Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 01.08.1906, Blaðsíða 3

Reykjavík - 01.08.1906, Blaðsíða 3
« . með sér, og hafði skotið með henni sex spóa. Þeir fuglar eru mjög spakir um þetta leyti áfs, af því að þeir eiga þá unga og leggja þá lífið í hættu til að draga athygli óvina sinna frá ungunum. Ekki eru þeir heldur góðir átu, og svo er bannað í lögum landsins að drepa þá í Júlímánuði. Það er svívirðing til þess að 'vita að fuglar skuli vera drepnir um þenn- an árstíma, þá er ungar þeirra hljóta að verða hungurmorða. Má ég ekki vænta þess að þér viljið beita áhrifum blaðs yðar til þess að sporna við slíkri óhæfu eftir- leiðis? Yðar einlægur 1. W. Laníbert. Óþolíuuli! — Hr. ritstjóri, — Úr því að þér hafið verið svo hugulsamur gagnvart almenningi, að taka greinarkorn frá honum við og við í heiðrað blað yðar, vikli ég biðja yður að birta eftirgreíndar línur. — Eg vona það sé ekki að bera í bakkafullan lækinn. Það horfir alt annað en glæsilega við fyrir ýmsa bæjarbúa, er piýða svæði í kringum hús sín, leggja stéttar girðingar og því um líkt, að eiga von á því, þegar minst varir, að heilbrigðisnefndin leyfi oða skipi ýmsum nábúum, að bleypa óþverra- skolpi sínu í kringum það, er menn reyna að prjða og gera almennilega útlítandi, að eins til þess, að óþefurinn og sóðaskap- urinn geti lagt til orrustu, og unnið það á, að varla nokkur maður án viðbjóðs, geti gengið fram bjá þokkalegum iveruhúsum. — Ég gekk nýlega um Bergstaöastræti; sú gata befir til skamms tíma verið brein- leg, enda bæjarstjórnin þá ekki látið gera þar sín alþektu ræsi. — Þar munu menn hingað til hafa gert gryfjur ofan til í kál- görðum sínum eða lóðum, he.lt í þær sorpi og hagnýtt sér það svo á vorin til áburð- ar, en skolpið hefir smátt og smátt sígið niður í jarðveginn. Þetta hofir enn enga óbollustu gert, þar sem hirt 'hefir verið um það og ekki látið standa í gryfjunum nema eitt eða hálft ár. — En ihvað sá ég um daginn, er ég gekk um Bergst.stræti ? — Við húsið nr. 17 hefir verið lögð sorp- renna úr tré út að veginum- í hana hellir -svo fólkið í nefudu húsi öllu óþverraskolpi, er myndar forarræsi með húsinu nr. 19 í >sömu götu, og eru óþverrapollar sinn við hvort stéttarhorn, sá nyrðri álin á dýpt; gufar svo heilnæmið upp úr þessum nýju heilbrigðisnefndar-gosbrunnum upp í nef vegfarandans. — Eigandi hússins nr. 19 ■stóð á stéttinni við hús sitt, er .ég gekk þar um. Eg spurði hann að, hvort tré- rennan þarna við húsið nr. 17 mundi hafa verið lögð út að götunni með leyfi heil- brigðisnefndar. Sagði hann, að heilbrigðis- fulltrúinn, Knud Zimsen, mundi hafa skip- að þannig fyrir; svo hefði húsbóndinn þar í húsinu tjáð sér. — Ég féll nærri því í stafi yfir þessari myndar-ráðstöfun, einkum sakir þess, að engar rennur eru með stræt- inu. Eða hvert ætlast fulltrúinn til, ,að óþverrinn renni? datt mér í hug. „Hann á ef til vill að sogast niður í kjallarann til yðaru, sagði ég, og gat ekki varist brosi, enda þótt þetta sé alls ekki til að hlæja að. Segjum svo, að allir húseig- endur við þessa götu veittu skolpi að henni. Hvað hefði það i för með sér? Bara það, að óþverrinn lægi i tjörnum með allri göt- unni. Ungbörnum væri hætta búin, gætu hæglega oltið út af stéttar eða götu brún ofan í pollana, og hvorki meira né minna en kafnað eða drukknað í þessum hoilbrigðis- myndarskap(ll) Heilsa manna væri í afar- mikilli hættu eins og allir geta skilið, þá er andrámsloftið og jarðvegurinn væri livorttveggja eitrað. — Hann gat þess líka maðurinn, er ég átti tal við (í hÚBÍnu nr. 19), að þegar einhver inni hjá sér opnaði glugga í meguum sólarhita og myndi ekki í svip eftir heilbrigðisfulltrúa-góðgætinu fyrir framan gluggana, yrði hann að drepa ó- dauninn, er sogast hefði inn um gluggann, með eini eða reykelsi. Hann sagðist hafa gert fulltrúanum aðvart og skýrt þetta nákvæmlega fyrir honum, en svarið hefði verið það, að hálfri annari viku síðar hefðu ‘2 menn komið og ausið upp forarpyttina, er auðvitað fyltust samdægurs, Aðrar REYKJAYÍK 131 ráðstafanir hefðu ekki verið gerðar; þyrfti því ekki fyrir þá sök að vanda fulltrúanum kveðjurnar, En — getur heilbrigðis- nefndin verið þekt fyrir að láta annað eins og þetta viðgangast? Fjölmargir bæjarbúar hafa kvartað á líka leið, og eiga heimtingu á bót í þessu efni; geta kraf- ist skynsamlegra ráðstafana. Rvik 2,1/7—’06. — Júlíus Benedix. Bréfaskrína. Hlótarar. Hvaða mótor ráðið þér mér helzt til að kaupa af þeim sem hér á landi eru auglýstir ? B. Svar. Vandsvarað er spurning yðar, en það mun víst, að Alpha-mótorar eru hér mest útbreiddir, og líkar öllum vel við þá, það er vér til vitum. — IJojpnanns-mótor- inn er í dýrara lagi af mótorum hér, en það er sumra manna mál, er hann hafa reynt, að hann sé mótora bcztur. Þér spyrjið sérstaklega um Dan-mótorinn, en ekki ráðum vér yður til að kaupa hann. -— Annars er oss ekki mikið um að svara slíkum spurningum í blaðitiu. — Spum- ingum um varning og verzlanir svörum vér helzt ekki nema bréflega, en þá verður 10 au. frímerki að fylgja spurningunni. Læknaskóla-slúdent. — Vér svörum engri málaleitun nafnlauss manns. — Ritið oss undir nafni, og vér skulum þá svara málaleitun yðar. Nafnið birtum vér ekki, ef þér óskið að leyna því. En vér viljum vita, hvort þér eruð það sem þér segist vera. Hrólfur. Viidum gjarnan reyna að verða við tiimælum yðar, en mundi það vera til nokkurs ? S. J. — Já, fyrir löngu. Mikilsverðum skiftavin, sem hefir leg- ið við að hálffyrtast við oss af því, að vér óskum að fá nafn hvers kaupanda og heimili, þeirra er kaupa blaðið hjá út- sölumönnum, bendum vér áþetta: Útsölu- menn vorir éeyja sfundum — því miður! Vér vildum óska þeir væru allir ódauðleg- ir! — og þá hefir þaö komið fyrir, að oss hafa orðið örðugleikar á að grafa upp kaupenduma. En ef vér fáum nöfn þeirra árlega, getum vér alt af grafið þá upp, ef útsölum. fellur frá eða flytur burt án þess að gera oss aðvart. Svo er énnui' ástæða: á hvert eintak af sögusafninu ritum ver nafn kaupanda, sem borgað hefir blaðið. Ekkert eintak á því að geta verið til með frjálsu móti sem nafn frumeiganda standi ekki á. Þetta er kaup- endum tryggiag fyrir, að enginn fái safnið, nema þeir sem borgað hafa blaðið. Safnið verður þeim því eigulegra. Heimsendanna milli. Útl. tiðindi verða fyrir þrengsla sakir að bíða næsta blaðs. Landnr erlendis. íslenzk stúlka i Kaupmannahöfn, er þjáðist af ólæknandi krabbameini, reyndi að ráða sér bana — skaut sig í hjartað — 14. f. m. Skotið hafði þó geijgið upp á við, og hún lifði, er skip fór síðast, og lifir væntanlega af. — Hverjum, sem enga lífs von á, en að eins þjáninga, er full vorkunn, þótt þeir stytti þær. Það getur hvorki glatt guð né menn að vita menn kveljast vonlausa um bata. Símritarai'nir Gisli J. Ólafsson og Magnús Thorberg eru væntanlegir hingað með „Ceres“ um næstu helgi, samkvvvmt hraðskeyti til Skotlands frá G. J. (5., er „Hólar“ fluttu hingað. Hér á nú að fara að toúa undir simastöðvarnar, prenta eyðu- blöð og gera fl. undirbúningsstörf. „Reykjavík" vill benda mönnum á leik frú Stefaníu Guðmundsdóttur á Laugard. kvöldið. Allir bæjarbúar eru í skuld við hana fyrir svo margar ánægjustundir, að þeim verður án efa ljúft að sýua henni viðurkenning sína við þetta tækifæri. Aðvörun. Mér barst í vor auglýsing frá „Kpben- havns Varehus11, sem mér datt ekki í hug að birta, af því að ég veit, að undir því nafni býr prettarinn Joh. Ubbesen, sem er alkunnur að refjum um öll norðurlönd. Sæusk og norsk blöð aðvara gegn honum og eins gera konsúlar þeirra landa í Dan- mörku. Þessi sami Ubbesen rak áður iðn sína undir nafninu „Skandinavisk Korres- pondenc'eklub“, auglýsti hér og víðar og sveikst um að borga auglýsingarnar. Hann varð að borga hr. J. Gunnl. ærið fé í vetur til að auglýsa sína (Ubbesens) eigin pnetti, og gjalda háa sekt að auk. Mér barst af hending í umbúðum nýlegt tölubl. af „Hauk“ með auglýsing í frá þessu „Kdbenhavns Varehus11, og því vara ég menn við að eiga nokkur skifti við það. J. Ól. Kvæði í sundurlausu máli. Úr „Senilía“ eftir Iwan Turgenjeff. Porleifur H. Bjarnason þýddi lauslega. I. S a m t a 1. „ Aldrei heflr nokkur maður stigið fæti sínum á Jungfrau eða Finsteraar- horn!“ Hæstu tindar Alpafjalla.........Ó- slitin runa þverhnýptra kletta og hengifluga gnæfa við himin.........í miðjum fjallgarðaklasanum. Yflr fjöllin hvelflst Ijósgrænn, heiður og lognrór himinn. Það er nístings kuldi, snjórinn þéttur og glitrandi og upp úr honum rísa hrikalegar, ísi- faldnar og veðurbarðar klettagníp- ur. Við yztu brún sjóndeildarhringsins eru á verði tveir ægilegir risar, Jungfrau og Finsteraarhorn. Jungfrau hefst máls við granna sinn: „Hvað getur þú sagt mér í fréttum? Þú sér betur? Hvað er um að vera þarna fyrir neðan okkur?“ Nokkrar þúsundir ára líða, —að eins drukklöng stund.......og þá þrum- ar 'Finsteraarhorn : „ Jörðin er sveipuð þéttum skýjum......... BídduJ" Þúsundir alda hníga aftur í tímans skaut: —að eins drukklöng stund. „Hvað er nú um að vera“? spyr Jungfrau. „Nú er skyggni gott. Þarna niðri er alt með sömu ummerkjum og það hefir verið: smátt og marglitt. Blá vötn, dimmir skógar og gráar grjóthrúgur. Hringinn í kringum þær úir og grúir af tordyflum — ég á við þessar tvífætlur, sem hefir aldrei enn tekist að saurga þig eða mig“. „Áttu við mennina?“ »Já, einmitt þá“. Þúsundir ára hverfa: — að eins drukklöng stund. „Hvað er nú um að vera“? spyr Jungfrau. „Svo er að sjá sem tordyflarnir hafi týnt tölunni“, drynur Finsteraar- horn; það er orðið bjartara niðri frá. Vötnin hafa færst saman, skógarnir hafa verið ruddir". Enn líða þúsundir ára: — að eins drukklöng stund. „Hvað sér þú nú“? segir Jungfrau. „Hér í grendinni í kringum oss virðist alt vera orðið mjallfágað", svarar Finsteraarhorn; en þarna í fjarska, niðri í dölunum, eygi ég ein- hverja bletti og sé þar sem fyr eitt- hvað á stjái“. „Og núna?“ spyr Jungfrau, þegar þúsundir ára — að eins drukklöng stund — eru enn á ný um garð gengnar. „Nú er alt í góðu lagi“, svarar Finsteraarhorn; „hvertsem augað eygir er alt fágað og mjallahvítt.... Snjór- inn okkar er alstaðar, snjórinn, ísinn. Alt er alísa. Nú er alt hljótt og rótt. „Það er vel farið“, mælir Jungfrau. „Nóg er masað, gamli vin. Nú verð- um við að fara að sofa“. „Sofa“. — Og bergrisarnir sofa og ljósgrænn heiðiur himininn hvelfist sofandi yflr jörðina alhljóða og alsvæfða. Gód vísa er aldrei o f oft k'gsv eðin, svo"er það, að minna á það, að brenitívmið hans Ken. S. Þórarinssonar,er hreinn ódáins drykkur — líf og andi — og vel á þar við þetta fornkveðna: .„ISeíra er eu liænagjörð brennivín að inorgni dags“. Væri ekki rétt og ætti ekki vel við, að fá sér ofurlltinn seitil þjóðhátíðiaa? Á því er enginn efi. Tapast hefir rauður bestur (bitinn í eyra); mark: hang- fjöður aftan vinstra. Sá er hitta kann hest þenna er vinsamlegast beðinn að koma honum til Halldórs Kjartanssonar, Hverfisgötu 6. Húseignin nr. 3 við Laugaveg er til sölu. Semja ber við Jón Jónasson. Atvinnu getur dugleg og flínk stúlka feng- ið við Klæðaverksmiðjuna „Iðunni" frá 1. Ágúst næstk. Kleeðaskápur tíl sölu. Lindargötu nr. 5. Ólafur Jónsson. Ostar eru beztir í verzlun f-tf. Einars Árnasoaar. Talsími 49. er á Fimtudaginn kemur. Þá er dag- urinn að gera sig glaðan á góðnm Vínuin. en þau er að eins að fá í vínverzlun Ben. 3. Þórarinssonar, t. a. m. Spönsku, Frönskn, Enskn, Srcnsku, og Norsku vínin að ó- gleymdu ISrcnnivíninu þjóó- arfræga. Þjóðliátióardagínn (2- Ág.) sel ég mat eftir föngum. S. Sigurðardóttir (Caféen). þrýtur aldroi í vínverzlun Ben. S. PörarássoDar.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.