Óðinn - 01.12.1919, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.12.1919, Blaðsíða 4
68 ÓÐINN Tómas Tómasson frá Hjöllum í Ögursveit. Jeg hef verið beðinn að láta nokkur orð fylgja mynd Tómasar sál. Tómassonar, sem hjer birtist. Petta er mjer ljúft; valda því kynni mín af þess- um sæmdarmanni, sem var sóknarbarn mitt milli 20 og 30 ár. Tómas var fæddur á Nesi í Grunnavík 9. júní 1844. Foreldrar hans voru Tómas bóndi Asgríms- son og kona hans Rebekka Jónsdóttir. Þau áttu 12 börn, sem öll komust á fullorðinsár og voru myndarfólk. Sum þeirra eru enn á lífi. Tómas ólst upp hjá foreldrum sínum fram um tvitugs aldur. Þá fór hann vist- ferlum í Æðey til Rósinkars Árnasonar, sem þar bjó lengi hinu mesta rausnar og stórbúi. Gjörðist Tómas verkstjóri hans. Rósinkar kunni vel að meta dugnað og trúmensku, og það sagði hann mjer, að í búskap sínum hefði hann aldrei haft eins duglegan og trúan vinnu- mann og Tómas eða sem belur kunni að segja fyrir verkum. í Æðey var Tómas í 5 ár. Þá fór hann vistferlum i Ögur til Hafliða bónda Halldórssonar og Þuríðar Ólafsdóttur. Hafliði var fyrri maður hennar. Þuríður lifir enn, ein hin mesta merkiskona, og ber hún Tómasi sama vitnisburð. í Æðey kvæntist Tómas í fyrra sinn 1873 Þorbjörgu Jónsdóttur Jónssonar og Sigríðar Friðriksdóttur dótturdóttur Jóns Árnórs- sonar sýslumanns i Reykjarfirði. Árið eftir byrjuðu þau búskap á Hjöllum í Ögursveit. Jörðin var þá í hinni mestu niðurníðslu. Tómas reisti þar öll hús af grunni og bætti jörðina að öðru leyti. Bygði hann þar snotran bæ á fyrstu búskaparár- um sínum; stendur hann enn að nokkru leyti. Tómas bjó á Hjöllum í 18 ár og var allan þann tíma með bestu bændum i Ögursveit. Öll umgengni á búi hans var hin prýðilegasta. Hann ávann sjer traust og virðingu allra sveitunga sinna með göf- ugmannlegri og ljúfmannlegri framkomu, hver sem í hlut átti. Árið 1892 brá Tómas búi á Hjöllum og dvaldi næstu 5 ár aftur í Æðey hjá æskuvini sinum Guðmundi Rósinkarssyni og síðan 3 ár aftur í Ögri hjá hinni gömlu húsmóður sinni Þuríði Ólafsdóttur, sem þá var orðin ekkja í annað sinn. Þaðan fluttist hann aftur að Æðey og kvæntist þar í annað sinn 1898, Jóhönnu Þorleifsdóttur, sunn- lenskri konu. Árið 1900 fluttust þau búferlum að nýbýlinu Grund í Skötufirði og bjuggu þau þar í 9 ár. Síðustu tvö árin, er hann dvaldi hjer vestra, var hann i Súðavík hjá tengdasyni sínum og þar misti hann seinni konu sina árið 1911, eftir langvinnan og þungan sjúkdóm. Fluttist hann þá til sonar sins Tómasar yfir- slátrara í Reykjavik og andaðist hjá honum 11. júlí 1917, 73 ára gamall. Hann var heilsu- hraustur alla æfi. Tómas var maður fríður sín- um og hinn góðmannlegasti, deildi þar litur kosti. Hann var hinn dagfarsprúðasti maður, sí- skemtinn og glaður og laðaði menn að sjer með stakri Ijúf- mensku. Hann var hið mesta hraustmenni og verkmaður með afbrigðum, öllum var ljúft að vera í verki með honum og hlýddu fúslega forsögn hans í öllu. Verkstjórn öll fór honum prýðilega úr hendi, hvort sem hann vann fyrir sjálfan sig eða aðra. Hann vildi í engu vamm sitt vita og öllum, sem eitthvað kyntust honum, varð hlýtt til hans; var hans alment saknað, er hann hvarf hjeðan úr bygðarlaginu. Jeg held, að mjer sje óhætt að fullyrða, að hann hafi aldrei átt neinn óvildarmann. Fyrri konu sína misti Tómas árið 1883. Þau eignuðust 7 börn, dóu 4 þeirra í barnæsku en 3 eru á lífi: Jóna, á Svein Jensson bónda í Súðavík, Tómas yfirslátrari í Reykjavík, á Rannveigu Jónasdóttur frá Svansvík i Vatnsfjarðarsveit, og Þorbjörn skósmiður í Winnepeg. Einn launson álti Tómas milli kvenna með bústýru sinni Guðrúnu Bárðardóttur frá Kálfavik, Bárð skipaverkfræðing á ísafirði, hann er ekkju- maður. Síðara hjónaband Tómasar var barnlaust. Tómas Tómasson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.