Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 03.04.1934, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 03.04.1934, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN baráttunni við yfirstéttina. Og það eru sannfæringin og vissan um sigur og ágæti sósíalismans. Hér á staðnum hefir verið um eitt ár deild úr Sóvétvinafélagi íslands. Deild þessi hefir mjög lítið verið starfandi og ekki sýnt að hún hafi ennþá fyllilega skilið hlutverk sitt. Sýndi það sig strax í fyrra í kosningu sendimannsins til Sóvét, sem reynst hefir mjög slælega, í stað þess að senda ein- hvern stéttvísan og ærlegan verkamann, er þyrði að segja all- an sannleikan um afrek verka- lýðsins í Sóvét-Rússlandi. Þessum mistökum verða allir Só- vét vinir hér á Akureyri að bæta úr með aukinni baráttu gegn á- rásum borgaranna á verklýðsrík- ið og þar sem nú stendur til boða að verkalýður Akureyrar sendi mann nú i vor — þá að sjá svo um að það verði einhver ábyggi- legur verkamaður. Verkalýður Akureyrar og í ná- grenninu verður strax að hefja fjársöfnun til að geta sent full- trúa sinn til verklýðsríkisins á þessu voru og að hafa lokið söfn- uninni fyrir þanft 20. þ. m. því þá er gert ráð fyrir að sendi- maður leggi af stað héðan. Meiri atvinnubótavinnu .. . Framh. af i. s. nægja yfir þessu tiltæki yfirstéttar- innar að stofna hvfta liðið og sam- hliða þvf var ákveðið að herða á atvinnuleysisbaráttunni. Var eftirfar andi tillaga samþykt mótatkv.laust: a. ) Fundur Verkamannafélags Ak. 2í apríl 1934, lýsir megnustu andúð sinni á atferli meirihluta bæjarstjórnar Ak; og stofnun hvítliðasveitar þeirrar er hún hefir gengist fyrir. Telur fund- urinn slíkt athæfi óhæfu, og stimplar það sem argasta skrílæði borgaraflokk- anna, sem einungis sé til stofnað í árásarskini á verkalýðinn, til að berja niður með valdi kröfur atvinnulausra, sveltandi manna. b. ) Jafnframt mótmælir fundurinn því að fé almennings sé varið til slíkra óþokkaverka og krefst þess að bæjar- stjórn Ak. Iáti þegar í stað leysa upp slíkan óaldarflokks, og krefst þess að áfallinn kostnaður við hvíta liðið verði greiddur af þeim, sem stóðu að stofn- un þess. c. ) Ennfremur krefst fundurinn þess af bæjarstjórn Ak. að hún hlutist til um að fjölgað verði mönnum í at- vinnubótavinnunn' svo að minnst 100 manns vinni þar daglega og sitji fá- tækustu verkamennirnir fyrir vinnunni án tillits til þess, hversu lengi þeir hafa verið búsettir í bænum. d. ) Ennfremur krefst fundurinn þess að atvinnubótavinnunni verði haldið áfram á meðan nokkur sækir um hana«, Atvinnuleysingjar og þið verkamenn sem hafið vinnu i bili! Herðið baráttuna fyrir kröfum ykkar um atvinnu og upplausn hvita liðsins. Burt með hvíta liðið! Atvinnubœtur handa minst 100 manns! Verklýðsœskan. Hviia liðið. Varnarlið verkalýðsins. Á þessum tímum vaxandi her- ferða yfirstéttarinnar á lífskjör verkalýðsins og vaxandi ótta hennar við réttláta reiði hinna undirokuðu, sem óðum gerist al- mennari og tekur á sig skarpara og skarpara baráttuform, reynir yfirstéttin að safna að sér, með falsi og blekkingum, mútum, at- vinnuloforðum o. þ. u. I. liði, sem til þess er ætlað að berja og lim- lesta þann hluta verkalýðsins, sem framsæknastur og fórnfús- astur er í lífsbaráttu allrar al- þýðu, gegn auðvaldsvágestunum, atvinnuleysiriu og hungrinu. Auðborgarar þessa bæjar reyna nú með fullkominni aðstoð krata- foringjanna, sosialfasistanna, að véla einstaklinga úr undirstéttum í glæpalið sitthvítliðið. Auðvald- ið hefir þó sérstaklega augastað á æskumönnunum í verklýðsstétt til þessara verka, vegna aldurs þeirra og líkamsatgjörfis. Þeim er ætlað að gerast á þennan hátt Júdasar stéttarinnar og að launa henni allt það, sem þeir eiga henni og baráttu hennar að þakka með því að gerast leigðir böðlar hennar og um leið hin andstyggi- legustu snikjndýr á líkama henn- ar. — Þessvegna — verklýðsæska Ak- ureyrar! — mátt þú ekki láta borgarana og útsendara þeirra, sosíalfasistana, ginna þig, hvorkl með atvinnuoforðum eða öðrum mútum, til að svíkja stétt þína og gerast hvítliði. Fylktu þér í raðir þinna eigin stéttarsamtaka og gerðu þeirra kröfur, um vinnu og brrnð að þívmrn eigin kröfwm og baráttu þeirra að þinni eigin bar- áttu! Ryðjum með samtakaafli okkar hvítliðabullunum úr vegi lífskrafa stéttar okkar. Styrkjum og eflum vamarlið verkalýðsins. Knýjum fram með alsherjar- samfylkingu kröfu okkar um 100 verkamenn í atvinnubótavinnunat Nauðungaruppboð hindrað. Fyrir nokkru síðan átti að halda nauðungaruppboð á tveimur bændabýlum í Noregi. Þegar upp- boðið átti að byrja voru mættir um 300 verkamenn og bændur og hindruðu þeir algerlega uppboðið, og komu i veg fyrir að jarðirnar, ásamt jarðyrkjuverkfærum og kvikfé o. fl. yrði tekið af bændun- um. Atvinrmleysingjar í Hollandi mega ekki hlusta á útvarp. Borgarstjórnin í Wamel hefir bannað atvinnuleysingjunum f borginni að veita sér þann »lúks- us« að hlusta á útvarp. Verður dregið 1 gyllini á viku af styrk þeirra atvinnuleysingja, sem hlusta stöðugt á útvarp.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.