Ríki - 15.09.1911, Blaðsíða 4

Ríki - 15.09.1911, Blaðsíða 4
kemur út fyrst um sinn fram um þing- \ kosningar í haust, 1—2 tölublöðí viku. | Verð: 1 króna. Greiðist fyrir 10. | septbr. 1 lausasölu (í Reykjavík) 5 j| aura eintakið. Auglýsingaverð: venjulega 1 kr. | þuml. — Vildarkjör þeim til handa, | er auglýsa mikið. Útgefandi: Skrifstofa Sjálfstœðisflokksins. $ Ritstjórí og ábyrgðarmaður: Sigurður Lýðsson, cand. juris. \ 5 Hittist á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins ? * - '• "■ Afgreiðslumaður: \ Pj. O. Ouðmundsson, bœjarfulltrúi. \ \ Afgreiðslan er í skrifstofu Sjálf- 5 | stæðisflokksins í Bárubúð (uppi) við | | Vonarstræti. Opin hvern virkan dag s | kl. 67,-87,. | 5 Talsíma nr. 1C2 J }]______;________________________._________| n|| • er bezt^ugl^sin^abjaðJ^ndsins^j/egna þess, að Illiil Uppiag þess er svo tnikið og því svo vel dreift um öll hjeröð landsins, að 2000 manns fleira að minsta kosti lesa það en nokkurt annað blað. — Auglýsendur, hafið þaö hugfast nú fyrir haustkauptíðina! Auk þessa gefur RÍKI auglýsendum betri vildarkjör en nokkurt annað blað. Aug. veitir móttöku ritstj. og afgreiðslan. Umboðsvald og dómsvald. II. Nú er settur dómari búin að sitja í landsyfirdóminum í meira en 5 mán- uði, og alkunnugt að embættið verður ekki veitt fyr en út sjeð er um afdrif ráðherra, hvað fylgi snertir, hjá hinum nýkosnu þingmönnum. Og menn segja að það muni vera óhætt að fullyrða, að hvernig sem kosn- ingar fara víki hnnn ekki úr völdum fyr en á næsta aukaþingi, og að það komi ekki saman fyr en í júlí að sumri. Og þá sæti settur dómari f landsyfir- dóminum á annað ára Og þó hann víki strax eptir kosn- ingar, og tæki aptur við háyfirdómara- embættinu, hefði setti dómarinn samt set- ið töluvert meira en hálft ár. Pin ef svo skyldi til takast að Heima- stjórnarmenn telji sjer það heillavæn- legast að láta ráðherra lifa lengur en til aukaþingsins, og hefðu nægan styrk til þess, þá gæti vel verið að hann vildi enn halda háyfirdórnaraembæítinu opnu handa sjer, og hafa settan mann í yfir- dómaraembættinu, það er yfir höfuð ekki gott að segja, hve „lengi honum œyndi þykja slíkt fýsilegt, það gæti orð- ið árum saman. Og slík setning er því varhugaverðari, sem dómurinn er skipaður færri mönn- um. í landsyfirdóminum sitja að eins 3 menn, og greini hina tvo föstu dóm- ara á, getur hinn setti ráðið úrslitum. Þá er það og sjálfsögð.skylda stjórn- arinnar, að setja mann sem enginn get- ur álitið að sje hénni háður, nema um engan slíkan færan mann sje að gera, og ef svo er, þá þann sem minnst er undir hana gefinn. En nú hefur Mðherrann einmitt sett einn af skrifstofustjórum sínum úr stjórn- arráðinu. Vera má, oss þykir það meira að segja sennilegt, að maðurinn sje vel hæf- ur til starfsins, hann er gamall sýslu- maður, og hefu góða 1. einkunn við embættispróf í lög um. Ditti Wleitt neiuum í hug að finna að því þótt hon- um væri veitt embættið. Yfir höfuð er það ekki maðurinn heldur méginreglan sem oss virðist óvið- unandi. Og allra óheppilegast er að það skuli einmitt vera skrifstofustjórinn í dóms- niáladeildinni, þeirri deildinni, sem mál ' ganga í gegn um, er stjórnarráðið á að úrskurða um, livort höfða skuli eða vera látinn niðurfalla. Fyrst og fremst á hann samkvæmt stöðu sinni sem skrifstofustjóri að gera tillögur um til ráðherra, hvort mál skuli höfða eða ekki, sfðan á hann sem dóm- ari að dæma um hvort viðkomandi sje sekur eða sýkn, dæi a um, hvo:t tilefni hafi verið til málshöfðunar. Allir hljóta að sjá a viðslíkt erekki unandi, enda getum vjer fullyrt að þetta er ekki einungis álit Sjáfstæðismanna, heldur og að minnsta kosti sumra þeirra Heimastjórnarmanna, er bezt hafa vit á slíku. Það var skylda hr. Kr. J. að veita há- yfirdómaraembættið svo fljótt sem því varð við komið, eptir að hann var orð- inn ráðherra. Engum ætti að vera annara um það en einmitt háyfirdómaranum að forðast allt, sem hugsanlegt væri að veikt gæti traust landsyfirdómsins hjá þjóðinni. Rúðuhneykslið. Heimastjórnarblöðin með blaðráðherra í broddi fylkingar eru enn að velta sjer með ósannindum og svívirðingum yfir Sk. Thoroddsen. Þau verða vitaskuld að jeta ofan í sig ósannindin þau, að hann hafi aldrei til Rúðu komið, en segja að það — sem þau i guðslangt sumar hafa notað til þess að reyna að hnekkja mannorði a þingisforsetans — skipti engu máli, hitt sje aðalatriðið hvernig hann hafi komið fram, og segja það ekki hafa verið á þann hátt er vera bar. En þau hafa um það efni ekkert á að byggja annað en það að hann hefur ekki hirt boðseðla hjá danska konsúln- um í Rúðu. í því sambandi vildum vjer benda á að það var engin skylda alþjngisforset- ans að vita að til var danskur konsúll í Rúðu, enda mun hann ekki hafa gert það, og þó hann hefði vitað það fer því svo fjærri að það sje aðfinnsluvert að hann ekki tilkynnir honum komu sína, að það þvert á móti hefði verið vítavert ef hann hefði gert það — hjer var ís- landi gefin kostur á sjálfstæðri hluttöku og það tækifæri átti að nota. Með gögnum þeim sem Hemastjórn- arblöðin hafa hingað til verið látin flytja verður á engan hátt sánnað að Sk. Th. hafi komið fram í Rúðu öðru vísi en vera bar, hinsvegar hafa árásirnar á hann orðið til þess að sannast hefurað hann hafi verið þar og ekki hegðaðsier eins og Danasleikja, en það mun innlimun- armönnunum þykja hneyksli. Vjer sjáum ekki ástæðu til að svara frekar óþverra Heimastj. blaðanna, finnst rjettast að Sk. Th. láti dómstólana meta starf þeirra. Sierling kom frá úflöndum 13. þ. m. um morg- uninn. Meðal farþega: Björn Jónsson fyrv. ráðherra og Gunnar Gunnarsson kaupm. Ceres kom frá Vestfjörðum 10. þ. m og fór til útlanda 13. s, m. Um Suðyrmúiasýsiu sækja sýslumennirnir Björn Bjarnarson á Sauðafelli, Guðmundur Eggerz í Stykk- ishólmi og Halldór Júlíusson á Borð- eyri, stjórnarráðsaðstoðarmennirnir Ari Jónsson alþin. og Magnús Guðmunds- son.yfirrjettarmálaflutningsmennirnirBogi Brynjólfsson, Guðmundur Hannesson og Bjarni Þ. Johnson. Ábyrgðin. Lögrjetturitstjórinn, eða einhver af þeim, sem á hans ábyrgð skrifa, er í siðasta blaði að gefa í skyn, að vjer viljum smeygja ábyrgðinni á því, sem í Ríki stendur, yfir á aðra. Oss liggur það jafn fjarri að svíkjast frá ábyrgðinni á því sem vjer höfum skrifað, sem að láta hafa oss til að birta á vora ábyrgð óþverra óhlutvandra manna, sem ekki þora að láta nafns síns getið, en vilja hafa aðra til að taka við haðunginni og skellunum. I > Afmælishugleiðingar heitir ritkorn, er Sigurður sýslumaður Þórðarson hefur samið og látið prenta. Það er hið fáránlegasta samsull um »frumvarpið sæla«, Jón Sigurðsson — er höf. segir að hafi haft sömu stefnu og þeir frumvarpsmennirnir!—og ógæfu þá, að íslendingar skyldu hafna sfrumvarp- inu.« Er þetta alt sagt í þeim fítons- innlimunar-móði, er fáir munu nú hafa til að bera nema alræmdustu »Heima- síjórnar«-berserkirnir. Ef menn hafa lesið greinar þær, sern hinn nýi ritstjóri »Þjóðólfs«, monsjör Árni Pálsson, hefir skrifað i það blað, hafa menn fengið smekk af þessari ritgerð sýslumannsins, því að þær eru ekkert annað en upp- suða úr henni. ÓDYETJSTU . MÁLNIN GrAEY ÖRUR hjá Jóni Zoega Bankastræti 14. Cocolith sem er best innanhúss í stað panels og þolir vain og eld, útvegar með verksmiðjuverði að við bættu flutningsgjaldi G. E. J. Guðmundsson bryggjusm. í Reykjavik. Aðalumbogsmaður fyrir sölu á Cocolith til íslands. Sjálfstæðis- menn! Sfaájstoja Bárubuð (uppi) við Vonarstræti Opin hvern virkari dag eftir kl. 6j, síða. Birkibeinar mánaðarblað, ritstjóri Bjarni Jóns- son frá Vogi. Fyrsta blaðið kom út um næstsíðustu mánaðarmót. Kostar til nýárs (hálfur árgangur) Kr. 1,00; gjalddagi í október. Tekið á móti öntunum á skrif- stofu Sjálfstæðismanna og afgr. á Skólavörðustíg IIA (Sími 179). Kaupið sjálfstæðisblöðin: JSkK JtowJuvtawA Þau ein fyrirtæki eiga að þrífast í landinu, sem sfefna að sjálfsiæði þess. $ ♦ ♦ ♦ ♦ * ♦ ♦ * ♦ $ $ A Breiðablik \ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Timarit 1 hefti 16. bls. á mán. í skrautkápu, gefið út i Winnipeg. Ritstj. síra Fr. J. Bergmann. Ritið er fyrirtaksvel vandað, bæði að efni og frágangi; málið óvenju gott. Kcstar hér 4 kr., borgist fyrirfram. Fæst hjá • Árna Jóhannssyni, baukarítara. J Smáauglýsingar er best að birta í R I K I af því: að þar eru þær ódýrastar og þar eru„þær lesnar af langflestum, því R í K I er langútbreiddasta blað höfuðstaðarins. -j HUSALEIGU- SAMNINGA- OG | REIIKNNGAEYÐUBLÖÐ selur D. ÖSTLUND. I 1 Prentsra. Östlunds. /

x

Ríki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ríki
https://timarit.is/publication/207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.