Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 16.10.1909, Blaðsíða 2

Reykjavík - 16.10.1909, Blaðsíða 2
196 REYRJAVIK Vinnustofur eru ffluttar í Bankastræti 7, og fást þar margs- konar liiisgögii. Sömuleiðis eru ■nynclir seltar í ramma. Nýi kvennaskólinn. Hann var vígður 6. þ. m. og voru þar viðstaddir svo margir boðnir gestir sem inni gátu rúmast. Forstöðukona skóians frk. Ingibjörg Bjarnason afhjúpaði fyrst mynd af frú Thoru Melsted og ávarpaði hana hlýjum og snjöllum orðum; nefndi hana, sem rétt er, móður skólans, sem fyrst hefði unnið að því að koma hon- um á fót og síðan stýrt honum og borið hann fyrir brjósti. Hún benti inum ungu námsmeyjum að líta upp til þessarar konu, sem fremur öllum öðrum hefði látið sér hughaldið um mentun íslenzkra kvenna. En þær ættu einnig að heiðra hana og taka sér hana til fyrirmyndar sakir mann- kosta hennar og eftirdæmis í siðgæði og sannri sálargöfgi. Allir stóðu upp og hiýddu standandi á þetta ávarp. Því næst iýsti forstöðukonan húsinu, „sem á að vera skóli okkar og heimili". Loks ávarpaði forstöðukonan náms- meyjarnar, skólanefndina og velgerðar- menn skólans. Gat þess sérstaklega, að Melsteðs-hjónin hefðu nýlega gefið skólanum ið vandaðasta hljóðfæri, auk alls ins mikla annars, er siðar muni í Ijós koma, og loks þakkaði hún hússmiðnum og eiganda hússins, herra Steingrími Guðmundssyni, alla hans ósérplægni, og hve vel honum hefði farið við skólann. Því næst þakkaði frú Thora Melsted fyrir heiður þann, er sér hefði verið sýndur, og flutti kveðju frá Páli sagna- meistara manni sínum, en hann skortir nú 3 ár á tírætt. Hundrað og þrjár stúlkur hafa sótt um nám í skólanum í vetur; af þeim undir 40 úr Rvík; 22 hafa sótt um heimavist. Kvennaskólinn stendur austan við tjörnina og er 301/* al. á lengd, en 18 á breidd; úthýsi að húsabaki 53/'r al á lengd og 6 al. á breidd. Undir húsinu öllu er hár og loftgóður kjall- ari, þar er hússtjórnardeild skólans, skólaeldhús (9X8 al.), borðstofa (12X8 al.), þar geta 30—40 manns setið að borðum í einu; þar er og búr, vista- klefi, þvottahús og keflingarstofa með h'nsterkjuáhöldum. Þar er og rúm fyrir kerlaug og steypuböð, þá er efni skólans leyfa að koma þeim upp. Á næsta gólfi yfir kjallara eru 4 skólastofur með kensluáhöldum, kenn- arastofa, fatabúr og tveir gangar og anddyri með stigum upp á næsta loft. Á því lofti eru tvær kennarastofur, en önnur verður fyi st um sinn höfð fyrir dagstofu handa heimavistarstúlkum. Þar eru og íbúðir forstöðukonu og kenslukonu hússtjórnardeildarinnar, en þær hafa 2 herbergi hvor til íbúðar; þar er og skrifstofa skólastýru; en fram af þessu gólfi eru veggsvalir, 17 álna langar og 2 al. á breidd. Á efsta gólfi eru 8 svefnstoíur með í Iðnskólanum (Lækjargötu 14) má fá gott fæði með sanngjömu verði. uppbúnum rekkjum og öllum áhöld- um, og er þar rúm fyrir 25—30 heimavistar-stúlkur. ~ Á hanabjálka- lofti er þerrirúm. — í öllu húsinu er vatnsleiðsla og miðstöðvarhitun. Skólahúsið er virt til brunabóta liðl. 59 þús. kr., en til peningaverðs 76,- 783 kr. Hr. Steingr. Guðmundsson trésm. hefir bygt húsið, alt úr vandaðri stein- steypu. Hann leigir skólanum það næstu 5 ár fyrir einar 2300 kr. á ári. En til er ætlast, ef efni leyfa, að skól- inn kaupi húsið, og væri þávelborgið samjafnaðarlaust bezta og stærsta kvennaskóla landsins, inum eina kvennaskóla, sem er sann-neíndur skóli fyrir ált landið. íi Konsu Reykjavik, 14. Okt. 1909. Herra ritstjóri! — í blaði yðar 9. p. m. liefir herra konsúll Brillouin ritað all- langa grein um það, sem greinin kallar deilumál milli byggingar-nefndarinnar og hans. í grein þessari er svo mikið mishermt, að ég hlýt til leiðréttingar, að biðja yður, að Ijá eftirfylgjandi línum rúm í blaði yðar. Það er mishermi, að byggingar-full- trúinn hafi átalið það i bréfi dags. 26. Júní, að bitarnir í húsi konsúlsins væru styrkari en byggingar-samþyktin heimtar, þ. e. 3" x 9" í stað 3" x 6". Pað var á- talið, að þeir væru veikari, en byggingar- samþyktin fyrirskipar. í bréfi byggingar- fulltrúans er ekki með einu orði mínst á, að bitarnir megi vera 3" x 6", enda kæmi það í bága við 21. gr. byggingar- samþyktarinnar. Jafn-mikið mishermi kemur fram i skýrslu konsúlsins um, hvað okkur hafi farið á milli viðvíkjandi húsbyggingu hans. Sannleikurinn er þessi: Pegar farið var að byggja íbúðarhúsið, varð byggingar-fulltrúinn þess var, að húsið fnllnægði ekki að öllu leyti ákvæðum bj'ggingar-samþyktarinnar. Petta átaldi hann, en honum var neitað um, að fá lagfært það er þurfti. Byggingar-nefnd- inni var skýrt frá þessu, en þar sem hér átti í hlut starfsmaður annars ríkis, vildi byggingarnefndin komast hjá allri deilu, og sýna alla þá tilhliðrunarsemi, sem hægt var. Eg heimsótti því kon- súlinn persónulega, bauð honum mína milligöngu til að fá ágreininginn jafn- aðan, benti honum á, að undanþágu mætti fá frá byggingar-samþyktinni, og fullvissaði hann um, að hann mundi fá hana, ef hann pá vildi sækja. En hann þóttist ekki þurta að fá neina undan- þágu, og kvaðst óska deilu við bæjar- stjórnina. Við það skildum við. Síðan hefir hann ekki sótt um neina undan- þágu. í grein sinni segir hann reyndar, að hann hafi sótt um undanþáguna í bréfi til stjórnarráðsins dags. 29. Júní. En þetta er ekki rétt. Bréf þetta var sent bæjarstjórninni til umsagnar og er mér því kunnugt um, að i því bréfi var þess ekki farið á leit, að fá neina undanþágu, enda átti hann líka að sækja um hana til bæjarstjórnar og byggingar- nefndar. Af þcssu má sjá, að það er gagnstætt sannleikanum, að bæjarstjórn- in hafi haft að engu fullyrðingar mínar í þessu efni, eins og konsúllinn kemst að orði. Iðnaðarmenn T Munið eflir að ganga JoSjúltrasjóð Iðnaðarmannn,« Sveinn Jónsson gjk. Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustíg 10. Pá er það ekki rétt hermt í greininni, að konsúllinn hafi fengið bænum að gjöf lóð undir skipaklöpp og veg. Hitt er rétt, að bærinn hefir látið konsúlnum ókeypis í té afnotarétt lóðar, er hann taldi mjög mikilsverðan fyrir sig. í grein sinni neitar konsúllinn því, að hann hafi bygt hesthús hjá íbúðar- húsi sínu, en segir það vera trékofa, er ætlaður sé til vagnskýlis. í brunabóta- virðingu hússins, er svo að orði komist: »Fyrir vestan húsið á sömu lóð er bygt hesthús úr binding, kl[ætt] utan m. pl[ægðum] borðum og pappa á borða- súð; i því er loft og plankagólf«. Undir þetta hefir konsúllin sjáfur rit- að nafn sitt, og kemur það þvi undar- lega fyrir, að hann nú skuli neita þvi að hafa bygt hesthús. Loks get ég þess, að það verður lagt undir dóm yfirboðara kúnsúls Brillouin eða íslenzkra dómstóla, hvort rétt sé vottorð það, er hann gefur sjálum sér um hlýðni og auðsveipni við íslenzk lög. Meðan beðið er þess dóms, verður mál- ið af minni hálfu ckki rætt í blöðunum. Páll Einarsson [borgarstjóri]. --- M I ■ ■ ---- Ókeypis lögfræðislegar leiðbeiningar. Kennendur Lagaskólans ætla að haida þessu þarflega fyrirtæki uppi í vetur eins og í fyrra. Það er nokkur kostnaður fyrir fá- tæka menn, að leita aðstoðar mála- flutningsmanna, þá er þeir þurfa að fá leiðbeiningar um rétt sinn eða skyldur í einhverju efni. Afleiðingin verður oft sú, að fá- tækir menn leita sér alls ekki lög- fræðislegrar aðstoðar, þar sem þeir þyrftu á henni að halda, og bíða ein- att tjón við það. Það er því ið mesta þarfa-verk, sem kennararnir vinna með þessu, og getur komið mörgum að haldi, til að bjarga rétti þeirra. Þess þarf naumast að geta, að leið- beining þessi er veitt öllum ókeypis án manngreinarálits, hverjir sem þeir eru. Og enginn þarf að efast um það, að ekki mun völ á öðrum færari mönn- um í þessu efni, heldur enn kennur- unum við lagaskóla landsins. Leiðbeiningin er veitt í Lagaskólan- um 1. og 3. Laugardag í hverjum mánuði að vetrinum til meðan skól- inn stendur, kl. 7—8 á kvöldin. Herbergi ágætt með húsbúnaði, fyrir einhleypan í góðu húsi á bezta stað i bænum, ódýrt til leigu þegar eða frá 1. Nóv. Ritstjóri eða afgrm. ávísar. Hvað er aö íreUnV Prestsembættinu öðru (séra Har- aldar) hér í dómkirkjusöfnuðinum gegn- ir til næstu fardaga Friðrik Friðriks- son. Cíaulverjabæjar-söfnuður (allur?) heflr sagt sig úr þjóðkirkjunni og gerst fríkirkjusöfnuður; tekið Runólf nokkurn Runólfsson, fyrv. Mormóna frá Ameríku, sér fyrir prest. Alþingistíðindin. Prentun á um- ræðum neðri deildar, 125 örkum, er Gutenberg tók að sér, var lokið nú um mánaðamótin. — Um- LÁRUS FJELDSTED, yflrréttai-mAlafærzlu inaður Lælíjurgata ð. Heima kl. 11—12 og 4—5. ræður í e. d. og sam.þingi (á að gizka 65—70 arkir) tók ráiðherra-prentsmið- jan að sér, en varla er talið líklegt að þeirri prentun verði lokið fyrri en í lok þ. m. — ef eigi siðar. Sá dráttur kostar landssjóð ærið fé, því að eftir 14. þ. m. verður burðargjald undir tið- indin út um iand miklu dýrara. Regnsamt og’,stormasamt heflr verið þessa viku. Aðfaranótt Þriðjudags gekk í ofsa norðanveður um alt land. „Flora" og „Ceres" báðar ókomnar enn. „Ceres“ heflr legið mestalla vik- una á Sauðárkróki og ekki getað að- hafst. „Flora" fór af Akureyri á Laug- ard. og til HúsavíkurJ(hafði, farið þar framhjá), en þaðan fór hún vestur á hingaðleið Sunnud.-kvöldið. Síðan hefir ekki til hennar frétst. Auk margra farþega hafði hún flutt nokkuð af dýnamíti. Er það leyfilegt á farþega- skipum? „Pjóðólfur" stendur til að skifti eigendum við áramótin. Hr. Hannes Þorsteinsson n. d. forseti selur hann banka assistent hr. Pétri Zophónías- syni (frá Yiðvík). Mótorbátur frá Yestm.eyjum fór nýlega með vörur til Víkur; þar varð komist út i hann og eitthvað af vör- unum flutt í land. En 2 menn vóru eftir í bátnum um kvöldið, og lá hann þá fyrir akkerum. Morguninn eftir var hann horfinn. Harin rak mann- lausan á land í Landeyjum. Til mann- anna tveggja ekkert frétst. »Smásaxast á limina hans Björns míns!« — Hr. Kristján Jónsson há- yfirdómari hefir sagt sig úr miðstjórn ráðhcrra-ilokksins (meirihl. -flokksins á þingi). Hver fer næstur? t Frá Iða Halldórsdóttir, Frið- rikssonar yfirkennara, eiginkona séra Kristins Daníelssonar á Útskálum, varð bráðkvödd í svefni aðfaranótt 12. þ. mán. Lagðist alheil til svefns um miðnætti, en var örend í sæng sinni um morguninn. Hr. Gunnar Hafstein, er um 15 ár hefir verið í Landmandshanken í Höfn, nú um allmörg ár bankafulltrúi, er nú orðinn bankastjóri við Fœreyja- bankann. Er það betri staða, en bankastjóra-staða við Landsbankann hér. Gamli Glúckstad lítur öðrum augum á hæfileika hr. G. H. heldur en ráðherra íslands. Síminn til Bolungavíkur er nú fullger og opnaður almenningi til af- nota 7. þ. m. Yæn jarðepli. tsaf. segir, að úr gróðrarstöðinni hér hafi komið 1 jarð- epli, er óg 91 kv., o: 2 kv. þyngra en það er Bvík hefir haft til sýnis úr FJjótshlíðinni. Árness-prestakall í Strandasýslu er veitt séra B'óðvari Eyjölfssyni, að- stoðarpr. þar, samkvæmt kosningu. 2. dómkirkju-prestakallið er laust frá næstu fardögum. Umsóknarfrestur til 15. Desbr. Yextir í þjóðbankanum danska hækkuðu 13. þ. m. um Vj °/o upp í 5—51 2 °/o. í þýzka þjóðbankanum komust. vextir nýlega upp í 6%- Ísl. banki hefir skýrt oss frá, að bankarnir hér muni eklci hækka vöxtu að sinni. — Búist við, að vaxtahækk- unin ytra verði að eins um stundar- sakir. •>mmm > .. - Oaman og alvara. Hftnsavíxl á skilnÍTiffftrviluimm. — »Barnablaðið« ráðherrans hálf-dróttar pví að ritstj. »Lögréttu«, að hann muni ef til vill vera »ólœs á mœlt mál«, Hingað lil hafa menn nú heyrt með eyrunum pað sem talað (mœll) var, en

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.