Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 03.06.1904, Blaðsíða 4

Reykjavík - 03.06.1904, Blaðsíða 4
100 FLUTT! E- T> u [jh prentsmiðja Keykjaviknr er fíutt á Laufásve&* 5 (skamt suður af latínuskófanum — beint á móti húsi Eyv. Árnasonar snikkara). Þar eð prentsmiðjan hefir nú fengið miklu rýmri og betri húsakynni en áður, gengur öll vinna fljótara og betur úr hendi, og því enn meiri ástæða til að snúa sér til hennar með alla prentun — á stóru og smáu. Virðingarfylst ýporv. jporvarbsson. r C H H ^ F L U T T! ,Lúðrafélag* RvíkuL fer að öllu forfallalausu Skemti/erð upp á ^kranes með gufubátnum „lteykjavík44 Snimudaginn 12. ]>. m. Farseðiar verða seldir í næstu viku í verzlunum SIGGEÍRS TORFASONAR 0G STURLU JÓNSSONAR, og kosta kr. 1,50. 1 ^illir velkomnir! (sem er hér við landmæiingarnar), að hann og menn hans mættu nota húsið í sumar, meðan þeir eru að mæla sandinn. En annars er húsið ætlað framvegis til hælis skipbrotsmönnum, er stranda kunna á þessu háska- svæði. Þar verða rúm og teppi fyrir 14 manns, og matvæli til hálfsmán- aðar eða meir, niðursoðinn matvæli, brauð, viðbiti, rísgrjón, te, sykur, salt, steinoiía, lampar, kerti, suðuvéi, eld- húsgögn og borðbúnaður, lyf, sára- bönd og umbindi, ritföng, saumaföng, spil, verkfæri og tré til að smíða úr, bátur (prammi) albúinn, tunna með tjöru ásamt öðru efni til að kynda vitabál, til að gera vart við sig. Þá er mæiing sandsins er lokið í sumar og afstaða hússins nákvæm- lega ákveðin, þá á að bæta við húsið uppdráttum (kortum) yflr sandinn og leiðarvísi um beztu leiðir til bygða, og verður þetta á ýmsum málum. Það er 4—5 daga ferð á landi frá Vík að ílytja alt þetta á hestum austur á sand, og verður það án efa afar-dýrt. Thomsen heflr áður fengið að finna til, hvað slíkt kostar, er hann lét flytja efnið til gistiskálans, er hann reisti hér um árið að Laug við Geysi. Erlendis eru það landsstjórnirnar, sem vinna slík líknarverk sem þetta — stundum eru það og stór félög. — Hér er það einn einstakur maður, sem vinnur þetta þarfa og stórfeng- lega sæmdarverk að ollu leyti ásinn /costnað. Það er mikill sómi, sem hr. Thom- sen gerir ættjörð sinni, íslandi, og sjálfum sér með þessu verki. En hann á jafnframt þakkir skildar af öllum sæfara-þjóðum, er eiga skipa- ieið fram með Skeiðarársandi á vetr- ardag. Frá löndum 1 Höfn. líókmuntafélagsfundur var þar haldinn nýlega. Var þar upp borin málaieitun aðaldeildarinnar hér í Rvík um það, að aukadeildin í Höfn leggi samþykki sitt á, að deildin hér gæfl út tímarit sitt með því fyrir- komulagi, sem hér hefir áður getið verið í blaðinu (í 13. tbl., 52. bls,). Virðist því máli hafa blásið nokk- uð andstætt, enda má dr. Val- týr Guðmundsson helzt ekkert nýti- legt tímarit vita á íslenzku nema „Eimreiðina." Hafði hann fundið út þá nýstárlegu lcenning, að það mundi vera brot gegn félagslögunum(!), að félagið róði sérstakan ritstjóra. Nú hefir það, sem kunnugt er, 5 ritstjóra óiaunaða. Hver lagagrein með hinu sé brotin, mun vera ieyndarmál hr. V. G. enn. Kosin var stjórn deiidarinnar, og afsakaði forseti Ól. Halldórsson sig, og hlaut þá dr. Þorv. Thoroddsen kosn- ing með 19 atkv. (dr. Finnur Jóns- son fékk 12). En dr. Thoroddsen afsakaði sig líka, og var þá enn kos- ið, og hlaut dr. Valtýr kosningu með 17 atkv. (en dr. Þorv. Th. varð vara- forseti). — í tímaritsmálið var sett nefnd, sem ráðgerir að koma með nefndarálit einhverntima í sumar eða haust — til að eyða þann'g einu ári frá framkvæmd fyrirætlunar að- aldeildarinnar. Hér mun deildin ekki lengi búa undir því, að láta aukaóeiidina í Höfn gerast fjárráðamann sinn. Mun hér þegar vakin upp á ný tillaga um lagabreyting í þá átt, að afnema Hafnardeildina, og getur hún þá séð sina sæng upp reidda, því að nú verður ekki hlifst við að leita að- stoðar laganna, ef á þarf að halda, tii að fá áiyktuninnni löglega fram- gengt. IRe^ftjavífc oq Qvenb. Druknan. Bátur fórst héðan, 4-manna-far, Fimtudaginn fyrir Hvíta- sunnu, 19. f. m., í fiskiróðri. Hvesti mjög snögglega, er kom fram á mið- jan dag, og hieyptu þeir fáu bátar upp á Akranes, er hér vóru úti á miðum. Einhverjir sáu til þessa báts á siglingu þangað eða upp á Mýrar, og gerðu menn sér því nokkra von um, að þaðan mundu þeir úr heiju heimtast. En sú von hefir brugðist. Báturinn hefir hvergi komið fram. Formaður á bátnum var Pétur Þorvarðsson, þurrabúðarmaður hér, frá Kalastöðum (bróðir Þorvarðs prent- ara), rúmlega þrítugur (f. 1871), mesti myndarmaður og inn röskvasti sjó- sóknari. Hann lætur eftir sig konu, Kristlaugu Gunnlaugsdóttur frá Máva- stöðum, og 2 börn ung. Þórður Jas- onsson hét emn hásetinn, barnakenn- ari, frá Arnarhóli í Flóa, rúml. fer- tugur, nýfluttur hingað búferlum og nýgiftur. Iiinir vóru Guðm. Diðriks- son trésm., nýgiftur, átti 1 barn, og unglingspiltur Þórður Þórðarson frá Litlalandi í Ölfusi. Fimti hásetinn reri ekki þann dag, var lasinn. („ísaf.“) „Mjölnir44, e/s Thore-fél., kom hér á áætlunardegi 31. f. m. Með honum um 20 farþegar, m. a. banka- bókari Sveinn Hallgrímssvn (ísl.b.) með konu og barni, Rich. Braun frá Hamborg, stud. mag. Ólafur Björns- son, Þórarinn Þorláksson málari. Til Vestmanneyja hafði komið Hall- dór Guðmundsson rafleiðslufræðing- ur. — Vörur hingað varð „Mjölnir" að skilja eftir í Skotlandi, og „l’ervie'4 fór því frá Höfn 24. f. áleiðis hingað aukaferð. Y atnsleiðslumálið.1 Á Laugardaginn var borgarafundur hald- inn. Halldór bæjarfógeti og Guðm. hér- aðs’.æknir reifðu málið. Töluðu síðan ýms- ir og var á mörgu af því litið að græða. Einna merkilegust var tillaga eins manns 1 Ég leyfi mér að nota orði ð „vatns- leiðsla11, sem er al-islenzkt bæðí að merk- ing og myndun. Súginn leiðir [==)eggur] inn göngin“; „leiða hug (athyglí) að e-u.“ „Leiða“ (=beina leið) er myndað af „leið“ (vegur), en það er aftur skylt, eða kornið af, „líða“ (færast, ganga); stofninn „lið“ kemur t. d. fram í „lið-langan daginn.“—- Það er varasamt að dæma orð „útlend“, sem mynduð eru af al-íslenzkum stofni í al-íslenzkri merkingu. Þó „vatsveita“ sé gott og gilt orð, er það haft í nokkuð aunari mcrking. IHa kynni ég við „raf- magnsveita“ fyrir „rafmagusleiðsla.“ J. 0. um, að eiga ekkert við að leiða hingað vatn úr ánum, en mjólka heldur skýin, í þeim væri nóg vatn; hann vildi safna öllu regnvatni, sem úr þéim kæmi, og taldi þetta „altitt i horgum erlendis11, en—hvar? Um það gat hann ekki. Nú vill svo til, að menn vita, hve mikið rignir hér, hve mörg- um þumlungum regnfallið nemur á ári. — Eftir þvf ætti að vera auðgert að reikna út, hve stóran stamp þyrfti til að safua nægu vatni handa Reykjavík. En þessu hefir tillögumaður víst gleymt; annars hefði honum líklega blöskrað stærðin á því íláti!! Fyrir fundinum lá tillaga um, að bæjar- stjórnin „héldi áfram bannsóknum og und- iebúningi þessa máls“, og því lá ekki fyr~ ir, að gera þær rannsókiiir á fundinum, og því fór mest af umræðunum fram hjá fundarefninu. Einir tveir menn héldu þvi fram, að árnar þornuðu svo að kalla (eða alveg?) upp á vetrum fykik nbban fossa, og töldu því vist, að ekki fengist nægt vatn FYEiB ofan FossA. En þetta var ein- mitt eitt af því sem bæjarstjórninni átti að fela að láta rannsaka. Fáeinir menn vóru á þvi, að tiitækileg- ast mundi að bora efoir vatni. A endauum var tillaga um að „fund- UEINN LÝSTI TBAUSTI SINU TIL BÆJARSTJÓBN- ARINNAB í ÞESSU MALI 0(1 ÓSKI ÞKSS, AB HÚN HALDI ÁFEAM KANNSÓKN OG UNDIRBÚNINGI þessa máls“ — samþykt í einu hljóði (yfir 250 samhlj. atkv.). Upphafl. stóð í niðurlagi tillögunnar: „á þeim grundvelli, sem þegar er lagður.“ — En menn feldu það aftan af, til þess að bíeiarstjórnin yrði sem sjálfráðust og hefði alveg óbundnar hendur. Veðurathuganir í Reykjavík, eftir Sigbíbi Björnsdóttur. 1904 fcc . g s d *o & r-C G bo cð . s s Maí — Júní. ° 'c H 6 •rH -I- w '<1 2 o í> s dJS m o JZ •pS Fi 2ö. 8 748,0 11,0 N E 1 8 5,0 2 749,2 9,1 ME 1 10 9 751,3 8,9 NE 1 9 Fö 27. 8 757,2 12,6 NE 1 9 4,7 2 758,3 11,0 SE 1 10 9 701,8 9,7 ENE 1 10 Ld 28.8 759,7 10,5 E 1 10 0,7 2 758,8 9,6 NE 1 10 9 757,9 8,7 NE 1 10 Sd 29.8 755,0 13,3 SE 1 9 1,6 2 754,9 10,6 SE 2 10 9 758.5 9,9 S 2 10 Má 30. 8 702,8 11.4 SE i 5 2,4 2 763,4 7,9 SE i 9 9 703,0 9,7 SE i 9 Þr 31.8 757,3 12,0 NE i 10 2 758,6 12,5 NE i 9 9 755.9 11,0 NE i 7 Mi 1.8 752,3 13,4 ENE i 10 1,3 2 754.1 10,6 SW i 10 9 755,3 9,2 NE 0 10 TIL LEIGU herhergi án húsgagna i Austurstræti 10. Karól. Sigurðardóttir visar á. Prbntsmibja Revkjavíkur Prentari: Þorv. Þorvarðsson, Pappirmn í'rá Jóni Ólafsayai.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.