Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 22.09.1928, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 22.09.1928, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Barnaleikvöllurinn. Þegar eg fór að vinna að því að koma á fót leikvelli fyrir börn hér í bænum, og nú í sumar starf- aði að gæslu hans, þá gekk eg þess ekki dulin, að þetta fyrirtæki sem mörg önnur, mundu í byrjun mæta misskilningi og jafnvel tor- trygni einstöku manna, en slíkt lét eg ekki aftra mér að ljá máli þessu krafta mína. Nú hefir ritstjóri »fslendings« tekið sér fyrir hendur að ræða um staðinn og árangurinn af starfi mínu í sumar. En sökum þess að í skrifum hans kennir talsverðs misskilnings og missa^na, vildi eg reyna að leiðrétta það að nokkru. Það er þá fyrst, að halda mætti að ritstj. hefði eitthvað fyrir sjer þegar hann gefur vell- inum nafn. En sú viðleitni hans hefir mjög mishepnast, því mér var val staðarins vel að skapi, enda hafði þar fullkomið atkvæði um. Starfið þar í sumar hefir líka orðið mér hið ánægjulegasta. . Lýsing ritstj. á vellinum er í flestu mjög villandi og í sumu al- gerlega röng. Lítur helst út fyrir, að hann hafi alls ekki á völlinn komið eftir að hann var fullger, þar sem hann margtekur það fram, að völlurinn sé eitt moldar- fiag. Áður en staður þessi var tekinn til notkunar, voru nokkur sár í jarðveginn, þau voru þakin með góðri grasrót af samviskusömum verkamönnum og eru nú svo gró- in að tæplega sést að nýþakið er. í lægðinni þar sem áhöldin eru og börnin léku sér oftast, smáeyddist efsta lag jarðvegsins, en þar var borinn á sandur svo aldrei mynd- aðist flag. Má það vera tilfinnan- leg sjónskekkja, að sjá þar aðeins svart flag, sem allir aðrir sjá grænt gras. Fyrsta mánuðinn sem völlurinn starfaði voru óvanalega miklir og kaldir norðanstormar, þann tíma var þar því kalt og næðingssamt og svo hefði líka orðið hvort sem staðurinn var út á eyrum eða upp á brekku. Reykur barst til okkar nokkrum sinnum, en þar sem völl- urinn er stór, gátum við fært okkur til, svo hann var aldrei að miklu meini. Ryk barst ekki á völlinn, nema þá sjaldan að suð- austan stormur var og stóð af göt- unni. Þá hefi eg skýrt frá, hvað af frásögn »íslendings« getur staðist,þar sem hann lýsir vellin- um. Þá er aðsóknin. Völlinn sóttu eftir því sem eg best veit 131 barn, en að meðaltali notuðu 25— 3Ö börn völlinn allan daginn. þá þrjá mánuði sem hann var opinn. Það má með sanni segja, að að- sóknin var verri en skyldi, en þrátt fyrir það álít eg að eg hafi þó ekki unnið fyrir gíg, þó ekki væru fleiri börn en þetta, sem firt voru götulífinu. Býst eg við að foreldrar þeir, sem létu sanna og ímyndaða galla vallarins aftra sér frá að senda þangað börn sín, hafi ekki athug- að það nógu vel, að börnin, sem þau voldu stað á götunum, fóru ekki á mis við kulda, ryk og reyk, en höfðu siðspilt götulíf í viðbót. Vildi eg af alhug óska þess, að 'þeir, sem hafa uppeldi barna með höndum, létu sig svo miklu skifta alt það, er til bóta getur horft, að þeir kynni sér málin sjálfir og skapi sér skoðanir og sjái það sem þeir geta séð, en láti sér ekki nægja annara skoðanir, eða frá- sagnir, hvorki mínar eða ritstjóra »íslendings«. Að endingu vildi eg geta þess, að eg hef enga von um að þessar línur sannfæri ritstjór- ann, enda skiftir það mig engu, og læt eg þetta mál því útrætt hér með. Elísabet Eiríksdóttir. --------o------- JS.s. Nornan lagði af stað héðan í nótt, hlaðin síld, er einkasalan hefir selt beint til Finnlands. Farmurinn var því nær eingöngu sykursöltuð síld, og mikið af henni lagt í hálftunnur og kvarttunnur. Tsekifæriskaup á ca. 20 st. Karlmanna-regn- frökkum. — 30 - Telpukápum. — 25 - Kvenkjólum. — 25 - Regnhlífum. — 50 mt. Flauel einlit. | Morgunkjólaefni frá kr. 2.95 í kjólinn. | Taubútar og m. fl. ódýrt. Komið og gjörið nú góð KAUP. Brauns Verslun Páll Sigurgeirsson. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦% Aðalpóstmeistari, Sigurður Briem, hefir fengið greitt af opinberu fé árið 1926, samkv. skýrslu ríkisgjaldanefnd- ar: Embættislaun (byrjunarlaun kr. 6000, aldursuppbót 1000, dýrtíð- aruppbót 2500) kr. 9500.00 Einkauppbót á emb- ættislaunum — 4000.00 Ferðakostnaður vegna embættisins —; 1780.50 Laun í gengisnefnd — 1800.00 Fyrir útlagðan máls- kostnað í meið- yrðamáli gegn Tr. Þórhallssyni, þáv. ritstjóra Tímans — 495.00 , Samtals kr. 17575.50 -----------o------- Hvirfilbylur hefir geysað yfir Suður- og Mið- Ameríku nú fyrir skömmu og gert geysimikið tjón. Er talið að menn hafi farist, svo hundruðum skifti, og hundruðir þúsunda orðið hús- næðislausir. Harðast mun hvirfil- bylurinn hafa komið mður á sum- um eyjunum á Mexicoflóa, og í Porto Rico.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.