njóta samkvæmt eft- irlaunalögum eða fjárlögum (8. gr.), svo og þeim, er biðlaun hafa. Dýrtfð- aruppbót af eftirlaunum og styrktarfé veitist aðeins af þeirri uppbæð, sem greidd er úr landsjóði. 3. Sýslunar- mönnum landsins, sem störf hafa f þarfir landsins að aðalatvinnuvegi. Hafi þeir fleiri störf en eitt á hendi í lands- ins þarftr, greiðist dýrtfðaruppbótin að eins af laununum fyrir það starfið, sem telja má aðalstarf sýslunarmannsins. 4. Prestum, hvort sem þeir njóta launa samkv. lögum nr. 46, 16 nóv. 1907, og lögum nr. 49, 11. júlí 1911, eða eldri lögum. Nær dýrtíðaruppbótin að- eins til fastra launa, sem greidd eru úr landsjóði eða prestlaunasjóði, og sóknargjalda presta eftir eldri lögum. Þó skal jafnan draga frá dýrtíðarupp- bót presta, sem hafa ábúð á kirkju- jörð og afgjald hennar er metið til peningagjalds upp í laun þeirra, sama hundraðshíuta af afgjaldinu eins og dýrtíðaruppbótin er rdknuð eftir. 5. Landsféhirði og starfsmönnum hans og skrifstofustjóra Alþingis, svo og öll- ™-----------------'f---------- um starfsmönnum Landsbókasafnsins. Svo heimilast og stjórn Landsbankans að greiða bókara og féhirði bankans dýrtíðaruppbót eftir lögum þessum. 6 Öllum föstum kepnurum við fasta skóla, jafnvel þótt þeir falli ekki undir neinn hinna framtöldu flokka, ef kensla verður að teljast aðalstarf þeirra, svo og stundakennurum landsskólanna. Dýr- tfðaruppbót veitist eigi á árslaun yfir 4600 kr. — Einhleypir menn, sem ekki hafa dúk og disk, fá enga dýr- tíðaruppbót, ef árslaun þeirra nema 2^40 kr. á ári eða meiru. Ef laun þeirra eru lægri, fá þeir tvo þriðju dýrtfðaruppbótar þeirra, er ræðir um f 3. gr. Þeir, sem hafa laun frá 2000 kr. til 2450 kr. á ári, fá dýrtfðar- uppbótina þannig að launin og upp- bótin samlögð verði 2450 kr. — 2. gr. Dýrtíðaruppbótin reiknast af launa- upphæðinni eftir því sem hér segir: 1. Af ársl. 1500 kr. eða minna 40% 2 - — 2300 —.............30% 3. - — ,3100 —...........2O®/0 4. - — 3900 —.............10% 5 - — 4700 —............. 0% og skal reikna millibilið á milli þess- ara launahæða eftir líkingunni: y = 47— x 5 þar sem y táknar uppbótar- 4 prósentuna og x launa upphæðina f hundruðum króna.— 3. gr.: Nú hefir sá, er nýtur dýrtíðaruppbótar samkv. 1 • og 3. gr., börn eða foreldra á skylduframfæri, enda geta eigi slíkir framfæringar hans unnið að fullu fyrir framfæri sfnu, og skal þá bæta við dýrtíðaruppbót hans 70 kr. fyrir hvern framfæring, hafi framfærslumaður ekki 4000 kr. árslaun eða þar yfir.-—4. gr.: Lsndstjórninni veitist heimild til að verja eftir tillögum póstmeistara alt að 20000 kt, á ári úr landsjóði til dýrtfðaruppbótar handa póstum. — 5. gr.: Dýrtfðaruppbótin greiðist f einu eða tvennu lagi fyrir árið 1917, að frádreginni þeirri dýrtíðaruppbót, sem greidd hefir verið það ár samkvæmt lögum nr. 23, 3. nóv. 1915. Ef dýr- tfðarupppót verður greidd lengur en fyrir árið 1917, greiðist hún eftir á fyrirhverja 6 mánuði.—6. gr.: Stjórnar- ráðið úrskurðar um öll vafaatriði út af Iögum þessum, og verða þau eigi borin undir dómstólana. — 7. gr.: Lög þessi öðlast þegar gildi, og falla um leið úr gildi lög nr. 23, 3. nóv. 1915, um dýrtfðaruppbót handa em- bættis- og sýslunarmönnum landsjóðs. Lög um alme:ma hjálp vegna dýrtfð- arinnar: I. gr.: Á meðan Norðurálfuó- friðurinn stendur, er landsstjórninni heimilt að veita sýslufélögum, bæjar- fjelögum og hreppsfélögum lán, til þess að afstýra verulegri neyð, að dómi sveitarstjórna, af dýrtíð og matvæla- skorti. Lánin standi vaxta- og afborg- analaus, þar til 2 ár eru liðin frá ó- friðarlokum, en endurgreiðast á næstu 13 árum frá þeim tfma með io°/o ár- legri greiðslu af hinni upprunalegu lánsupphæð. Landstjórnin setur nánari ákvæði um lán þessi, úthlutun þeirra og notkun. Skal leitast við að verja þeim meir til atvinnubóta en hallæris- utyrks beinlínis. — 2. gr.: Ef nauðsyn krefur, skal landsstjórninni heimilt að veita lán, samkv. 1. gr., f vörum, með sömu kjörum sem þar segir. — 3. gr.: Landsstjórninni veitist heimild til að selja bæjarstjórnum og sýslunefndum 2800 smálestir af kolum á, 125 kr lestina á staðnum, þar sem kolunum er skipað á land f sýslunni eða kaup- staðnum. Skiítist kolaforði þsssi niður á sýslu- og bæjarfélög þannig, að hvert þeirra fái við þessu verði sem næst þriðja hluta af kolaforða þeim, er talinn verður að nægja þeim næsta vetur til heimilisnotkunar. Verðmunur- inn greiðist úr landsjóði. sýslu- og bæjarfélög selja kol þessi aftur, án hagnaðar, þeim er helst þurfa hjálpar með, og má vera mismunandi verð á t

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.