Skeggi


Skeggi - 15.03.1919, Blaðsíða 3

Skeggi - 15.03.1919, Blaðsíða 3
SKEGGI Minnisblað. Símstöðin opin virka daga kl 8 árd. til 9 síðd. Helga daga 10—7. Póstafgr. opin alla virka daga kl 10—6. Lyfjabúðin alla daga kl. 9—10. íshúsið alla virka daga kl. 4—7 síðd. Sýslubókasafnið sunnud. 9—11 árd. Hjeraðslæknirinn heima daglega 12-2 og 6—7 e.m. koma. En þá hættu má varast með aðgætni, því að skipin eru fremur fá, og koma hingað helst beint frá Bretlandi sakir kola- eklu í Hollandi. Engar nákvæmar fregnir hafa komið af því hvort veikin hefur gert mikið tjón í Hollandi, en vissast þykir að verja landið fyrir henni, enda er hún ein af þeim sóttum, sem sóttvarnarlögin fyrirskipa varnir um. Mönnum er enn í of fersku minni tjónið af inflúensunni, til þess að hleypa öðrum slíkum vágesti á land að óreyndu. Læknar kvað telja alveg víst að landið megi verja fyrir sótt þessari, og væri vel farið ef það reyndist rjett. Ofsaveður. —o— Laugardagsnóttina (8. þ. m.) gerði óvenjumikið austanveður með frosti og fannburði. Veðrið skall á um nóttina og var orðið svo magnað um morguninn að varla gat heitið fært húsa á milli. Stóð það allan laugardaginn, nóttina, sunnud. og fram á mánud. Fjúkiau ljetti þó upp á sunnu- dagsnóttunni. Veðrið var svo hart að ofan sleit flesta talsúna- og raftaugar í bænum. þrír símastaurar, sem mest hvíldi á, brotnuðu og voru vír þræðirnir í flækjum á götunum laugard.- morguninn. Raftaugarnar eru allar komnar í lag en ekki nærri allir talsímarnir. þetta er í annað sinn á þrem vikum, sem ofan slitnar, og höfðu sumir ekki fengið bætt hjá sjer síðan í fyrra ofviðrinu (um 20. f. m.). Snjókoman var mikil hjer um Eyjarnar, miklu meiri en sagt er úr Árnessýslu og Rangárvalla- sýslu. Snjóskaflar voru háir viða um göturnar og þessa viku hefur verið kviksyndiskrap á götunum í miðbænum. Á höfninni urðu nokkrar skemdir og þó ekki eins miklar og búast mátti við í þvíb'ku fólsku-veðri. Tveir eða þrír fískibátar brotnuðu eitthvað. „NORDAN" - mótorinn er árangurinn af 25 ára reynslu í mótorsmíði og hefur þvi fjölmarga og mikilsverða kosti fram yfir aðra mótora. „NORDAN“-mótorinn er fyrsti danski mótorinn með kúlu-iegum, en við það minkar brensluolíu-eyðslan alt að 33°/0, mótorinn verður ljettgengari og brúkar aðeins ca. Vio af áhurðarolíu móts við eldri mótorgerðir. , NORDAN“- mótorinn er bygður eptir fyllstu kröfum Bureau Veriias. Allar nánari upplýsingar gefur Gr. J. Johnsen „Reginn", vjelb. úr R.vík, hjelst ekki við á höfninni og varð að hleypa á land í Botninum. vSan“ skonorta, dró akkerin, slapp með naumindum fram hjá Básaskeri og þar svo nálægt landi að hún stendur um fjöru og er farin að leka. Kunnugir menn telja þetta með hörðustu veðrum, sem koma hjer. í nætsveitunum var veðrið litlu vægara og snjókoman miklu minni. í Landeyjunum var veðrið afar-hart og fauk mikill sandur á jarðir í Hólmahverfinu. þak fauk af rjómaskála í Fljótshlíð, en annars ekki getið um skemdir á húsum, enda var jörð frosin undir. Sagt er að snjóað hafí t 6 sólarhringa stöðugt (aðrir segja 6 dægur) í Mýrdalnum, og sje komin þar ófærð mikil af snjó, svo að vart sje fært bæja á milli. í Árnessýslu var veðrið hart, en ekki er getið um verulegar skemdir þar. í Reykjavík urðu nokkrar ’ skemdir á skipum en ekki mjög miklar. Kompásari meö nátthúsi komu meö „Borg“. S 3 3^s«w. ______________ i KEXIÐ ! í góða, er nú aftur komið. S* 3* 3°^nseYv* Slógið. Mestu vandræði eru að verða úr slóginu síðan Guano-verksm. hætti að starfa. Dyngjurnar safnast við krærnar, bryggjuna, undir Pöllunum og við göturnar. Vagnarnir ganga allan daginn, þegar fært er, til að flytja það burtu. En það hrekkur ekki til. Ökumennirnir eru of fáir, vegirnir of mjóir og torfarnir. Auk þess er fátt um hentuga staði til að láta slógið á — nema sjórinn. þetta sem látið er í garðana er smáræði hjá öllu þvi, er safnast saman og flytja þarf burtu, og garðarnir eru eiginiega ekki hentugir staðir. það er ekki þrifalegt að flytja mikið af slógi heim að íbúðarhúsum undir hitatímann, og kemur ekki að nærri fullum notum að fieygja því ofan-jarðar. Sýnu skárra væri að grafa það niður í jarð- veginn jafnóðum og borið er í garðana. Lítil bæjarprýði er að hausa- breiðunum og háfnum á skíð- görðunum meðfram flestum göt- um, fyrir utan það hve ókræsi- leg matvæli það eru, sem svo eru verkuð. Heilbrigðisnefndin á verk fyrir hendi að koma þessu í gott horf. Slógdyngjurnar geta orðið stórhættulegar fyrir heilsu manna ef mlkið erafþeim þegar hlýnar í veðri við vorið. það er gagnslaust að skipa eig- endum að fara með þær, ef þeir koma þeim ekki undan. Að þessu sinni verður ekki hugsað um annað en að koma slóginu burt af almanna færi og þykir gott ef það tekst. En sárt mundi góðum jarðræktarmönn- um þykja að horfa á eftir því ofan fyrir sjávarbakkann. það þykir alstaðar hneyksli nú á dögum, ef góðum áburði er glatað, og fágætt mun það vera að nokkurt bæjarfjelag skuli þurfa að gangast fyrir því. Móarnir hjerna hefðu gott af því að fá að smakka á feitmetinu, og mundu endurgjalda það ríkulega síðar meir. Von er um að þetta lagist aftur þegar tímarnir jafn- ast og farið verður að haga vegagerðum eftir einhverri reglu. Heyskortur. Sögur eru farnar að berast úr sveitunum um heyskort hjer og hvar, mest úr efri hluta Rangár- vallasýslu, Landi, Fljótshlíð og Eyjafjöllum. Vetur er sagður gjaffeldur mjög á beitarjörðum, þó mildur hafi verið langt um venju fram. Jörð öll var nauða- snögg eftir sumarið og síðan kom öskufallið, svo að skepnur undu ekki á haga og gerðust magrar, nema gefið væri í meira lagi. Bændur á beitarjörðum hafa því orðið að gefa meira af litlum heyforða sínum en þeir voru færir um. Segja menn horfur víða ískyggilegar ef seint vorar. Einhverjir hafa þegar fargað fjenaði og aðrir komið af sjer. Nokkuð hefur verið flutt hjeðan af fóðurbæti, lýsi og síld. Bætir hvorttveggja meðan hey endast, en bjargar ekki þegar þau þrýtur. Karlmenn sem vilja vera „u p í o date“ kaupa Silklklúta Háisbindi Manchettskyrtur Sports-húfur Sokka llmvötn Brilliantine Axlabönd Nærföt o. m. fl. f versl. £. 3* 3of\tvsetv. Tvær jarðir til sölu og ábúðar í næstu fardögum (1919). Semjið við Tómas Guðjónsson Miðhúsum.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.