Óðinn - 01.02.1907, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.02.1907, Blaðsíða 2
82 ÚÐINN. ► þau ósköp, sem um það efni liöfðu verið rituð og jafnóðum birtust á ýmsum málum, og er það alt saman svo mikið og vandasamt verk, að við sum- ir hinna myndum vera góðir af, og þykjast ekki liafa lifað til ónýtis, þó æfistarfið væri ekki meira en þessi bók ein; og þó við höfum fengið megin- kjarna þessa ritverks í liinni íslensku bókmenta- sögu hans, þá er hún þó að vextinum til ekki meiri en lítið lamb lijá móður sinni, borin saman við hina. Þegar svo þess er gætt, að Finnur hefur kent við háskólann öll þessi ár og orðið, að minnsta kosti framan af, að kosta miklum tíma til undir- búnings kenslunni, þá vona jeg að menn kannist við, að því er ekki á hann logið, hver afkasta- maður hann sje, enda jafna menn oft til Finns, þegar tilrætt verður um óvenjulegan dug og starfs- þrek manna. Nú mætti ætla, með slíkum vinnubrögðum, að Finnur lokaði sig mikið inni og ætti fremur lítinn tíma afgangs handa almennum málum og hvers- dagslífinu, en svo er þó ekki. Alla þá stund, sem ieg kyntist honum, gaf liann sig að öllum ahnenn- um málum eins og við hinir, og sjerstaklega með áhuga að öllum málum, sem ísland varðaði, og hann virtist jafnan hafa nægan tíma til samtals og umræðu við menn, hvort sem var heima hjá honum eða annarstaðar og fjelagafundi sótti hann manna best og sat þar oft með okkur við glas og gamanræður og man jeg aldrei að við beyiðum hann kvarta um annir eða berja við tímaskorti. Auðvitað notaði hann þó tíma sinn vel, en hversu vel sem hann hefði varið honum, þá hefði liann þó aldrei komið svo miklu áleiðis, hefði hann ekki baft þann annan mikla kost sinn, að vera allra manna fljótvirkastur, svo að þeir segja, sem báða mennina þeklu, að hann skorti þar ekki á við Guðbrand, slík hamhleypa sem hann var þó. Hann hefur og þann kost, eins og Guðbrandur, að hann les fornritin belur en aðrir menn, og segir dr. Kr. Kaalund um Finn (í Biogr. Lex,) bæði að hann sje gæddur óvenjulegu vinnuþreki og sje af- burðamaður að skinnbókalestri, og útgáfur hans sýna, að hann hefur lesið það sumt, sem enginn las áður, enda er hann nú orðinn enginn viðvan- ingur. Nú væri í sjálfu sjer ekki ólíklegt að ætla, að Finnur hefði haft fljótaskrift á einhverju af öllu þessu, svo mikið sem það er, en jeg get ekki bet- ur sjeð, en hann spari oftast hvorki tíma nje fyr- irhöfn til að vanda verk sín og sje oft strangur við sjálfan sig, þó auðvitað geti altaf sjest yfir eitthvað, og það segja þeir menn, sem lofa Finn ekki fyrir það sein hann á ekki skilið, að fengur \ sje í öllum útgáfum hans, og liann hefur oft með glöggskygni og lærdómi greitt þar úr vondum handritaflækjum, og þó eilthvað kunni að mega greiða þar enn betur, eins og dr. Björn Olsen hef- ur skrifað um afstöðu Melabókar að Landnámu, þá má enginn ætla að Finnur eða aðrir vænti þess, að hann hafi gengið svo frá öllu alstaðar, að þar þurfi enginn maður að koma að framar. Svo hugsar enginn og síst Finnur sjálfur; til slíks er ekki ætlast af neinum manni, en hverjum manni nægur heiður, að hafa int af hendi ein bestu verk sinnar tíðar í sinni grein, og að þeim útgáfum hans, sem jeg hef sjeð, vildi jeg einkanlega finna það, að fjelögin, sem þær hafa kostað, selja þærsum svo háu verði, að við höfum fæstir efni á að kaupa nema þær ódýrustu, og liefði það þó ekki verið nema sanngjarnt og hugult, að við hefðum getað eignast þær með minni afarkostum og verið látnir njóta þess, að þetta er þó nær alt frá okkur komið, og að lijer er sú eina alþýða, sem þetta Ies, og mundi, að skaplegu verði, kaupa meira ein en þessi bóka- söfn utanlands og þær fáu hræður þar, sem þess- ar bækur lesa. Vísindagildi rita Finns Jónss.eða vísinda-atgervi bans í heild sinni skal jeg sem minst dæma. Par væri viðurkenning mín honum lítið lof. En Björn Ól- sen segir í Skírni, þar sem liann þakkar Sigurði Kristjánssyni fyrir að kosta hina íslensku útgáfu Sæmundar Eddu, að það sje, »ekki minna þakk- arvert, að kostnaðarmaðurinn hefur fengið þann mann lil að sjá um útgáfuna, sem telja má til þess færastan al' samtíðarmönnum vorum islensk- um, prófessor Finn Jónsson. Nafn hans er trygg- ing fyrir því, að útgáfan sje vönduð i alla staði að efninu til«. Þessi orð frá þeim manni hafa meira gildi. Og þó Ólsen finni að sumu í útgáf- unni, einkum sem alþýðubók, þá er hún öngu að síður mjög vönduð. Hitt er annað mál, að við hefðum margir kosið skýringarnar fyllri og jafnvel að sumar orðmyndirnar hefðu ekki verið fyrndar, úr því enginn kostur er á að færa kvæðin aftur í hinn forna ham, þó þessar orðmyndir trufli víst reyndar alþj'ðu manna sama sem ekki. í heild sinni má telja það sem höfuðeinkenni á vísindastörfum Finns, að liann heldur sjer sem mest við jörðina og reynir að greiða fram fir J

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.