Óðinn - 01.02.1908, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.02.1908, Blaðsíða 5
ÓÐINN 89 ríks liálfu; lá þá við sjálft, að Eiríkur yrði gerður sekur skógarmaður á Bretlandi, meðan hann kom engum vörnum fyrir sig, en þegar hann hafði fært fram gögn sin og varnir allar, og eftir að greinin frá embættismönnum og öðrum meiri háttar mönn- um í Reykjavík kom út í Times, snerist málið svo mjög á hina, að þeir höfðu hvers manns ó- þökk að starfslaunum, og fór sem oftar: að skamma stund verður liönd höggi fegin. Enn sem fyr fól samskotanefndin Eiríki alla forsjá samskotanna og var fylgt hans tillögum, að kaupa fyrir þau kornvörur til gripafóðurs, og hann svo valinn af nefndiiini að fara út til ís- lands með gjafirnar um haustið. Kom hann fyrst út í Beruflrði eystra og sigldi suður um land til Beykjavíkur og Hafnarfjarðar, fór svo vestur fyrir land og á Borð- eyri, Sauðárkrók og Akureyri og færði vörur á alla þessa staði. Hann kom ekki heim úr ferð þessari fyrri en undir jól, og liafði oft haft við marga erfiðleika og lifs- liættur að stríða í ferðinni. Reykvíkingar tóku Eiríki vel og hjeldu honum fagra veislu 21. okt. og voru í henni lands- höfðingi og allir helstu borgarar bæjarins. Þjóðskáldið Steingr. Thorsteinsson ílutti honum kvæði, og lor boðið hið virðulegasta fram. Árið eftir, eða 1883, gerði danska stjórnin hann riddara af Dannebrog í viður- kenningarskyni fyrir framkomu hans. Þegar enski stjórnfylgisflokkurinn fann upp á því 1896 sjer til stuðnings, að herja fram á þingi algerðum bannlögum gegn innflutningi lifandi sauð- fjár frá öðrum löndum inn á Bretland, sendu Múl- sýslungar bænarskrá enska þinginu um, að fá ís- land undanþegið, þá sendu þeir hana fyrst Eiríki og báðu hann liðveitslu. Hann sneri henni á ensku og ljet prenta og útbjó eins og auðið var og leitaði svo fyrir sjer við sendiherra Dana, Bille, er þá var, að koma henni á framfæri, og fjekk hann leyfi dönsku stjórnarinnar að hera hana fram fyrir bresku stjórnina, en hún lagði hana svo aft- ur fyrir þingið. Börðust þeir Eiríkur og Bille fyrir því af alefli, að fá afstýrt aðílutningsbann- inu á sauðfje frá íslandi, og þó það tælcist ekki, sýndi Eirikur framúrskarandi dugnað og ósjer- hlífni, og svo mikils var hann metinn á Bretlandi, að margir mikilsháttar þingmenn tóku málstað íslands fyrir hans tilstilli, og munaði litlu, að fjár- sölubannslagafrumvarpið fjelli. Austfirðingarsendu Eiríki skrautskrifað ávarp eftir Ben. Gröndal fyrir frammistöðu hans, þegar askan fjell, og framkomu hans í fjárbannsmálinu. En eigi er mjer kunnugt um, hverja viðurkenning Norðlendingar hafa sjmt honum fyrir framkomu hans að gangast fyrir hall- ærislíkn þeirri, er þeir fengu og hann færði þeim 1882. Jón Sigurðsson átti alloft við held- ur þröngvan fjár- hag að búa, og var efnahag hans á árunum rjett á eft- ir 1860 eigi vel farið. Er mælt að Danir reyndunokk- uð til, að styðja að því, að hann yrði að verða burt frá þeim, því að þeim var meinlega við að hafa mann- inn hjá sjer. Hefði Jón orðið að hverfa heim til íslands, þá liefði það orðið fósturjörðinni hinn mesti skaði, sem hann vann og lifði fyrir, en maðurinn var giftudrjúgur jafnan, svo að úr því varð þó eigi, og munu finnast skilríki fyrir því í brjefum eftir Jón, að enskur efnamaður hafi fyrir orð Eiríks, og af aðdáun á Jóni, látið honum í tje þann fjár- styrk, að tilraunir Dana, að svelta hann frá þing- mensku, urðu árangurslausar eftir 1865, þegar hann hafði fengið styrkinn; fór liann þá allra sinna ferða, hvað svo sem Danir gerðu til að hefta hann. Eins og að framan er getið, er Eiríkur annar bókavörður við háskólabókasafnið í Kambryggju, og hefur verið það í 36 ár, og haft mikið við það að vinna, en svo hefur hann verið kennari við háskólann og kent auk þess mikið einstökum

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.