Alþýðublaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 4
12 ný jar bækur Ægisútgáfunni frá 4 8. des. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ægisútgáfan (Guðm- Jakobsson) gefur út á þessu hausti 12 bækur «g liefur tveggja þeirra verið áður getið, en þær eru Undir fönn eft- *r Jónas Árnason og I>ér að segja veraldarsaga Péturs Hoffmanns Salómonssonar, eftir Stefán Jóns son fréttamann. I björtu báli er frásögn Guð- •mundar Karlssonar blaðamanns <tg fyrrum slökkviliðsmanns, af torunanum mikla í Reykjavík, árið 1915. Þetta er 229 bls. bók í stóru fcroti og prýdd fjölda mynda frá atburðinum og af mönnum þeim, sem helzt koma við þessa sögu af *nesta eldsvoða á íslandi. Þeir sem ætla kýnnu að þessi atburður Karlmannaföt Drengjaföt Verzl. SPARTA Laugavegi 87. fússningarsðndur HeimkeyTður pússningar sandur og vikursandur, sigtað ur eða ósigtaður. við húsdyrn ar eða kominn upp á hvaða hæð sem er. eftir óskum kaupenda Sími 41920. SANDSALAN við Elliðavog aJ Tréskor Klínikklossar Trésandalar margar tégundir komnar aftur Þægilegir — vandaðir fallegir. GEYSIR H.F. Fatadeildin. í sögu höfuðborgarinnar, væri ekki efni nema svo sem í einn kafla, munu hljóta leiðréttingu í bók Guðmundar, því kaflarnir eru tuttugu og tveir: Reykjavík 1915, Daginn áður, Brúðkaupsveizlan, Heibergi nr. 28, Eldur! Eldur! Maður brennur inni, Neyðarhring- ing, Bardaginn hefst, Cheviot úr Syndikatinu, Vígstöðvarnar, Lúð urblástur, Byssan og Biblían, Blóð og bruni, Ekki verður feigum forð að, Fyrsta véldælan, Þar sem hætt an er mest, Kassinn dularfulli, Lág spenna-lífshætta, Húsin sem brunnu, Daginn eftir, Heiðruðu viðskiptavinir og loks, Til þess eru vítin að varast þau. Og vera kynni að þeir yrðu býsna margir, sem kæmust að þeirri niðurstöðu, að engum þess ara kafla væri ofaukið. Guðmundur tileinkar þessa fall egu bók minningu föður síns Karls Ó. Bjarnasonar, varaslökkviliðs- stjóra. Dætur FjallkonUnnar nefnist bók eftir skáldkonuna Hugrúnu og liefur að geyma æviminningar tveggja kvenna, Sigríðar Sveins- dóttur, yem lagt hefur gjörva hönd á margt og er óvenju fjölhæf og listfeng kona, m.a. hefur hún smíð að hin fegurstu líkön af ýmsum munum og fleira mætti telja. Saga hinnar konunnar, Önnu Mar- grétar, er baráttusaga fátækrar al- þýðukonu, eins og hún gerðist hörð ust um og upp úr síðustu alda- mótum. Bókin er 169 bls. Tíndír GarðSkasravita eftir Gunn ar M. Magnúss. 360 blaðsíðna bók í stóru broti, prentuð á gljápapp ír og prýdd fjölda mynda. Þessi bók hefur að geyma sögu byggð- arlaganna tveggja, Garðs og Leiru, allt frá landnámsöld. í þess ari miklu bók Gunnars M. Magnúss getur að finna nokkra skýringu á því þreki og þeirri atorku, sem gerði þeim Suðurnesjamönnum fært að sækja jafn fast sjóinn og um var kveðið. Mun lesandinn undrast kynsæld hinna fornu Suð urnesjamanna, því að furðulegur fjöldi nafntogaðra atorkumanna sem efst ber á landi hér í dag, á ættir að rekja undir Garðskaga- vita, samkvæmt fræðum bókar- innar, og ljóst verður einnig af lestrinum, að aflasæld formanna gengur að verulegu leyti í erfðir. AUtaf má fá annað skin heitir fyrsta bók Sieurðar Hreiðars blaðamanns. 230 bls. og geymir farmennskuminningar Rikka í Höfnum, sem nú er góður og gild ur borgari síns byggðarlags en sigldi fyrrum á erlendum skipum um heimshöfin. Rikki í Höfnum segir sína sjóarasögu af því æðru leysi og þeirri hreinskilni, sem slíkum frásögnum hæfir bezt og Sigurður Hreiðar hefur fært hana í skemmtilegan búning. Einfaldir og- tvöfaldir, ný bók eftir Gísla J. Ástþórsson. safn smásagna í léttum dúr með lítils háttar ívafi af alvöru, sem GMb lætur einkar vel. Höfundur h*»fiir sjálfur gert nokkrar spaugilegar .teikningar sem prýða bókina. Gisli J. Ástþórsson hefur öðlazt ílikan sess í hugskoti ísfenzkra les enda að mönnum hefir jafnan þótt líða of langt á milli bóka hans, og þessi er vissuleg hæfileg til að lýsa upp skammdegisrökkrið, fremur en hitt og hjálpa mönnum til að brosa. Þessi bók er 140 bls. Gengis Khan, hershöfðinginn ó- sigrandi eftir Harold Lamb kemur liér út í þýðingu Gissurs Ó. Er- lingssonar í 219 blaðsíðna bók. Þessi ævisaga Mongólahershöfð- ingjans mikla, sem hóf baráttu sína í örbyrgð en lagði undir sig meg- inhluta Asíu og Evrópu, hefur ver ið þýdd á fjölda tungumála og hvarvetna þótt bæði merkilega fróðleg og ákaflega skemmtileg af lestrar, enda aldrei gerzt annað eins ævintýri í hernaðarsögu mannkynsins og landvinningar Mongóla undir stjórn Gengis Khan. Töfrar íss og auðna heitir bók qftir danska lar^lkönnuðinn og ævintýramanninn Ebbe Munck, en Gissur Ó. Erlingsson þýddi. For mála að þessari bók skrifar Ejnar Mikkelsen skipherra, sá er Peter Freuchen dásamar sem mest í bókum sínum, enda fjallar þessi bók að mestu um mannraunir höf- undar og félaga hans á auðnum Grænlands. Að ví|.u sagjir þar einnig frá síldveiðum á íslenzku skipi og upphafi útgerðarveldis Lofts Bjarnasonar, — en það er útúrdúr. Töfrar íss og auðna er nær 200 blaðsíðna bók, prýdd fjölda ljósmynda. Ást og örlög, þetta er íslenzk skáldsaga eftir höfund, sem nefn ir sig Jón Vagn Jónsson, 196 blað síðna bók. Eins og nafnið bendir til er hér á ferðinni ástarasaga í hefð bundnum stíi og gerist hún á tím um dönsku verzlananna. Á kápu síðu segir að Jón Vagn Jónsson sé, livað sem dulnefninu líður, einn af hinum þekktari meðal ís- lenzkra rithöfunda. Hjúkrunarneminn eftir Renée Shann er ein þeirra bóka, sem Gissur Ó. Erlingsson hefur þýtt fyrir Ægisútgáfuna, — 240 blað- síðna ástarsaga. Brimgnýr og boðaföll heitir bók sem Jónas St. Lúðvígsson hefur tekið saman um stórorustur á sjó og aðra hrikaleiki á höfunum. Seg ir þar frá mönnum, sem horfðust óhræddir í augu við hættuna og brugðust ekki á hverju sem gekk. Þessi bók er 226 bls. Hin fagra og skemmtilega bök Kristjáns Eld- jáms þj óðminjavarðar, Hundrað ár í Þjóð- minjasafni, fæst enn hjá bóksölum og beint frá útgefanda. Nú eru brátt síðustu forvöð að eignast þessa ágætu bók. Bókaútgáfa Menningarsjóðs S. V. D. K. heldur afmælis- og jólafund þriðjudaginn 10 kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. desember Dagskrá: Venjuleg fundarstörf. Upplestur. — Söngur Konur fjölmennið. — Leikþáttur Kaffi. Stjórnin. SKYGGNA KONAN Minningar Margrétar frá öxnafelIL Skráðar af Eiríki Sigurðssyni skóla- stjóra. FYRRI HLUTI BÓKARINNAR KOM ÚT ÁRIÐ 1960 OG VAR ÞÁ METSÖLUBÓK. Bókaútgáfan Fróði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.