Suðurland


Suðurland - 12.01.1911, Blaðsíða 2

Suðurland - 12.01.1911, Blaðsíða 2
124 SUÐURLAND. SUÐURLAND kemur út vikulega (minst 52 blöð á ári). Verð árgangsins o kr., er borgist fyrir 1. nóv. Upp aögn skrifleg fyrir 1. nóv. og því aðcins gild, að kaupandi sé þá skuldlaus. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Oddur Oddsson, gullsmiður, Reginn, Eyrarbakka. Og skulu allar ritgerðir, sem í blaðið oiga að koma sendast honum. Gjaldkeri: Jón Jónatansson, búfræðingur á Asgautsstöðum. Prentarar: JÓN HELGASON og KARL H. BJARNARSON Þeir veita móttöku öllum auglýsingum, sem í blaðið eiga að koma. Afgroiðsla blaðsins er i prentsmiðjunni, utanáskrift: Afgreiðsla Suðurlands, Eyr- arbakka. mmm »—»—»»»»»»»—«»»»»»»*■■ ekki á nafn. Höfundurinn segir: „að eins verður hann“ (þ. e. bóndinn), „að taka ráð í tíma ef útlit er fyrir að hitinn ætli að verða yfir hárnarkOg ennfremur: „Þeg ar hitinn hefir náð hámarki og ieita þarf ráða til að draga úr honnm, er oftast ekki um annað að gera en nfa upp“. En hvert er þetta hitahámark? varð mér að spyrja, og likt mun fleirum fara. Og sökum þess að þetta er mjög mikils vert atriði, þegar um heyverkun er að ræða, en að likindum fáum Jjóst, þá ætla eg með fáum orðum að skýra frá skoðun minni á því, er byggist á nokkrum athug- unum, enda þótt og viti að hinn heiðraði greinarhöf. hefði verið mér færari að rita um þetta, ef eg get rétt til. Varhugavert tel eg það, að hleypa hita í töðu upp fyrir 50° á R. En sé taða með 50° hita leyst rækilega upp í tæka tíð, og geilarnar ekki byrgðar fyr en nokkurnveg- inn er orðið kalt í heyinu, verður það Jjósbrúnt í sárið að vetrinum, og eigi mjög skemt til fóðurs, en vafalaust laklegc til mjólkur. Einusinni gerði eg þá tilraun, að leysa ekki upp töðu, sem hitnaði upp í 60° á R. Var hún dökkbrún í sárið að vetrinum, en þó stráheil vel. Taldi eg hana mikið skemda. Athuganir þessar eru aðeins gerðar tvö sumur — oftar hefi eg ekki haft tækifæri til þess —, og eru að ýmsu leyti ófull nægjandi, en geta þó gefið nokkrar bend- ingar er fara má eftir. Fróðlegt væri ef aðrir, er gert hafa Jíkar athuganir vildu greina frá sinni reynslu. Hvað taða má hit.na, án þess að tapa gæðum, er mér ekki fylli lega ljóst, en þó hygg eg að 25—30° sé nærri sanni. Úthey hefi eg aldrei haft tækifæri til að athuga á þennan hátt, en sennilegt þykir mér að um það gildi sömu reglur. Arni Arnason. ----—<o-«o«>o-- Hið gengna og hið fengna. „Det Vundne og det Svundne, (eða: Kjære Aften, med din stille Hygge). —o— Blíða kvöld með kyrrleiks-unun þína! kyrð á hug minn færir þú í tómi. Eriðarsöng mjer finnst að ró þín ómi. Eagrar stjörnur geguum húm þitt skína. Mínar beztu minningar nú vakua, minningar um góða vini horfna, minningar hins marga kæra forna. Minningunum held eg enn — og sakna. Angurblíðu margoft minning vekur. Margt er kært í straumi tímans gengið. Gott og mikið er þó aftur fengið. Ekki neitt þá gleð' frá mjer tekur. Sál mín! Guði þakka þú hið f e n g n a. Þar við nú í róuni kvöldsins undu. Bið þú hann, og brátt úr þinni lundu burt mun rætast söknuður hins g e n g n a. Br. J. þýddi. Yið uppsprettulind. (Vid en kálla. Eftir Runeberg). — o — í spcgil-djúp þitt, logntær lind! eg Jít. og hjá þjer Bezt; sje, leidda huldri hendi, mynd af liraðri skýja-lest: Á rósrautt ský eg horfi lijer: það heilsar brosi með; ei stanzar, kveður strax og íer. I’ess stað fær enginn sjeð. Þó eftir fylgir annað ský, sem ennþá fegur skín. En eins er skamvinnt yndi’ af því: það eins fljótt hverfur sýn. Og enn eitt. — I’að fer hvergi hart að hafa burtu sig. En, lind! Það ský er Jjótt og svart, °g lcggur myrkva’ á þig. Og, lind! mín sál, hún Jíkist þór: eg lít þar skýið margt, sem furðanlega fagurt er, en framhjá horfið snart. En margt eitt ský þó myrka nótt á Muna-himiu ber, sem yfir kemur ærið fljótt, en — ó hve seint það fer! En hvgr, sem lestin hefst og þver, um hitt eg veit þó, lind! af tómum skýjum sál míu sjcr í sínum spegli mynd. Og birta’ og dimma lienni hjá þó háð er skýjum þeim! 0, lind! nær verður endir á þeim órólega sveim ? Br. J. þýddi. --------------- Sinnaskifti. — 0— Það eru til fleiri sinriaskifti en þessi sem leikin voru í höfuðstaðnum, og mest var hossað í blöðunum hérna um árið. í’ó sumum þyki, að við Geirmundur nágranni heilsum hvor öðrum helzt of oft í Suðurl., Jangar mig þó að segja frá því, þegar hanh tók sinnaskiftin siðustu, karlsauðurinn; það gerðist ekki alls fyrir löngu. í næstu sveit við okkur (við búum í Kítingshreppi, eg og hann Geirm.) bjó fyrir mörgum árum Jiann Andrés í Gröf; hann bjó þar i átta ár að mig minnir. Oft var þröngt í búi hjá Andrési, hann byrjaði með lítil efni og börnin mörg. Síðasta árið sem hann bjó í Gröf voru börnin 7 á ómagaaldiinum. Sveitarstjórnin leit fremur hornauga til hans — enda var það Játið klyngja í eyr- um hennar að „bráðum kæmi hann Andrés á sveitina með allt hyskið." Harðindavor- ið mikla svarf að hjá Andrési; þá ieitaði hann fyrst á náðir hreppsnefndarinnar. „Þau sporin voru þung,“ sagði Andrés einhverntíma seinna við mig. Nú var hreppsnefndinni nóg boðið. Hún settist á rökstóla. „Já,“ sagði Bjarni oddviti, „svona ætlar hann að hafa það hann Andrés karl- inn, það verður lagleg súpa sem hann kemst í bráðum. — AJt dótið auðvitað á sveitina!" „Og það er svo sem ekki við öðiu að búast,“ sagði Ari hreppsnefndarm., saug uppí neflð tók upp pontuna og t.roð- fyllti báðar nasirnar með baðtóbaki. — Svo var rætt fram og aftur um það, hvað gera skyldi við Andrés. „Eg sting upp á því,“ sagði Atli hreppsnefndarm., „að við „spanderum" 6—800 kr. af hreppsfé og komum honum og öllu hans hyski til Ameriku, þá er maður þó laus við þetta sífelda betJ.“ Þetta var samþykt í einu hljóði. Andrési var tilkynnt þetta snjall- ræði hreppsnefndarinnar nokkru seinna. Hann félst á það, að þetta væri bezt, einn- ig fyrir sig og sína. Eg man ennþá eftir því, þegar það fréttist í Kítingshrepp, að sveitin ætlaði að kosta harrn Andrés í Gröf til Ameriku, man enn þá eftir því, að Geirmundur sagði eitthvað á þá leið, að Jretta væri rétta meðferðin á þessum bann- settu sveitarlimum. Pað er ekki að orð- lengja það, að Andrés fór til Ameríku með konuna og 7 börn. Siðan eru nálægt 15 ár. Hreppsskuldina borgaði Andrés þegar hann hafði verið 8 ár i Ameriku. Honum vegnar þar vel, á 5 börn á lifi, öll hin mannvænlegustu, sem óefað hefðu getað orðið fósturjörðinni til uppbyggingar, hefði rétt verið áhaldið í tæka tíð. — Nú er um seinan að fást um það. í hitt eð fyrra kom einn sona Andrésar heim til gömlu átthaganna, 24 ára gamaJJ, vasklegur piJtur. Eg fylgdi honum spölkorn. Við mættum Geirm. nágranna, hann var að fara á hrossamarkað með draghalt tryppi i eftiidragi. Eg sngði honum, hver föru- nautur minn væri. Þá sagði Geirm.: „Já, þetta sagði eg altaf að börnin hans And- résar myndu verða mannvænleg og dugandi, þegar þau kæmust á legg. Mikil fásinna er þetta að hlúa ekki sem bezt að þeim, sem eiga þröngt í búi, — einkum blessuð- um barnamönnum — það fæst oftast rnargendurgoldið i framtíðinni." Geirm. hefir 'íklega tekið eftir því að eg fór að brosa. — Hann sló nú í reiðskjótann og hottaði á halta trippið og svo skildum við. En eg fór að hugsa um það á eftir, að þarna hefði Geirm. karlinn tekið greiniJeg sinnaskifti — og kunni eg honum þökk fyrir það. Ásmundur. ísl. málverk í Noregi. (Eftir Lögréttu 21, des. f. á.) —o— „Lögrétta hefir áður getið þess, að þeir Ásgrímur Jónsson og Þórarinn Þorláksson málarar sendu nokkur málverk á sýningu i Kristjaníu í haust Nú hafa henni borist nokkur blaðaum- mæli, úr Kristjaníublöðunum, um þessi ís- lenzku málverk. í eitt blaðið, „Morgen- posten" frá 25. f. m., skrifar Chr. Krogh málari urn þau. Hann hrósar mynd Ás- giíms af Heklu, segist áður hafa haldið

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.