Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 15

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 15
ó Ð I N N 15 og á utanför sinni til Norðurlanda. Þess má og geta til, að hann hafi komið skipi sínu þar að landi er fáment var fyrir, og tekist að bjarga varningi sinum og lifandi pening, ef hann var nokkur með, og þeir fáu landsmenn, er hann hafi kynst í fyrstu, hafi fengið mætur á þessum afburðamanni. En er hann hafði svo lært lands- málið, hafi þekking hans verið námfúsum lands- mönnum einkar haldgóð, því að þess er getið í sögu Azteka, að þar í landi hafi verið þjóð- flokkur, sem nefndur var Toltekar, en þeir menn hafi verið mjög námfúsir og prýðilega mentir, en vegna óeirða innanlands er þess getið, að þeir hafi tekið sig upp og flutt með öllu burtu úr Mexikodalnum, að fáum mönnum undan- skildum, og horfið eilthvað langt suður á bóginn, ef til vill allar götur suður að Titicaca-vatni, (milli Perú og Bolivíu) og að með þeim hafi verið nokkrir hvítir menn — það má geta sjer þess til, að það hafi verið menn Bjarnar eða afkomendur þeirra. En til þess að geta fært líkur fyrir þvi, að Björn Ásbrandsson hafi látið Aztekum í tje svo mikilsverða fræðslu, að þeir hafi talið hann vel- gerðamenn þjóðarinnar, sem afkomendur þeirra tilbáðu svo síðar sem himnanna guð og nefndu Quetzalcoatl, verður að telja það líklegt, að þjóðflutningar frá austurströnd landsins hafi átt sjer stað, og að sá þjóðflokkur, sem Björn og menn hans hafa náð hylli hjá, hafi flutt sig inn í landið og komist að lokum inn á hálendi Andesfjalla, þar sem varð fyrir þeim hinn fagri Mexikodalur. Enda geta fornsögur Azteka þess, að þjóðflokkur sá, er var nefndur Toltekar, hafi komið þangað í dalinn úr norður- eða norð- vesturátt. Þeir tóku sjer svo bólfestu þar við vötnin, og voru friðsamir, en betur mentir en þeir menn, sem þar voru fyrir. Með þeim þjóð- flutningi verður að ætla, að Björn hafi getað flutst. — Par kemur svo, að flokkurinn nemur staðar í Mexiko-dalnum, en þá segir sagan, að Quet- zalcoatl hafi komist í óvild við »yfirguðinn« og orðið að flýja land, en á för sinni til strandar er mælt, að hann hafi komið við i Cholulaborg, þar sem menn af kynstofni Tolteka voru fyrir, en þeir tóku þessum mikla fræðara tveim hönd- um, enda á hann að hafa dvalið þar næstu tuttugu árin, en þó farið að lokum til strandar. Par sem Quetzalcoatl á að hafa dvalið á næstu grösum við Mexiko-dalinn langan tíma, verður Símon Þórðarson. Símon Pórðarson söngvari er nýlega látinn hjer í bænum, tæpra 46 ára að aldri, fæddur í júlí 1888, sonur Pórðar Guðmunds- sonar á Hóli í Reykja- vík (d. 1908) og Sigríðar Hansdóttur Bjering, sem enn er á lífi. Símon varð stúdent 1909, las síð- an nokkur ár við Háskólann i Kaup- mannahöfn, en var eftir það við söng- nám i Pýskalandi. Fór síðan víða um lönd, dvaldi á Spáni og i Vesturheimi, en kom heim aftur 1915, gekk hjer á háskólann og tók próf i lögum 1920. En kunnastur og vinsælastur hjer í bænum varð hann fyrir söng sinn. Hann hafði mikla og góða rödd og söng hjer oft opinberlega við ýms tækifæri. að álíta, að sakarefnið hafi eigi verið mjög al- varlegt, enda getur áratalan hafa all-mjög skolast til í hugum þeirra er varðveitt hafa þjóðsöguna. En það er sannað, að Cholulabúar reistu Quet- zalcoatl veglegt musteri, því að þeir voru gagn- teknir af þeirri fræðslu er þeir nutu hjá honum, en hvort þeir reistu það fyrir eða eftir burtför hans eru engin gögn til um. Að Björn Ásbrandsson hafi getað aldurs vegna farið með þjóðflutningi frumbyggja landsins langa vegu, virðist eigi ólíklegt, því að ætla má að hann hafi verið um fimtugt er Guðleifur hitti hann þar vestra, en þó slíkur þjóðflutn- ingur kunni að hafa tekið all-langan tíma, þar til að hann kom að leiðarlokum í Mexiko- dalnum, þá virðist slíkt alls eigi fjarri, en dvöl hans þar er óákveðin, svo er hann kemur til Cholula-borgar, virðist ólíklegt, að hann hafi dvalið þar næstu tuttugu ár, svo framarlega, að hann hafi verið gerður landrækur af þjóðflokki, sem þá bjó þar skamt undan. Að síðustu kemur svo það atriði í þjóðsögu Azteka, að Quetzalcoatl hafi farið (einn) í töfra- bát sinn og lagt út á úthafið, en slíkt virðist vera að einhverju leyti hugarburður, þótt vænt- anlega að öll þjóðsagan hafi í aðal-atriðum við

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.