Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 01.07.1905, Blaðsíða 2

Reykjavík - 01.07.1905, Blaðsíða 2
130 REYKJAVÍK Eftir að ráðherrann hafði tekið upp konungsbréf nm samkomu Alþingis og lýst þingið sett, en Alþingis- menn hrópað O.falt húrra fyrir konungi, mælti ráðherr- árín ennfremur: »H. H. konungurinn fól mér að skilnaði, er ég hafði borið upj) fyrir honum frumvörp þau, sem í ráði er að leggja fyrir þetta þing af stjórnarinnar hálfu, að bera fram við þetta tækifæri kveðju hans til íslendinga og Alþing- ts,, og skal ég leyfa mér að lesa npp ummæli H. H., eins og þau vóru bókuð í gerðabók ríkisráðsins, í ísl. þýðing. Konungurinn mælti svo: „Um leið og ég dska yður heilla og gengis til þéss að koma fram lagafrumvörpum þessum öllum, sem þér hafið borið upp d þessum og síðasta rikisrdðsfundi, vil ég biðja yður bera íslendingum hjartfólgna kveðju mína og heitlaósk til ins fyrsla þings, er rdðherra ís- lands mætir d Aiþingi. In nýja skipun hefir i för með sér mikla breyting d allri stöðu Alþingis og leggur þvi d herðar aukna á- byrgð, nú er mdlameðferð ríkisþingsins hefir ekki leng- ur nein dhrif d dkvörðun mina um það, hvort rdðherra- skifti eigi að verða á Islandi, eins og þegar er fram komið við rdðaneytisskiftin í byrjun þessa drs. Pað er von mín að Alþingi skilji þessa nýju d- byrgð sína, og að það dsaml yður vinni í eindrægni og gælni að hagsœtd íslands“. Frumritið af gerðabókareftirritinu mun verða lagt við þingskjölin. Alþingistíðindi. *' _________________ Alþ. var sett 1. þ. m. eftir að séra íÁrni Jbmson hafði prédikað í dóm- kyrkjunni. Ráðherrahn setti þingið, las upp boðskap konungs og skoraði á aldurs- .fórseta (Tr. G.) að gangast fyrir kos- ning forseta sam. þings. Kosinn var Eir. Briem með 24 atkv. (Ól. Br. 11). Varafors. s. þ. varð Lárus Bjarna- sön með 22 atkv. (Ól. Ól. 11). — Skrifarar á s. þ.: Guðmundur Björns- •son með 17 og Hannes Þorsteinsson með 21 atkv. Kosning allra nýkosinna þingmanna tekin gild í einu hljóði. Ókominn til þings var: 01. Thor- lacius. —Til efri deildar vóru kosnir Sig. Stefánsson (24 atkv.) og Jbh. Jbhann- esson (23 atkv.). Til að rannsaka síðar fram kornandi kærur yfir kosningarathöfn (.yar kosin 3 manna nefnd: Lárus É. Éjarnason, Jón Magnusson, Quðl. Quðmundsson. Þá skildu deildirnar. í e. d. var kosinn forseti Jul. Havsteen. Varaforseti: Jón Jakobs- son. Skrifarar vóru kosnir: Björn M. Olsen og Jón Olafsson. 1 n. d. var kosinn forseti Magnús Stephensen; varaforseti: séra Magn. Andrésson. Skrifarar: Jón Magnús- son og Arni Jónsson. 20 stjórnar- frumvörp á að leggja fyrir hvora deild á Mánud. Loftskeyti. Loks hafa borist hingað nokkur loftskeyti 26., 28. og 30. þ. m. svo látandi: 26. Júní: — Brezkt gufuskip Ancona rakst á danskt skólaskip nálægt Kaup- mannahöfn og sökti því. Tuttugu og tveir drengir druknuðu. Brezka herskipið Carnarvon rakst á þýzka horskipið Coblenz út af Spáni. Carnarvon tók við skipshöfninni og dró Coblenz, sem leki hafði komið að, til Ferrol. Mr. Hay (utanríkisráðgjafi Bandaríkjanna) sýktist snögglega í Newbury, New Hamp- shire, af nýrnaveiki. Kent um kvefi, sem hann hafi fengið á leiðinni til sumarbústað- ar síns, Læknar drógu úr þrautunum og menn gera sér von um bráðan bata. 28. Júní: — Fyrirskipun frá Rúsakeis- ara felur landstjóranum i Varsjá æðsta herstjórnarvald þar. Lögregluliðsforingi var skotinn til bana í dag í höfuðmarkaðsskálanum í Varsjá. Sendiherrann þýzki í París hefir afhent svar þýzku stjórnarinnar upp á franska stjórnarskjalið um Marokko. Hinn sátt- vænlegi blær á svarinu virðist mýkja mál- ið það, þðtt mönnum skiljist sem þar sé haldið fram nauðsyn ríkjafundar. Umræður fóru fram á sænsku ríkisþing- inu (um norska málið). Stjórninni var ámælt fyrir ístöðuleysi. Ymsir þeir er töl- uðu héldu fram hernaðarráðstöfunum. For- sætisráðherrann talaði um, hver heimska væri að fara í ófrið, með því að ríkissam- band við Noreg yfirunninn yrði stór og si- feldur háski. Mönnum skilst svo, sem Curzon lávarður (Indlandsjarl) hafi gefið í skyn að hann mundi segja af sér, nema nokkrar mikil- vægar breytingar verði gerðar á fyrirskip- unum um herstjórn á Indlandi. Lloyds hraðskeyti frá Odessa segir, að hætt sé allri vinnu þar á höfninni. Skips- höfn á herskipi þar á höfninni gerði sam- særi og myrti foringjana, og sagt er að hún hafi hótað að skjóta á bæinn. 30. .Túní: — 1 róstum við verkfallsmenn á Rúslandi i gær skutu hersveitir af handa- hófi í allar áttir með vélafallbyssum. Við þingkosning i Austur-Finsbury (á Engl.) hefir þingmannsefni frjálslyndaflokks- ins verið kosinn og stjórnin hefir þar mist einn þingmann. Japönum hefir tekist að koma aftur á flot rúsneska herskipinu Peresviet í Port Ai-thur. Horfur á Póllandi eru enn óvænlegar. Verkfallsmenn í Dombrowa reyndu að ó- nýta járnbraut.arbrú með dynamiti (sprengi- tundri). Leynilögreglumaður og strætislögreglu- maður voru skotnir til bana i Varsjá í gær. Morðingjarnir komust undan. Yalo-háskólinn vann sigur á Harvard i áttærings kappróðri; munurínn þrir fjórðu úr bátslengd. 28. þ. m. hitti Marconi-maðurinn Mr. Densham oss, og hét oss að senda „Rvik“ loftritskeyti á hverjum degi' (að 3 undan- teknum) næstu 30 daga. 29 f. m. hefir orðið fyrsta undantekn- ingin; þá kom ekkert skeyti. Aug-lýsing-. Að öllu forfallalausu fer gufubáturinn »Reyk javík« inn að Saurbæ í Hvalfirði þann 15. Júlí þ. á., og kem- ur við á Maríuhöfn í suður- lcið sama dag. Reykjavík 30. Júní 1905. Björn Guðmundsson. Til leigu nú þegar 2 herbergi og eld- hús. Sömuleiðis 2 herbergi með húsgögn- um. Ritstj. ávísar. Þingmálafundur var haldinn 30. f. m. í Barnaskóla- húsi Seltjarnarneshrepps. Til fundar- ins hafði hreppsnófndin boðað og skorað á þingmenn kjördæmisins að mæta þar og sömuleiðir óskað, að ráðherra íslands mætti á fundinum, en af atvikum gat hann ekki mætt. Þingmenn kjördæmisins skrifuðu fund- inum að þeir fyndu ekki ástæðu til að koma þar. 18 kjósendur sóttu fund- inn. Þar komu og alþingismennirnir Jón Ólafsson og Lárus Bjarnason. Fundarstjóri var Ingjaldur Sigurðs- son hreppstjóri á Lambastöðum. Meðal þeirra mála, sem rædd vóru, var ritsímamáiið. í því var sam- þykt svohljóðandi tillaga með öllum atkvæðum: „Fundurinn skorar á alþingi, að ráða ritsímamálinu til lykta á sem hagkvæmastan hátt og sjá um, að landinu verði ekki reistur hurðarás um öxl í fjárframlögum." Undirskriftamálið bar fundarstjóri upp, en fundurinn vildi ekki ræða það, og taldi það óþarft mál. Var það því tekið út af dagskrá með öll- um atkvæðum. Að siðustu var samþykt svohljóð- andi yfirlýsing með 14 samhljóða at- kvæðum, en fleiri kjósendur voru þá ekki á fundi: „Fundurinn lætur í Ijósi óþökk til þingmanna sinna fyrir það, að þeir sóttu ekki boðaðan fund, og lýsir jafnframt yfir fullu vantrausti á þeim." Veðurathuganir i Reykjavík, eftir Sioríbi Björnsdóttor. 1905 Júní Loftvog I millim. 1 Hiti (C.) *o i rd u ö *o a> > Ö bo a S Úrkoma millim. Fi 22. 8 760,4 12,7 E i §i 0,2 2 759,8 ■12,4 SE í 7 9 760,2 12,1 SE í 8 Fö 23. 8 760,0 12,1 E í 10 2,0 2 760,7 13,6 ESE i 10 9 760,1 11,1 ESE í 9 Ld 24. 8 759,1 10,9 SE i 10 2 758,5 10,7 SSE i 10 9 756.2 9,7 S í 10 Sd 25. 8 760,0 10,0 SW í 10 3,4 2 761,9 10,4 sw i 10 9 761.5 8,7 S i 10 Má 26. 8 761,8 9,9 sw í 10 1,5 2 760,7 11.9 w i 5 9 758,4 10,7 w i 2 Þr 27. 8 754,6 10,8 w i 10 2 753,3 13,5 NE í 10 9 752,3 11,9 0 9 Mi 28. 8 755,7 11,6 sw 1 10 2 757,4 14,6 0 5 9 758,1 13,4 sw 1 8 U ppboðsaug’lýsing’. Eftir beiðni stjórnar Thorvaldsens- félagsins verður opinbert uppboð hald- ið í portinu í nr. 3 í Aðalstræti, og þar seldir ýmsir lausafjármunir svo sem: hurð, ofn, eldavél, gluggar og brak. Uppboðsskilmálar verða birtir á undan uppboðinu. Bæjarfógetinn i Reykjavík 30. Júní 1905. Halldór Daníelsson. Stjórn Landsbankans er viðstödd um þingtímann frá kl. 10y2—liy2 fyrir hádegi dag hvern, Landsbankinn 1. Júlí 1905. [—34. Tryggvi Gunnarsson. Pyrnar, eftir Þorstein Erlingsson. 2. útgáfa aukin, fást hjá aðalumboðsmanni bókarinnar ArinMrni STcinöjarnarsyni liótMnclara, Laugavegi 41, og í bókaverzlun [—34. Sigfúsar Eymundssonar. Gjöldnm til Fríkyrkj unnar er veitt viðtaka á Eaugavegi 41. Arinbj. S v e i n b j a r n a r s o n. Peningabudda hefir tapast frá nr. 54 á Grettisgötu að búð Jóns frá Hjalla. Finnandi skili í prentsm. 'Gutenberg. Prentsmiðjan Gutenberg. Pappírinn frá. Jóni Ólafaayni.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.