Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 10.04.1934, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 10.04.1934, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Kræðsla 09 ósvífni bæjarstjórnarinnar. í gærkvöld barst stjórn Verka- mannafélags Akureyrar eftirfar- andi bréf: »Út af erindi yðar, dags. 3. þ. m., vil eg taka þetta fram: Meiri hluti bæjarstjórnar Ak- ureyrar hefir eigi gengist fyrir stofnun neins flokks eða »hvít- liðasveitar«, heldur einungis beð- ið um lögregluvernd vegna upp- þots þess er varð á fundi hennar 6. f. m. Kröfur yðar um atvinnubætur eru þvínær samhljóða þeim, er á síðasta fundi voru afgreiddar af bæjarstjórn, og tek eg því erindi yðar eigi á dagskrá næsta bæjar- stjórnarfundar. Er sú ákvörðun tekii^ í samráði við meiri hluta bæjarfulltrúa. Steinn Steinsen.« Bréf þetta flettir enn einu sinni ofan af bæjarstjórninni, og tákn- ar hvorttveggja í senn, ótta henn- ar við vaxandi samfylkingu og baráttu verkalýðsins og fjand- skap í hans garð. Kastar ósvífni bæjarstjórnarinnar fyrst tólfun- um, þegar hún neitar að taka at- vinnuleysismálin á dagskrá og •ræða kröfur verkalýðsins. Hygst hún með þessu að lama samfylk- ingu verkalýðsins og hindra það að hann fylki sér á bæjarstjórn- arfundinn í dag, en henni skal ekki verða kápan úr því klæðinu. V erkamenn og vetrkakonur! Svarið þessu hnefahöggi burgeis- anna í bæjarstjórninni á viéeig- andi og eftirminnilegan hátt. Fylkið ykkur á bsejarstjómar- fundinn í dag kl. U og krefjist þar að kröfumar, sem bæjarstjórnar- burgeisarnir þora ekki að ræða verði teknar á dagskrá og sam- þyktar. Verfcalýður Akureyrar og Glerárþorps i bardttu fyrir sendingu fulltrúa síns til verklýðsrikisins. Deild Kommúnistaflokksins og S. U. K. hér á staðnum, Verka- mannafélag Akureyrar, »Einingc og verkalýður Glerárþorps, hafa nú, auk Sovétvinafélagsins, lagt út í almenna fjársöfnun til send- ingar á einum verkamanni til Sovétlýðveldanna og hafa sett sér það sameiginlega mark, að hafa safnað nægilegum farareyri fyr- ir fulltrúa sinn þ. 20. þ. m. Það verður öllum verkalýð að skiljast, að þekkingin á Sovétrík- inu, uppbyggingu sósíalismans og hinum risavöxnu framförum á öllum sviðum, bæði efnalegum og menningarlegum — er eitt af þeim bitrustu vopnum sem hann getur aflað sér í baráttunni við auðvaldið. Þessvegna leggur nú verkalýður Akureyrar og Glerár- Guðjón gullsmiður Eí llUÍtllí í HðínðfStfcEÍÍ 103. Erl. fréttir. Vorsdningin i Sovét-Rússlandi. Undirbúningurinn undir vorsán- inguna er nú í atgleymingi i suð- lægari hérudum Sovét Rússiands. t vor verður sáð ( 93 miljónir hekt- ara. Þar af sá samyrkju- og rikis- búin í 80 miljónir hektara. Hveiti- sáðlandið verður stækkað um 805 000 hektara frá því f fyrra. Sáningin í vor ve ður aðeins fram- kvæmd með vélum og tilbúinn á- burður eíngöngu notaður. Pólitfsku deildirnar, sem voru stofnaðar s. I. ár á ríkisbúunum og á dráttarvélastððvunum, ásamt fjðlgun slfkra stððva, sem eru nú samtals 2860, tryggja bæði meiri vandvirkni við sáninguna og að hún verði framkvæmd á skemri tfma en áður. Rauði borgw-"stjórinn í Kavalla. Hinn nýkjörni borgarstjóri í Kavalla í Grikklandi, kommúnist- inn Partsaldis, hefir nú tekið við embættinu. Ríkisstjórnin hefir gert tilraun til þess að hindra það að hann settist í borgarstjórasæt- ið, og hefir kært hann fyrir land- ráð. Á leiðinni til Kavalla var hon- um víðsvegar heilsað af verka- lýðnum, sem lofaði honum að styðja hann í baráttunni gegn of- sóknum auðvaldsins. Þegar hann tók við embættinu flutti hann ræðu til fulltrúa rík- isins, þar sem hann lýsti því yfir að hann væri staðráðinn í því, að láta engar ógnanir eða hótanir hræða sig, jafnframt því sem hann lýsti því yfir, að hann tæki við embættinu á þeim grundvelli, að framkvæma stefnuskrána: »Brauð handa atvinnuleysingj- unum, bætt lífsskilyrði fyrir ]ýðinn«. Ríkisstjórnin hefir nú safnað saman hersveitum kring um borg- ina og 50 vörubílar, fullir af her- mönnum, halda til skamt fyrir utan borgina. Landstjórinn hefir fyrirskipað að loka borgarskrifstofunni í Ka- valla. Ákæran um landráð er bygð á grein, sem Partsaldis skrifaði fyrir ári síðan, þegar hann var aðalritstjóri Rizopastio. Bændauppreist í ítaliu. U9 verk- föll s. I. ár. óánægjan meðal ítölsku bænd- anna, gegn fasistastjórninni fer sívaxandi, og bændurnir veita yf- irvöldunum æ oftar opinbera mótstöðu. Fyrir nokkrum dögum áíðan.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.