Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 03.03.1908, Blaðsíða 2

Reykjavík - 03.03.1908, Blaðsíða 2
34 REYKJAVIK kvæmanleg og eigi til skaða. En þess- ari reglu virðast Landvarnarmenn hafa snúið við, og er það að vísu mikið handhægara fyrir þá. Vér fyrir vort leyti ætlum eigi að leggja hér neinn dóm á það, hvortoss væri kleyft eður eigi, að gerast sér- stakt ríki. En vér viljum endurtaka það, að ef dæma skal eftir öllu því, sem vér höfum séð fært fram af hendi Landvarnarmanna um það mál, þá er ekki sýnilegt, að þeir hafl gert svo mikið, sem tilraun til að komast að ábyggilegri niðurstöðu um það. Hvorki hafa þeir gert ábyggilega áætlun um kostnaðinn við það, né heldur hafa þeir reynt til, að gera sjálfum sér né öðrum grein fyrir, hvað gera þyrfti til þess, að vér gætum haldið sjálfstæð- inu, þegar vér hefðum fengið það. Öll hin mikla mælgi þeirra og „agitation" um sjálfstæði og sérstakt ríki er því enn sem komið er staðlaus þvætting- ur, sem gætnir menn geta eigi tekið minsta tillit til. En hún er jafnframt annað miklu verra en staðlaus þvætt- ingur. Hún er tilraun til að koma þjóð vorri til að steypa sér út í hreina og beina ævintýrápólitík, tilraun til að koma henni til að hefja baráttu um stjórnarfyrirkomulag, sem enginnmað- ur — og sízt sjálflr forvígismennirnir — vita nokkuð ábyggilegt um, hvort henni er kleyft eður eigi. Ef slíkt er eigi gálauslegt athæfl og ósamboðið góðum drengjum, þá vitum vér sann- arlega ekki, hvaða athæfl má svo nefna. Og svo gálauslegt athæfl verð- ur ekki vítt um of, jafnvel þó það sé af góðum hvötum sprottið, sem vér ekki viljum draga efa á að svo komnu máli. ' Heimastjórnarmaður. Dönsku-slettur í máli voru. Það er óþarfi að dveija langvistum hér í höfuðstaðnum til þess að kom- ast að raun um, að málið, sem menn tala, er ekki hrein íslenzka, heldur mjög blönduð erlendum orðum, sem íslenzkum endingum er hnoðað við. Svo ramt kveður að þessu, að vart segja menn eina setningu, sem ekki er krydduð þessum erlendu slettum; í daglegu tali eru þær sem skæða- drífa. Einkum eru það danskar slettur, sem menn hafa tekið ástfóstri við. Allir gera sig jafn seka í þessu, konur og karlar, ungir og gamlir, lærðir og ólærðir. Bæjarfógetinn ,heldur aktionir* og ,arresterar“, prestar „sakramenta* og „konfirmera", læknar „operera“ og ,gefa resept“, málfærslumenn „pro- kurera“ og „innkassera", kaupmenn „gefa rabat“ og „halda beholdningu*, sjómenn „eru til sjós“ og „hafa út- kigg-', smiðir „smíða mublur* og „be- trekkja", verkamenn „lossa skip“ og „taka uppá akkorð“, húsfreyjur „laga mat“ og „fara í visit“, ungfrúr „spáss- •ra“ og „fara á ball“, saumakonur „sauma líf og skjört“, vinnukonur „vaska upp í kokkhúsinu“ og „stufa af kommóðunni", götustrákar „gera sprell og grín fyrir fjóra“. Af þessu litla sýnishorni má sjá, að i þessu efni eru allir jafn fræknir; og svona er alt málið atað dönskum slettum. Alstaðar tekst að koma þeim að og bægja frá góðum íslenzkum orð- *m. Ekki er samt svo að skilja, að þessi erlendujorð séu mýkri fyrir tung- una en þau íslenzku; það er t. d. ekki auðveldara að segja „að laga mat“ en að matreiða eða „mublur" í stað- inn fyrir húsgögn. Hversvegna nota menn þá svo mjög þessi erlendu orð? Sumir halda eflaust, að það sé „fínna“ að nota þau, vilja sýna, að þeir séu mentaðir eða hafi farið út yfir pollinn. Þá vil ég fræða á því, að hver sann- mentaður maður kappkostar að tala móðurmál sitt lýtalaust, og betra er að sitja heima á stöðlinum en fara utan og saurga tungu sína. Lærðum mönnum hættir mjög við að nota alls konar erlend orð. Það staíar af þvi, að námsbækur þeirra hafa flestar verið erlendar og margir nauðbeygðir að stunda lengi nám við háskólann í Kaupmannahöfn. Það er því hætt við, að þeir snemma venjist mjög á að sletta dönskum orðum; mörg hugtök verða aldönsk og þeir verða að þýða þau á íslenzku jafn- óðum og þeir tala og þykir þeim oft hægara að láta dönskuna fjúka. En æðri skólarnir eru eflaust svo fullkomn- ir, að óþaifi er fyrir námsmenn að stunda þau vísindi við Hafnarháskóla, sem kostur er á að nema hér. — í mentaskólanum er líka nær eingöngu notaðar erlendar kenslubækur. Þeim verður sem bráðast að útrýma þaðan, enda mun það hvergi á bygðu bóli eiga sér stað, nema hér á landi, að erlendar bækur séu notaðar í slíkum skólum. Er menn hefja hér erlendan iðnað, gæta þeir þess ekki — sem ei er held- ur von — að þýða jafn harðan þar að lútandi nöfn athafna og hluta; kemst svo upp í vana að nota erlendu orðin og verða þau smátt og smátt rótgróin. Orðhagir menn ættu að hjálpa iðnað- armönnum og sjómönnum að þýða þau á góða íslenzku. Það má þannig flnna margar or- sakir málskemdanna, en engin þeirra er góð og gild afsökun fyrir þá, sem sletta erlendum orðum. Aðalorsökin er trassaskapur, tilflnningar- og ræktar- leysi, og er það Ijós vottur þess, að oss vantar mjög tilfinnanlega lifandi ást á tungu vorri. Annað mál er það, að ei er rétt að áfellast unglinga eða alþýðumenn, sem t. a. m. taka þessi orð eftir kennurum sínum eða lærð- um mönnum. Skyldan og ábyrgðin hvilir vitanlega þyngra á þeim, sem hafa tima og tækifæri til að afla sér mentunar; þeir verða að ganga á und- an öðrum með góðu eftirdæmi. Mesti voði er á ferðum, ef þessar málskemdir fara eins óðfluga frarhveg- is sem híngað til; þá fer svo að lok- um, að vér glötum móðurmáli voru og tökum að tala eitthvert hrognamál, og það væri mesta óhamingja, sem fyrir oss getur komið. Hver einstakur maður verður því að gera sér far um að tala eins hreint mál og honum frekast er unt. Það er heilög skylda, því að tunga vor er hyrningarsteinn sjálfstæðis, þjóðernis og allra þjóðþrifa vorra. Ég hefl getið um þetta í sambandi við höfuðstaðinn; margir telja hann þjóðlegasta blettinn á landinu; má og vera að svo sé. Betra mál tala þó ^yWHTll 1,1 I I i) 11. J ■ ■ I ■ 11 ■ II I ■ I t'l .1. . Ul| I Úrsmíðavinnustofa Carl J?\ Bartels : ! Langaregi 5. Talsími 137. | ÍLi,i..,iiiiiumir...iv.i,.,iiininriin..,uiiTii.i....ij.i...li sveitamenn alment en Reykvíkingar. Er þá ekki tími til kominn fyrir íbúa höfuðstaðarins að reyna að verða bændum að minsta kosti jafnsnjallir í þessu efni.? Bergsteinn. Hin l>lööixi. „Templar“ flytur í 7. og 8. tbl. þ. á. frámunalega vitlausa og stórorða grein, sem höfundurinn (Lúðvig Möller) nefnir „Island^ fyrir íslendinga". Höf- undurinn fimbulfambar þar um svall og drykkjuskap ungra íslenzkra fyrir- kvenna. Yæntir oss að ritstjóri „Templars“, sem er skýr maður og einlægur frömuður bindindismálsins, vísi eftirleiðis slíkum greinum á bug, því að þær eru miklu fremur lagaðar til þess að spilla fyrir bindindishreyf- ingunni, hjá öllum þorra skynbærra manna, en styðja hana. Vera má að blað vort taki grein þessa síðar til rækilegrar meðferðar. „Lögrétta“ (8. tbl.) ilytur langa og ýtarlega grein um heilsuhœlið eftir landlækni 0. Bjórnsson. Lætur land- læknirinn vel yfir því, hve stofnun heilsuhælisfélagsins hafl verið og sé vel tekið, og hve vel gangi að safna fénu til þess bæði með árstiliögum og gjöfum. Þó kveður hann enn vanta stórfé en telur líklegt, ef allar vonir rætist muni þó félagið geta reist heilsu- hælið á næsta ári sumarið 1909, og tekið til starfa þá um haustið. Enn þá er ekki fast ákveðið hvar heilsuhælið eigi að vera. Stjórn heilsu- hælisfél. hefir íalið þrem mönnum að rannsaka það, þeir eru læknarnir Guðm. Björnsson og Guðm. Magnússon og Hjörtur húsasmiður Hjartarson. Eru þeir sammála um það, að hælið eigi að vera nærri Reykjavík. Skólasparimerkin. Ungfrú Laufey Yilhjálmsdóttir á Rauðará kom fyrir 1 ári síðan á spari- merkjasölu við barnaskólann í Reykja- vík. Samkvæmt skýrslu ungfrúarinnar í síðasta blaði „Lögréttu“ hafa skóla- börnin síðastl. ár lagt inn í „Lands- bankann" sem nemur 1130,00 kr. í tveggja aura sparimerkjum. Ungfrú Laufey á þakkir skiiið fyrir þetta starf sitt aí öllum sem bera heill og hagsæld vorrar upprennandi ungu kynslóðar fyrir brjósti. Mun spari- merkjasalan við barnaskóla vora — því það má gera ráð fyrir að skólar út um land taki nýung þessa upp — á sínum tima verða talin til framsóknar- og menningarspora íslenzku þjóðarinn- ar á 20. öldinni. — Viðsjálir piltar. Útgerðarmenn eru nú sem óðast að ráða menn á skip sin, því að bráðum eiga þau að fara út til fiskjar. Kvarta útgerðar- menn sáran undan brigðmælgi sumra þeirra, sem ráðist, hafa. Það kemur oft fyrir, að útgerðarmenn greiða þeim, sem þeir ráða, nokkuð af kaupinu fyr- irfram til að festa þá, en sumir sjó- menn nota sér þetta svo, að þeir ráða sig hjá fleirum, og fá borgun fyrirfram hjá þeim öllum. Nú sem stendur hafa að minsta kosti tveir sjómenn verið „settir inn“ fyrir þessar sakir. Hafði annar ráðið sig hjá fjórum útgerðar- mönnum, en hinn, að sögn, hjá sex. Hinn siðarnefndi réði sig í 6. sinn á vestfirskt skip hjá formanni þess, sem befir umboð til að útvega háseta á skipið, og kvaðst pilturinn nauðsynlega þurfa að fá nokkuð af kaupinu fyrir- fram, því að hann þyrfti að grafa móður sína, og bað formanninn gera sér þann greiða að vera grafarmaður. Lofaði formaður því og greiðir honum festarpeningana. Nokkru síðar fær for- maður njósn um, að ekki muni vera alt með feldu, og fer heim til manns- ins. Hittir hann þar gámla konu, sem segir honum, að hásetinn sé ekki heima. Formaður spyr hana, hvort hún muni geta fært honum skilaboð frá sér. „Jú, það held ég“, segir gamla konan, „ég er móðir hansl“ „Fram“. Fundur 2. og 4. Fimtudag í hv. mán. kl. 8*/2 síðd. í Templara-húsinu. Herra ritstjóri! Blað yðar flytur þau tíðindi að ég ætli að bjóða mig fram til þingmensku í Eyjafirði. Ég hefi heyrt þetta áður norðan af Akureyri eftir flokksbræðrum yðar þar. Annars er mér ókunnugt um það. Sjálfum hefir mér ekki dottið það í hug. Eyfirðingum, sem hafa farið þess á leit við mig, hefi ég ekki gefið neina von um það og Landvarn- armenn hér hafa ekki á það minst við mig. Að sjálfsögðu hefi ég ekki með einu orði leitað hófanna um þing- mensku við nokkurn kjósenda í sýsl- unni. Árás „Norðra“ á mig í sambandi við prívatbréf frá mér, sem prentað er án míns leyfis hefi ég svarað i „Norð- urlandi“. Alt í þeirri grein erásömu bókina lært og þingmensku-uppspun- inn. Ouðm. Hannesson. „Reykjavík“ hefir ekkert á móti að flytja þessa framhoðs-afneitun læknis- ins. En nokkuð kynlega kemur hún manni fyrir, eftir að hafa lesið blöð og bréf að norðan, og talað við menn, sem þaðan hafa komið. Ritstj. Innan bæjar og utan. Fyrirlestur ágætis góðan umstefnu- skrá Landvarnarmanna hélt Jón Þor- láksson verkfræðingur í Heimastjórnar- félaginu „Fram" síðastl. fimtudag. Sýndi hann fram á með skýrum rök- um og glöggum dæmum, að land- varnarstefnan eins og hún er prédikuð, er ekkert annað en grímuklætt aftur- háld — rammara afturhald en nokkru sinni áður hefir þekkst hér. — Teljum vér vist. að fyrirlestur þessi verði sér- prentaður, svo að almenningi gefist kostur á að skoða stefnu Landvarnar- manna í dálítið annars konar birtu, en blöð þeirra sýna hana í. Skógræktarstjóri er settur F. Ko- foed Hansen með 3000,00 kr. árslaun- um. Á hann að hafa á hendi for- st-öðu skógræktarmála og þeirra ráð- stafana, sem gerðar verða til að hefta sandfok. Hvorttveggja undir umsjón stjórnarinnar. Heiinastjórnarfélagiö „Fram“ varð fyrst til þess allra félaga hér i bænuin

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.