Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 02.11.1907, Blaðsíða 1

Reykjavík - 02.11.1907, Blaðsíða 1
1R k J a v í k. VIII., 81 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yflr 3000. Laugardag 2. Nóvember 1907. Áskrifendnr í b æ n u m yfir 1000. VIII., 81 Ofna OJí; eldavélar selur Kristján Þorgrimsson. Ofnar og el.lavóíiii- „EEYKJAVlK" Árg. [60 —70 tbl.] kostar innanlandfl 2 kr.; arlandia kr. >,00—> sh.— 1 áoll. Borgiat fyrir 1. lúll. Blla 3 kr. Augljjsingar innlendar; k 1. bla. kr. 1,60; I. og 4. bla. 1,26 — Útl. augl. 3S’/.'/• h*rra. - A/lldttur að mun, ef mikið er auglýat. Útgef.: Hlutafélagið „Beykjarlk". Bitatjóri, afgreiðalumaður og gjaidkeri Jón Ólatason. Afgreiðala I.aufáayegi 5, kjallaranura. Bitatjórn: ----. atofunni. Talefónar i 3* rltatjóri og afgreiðala. 71 prentamiðjan. ^Vltlíei'l og kcðja (15 faðma) af botnrörpuskip. Oliver Cromwell til sölu. Semja ber við BJörn Hannesson Akra- nesi eða Kristinn kaupm. Magnússon í Reykjavík. £anðsréttinði Íslanðs. [Niðurlag]. ----- Athugasemdir Ritstj. »Rvikur« við 3. (og síðastaj kafla. Stjórnin reiknaði á þeim árum svo, að tekjur íslands væru minni en gjöld- in, en hún gerði það á þann hátt, að hún vanrækti að telja íslandi til tekna ýmsar upphæðir, sem hvorki hún né nokkur danskur maður fyrr né siðar heflr getað véfengt, að íslandi báru með réttu. Með öðrum orðum: af hirðuleysi og vanþekking gerði hún rangt upp reikningana. Jón Sigurðs- son sýndi þar með órækum rökum, að þótt slept væri ágreiningsupphæð- um, þá væri venjulega talsverður af- gangur íslandi í hag, ef rétt væri færður reikningurinn. Þannig höfðu konungar selt stólsgózin og andvirði þeirra nmnið í ríkissjóð, en jafnframt hafði konungur skuldbundið ríkissjóð til að bera þann kostnað, er á stóls- gózunum höfðu hvílt (byskupslaun, skólahald). En er danska stjórnin var að gera upp reikningana og fá út reikningshalla fyrir ísland, þá taldi hún íslandi til gjalda byskupslaun og skólahald, en færði því hvergi til tekna vöxtu af andvirði stólsgózanna. Og svona var um margt fleira, sem hér yrði of langt upp að teija. Þetta er að eins eitt dæmi í stað margra. Sannleikurinn var, að konungar fyrri alda sölsuðu undir sig stóríé, sem ís- land átti, rændu kyrkjur (við siðabót- ina), stálu sjóðum, sem stjórninni var fyrir trúað, (mjölbótapeningar, koilektu- sjóður o. s. frv.) og seldu jarðir, er er landið átti. Þessa fjár gevði ís- lánd tilkall til og skiftu þær kröfur milíónum. Stjórnin neitaði að vísu aldrei því, að eitthvað kynni að vera til í þessu, en svaraði að eins því, að svona gamla reikninga væri ekki auð- ið nú að gera upn. En tillagið miðaði hún þó óefað að nokkru leyti við eitthvað af þessum kröfum, en alls ekki við þann svo- kallaða tekjuhalla, sem hún trúði víst ekki sjálf á. Það sést meðal annars af því, að tilboð hennar til alþingis um „tillag" vóru ærið breytileg, eftir því sem hver ráðherra í það sinn leit á kröfurnar. 1867 býður hún t. d. 120,000 kr. fast árstillag, en 2 ávum siðar miklu lægra, og 1871, er stöðu- lögin komu út, setur hún og ríkis- þingið fasta tillagið 60,000 kr. á ári. Þessi skyndilega breyting átti enga stoð í neinum tekjuhalla, heldur kom hún af því, að Leuning ráðgjafl, sem bauð 120,000 kr., dó áður en málið kæmi aftur fyrir, en eftirmaður hans hirti annaðhvort ekki um að kynna sér málið, eða hafði ekki næga rétt- lætistilfinning til að haida því fram, sem réttara var, gagnvart ríkisþing- mönnum eins og Orla Lehmann og Ploug, sem hvorugur þekti né vildi kynna sér málavöxtu og báðir vóru alla tíð fjandsamlegir i íslands garð* 1). Kröfur þær sem vér þykjumst rétt til eiga, mundu nema meiru en 120,000 kr. árgjaldi. Þær eru svo vaxnar, að mættum vér leggja þær til úrslita óhlutdrægs gerðardóms (t. d. í Haag), þá yrði vafalaust dæmt að mikill hluti þeirra (svo vér segjum ekki of mikið) yrði vafalaust viður- kent að hvíldi á lögréttnm grundvelli. Siðferðislega rét(mætar eru þær allar. Það er engin ástæða til að efa það, að það er einlæg ósk og tilgangur alls hávaðans af inni dönsku þjóð, allra inna sannfrjálslyndari manna, að sam- komulagsnefndin (danskra og íslenzkra þingmanna) hafi einhvern árangur í þá átt, að sint verði einhverju tals- verðu af kröfum íslendinga um afstöðu íslands, og það á þann hátt, sem ís- lendingar geti þegið án þess að afsala sér neinu af þeim réttindakröfum, sem eklci næst samkomulag um. Yæri sá ekki tilgangurinn, þá væri ver á stað farið en heima setið fyrir Dani með skipun þessarar nefndar. Árangurinn yrði þá ekki annar, en miklu sterkara sundurlyndi en áður; gæti jafnvel orð- ið sá, að gera oss svo fráhverfa Dön- 1) Þess er þó vert að geta, að Ploug kannaðist i Ríkisþinginu berlega við það, að til þessara 60,000 kr. ættum vér tilkall, i notum stólsgózanna, Aðrar kröfur kann- aðist hann ekki við. ooocoooooooooooocooooooooooooooooooooc o V erzluriin Edinborg í Reykjavík. Með s/s »Viking(( fengum við aftur miklar birgðir af inu velþekta margarine E. Verð 50 aura pr. pund. í vefnaðarvörudeildina höfum við einnig fengið mjög mikið af álnavöru, sem við vonum að geta sýnt okkar viðskiftamönnum snemma í næstu viku. ooooooooooooooooo-oooooooooooooooooooooc um, að hér myndaðist og efldist sá aðskilnaðar-flokkur, sem enn verður ekki sagt að til sé í landinu. Viðskiftum Dana við oss á umlið- num öldum hefir, því miður, tekist, að gera þjóð vora tortryggna að nátt- úru — tortryggna um skör fram. En ekki eyðir það tortryggninni eða greiðir fyrir betra samkomulagi, ef vér heyrum margar raddir úr Danmörku eins og rödd Orluffs og rödd Henning Matzens, eins og hún hefir oft fram komið í vorn gavð, bæði í ríkisréttar- kenningum hans og í málgagni hans „Vort, Land“. Vér eigum víðlent iand með mikl- um ónotuðum auðsuppsprettum til lands og sjávar. Vér erum einar 80 þúsundir enn. En vér erum að kom- ast á lagið, þótt hægt fari, að nota þessar auðsuppsprettur sjálfir. Það er ekki víst að það líði svo margar kynslóðir áður en vér verðum 200 þúsundir. Ef Danir unna oss sem mest réttar vors þangað til, eftir því sem vér er- um megnugir um að nota hann, þá efum vér ekki að oss verði eins Ijúft að halda þá áfram að vera þegnar Dana- konungs, eins og oss er það nú, og að líkindum því ljúfara, sem sjálfstæði vort yrði fyllra og samkomulagið þar af ieiðandi betra. Vér efum ekki að það verði oss Ijúft af því, að vér sjá- um það hyggilegast og hollast. En hversu sem fer — vér eigum framtíðina fyrir oss, þá framtíð, sem framfarirnar að fólksfjölgun og velmeg- unarauka hljóta að skapa oss. Þessa ættu Danir að minnast engu síður en vér. Hefip þú borgað „Reykjavik?“ Drejer Wslánir 1 Island. Venstres Folkeblad, sem kemur úi í Ringsted, getur 19. Sept. um það, að Laugardaginn 14. s. m. hafi verið til umræðu í „Studenter-sam/wntó“: stórnarafstaða íslands og Danmerkur. Dreyer héraðslæknir frá Ringsted, er hér var í sumar læknir á skipi Ríkis- þingsmanna, var málshefjandi. Meðal annars sagðist honum á þessa leið: „Þjóðin þarna norður á sögueynni stendur fjarri oss í mentun sinni. íslendingar lifa enn í skáldlegu mið- aldalofti landnámstíðarinnar. Og þeir elska ekki oss Dani. Sannarlega hafa þeir heldur enga ástæðu tií að elska oss. Vér höfum útsogið þjóðina og misbeitt valdi voru við hana frá því er vér náðum valdi yfir henni. Viðtökurnar þar í sumar vóru stór- kostlegar. En svo virtist mér — og fleirum — sem bak við gestrisnina lægi einhver hugsun á þessa leið: Þér tókuð Ijómandi vel við okkur í fyrra, en — vér skulum þó sýna yður, að vér getum gert eins vel og þér! Ef nokkur af oss mintist á stjórnmál, þá var eins og hurð væri lokað milli vor. Stjórnmála-kröfur íslendinga eiga rætur sínar að rekja aftur að árinu

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.