Skeggi


Skeggi - 10.08.1918, Blaðsíða 2

Skeggi - 10.08.1918, Blaðsíða 2
SKEGGI »SkeggH kemur venjulega út e i n u sinni í viku, og oftar ef ástæður leyfa. V e r ð: 5 kr, árg. (minst 50 blöð). Augiýsingaverð: 50 aur. pr. t.m.; 60 aur. í 1. bls. Ú í g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Ounnar H. Valfoss, Ritstjóri og ábyrgðarm. Páll Bjarnason. hans það sem þeim ber af þess- um viðbjóðslega ávinningi. það sem á eftir er hjer upp talið, er ofur lítið af því, sem lögreglan daglega safnar saman í New- York, og fær að launum fyrir að loka sem best augunum á hinu opinbera starfsviði sínu, og gera alt er hún getur til þess að láta þorparana sleppa, og skirrast við að taka þá. Hlutaveltustofnanir frá 50—300 dollars á mánuði, spilahúsin frá 20- 25 dollars á mán., ölsalar 2 dollars á mán., skækjur frá 50 cents á dag til 1 dollars á viku hver, saurlifnaðar húsin frá 10-50 dollars á mán- uði“. „Samkvæmt vitnisburði Lexow- nefndarinnar kostar það lögreglu- stjóra 15000 dollars að komast að stöðunni. Peningar þessir ganga til stjórnmálamanna- „hrings" sem notar þá samkvæmt vilja sínum til að viðhalda valdi sínu og stöðum. Yfirlögreglu- liðsstjórinn býst auðvitað við að fá peningana aftur með rentum af sínum undrboðnu glæpafjelög- um“. „í stuttri ræðu áLordMayor’s day, þann 9. nóvember 1893 benti yfirdómari Englands á nokkra svik og fjárpretti, sem stöðugt ógnaði þjóðinni. Er hann hafði talið upp mörg ill- virki, sem framin væri af hátt- standandi embættismönnum, sagði hann, að samkvæmt áreiðanlegum skýrslum sæist að embættismenn í ýmsum fjelögum hefðu framið f'jársvik sem nemdi hjer um bil 140.000.000 dollars sjö síðustu árin, er enduðu 1897. Hann sagði að tölur þessar kæmu að- eins við fjelögum þeim, sem orðið hefðu að hætta rekstrinum vegna gjaldþrota". F. M. bl. 139, 140, 143, 150. Engin furða þó að laganna gæti lítið, þegar þeir sem eiga að beita því sverði, höggva til þeirra sem þeir ættu að verja, og verja það sem þeir ættu að fella. Væri víðar flett ofan af, mundi slíkt hið sama koma í ljós. það er hryllilegt að vakna upp til með- vitundar um, að maður lifi í heimi þeim, sem fullur er af als- kyns lagaboðum, sem hægt er að nota til þess að leggja oft líttbær ok á herðar lítilmagnans, og beita hann margkyns órjetti, en verða „magnlaus“ gagnvart maktarmönnunum, vegna áhrifa þeirra á löggæsluna, lætur freist- ast til hvers sem vera skal. „Rjetturinn er rekinn á hæl“. Og áhrifin eru þá einnig aug- Ijós, eins og það var fyrirsagt af Nýkomið mikið úrval af vefnaðarvöru svo sem: Einl. F I u n e i — Musselin — Kjólatau — Sjöl — Svuntur — Míllipils — ISIáttföt Nærföf karla og kvenna. Gluggatjöld (mikið úrval). Vasaklúta — Manchettskyriur — Bindi. Kaffidúkar (áteiknaðir) Og margt fleira í verslun S* 3* 3of\tv$ew, I okkar mikla meistara og drottni: „Vegna þess að lögmálsbrotin magnast, mun kærleikurinn kólna hjá flestum“. Já, hver vill neyta því að lögmálsbrotin, bæði á Guðs og manna lögum sjeu nú orðin tíð og mögnuð, og af- leiðinguna verðum við vör við. „Kærleikurinn er orðinn kaldur", og þessi nístandi kaldi nepju- andi, sem nú blæs um jörðina, sem afleiðing af allri þeirri hjer umtöluðu spillingu, er að því komin að kreista lífið úr mann- kyninu með heimsvíðtækum ó- friði í öllum myndum. „En drottinn sá rjettleysið og honum mislíkaði. það stórum“. Ferðalag. Herra ritstjóri! Mjer kom til hugar, að segja yður frá því, í stuttu máli, hvernig ferðin gekk, og því helsta er við bar, svo og landsháttum o. fl. Jeg fór á stað frá Vestmanna- eyjum 9. júlí, og kom að landi undir Austur-Eyjafjöllum. Sjó- ferðin gekk vel, einnig landtaka þar, því veður var gott og hag- stætt. Jeg gisti að Steinum, hjá hr. Andrjesi Pálssyni, er þar býr. Býr hann góðu búi, þau hjón eiga 6 börn, öll uppkomin, 4 pilta og 2 stúlkur, öll mjög myndarleg, og vel að sjer til munns og handa. Jeg hafðist við í góðu tjaldi á túninu, svaf þar um nætur, hvíldist þar oft um daga, þá jeg var ekki á einhverju ferðalagi út og austur, mjer til skemtunar. Eins og flestir vita þá er lands- laglð mjög fagurt, og hlýtt var veðrið oftast, sólarylur þíður, því fjöllin og landið alt veit mót suðri, það er fögur sjón, er blasir við manni, þá er menn standa upp við fjallarætur, og horfa suður yfir landið, sljett og iðgrænt valllendi, þar sem berg- vatnið rennur í ám og iðandi smálækum, silfurtærum fram til sjávar, og fyrir framan glampandi hafið, svo langt sem augað eygir, en uppúr því sranda Vestmanna- eyjar risa vaxnar, en bláleitar af fjarlægðinni. En þá er menn snúa sjer við, blasa við iðgrænar hlíðar og hvammar, alla leið upp að standbjörgum, sem bera mörg litbrigði og breytast í stórfeldar myndir, eftir því er birtan fellur á þau, því efnið í fjöllunum er mjög breytilegt og af ýmsum litum, en þar sem dalir eru inn í fjöllin, og þau sýnast lægri, sjest Jökullinn að baki þeim. í þessari náttúrufegurð, datt mjer í hug nokkur stef, svo og sönglag við þau, sem jeg býst við að þjer getið ekki sint í „Skeggja", þar eð prentsmiðjan hefur ekki nótna-stíl. — En stefin eru þessi: Austur-fjöllin gull-leg glitra glæst í blárri fjalla-móðu, ofar jökull rúnum ritar raufarnar sem lækir tróðu, fagur er hann faldur þinn, vor móðir. í friðarboga hátt um fjalla slóðir. Líða fram með ljettum hraða lækir ofan brekku gróna, þar sem hjarðir vor dögg vaða í vordags-sólar gullnum ljóma, hjer erEden,upp viðfjalla rætur unaðsleg, um daga jafnt og nætur. Ægis-dætur fagrar falda, freyða yfir sanda breiða. Silúngar frá sævi halda sækja upp til vatna leiða, en fugla-hópar fagra syngja tóna um fjalla gnípur hkt og foldu gróna Eyjan fagra, oft þó kalda, áa vorra dygga móðir, blessi þig um aldir alda, æðsti kraftur geims um slóðir, þá mun rísa unaðsblóma öldin og ávalt rita frægð á sögu- skjöldinn. Jeg fór talsvert langt út með og austur með fjöllunum, upp í skriður og alt að hömrum, og fann mjög víða litarefni í olíu- farfa og vatnsfarfa, svo og í gráan steinfarfa. Mest var þar af litarefnum, ljósgult, dökkgult, ljósrautt og dökkrautt. Efni þessi virtist mjer vera mest af á vega- lengdinni frá Holti austur að Hrútafelli, og virtist mjer svo mikið, að það mundi nægja öllum Norðurlöndum, um langan aldur. Af því að jeg hefi þekt og unnið úrsamskonar farfaefnum, í Dan- mörku og Heiri löndum, þá muldi jeg litarefnin, kom því saman við olíu og litaði heflaða fjöl, og gat jeg ekki sjeð betur, en að það færi eins vel á þessum lit, og Ocerfarfa, setn er fluttur hjer til lands frá útlöndum. Einnig fann jeg steintegund er líkist mjög Alabast, og ýmsar fleiri tegundir. Fjallasveitirnar eru grösugar og fagurt land, þar er og áhugi meðal bænda, að bæta búskapar- lagið. þann 28. júlí var haldin sam- koma upp undir fjallinu, nálægt Holti. Sóknarpresturinn hjelt þar mjög fagra og snjalla ræðu, þar var sigið í björg, sungnir söngvar og ljóð, leikið á sönglúðra, organ troðið og stiginn dans. lielgi Helgason, Björgunar- báturinn. —o— Síðastliðinn Iaugard. boðaði sýslumaður til prívatfundar og vissu menn ekki hvað ræða skyldi fyr en á tundinn kom. Fundarefnið var að ræða um kaup á björgunarbát og að stofna fjelag til að annast þau kaup. Sýslumaður hóf umræður og skýrði frá hvað gerst hefði í málinu á þingi og hvatti menn til að snúa sjer að kaupunum þegar í stað. Fleiri tóku til máls, og kom öllum saman um nauðsyn málsins, enda hefur það lengi verið á döfinni. það var bitbeinið við kosningarnar 1914 og oft við þvi hreyft síðan, en aldrei borið upp á þingi fyr en í vor. Síðastliðinn vetur var þvt hreyft hjer i blaðinu og í fiski- fjelagsd. „Ljetti". Var mikið um það rætt manna á meðal um þær mundir. Á síðasta þing- málafundi var einróma skorað á þingmanninn að flytja málið á þingi, og fór það sem kunnugt er, að 40 þús kr. voru heimil- aðar til björgunarbáts hjer í Vestmannaeyjum. það kom fram á fundinum á laugard. að engin áætlun liggur fyrir um tilhögun á útgerðinni

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.