Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 14.12.1910, Blaðsíða 2

Reykjavík - 14.12.1910, Blaðsíða 2
 216 REYKJAVÍK Kaupið Jólagjafir 1 DAGSBRÚN Afsláttur af öllu frá 1 Og til 25§. iVtliu«»' anir um framííðarhorfur Reykjavíkur. Eftir Einbúa. II. Á víð og dreif. {FramhJ. Fyrir nokkrum tugum ára var þaS svo hjer í Reykjavík, að þegar menn þurftu á hleðslugrjóti að halda annað- hvort í garð eða húsgrunn, þá fóru þeir og tíndu grjótið hingað og þangað um holtin, og urðu að notast eingöngu við þá steina, sem viðráðanlegir voru. Og svo hrófuðu þeir upp görðum og grunnum, sem hlutu að verða mjög óásjálegir úr slíku efni, og engin til- tök voru þá að hafa kjallara undir húsi, þar sem klöpp var undir. . En svo kom þekking um það frá útlöndum, að það mátti kljúfa grjótið, höggva þaif og sníða eftir vild. Það var þegar stórmikil framför. En þyrfti að grafa kjallara ofan í klöpp, þá voru menn enn þá ráðalausir, þá dugðu ekki klöppur og íleygar. En þá lærðú menn að nota púðrið, til þess að sprengja klappirnar. Og þá urðu margir bæði forviða og óttaslegnir — jafnvel enn þá hræddari við púðrið þá, heldur en þeir eru nú við gasið. Nú gátu menn graflð kjallara í klappir. Það var að vísu engin áhlaupavinna, því það var talsvert mas við notkun púðursins, og það var seinvirkt, sprengdi lítið út frá hverri holu. En þá barst hingað enn þekking um það, að nota dynamit til þess að sprengja klappirn- ar með, og þá fóru þær loks aðverða tiltölulega fljótunnar. Ef nú púður og dynamit hefði ekki flutzt til landsins, eða ef okkur hefði á einhvern hátt verið fyrirmunað að ná í það, þá hefðu sjálfsagt framfar- irnar í þessari grein orðið æði litlar. Þá værum við bæði vatnslausir enn þá (af almennilegu vatni) og sömuleiðis gasiausir, og þá væru engin tök á því að fá skolpræsi í göturnar o. s. frv. Ef mönnum er með öllu fyrirmun- að að ná í það, sem er aðalskilyrði framfaranna í hverri grein sem er, þá geta engar framfarir átt sjer stað. Og það er sagt um peningana, að þeir sjeu nafl þeirra hluta, sem gera skal“. Hefði enginn banki verið hjer — engin peningalánsverzlun, þá hefði fæst verið gert hjer af því, sem gert hefir verið, og landið væri þar af leiðandi margfalt fátækara, heldur en það er. Jeg held, að liðni tíminn, þessi stutti tími, sem við Islendingar höf- um átt því láni að fagna, að haía hjer peningalánsverzlun — þótt allt annað en hagkvæm hafl verið — hafl sýnt og sannað', að við eigum að skulda — eigum að taka lán. Hann heflr sýnt það engu síður fyrir það, þótt einstöku smáláni kunni að hafa verið ver varið en skyldi. Hann hefir sýnt það, að hjer eru nógir vegir til þess aðgræða fje með lánsfje, ef vel og forsjálega er farið að á báðar hliðar, bæði af lán- takanda og lánveitanda. En án pen- inga geta engar framfarir átt sjer stað. Margur maður hefir góða hæfileika til að græða fje, og nógan hug á því, en vantar nafl þeirrahluta, sem geraskal", og verður þess vegna að Ima við fá- tækt alla æfi. Það hefir oft verið minnst á það á síðkastið, að lánsstofnanirnar þyrftu að taka sjer fram, þyrftn að hafa meira fje, og lána það með hentugri skilyrðum, en venja heflr verið. Og það væri áreiðanlega stórt spor í fram- faraáttina, ef þetta gæti átt sjer stað. Á það verður aldrei of mikil áherzla lögð. En við, lántakendurnir, þurfum líka i | að taka okkur fram, ekki sfður en lánsstofnanirnar. Við erum ekki alt af skilamenn — síður en svo. Og við erum ekki ætíð nógu sjeðir, nógu hyggnir. Við byrjum t. d. oft á hús- byggingu, án þess að eiga nokkurn | hlut til sjálfir, og án þess að geta gert okkur nokkra von um að fá meira | lánað út á húsið, heldur en veðdeild- i arlánið eitt, 2/s hluta virðingarverðs. j Er þettanokkur fyrirhyggja? Nei, þetta i má ekki eiga sjer stað, og á ekki að eiga sjer stað. Aðferðin ætti að vera sú, eins og jeg hefi áður tekið fram, að byrja aldrei á byggingu eða hverju sem or (jeg geri ráð fyrir, að lán sjeu að eins tekin til arðberandi fyrirtækja), fyr en búið er að semja við lánveitanda (bankann) um lánskjörin, þannig, að lántakandi geti talið áreiðanlegt, sam- kvæmt reynzlu annara, að fyrirtækið borgi sig sjálft, gefi það mikiun arð, að hann nægi til að borga vexti, á- kveðnar afborganir og önnur gjöld, sem á því hvíla. Takist slíkir samningar, þá er rjett að byrja, og hafa síðan það eitt fyrir augum, að standa í skil- um við lánveitanda. Langur lánstími gerir skilin auðveldari, en skilvísin er jafn nauðsynleg, eins og það er nauð- synlegt, að lánveitandi láni til langs tíma og gegn vægum afborgunum. * •* ¥■ Jeg hefi hjer tínt ýmislegt til, til þess að sýna, að allar framfarir og framkvæmdir eru í raua og veru byggðar á lánum. Ef landbúnaðurinn með gömlu aðferðinni — þýfðum og girðingarlausum túnum, vondumheyj- um og illu eða engu húsaskjóli handa búpeningnum, smjörgerðarhokrinu á hverju heimili o. s. frv. — hefði borg- að sig svo vel, gefið svo mikinn arð, að bóndinn hefði, án þess að taka lán, Markús Þorsteinsson Frakka8tig 9 — Reykjavík tekur að sjer allskonar aðgerð á ---- Hljóflfœrum. ------- getað komið öllum þeim endurbótum á, sem nú eru víða fengnar, þá hefði honum auðvitað aldrei komið til hug- ar að breyta til. Sama er að segja um sjávarútveg- inn, og sama er að segja um allar framfarir, sem orðið hafa á síðari ár- um. Því er líkt farið með þjóðarlíkamann, eins og ungling á þroskaskeiðinu. Hann verður — hvað sem það kostar — að fá ný föt jafnóðum og hann vex upp úr gömlu fötunum, því annars kemur kyrkingur í þau líffæri, sem fyrir þrengslunum verða; og líkaminn verð- ur ónýtur — verður sjálfum sjer ó- nógur. Sje ekkert gert til þess að auka og endurbæta atvinnuvegina, þá verða þeir ónógir til þess að fullnægja þörf- unum, og allt gengur aftur á bak, því að allt þarf viðhalds við. „Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið“. Svo kvað góðskáldið okkar, ,og það mun lengst af reynast sannmæli. ❖ * * Þótt jeg nú þykist geta sannað það, að allar verklegar framfarir í landinu hafi að miklu leyti verið og muni verða byggðar á lánum, þá hvorki vil jeg nje get sannað það, að lánin sjeu ætíð hættulaus. Síður en svo. Lánin hafa ætíð verið og verða að líkindum framvegis hættuspil, og hættan er sú, að lántakandi geti ekki staðið í skilum við lánveitanda, svo að hann verði að ganga að lántakanda, og láta selja veðið, sem þá ef til vill enginn vill eða getur keypt, nema þá fyrir svo lágt verð, að lánveitandí fær ekki einu sinni sitt, og lántakandi stendur eftir með verra en tvær hendur tómar — gjaldþrota. Hvað er nú sagt um þá menn, sem svona fer fyrir? Jeg fyrir mitt leyti heyri aldrei sagt: „Það var af því að hann skuldaði", heldur er vana- viðkvæðið : „Það var aldrei við öðru að búast. Sjálfur átti hann ekkert, en hegðaði sjer eins og flón, lifði langt yfir efni fram, og át sjálfur eða drakk út lánið. Yfir höfuð, engin regla á neinu, engin fyrirhyggja fyr nje síðar“. — Þetta er venjulega dómurinn. Og allt af er hann að meira eða minna leyti sannur. í hvert skifti, sem láns- fje verður mönnum að falli, er það af fyrirhyggjuleysi. Það er fyrirhyggju- leysi að taka lán með slæmum kjör- um, lán, sem borgast eiga að fullu á fáum árum, til fyrirtækis, sem vitan- lega getur ekki borgað sig nema á löng- um tíma, og enn þá verra fyiirhyggju- leysi, að gera lánsfje að eyðslueyri, jeta eða drekka það upp. En fyrir- hyggjuleysið kemur víðar í Ijós, heldur en í lántökum. Sannleikurinn er sá, að flest það, sem miður fer í heim- inum, stafar af fyrirhyggjuleysi, hugs- unarleysi eða þekkingarleysi. En þótt svo sje, þá dugar ekki að leggja árar í bát. Við Reykvíkingar byggjum t. d. alla okkar framtíð á sjávarútveginum. Er ekki hættan þar hin sama, þótt við nú sleppum lánunum? Það er sagt að hættan við lánin sje sú, að svo margir fari á höfuðið, H Austurstræti 17. Laugaveg 40. Mesta, bezta og fjölbreyttaáta úrval af hreinlaetisvörnm i bænum. Fjórar tegundir grænsápa, hver ann- ari ódýrari og betri. Fjórar teííundir af hinuin alþekta Bleg'sóda. II ii ^ iii ædur munið eftir, að hvergi er betra að kaupa: Kardemommndropa, Handsápur, Vanille-lyftiduft, sem Hindberjadropa, Ilmrötn, alrei er hægt að hafa Kirsuberjadropa, Fatabnrsta. nægar birgðir af. Sítrónudropa, Hárbursta, Flórians-Eggjadnft, af Vanilledropa. Cxólfbursta. öllum viðurkent hið Möndindropa, o. m. fl. bezta í hænum. F Sápuhúsið. Sápubúðin. Talsími 155. Talsími 131. s

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.