Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.05.1940, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 11.05.1940, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐURINN Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Steingr. Aðalsteinsson, Jakob Árnason. Ábyrgðarm.: Steingr. Aðalsteinsson. Blaðið keraur út hvern laugardag. Askriftargjald kr. 6.00 árgangur- inn. I lausasölu 15 aura eintakið. Afgreiðsla í Verklýðshúsinu. Simi 293. Prentverk Odds Björnssonar. HÆTTAN AF HERNAÐARAÐ- GERÐUM LEIDD YFIR ÍSLAND. Bretar hafa hernumið ísland, því fjárhagslega valdi, sem þeir um langa hríð hafa haft hér, hefir verið verið breytt í hernaðarlega yfirdrotnun. Hvað þýðir þetta? í fyrst lagi, að hið „ævarandl hlutleysi“, sem — ásamt vopnleys- inu — var af ýmsum talið örugg- asta vörn landsins, er gersamlega að engu orðið. í öðru lagi, að sjálfstæði lands- ins er lítilsvirt. Vegna styrjaldaratburðanna úti í heimi, þegar sambandsríkið Dan- mörk, var svift sínu sjálfstæði, hafði íslenska ríkið tekið öll sín mál í eigin hendur. Fyrir fáum dögum fluttu íslensku blöðin með stolti, fréttir af því, að Bandaríki Norður-Ameríku og Bretland hefðu formlega viðurkent hið full- komna sjálfstæði íslands, með því að skiftast á ræðismönnum við það. — Nú hefir Bretinn sýnt í verki, hvílíka virðingu hann ber fyrir sjálfstæði þessarar varnar- lausustu smáþjóðar heimsins. í þriðja lagi er ísland, með þess- um aðgerðum, beinlínis gert að hernaðarvettfangi. Hernám Breta er framkvæmt undir því yfirskini, að þeir séu að „vernda“ þjóðina fyrir hugsan- legri ásælni hins styrjaldaraðil- ans. Það eru Þjóðverjar líka að gera í Danmörku — með þeim árangri, meðal annars, að ensk- um flugvélasprengjum rignir yfir hið friðsama, danska fólk — til viðbótar við þýsku þjökunina. Undir sama yfirskini hafa Þjóð- verjar ráðist inn í Noreg, Hol- land, Belgíu og Luxemburg ‘— með þeim árangri, að öll þessi lönd, sem ekkert vildu frekar en frið, eru blóðvöllur baráttunnar um heimsyfirráðin. lögunum var Robert Abraham, og leysti hann það sjaldgæfilega vel af hendi. Hann spilaði mjög „loyalt“ og prúðmannlega, en þó af fullri einurð og myndugleik. Samvinna þeirra, söngstjóranna, var mjög ánægjuleg, og þeim báð- um til sóma, en kórnum til meira gagns, en hann kannske gerir sér grein fyrir. Eg vona að hún haldi áfram, enda fer vel á því í slíkum samvinnubæ, sem Akureyri er. Svo bið eg blaðið að færa kórn- um og söngstjóranum þakkir mín- ar og beztu árnaðaróskir, Stefán Bjarman. Það er, með öðrum orðum, staðreynd, að í viðureign styrjald- araðilanna, sem berjast með kjafti og klóm um heimsyfirráðin, er EKKERT TIL, sem heitir VERND, heldur aðeins herbrögð og ásælni — án minsta tillits til þeirra, sem þá og þá verða fyrir barði hernaðarfjandans. Bretar hafa lýst því yfir, að „vernd“ þeirra eigi að felast í því, að setja hér hervörð um þá staði, sem séu „hernaðarlega mikilvæg- ir“. í hverju felst hernaðarlegt mik- ilvægi íslands í Evrópustyrjöld? í engu öðru en getu landsins til framleiðslu matvæla og stríðshrá- efna. „Vernd“ Breta er því engin önn- ur en sú, að TRYGGJA SÉR, sem stríðsaðila, þessa framleiðslu Is- lands — og hindra að hún falli hinum stríðsaðilanum í skaut. En nútíma hernaður er enginn meinlaus leikur. Og það er mjög ólíklegt, að Þjóðverjar — eftir að þeir hafa náð fótfestu í Noregi, og eiga þá aðeins eina bæjarleið hingað -— láti hernám Breta á ís- landi afskiftalaust. Það er þvert á móti hin mesta hætta á, að þeir leitist við að spilla þeim hernað- arlega ávinningi, sem Bretar ætla sér að hafa af íslandi. — Og í hverju mundi sú viðleitni felast? Auðvitað í því að eyðileggja þá framleiðslu matvæla og stríðshrá- efna, sem Bretar ætla sér að hafa héðan. En áhrifaríkustu ráðin til þess væru að kasta nokkrum flugvélasprengjum á síldarverk- smiðjurnar og olíugeymana, og skjóta tundurskeytum að skipun- um, sem ættu að flytja fram- leiðslu landsins til Bretlands. Með öðrum orðum: Hernám Breta hér færir ekki landinu auk- ið öryggi, heldur leiðir yfir það hættuna á loftárásúm hins styrj- aldaraðilans (eins og orðið hefir í Danmörku) og eltingaleik þýskra kafbáta og flugvéla við íslensku fiski- og farmskipin, á miðunum umhverfið landið og siglingaleið- unum til annara landa. Hernám Breta er því ekki vin- arbragð við íslensku þjóðina, held- ur aðgerð, sem brýtur hlutleysi landsins, lítilsvirðir sjálfstæði þess og leiðir yfir landsmenn hættuna á meiri eða minni tor- tímingu mannslífa og atvinnu- vega. ÖLL ÞJÓÐIN VERÐUR ÞVÍ AÐ MÓTMÆLA KRÖFTUGLEGA. HEIÐUR HENNAR OG HAGS- MUNIR LIGGJA VIÐ. En hvernig hefir íslenska ríkis- stjórnin borgið heiðri þjóðar sinn- ar> í þessum efnum? Hún hefir að vísu mótmælt — að nafninu til — en naumast meira. í hinu vesældarlega útvarps- ávarpi forsætisráðherra, í gær- kveldi, var viðurkent, að ríkis- stjórninni hefði fyrirfram verið kunnugt um fyrirætlanir Breta. En hún gerir engar tilraunir til að afstýra þeim — og leynir þjóðina því, sem í vændum er. Og það litla, sem forsætisráð- herrann hefir um hernámið &ð SkQlamenniDQ. Norðlendingar og þá sérstak- ega Akureyringar hafa verið stoltir af Menntaskólanum og )eirri menningu er hann bafði tækifæri til að móta hér hjá oss fásinninu, norður á hjara ver- aldar. Það er lika rétt að gera strangar kröfur til slíkra mennta- stofnana, að nemendur þeirra séu öðrum til fyrirmyndar í háttprýði og prúðri framgöngu, það ætti að vera jafn sjálfsagt og hitt að )eir standi almenningi framar að almennri þekkingu. Séu meunta- stofnanir að einhverju leyti ekki færar um að inna þessa sjálf- sögðu skyldu af höndum þá hlýt- ur það, að skoðast sem blettur á viðkomandi menntastofnun. Eg vil nú gera hér að umtals- efni, dálítið atvik sem mér finnst benda i þá átt, að Menntaskól- inn hér á Akureyri, gæti ekki að öllu leyti skyldu sinnar í þessum efnum. 2. mai eru hér á gangi á aðal- götu bæjarins þrir ungir menn úr Menntaskólanum, þegar ég geng framhjá þeim þá hrópa þeir, »það ætti að drepa alla kommún- ista, það ætti að skera af þeim hausinn«. Hvað liggur að baki þessum orðum? Er þetta ávöxtur at uppeldislegum áhrifum frá skólastofnuninni þar sem þessi ungmenni stunda nám? Eða eru þessir menn svo ruddalegir að eðlisfari og óviðráðanlegir i skól- anum að þeim verði með engu móti innrætt nein menning? Skólastjóri og kennarar skólans geta að sjáltsögðu svarað þvi hvaða ástæðu muni vera um að kenna svona framkoma. Alþýða landsins gerir þá kröfu til skólanna í uppeldismálum, að þaðan komi víðsýnir og prúðir menn, er kunni að haga sér sómasamlega á almannafæri, en ekki nazistar. Veglarandi. segja, er það, að það sé fram- kvæmt af „vinum okkar“ — og því beri þjóðinni að sýna hinu er- lenda drottinvaldi sem mesta gest- risni!!! Er hægt að niðurlægja íslensku þjóðina meira, en með því að uppfylla þessa ósk forsætisráð- herrans? En íslenska þjóðin vill ekki slíka niðurlægingu. Jafnhliða kröftugum mótmælum gegn sjálfu hernáminu verður ís- lenska alþýðan að afhrópa þá rík- isstjórn, sem raunverulega kyssir á vöndinn — sem kallar ofbeldið gegn þjóðinni vinarbragð — sem fagnandi leggur hina stoltu sjálf- stæðistilfinningu þjóðarinnar fyr- ir fætur erlends valds. Það verður tafarlaust að kalla Alþingi saman. Og það verður að setja á laggirnar ríkisstjórn, sem að vísu getur ekki varist hernað- arlegu ofbeldi — en sem hefir þann þjóðernislega metnað að vegsama ekki ofbeldið, heldur stilla gegn því þeim kröfum, er bjargi heiðri þjóðarinnar, og hagsmunum hennar svo sem verða má — úr því sem komið er. inganna—og hala-beogla peirra. Ávöxtur Finnlands- œsinganna. t*að kom glögt í ljós 1. maí s. I. að hinar tryltu æsingar borg- aranna, gegn verklýðnum í sam- bandi við Finnlandsstyrjöldina, hafa borið talsverðan ávöxt, á þá leið aðspilla almennri velsæmistil- finningu þeirra eigin afkvæma — og þeirra unglinga annara, sem halda að það sé dánuvegur að draga dám af þeim, sem einhver auraráð hafa. Undanfarin ár, má heita, að verklýðurinn hér hafi fengið að vera i friði með hátíðarhöld sin. Meðan ræðuhöld fóru frám á útifundinum við Verklýðshúsið var nokkur hópur unglinga, sem reyndi að trufla þau, með ópum og óhljóðum. Einnig sættu þá þrir stráklingar lagi til að skera niður rauða fánann, sem blakti á Verklýðshúsinu — og síðar um daginn, komu tvivegis tveir og tveir strákar saman, i sömu er- indum — en krökluðust brott er þeir urðu húsvarða varir, Sá, sem skar á fánasnúruna, er Kristján, sonur bifreiðakóngs- ins í Brekkugötu 4, en naut til þess aðstoðar Magnúsar, sonar óskars í »Esju« og Sverris Svaf- arssonar, Kunnugt er, að Richardt Ryel hatði, i hópi stráka, boðið 10 krónur að verðlaunum, þeim, sem skorið gæti niður fánann. En ekki væri nema i samræmi við til- ganginn, að svikið hefði verið um launin. Þeir, sem síðar reyndu að vinna til verðlaunanna, voru Ás- geir og Jóhannes, synir Kristjáns Jakobssonar, Hugi Ásgrimsson og Herbert Jónsson. Þegar kröfugangan var farin, eltu hana nokkrir strákar, með aurkasti og ópum, og meðan fyrri samkoman stóð i Nýja-Bíó, voru strákar þar úti fyrir, sem spörkuðu í hurðir hússins og gerðu annan hávaða. Slikt framferði er að vísu til óþæginda og ama verkalýðnum, sem samkomurnar heldur. — En það er þó fyrst og fremst stimpill á þá sjálfa, sem viðhafa það — og þá fullvaxna og viti borna menn, sem með ahrifum sinum i daglegu lifi og f gegnum áróðurstæki sin (skóla, blöð og útvarp) ala unglingana upp til sliks framferðis. Verka- lýðurinn má því sæmilega við una, ef hinir eru ánægðir með sinn hlut. ÞEIR KAUPENDUR „Verkam.“, sem hafa bústaðaskifti um 14. þ. m. eru beðnir að tilkynna af- greiðslunni það. \

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.