Óðinn - 01.02.1906, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.02.1906, Blaðsíða 2
82 ÓÐINN. sínar og handrit. Hann flutti þá til Reykjavíkur og bjó þar næstu 4 árin. Þá gekst hann fyrir stofnun blaðs, sem skírt var »Reykjavíkurpóstur« og kom út árin 1846—49; átti Páll mikinn þátt í ritstjórn blaðsins. En út úr innbyrðis ósam- lyndi milli útgefenda þess blaðs, varð Páll frum- kvöðull að stofnun »Pjóðólfs« 1848, og var það Páll sem rjeði nafni blaðsins. En þetta ár var hann settur sýslumaður í Árness\Tslu, og árið eftir í Snæfellsnessýslu, og gegndi liann því em- bætti til 1854. Þau ár bjó hann í Rjarnarhöfn. 1855 hjelt hann til Khafnar og dvaldi þar það ár og næsta ár, las þá dönsk lög og tók próf í þeim 28. janúar 1857. 1858 var bann settur sýslumaður í Gullbringu- og Kjósar-sýslu og gegndi því embætti lil 1862. Þau ár bjó hann í Reykjavík og svo altaf síðan. 1862 varð hann málaflutningsmaður við Landsyfirrjettinn og var það til 1886. Jafnframt var bann tímakennari við Latínuskólann frá 1866 til 1885, en þá veitti Alþing lionum föst laun til þess að kenna sögu við skólann. Var hann þar kennari til 1893, um haustið. í viðurkenningarskvni fyrir langt og' þarft starf voru honum þá veitt föst ái leg eftir- laun úr landssjóði. Þetta eru margbreytt störf. Páll Melsteð hefur verið bóndi, blaðamaður, sýslumaður, mála- flutningsmaður og skólakennari. Auk þeirra hlaða sem þegar eru nefnd, »Reykjavíkurpósts- ins« og »ÞjóðóIfs«, hefur hann átt þátt í útgáfu og ritstjórn tveggja blaða, »íslendings«, 1860-63, og »Víkverja«; var hann ritstjóri þess blaðs 1873 —74. Þá tók Rjörn Jónsson ísafoldarritstjóri við því blaði og' breytti það þá nafni og var skírt »ísalöld«. í öll þessi blöð ritaði Páll Melsteð mikið og eru margar blaðagrcinar hans merki- legar. »Það mun fágætt, að blaðamaður hafi verið jafnsanngjarn við andstæðar skoðanir og jafn- rjettlátur í dómum sínum eins og hann ávalt var«, segir Dr. Valtýr Guðmundsson i ritgerð, sem hann skrifaði með mynd af Páli Melsteð áttræðum i »Ulustr. Tidende« 13. Nóv. 1902, og' bætir við: »Einmitt af því að þekking hansvar svo framúrskarandi fjölskrúðug, hefur hann ætíð getað litið á málefnin frá fleiri hliðum og áþann hátt komist hjá því að fella einhliða og ógrund- aða dóma«. Sýslumannsstörfum hefur hann gegnt sam- tals í 12 ár, málaflutningsstöi'fum í 24 ár og kennarastörfum við Latínuskólann í 27 ár. Þi'isv- ar hefur hann verið þingmaður Snæfellinga, fýrst 1851 og síðan 1859 og 1660. En nú er eftir að minnast á aðalstarf hans, það starf sem lengst heldur nafni hans uppi; það er sagnai'itunin. Eins og áður er getið, hneigðist hugur Ixans snemma að sagnfi'æði. Skömmu eftir að hann kom frá háskólanum, meðan hann bjó á Brekku á Álftanesi, ski'ifaði hann fyrsta sagnai'it sitt. Það er »Ágrip af merk- isviðburðum mannkynssögunnar«, að miklu leyti þýtt eftir söguágripi A. Kofods. Þessi bók kom út á sjálls hans kostnað, prentuð í Viðey, 1844. Er það liið fyrsta ágrip af almenni'i mannkyns- sögu sem gefið er út á íslensku. Á Brekku var hann einnig farinn að safna til alþýðlegs ági'ips af sögu Islands, og hafði ritað nokkuð af því, en handi'itið fói'st, eins og fleii’a, í brunanum. Þegar Páll kom heim frá Khöfn í síðara skiftið og var sestur um kyi't í Reykjavík, tók hann að rita hina stóru Mannkynssögu sína. Kom Foinaldarsagan út 1864, en Miðaldasagan 1866. Nýja sagan byi'jaði að koina út 1868 og' kom svo út í heftum smátt og smátt til 1887. Rókmentafjelagið kostaði útgáfuna á allri Mann- kynssögunni. Auk jxessa kom út eftir Pál 1879 »Ágrip af almennri veraldarsögu«, og 1891 »Norð- ui’landasaga«, stór bók. Það er siðasta í'it hans og af mörgum talið hið besta. Sagnaxit Páls Melsteðs eru, eins og hann hefur sjálfur tekið frani, alþýðleg fræðirit fremur en vísindai'it. Hann hefur ekki átt aðgang að frumuppspi'bttum sagnavísindanna, en stuðst við nýjustu rit og uppgötvanir erlendra sagnarann- sóknarmanna. Markmið hans hefur veiið, að rita til fróðleiks og skemtunar íslenskii alþýðu, og þessu tvennu fullnægja rit hans svo vel senx fi'emst má vei'ða. Fi'ásögnin er svo laðandi og lýsíngar á einstökum mönnum og viðburðum svo listavel gerðar, að menn sækja ekki einasta fróðleik í sagnai’it hans, heldur lesa þau upp aftur og aftur eins og bestu skemtibækur. Þetta hefur hrotið þeim braut til almennings eyrna og skapað vinsældir þeirra. Án þessa hefðu þau aðeins vei'ið lesin af einstökum fróð- leiksmönnum og þá ekki náð tilgangi sínum nema að hálfu leyli. Að máli og stíl eru þau fullkomin fyrirmynd, enda er Páll einn úr flokki málhreinsunaimanna 19. aldai'innai'. Jeg hef heyi't sagt, að á meðan hann ritaði Mannkyns- sögu sína, liafi hann lesið Njálu á hveijum veti'i,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.