Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 36

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 36
36 ó Ð I N N mjer til í dönskum stíl, mjög skemtilegum manni. Jeg man ekki hvað jeg hafði til að veita, mig minnir að við hefðum ofurlítið romm foddy og sátum mjög glað- ir saman. Qarðbúinn kom ekki fyr en kl. var 11 og var hann þá talsvert kendur, og er gestirnir ætluðu að fara, þá stakk hann upp á því, að við skyldum koma niður í bæ og drekka kaffi að skilnaði, og bauð hann okkur öllum; við þágum boðið og fórum með honum niður á Riiséscafé; enginn af okkur vissi þá hverskonar kaffistaður það var. Við fórum þar inn, var þá klukkan um 12, hann pantaði kaffi handa okkur og líkör með. Svo, er við vorum að bíða eftir kaffinu, þurfti hann að bregða sjer frá, og áður en hann kom inn, kom kaffið. Við vildum ekki fara að drekka fyr en hann kæmi, og biðum og biðum, og kl. varð eitt, og okkur fór að hitna og kaffið að kólna. Við kunnum heldur ekki sem best við okkur þar inni, okkur -sýndist þar heldur sukksamt. Svo sendum við einn út að svipast að honum. En hann sá hann hvergi. Svo sagði jeg þeim að bíða mín og þaut af stað og hljóp beina leið upp á Garð og inn á herbergi Garðbúans. Þar lá hann á gólfinu stein- sofandi. Mig langaði innilega til að sparka í hann, því þetta var versta öngþveiti. Hefðum við haft nokkra peninga, einhver af okkur, þá hefði það ekkert gert til, en þegar við höfðum talið saman okkar peninga- eign allir 4, höfðum við ekki fulla krónu allir til sam- ans. Þetta gat því orðið „skandali“ og jeg bar ábyrgð- ina. ]eg vildi engan vekja upp af kunningjum mínum. Svo bað jeg Henriksen gamla næturvörð að lána mjer 2 krónur og gerði hann það, er jeg hafði gefið honum drengskaparloforð um að borga þær með 4 krónum. Svo fjekk jeg 2 krónurnar og þaut niður á kaffistaðinn og inn. Það var rjett fyrir kl. 2, lokunar- tíma; þeir höfðu ekki átt stundirnar sælar, því þeir sátu eins og á nálum, og okkar »kompagní« var farið að vekja eftirtekt. Svo slokuðum við í okkur kaffið og jeg kallaði á þjóninn og borgaði. Það voru ná- kvæmlega 2 krónur, og drykkjupeninga fjekk hann af sameiginlegum sjóði Svo sluppum við með angistina, og vorum fegnari en frá megi segja. Þegar jeg kom heim á Garð fór jeg inn til kunn- ingjans, og togaði hann upp á legubekkinn, en grimd var mjer í huga. Næsta dag kom hann til mín, að vita hvernig farið hefði. Hann mundi ekkert frá því er hann kom út úr kaffistaðnum og þangað til hann vaknaði um morguninn. — Þegar hann heyrði alla söguna, varð hann mjög aumur og það var ekki nærri öðru komandi, en að hann borgaði næturverði. — Þetta var versta æfintýrið sem jeg Ienti í á Hafn- arárum mínum. — Þetta var í janúarmánuði og var Eyvind þá að fara til Kristjaníu, en hafði dvalið svona lengi af því að hann var að kynna sjer einhvern kennaraskóla. Löngu áður en þetta gerðist, það var í nóvember- mánuði, fjekk jeg tilboð um að veita tilsögn í íslensku og færeyisku höfuðsmanni í mælingadeild hersins. Hann hjet Koefod-]ensen. Það kom svo til, að mig minnir, að Árni Thorsteinsson var einhverstaðar með guðfræðikandidat, sem hjet Christian Hansen, og spurði hann hvort hann vissi nokkurn íslending, sem kynni færeyisku, og tilnefndi hann mig. Svo kom kandídatinn til mín og sagði mjer, að höfuðsmaðurinn hefði von um að verða sendur upp til íslands eða Færeyja til að mæla, og vildi hann því fá ofurlitla undirstöðu í þessum málum, svo hann gæti bygt ofan á hana, ef hann kæmi þangað. ]eg fór svo með með- mæli frá Chr. Hansen út á Vesturbrúargötu 99 og hitti þar höfuðsmanninn. Hann tók mjer tveim hönd- um, og kvaðst vilja hafa tíma tvisvar í viku, á kvöldin. Svo samdist með okkur, að jeg kæmi þangað þriðju- dagskvöld og föstudags kl. 7, borðaði fyrst kvöldmat og svo hefðum við tíma á eftir, og fengi jeg svo 10 krónur um mánuðinn. Þetta var afarstór fengur fyrir mig, og komst jeg þar í kynni við mjög göfugt fólk. Höfuðsmaðurinn var stórmentaður maður og eftir því mikið Ijúfmenni. Frúin hafði bæði mikil og fögur hljóð og Ijek á píanó. Það var mjer mikil mentun að kynn- ast þessu fólki, og þessi kvöld urðu hátíðakvöld fyrir mig. Ágætis kvöldverður og svo söngur og músik dá- litla stund og síðan kenslutíminn til kl. 9. Svo var okkur höfuðsmanninum fært lítið glas af mildu romm- toddy, og sátum við að því og reyktum vindil og töluðum saman um ýms efni til kl. 10. Höfuðsmað- urinn var svo skemtilegur og fræðandi, og einnig áfjáður í að vita sem mest um Island, að jeg var utan við mig af gleði í hvert sinn er jeg fór þaðan. Höfuðsmaðurinn átti 4 börn, tvær stúlkur, 8 og 7 ára gamlar, og tvo drengi, 5 og 2ja ára. Hjet eldri dreng- urinn Mogens og sá yngri Eugen. ]eg sá fyrst lengi vel ekki drengina, því þeir voru háttaðir er jeg kom. Einu sinni bað frúin mig að koma kl. 6V2, því Mogens Iitla langaði svo til að sjá þennan »Islænder«, sem væri að kenna pabba hans. Hjá móðurbróður sínum hefði hann sjeð tvo íslenska hesta, sem kall- aðir væru »Islænder«, og hjeldi því að þetta væri hestur, og væri alt af að spyrja, hvernig hann gæti kent pabba, og hvort hann hefði munnpoka 0. s. frv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.