Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 15.06.1912, Blaðsíða 4

Reykjavík - 15.06.1912, Blaðsíða 4
96 REYKJAVÍK DEFORENEDE BRYGQERIER5 SKATTEFRI KRONE PORTER Við gefum 7000 úr! Til þess að gera Delta-Chronometer-úr vor enn þá kunnari, höfum vjer ákveðið að gefa 5000 úr að eins gegn 7 króna þóknun fyrir vinnulaun á hverju þeirra. 13©lta Chronometer-úrið er ákaflega glæsilegt nýtízku nákvaemnis-úr í fallegum Gloría- silfurkassa. og kostar annars 26 kr. Af annari tegund Delta-Chronometer-úra handa körlum og konum höfum vjer í sama skyni ætlað mönnum 2000 stykki. Einnig í þeim úrum er ágætt, nákvæmlega reynt verk. Kassarnir eru úr Delta-málmi, sem aldrei lætur lit, og auk þess eru þeir með rafmagni húðaðir ekta gulli, svo að þau þekkjast í raun og veru ekki frá ekta gulli. Delta-gullið er fortakslaust bezta gull-eftirlíking í heimi, og vjer ábyrgjumst endingu þess í 15 ár. Þessi úr kosta annars 36 kr. Vjer látum þessi aooo karla og kvenna úr ftjeflns, að eins gegn þóknun fyrir vinnulaun, sem eru kr. 8,50 fyrir hvert úr. Vjer ábyrgjumst skriflega að báðar tegundirnar gangi vel i þrjú ár. Það er því regluleg gjöf, sem vjer gefum yður með úrum þessum, og bindum hana einungis því skii- yrði, að þjer mælið með úrunum og verzlun vorri við kunningja yðar. Þjer hljótið að skilja það, að vjer munum senda yður reglulega gott, gallalaust úr, þar sem vjer byggjum framhaldssölu vora á meðmælum yðar, og þau eiga að vera gagn það, sem vjer höfum af að senda yður úrið. Oss berst mesti fjöldi fyrirspurna um þessi gefins úr vor, og úr þau, sem vjer höfum ákvcðið að gefa, verða sjálfsagt fljót að fara. Ef þjer notið þetta tækifæri, sem varla mun verða boðið yður í annað skifti, eruð þjer beðinn að senda oss pöntun yðar með fyrstu ferð, og þá munuð þjer fá úr, sem mun gera yður míkið gagn alla yðar æfi. Vjer sendum úrin tollfrítt gegn eftirkröfu eða borgun fyrir fram. Fyrir burðargjald og umbúðir tökum vjer 80 aura. Ef úrin líka ekki, tökum vjer þau fúslega aftur. Nýtízku festar úr Gloría-silíri, sem hæfa úrunum, kosta kr. 1,50 í staðinn fyrir kr. 5,00 — úr Delta-gulli kr. 3,00 í staðinn fyrir kr. 7,00. — — — Menn snúi sjer til Úrhússins R. FEITH í Lugano (Sviss). ...... Burðargjald undir brjef 20 aura, brjefspjöld 70 aura. " .. Kaupendur! Minnist þess, að gjalddagi blaðsins »Reykjavík« er 1. júlí. með góðn verði hjá jes Zimsen. Hvaða mótor er ódýrastur, beztur og- mest notaður •> Gideon-mótorinn. Einkasali Thor E. Tulinius & Co. Kaupmannahöfn. Símnefni: Yerzlnn. Góðar Kartöflur fást ávalt hjá JES ZIMSEN. 30 sandi í augu. En það var ómögulegt fyrir mig að komast fyrir þetta, nema með því að rannsaka málið vandlega, og jeg ásetti mjer að byrja þegar á athugunum minum. »Hvenær eiga rjettarprófin að byrja?« spurði jeg. »Ekki fyr en á morgun. Jeg er stefndur sem vitni, og jeg geng að því vísu, að jeg verði látinn sæta óblíðri meðferð«, svaraði höfuðsmaðurinn. »Við höfum þá hjer um bil sólarhring til þess að athuga málið, og við ættum að geta gert talsvert á þeim tíma«, mælti jeg. »Jeg ætla að skreppa með yður til Beckleys og líta á staðinn, þar sem morðið var framið. Jeg get ekkert gert, fyr en jeg hefi skoðað mig um þar«. Þegar við komum að Ströndinni, kom maður í köílótt- um fötum og með stráhatt á höfði þvert yfir götuna til okkar. Hann hafði staðið þar og horft inn um glugga einn, og þegar jeg leit við, þá gaf hann mjer bendingu. Jeg er vel kunnugur ílestum lögregluþjónunum frá Scot- land Yard, og jeg vissi, að maður sá, sem veitti okkur eftir- för, var einn af slungnustu mönnunum í leynilögregluliðinu. Návist hans hjer sýndi það greinilega, að saga Fremantles höfuðsmanns var sönn. Það var enginn vaíi á því, að lög- reglan hafði skjólstæðing minn grunaðan. Höfuðsmaðurinn sagði mjer, að líkið hefði verið flutt á bæjar-Iíkhúsið, og þá vissi jeg að það mundi vera hjer um bil ómögulegt að fá leyfi til að sjá það. En skjólstæðingur minn gat lýst áverkunum fyrir mjer nokkurn veginn greinilega. Stunga sú, sem hafði orðið manninum að bana, var vinstra megin framan á brjóstinu ofarlega. Annað sár, sem læknir- inn hafði sagt að ekki væri nema útvortis skeina, var hjer um bil á miðju baki, og það leit svo út, sem axlabanda- hringjur mannsins hefðu borið af honum lagið. OÖKUM aukins kostnaðar við mjólkurframleiðslu og mjólkursölu höfum vjer undirritaðir ákveðið það sölu- verð á mjólk, er hjer segir: Nýmjólk .... litr. kr. 0,20. Undanrenna . . . — — 0,10. Þeytirjómi . . . — — 1,20. Kaffirjómi . . . - — 0,70. Verð þetta gildir frá 16. þ. m. Þó halda fastir pantendur gamla Verðinu til næstu mánaðamóta. Reykjavík 11. júní 1912. Páll Stefánsson, Elliðavatni. Vigfús Guðmundsson, Engey. Gunnsteinn Einarssson, Skildinganesi. Sveinn Jónsson, Vatnsenda. Jón Guðmundsson, Digranesi. Guðni Símonarson, Breiðholti. M. Vigfússon, Kirkjubóli. Margrfet Pjetursdóttir, Árbæ. pr. h/f P. I. Thorsteinsson & Co.: pr. Mjólkursöluna á Laugaveg 12: 1 Pórður Bjarnason. Pjetur G. Guðmundsson. Björn Pórhallsson, Laufási. Árni S. Bjarnason. Porlákur Vilhjálmsson, Rauðará. Dan. Daníelsson, Brautarholti. Eggert Briem frá Viðey. HpNgT j ðag er lokið Útsölunni i Sápnhúsinu og Sápnbúðinni, Austurstræti 17. Laugaveg 40. Demants-brýnin — beztu ljö.ljr'ýiii í heimi — Ágæt á Jjái, hnífa og alls konar eggjám, bæði hörð og deig. — Vinna afar-fljótt. Gera flugbeitt á fáum sekúndum. — Eru mjög endingargóð, og verða því ódýrust allra brýna. — Spara tíma, fje og fyrirhöfn. — Þeir, sem eitt, sinn hafa reynt þau, kaupa aldrei önn- ur brýni. — Einkasölu á Islandi hefir: Stefán Runólfsson, Pingholtsstræti 3, Reykjavík. JMP* Yarið yður á einskis nýtum eftirlíkingnm. Hinn heimsfrægi eini ekta Kína-Lífs-EIixír frá Valdemar Pelersen, Kaupmannahöfn, fæst alstaðar á íslandi og kostar að eins 2 krónur flaskan. Varið yður á efttrlíkingum, gætið vel að hinu lögskráða vörumerki: Kin- verja með glas í hendi ásamt firmanafninu Waldemar Petersen, Frederikshavn, Köbenhavn, og á flöskustótnum merkið V í græuu lakki. €ggert Claessen, yflrréttarmálaflntnln gsmaðnr. Póathússtr. 17. Talsími 10. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Yerzlun Jóns Zo^ga selur ódýrast neftóbak, munntóbak, reyktóbak, windla, cigarettur o. m. fl. Talsími 128. Bankastræti 14. Hvar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. -----------------»■■■■ Ritstj. og ábyrgðarm.: Stefán Runólfsson. Prentsm. Gutenberg.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.