Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.11.1944, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 18.11.1944, Blaðsíða 4
4 VERKAMASITRINN KJOTKAUPENDUR! I»eir er keyptu kjöt á sláturhúsi voru í haust, og enn ekki haía sótt endurgreiðslu á |>ví, vegna | verðlækkunar, ættu að vitja hennar sem fyrst á skrifstofu vorri. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA SAUMANAMSKEIÐ heldur Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands á Akureyri, í Brekkugötu 3, mánaðartíma (4 vikur). Námskeiðið hefst n. k. mánudag. Allar frekari upplýsingar gefur undin it- uð, formaður félagsins, HALLDÓRA BJARNADÓTTIR, sími 488. röösevelt KJÖRINN FOR. Kaimféla}; Árnesinga dæmt SETI I FJORÐA SINN. I r b (Framhaid af i. síðu). til að veita Gunnari Bene- ALÞJÓÐLEGA HJÁLPAR STOFNUNIN. (Fnunhaid af i. síðu). sem veiðist hér, jafnvel þótt það skipti hundruðum þúsunda tunna. 2. Gera, ef jákvæð niðurstaða fæst af þessari rannsókn, ráðstafanir til þess að afla utanlands frá, helst í samvinnu við hjálparstofnun hinna sameinuðu þjóða, eftirfarandi: a. Tæki til að framleiða síldartunnur og efni til að vinna þær úr. b. Vélar í niðursuðuverksmiðjur, er unnið gætu úr 1—2000 tunnum síldar á dag. c. Vélar til þess að vinna blikkdósir og hagnýta gamalt járn og blikk til slíkr- ar framleiðslu. d. Efni til þess að byggja úr verk- smiðjur, kælihús og annað, sem til rekstrarins þarf. 3. Gera samtímis ráðstafanir til þess, að tafarlaust væri hægt að fara að vinna að því að reisa þessi fyrirtæki, þegar efni og vélar væru til, og einbeita til þess vinnukrafti landsmanna, svo að skilyrði verði til umræddrar hagnýtingar síldveiðinnar sumarið 1944. 4. Athuga, hvaða rekstrarfyrirkomulag væri heppilegast á framkvæmdum sem þessum og hverjar tryggingar íslending- ar gætu fengið frá hinni alþjóðlegu hjálparstofnun við að skipuleggja svo stórfellda og að vissu leyti áhættusama matarframleiðslu. Nefndin skal, strax og útlit er fyrir að um framkvæmdir geti verið að ræða á þessu sviði, útbúa lagafrumvarp, er þá verði lagt fyrir Alþingi, þar sem ákveð- ið sé um skipulag framkvæmda, stjórn, ábyrgð o. s. frv. Allur kostnaður við störf nefndarinn- ar greiðist úr ríkissjóði. Ríkisstjórn er falið að aðstoða nefndina, svo sem verða má. Nefndin kýs sér sjálf formann“. í greinargerð er fylgdi frumvarpinu segir svo: „ísland hefir nú gerst aðili að hjálp- arstofnun hinna sameinuðu þjóða. Sú siðferðilega skylda hvílir á oss íslend- ingum, — ekki síst þar sem vér erum eina Evrópuþjóðin, sem getur óskift gefið sig að matarframleiðslu, — að gera allt ,sem í voru valdi stendur, til þess að framleiða svo mikinn mat sem unt er. íslenska síldin er talin einhver næring- arríkasta matvara, sem framleidd er. I góðum síldarsumrum er hægt að veiða hér 2—3 milljónir hektólítra af síld. Það væri hart aðgöngu að verða að kasta mestallri söltunarhæfu síldinni í bræðslu næstu sumur, meðan Evrópuþjóðirnar skortir mat svo átakanlega, að hundruð þúsundir manna dæju úr hungri. Ef salt- að væri eins mikið og söltunarhæft væri, mætti ,ef síldin er góð, komast upp í það að salta jafnvel tvöfalt til þrefalt meira en saltað hefir verið áður á landi hér, en það munu hafa verið um 300 þúsund tunnur síldar. . . . .... Það hvílir sú skylda á hinni al- þjóðlegu hjálparstofnun, að aðstoða við skipulagnignu matvælaframleiðslunnar. Það, sem íslendingar þyrftu að fá af vél- um, efni og verksmiðjuútbúnaði til þess að geta afkastað álíka mikilli síldarfram- leiðslu og t d. Englendingar áður, er ekki svo mikið á alþjóða mælikvarða, að nokkur vandræði ættu að verða með það, ef hugur fylgir máli, bæði hjá oss og hjálparstofnuninni. ísland mundi hins- vegar með svona stórfeldri síldarfram- leiðslu vinna framleiðslustarf, sem væri stórvirki á sviði matvælaframleiðslunn- ar nú. . . . .... Rannsóknir í þessu efni þola enga bið. Fyrsti fundur hinnar alþjóðlegu hjálp- arstofnunar mun verða haldinn í Was- hington í næsta mánuði. Það væri ánægjulegt fyrir Island að geta þá þegar boðist til þess að vinna svona starf, ef skilyrði eru sköpuð til þess.... Því miður tók Alþingi þá ákvörð- un, að vísa tillögunum til ríkis- stjórnarinnar, sem sá ekkert eða vildi ekki sjá annað en Coca-cola og bíia. V. Þór og Björn Ólafsson svæfðu málið. Það var einn þátturinn í áætlun þeirra um að leggja at- vinnulífið á íslandi í rústir. Blað ríkisstjórnarinnar hélt því meðal annars fram sl. sumar, að síld væri óseljanleg, því að kaupgjaidið væri of hátt við framleiðsluna. Nokkr- um mánuðum síðar kom svo tilboð UNRRA, sem afsannaði þessa kenningu og fletti ofan af dugleysi V. Þór og Björns Ólafssonar eða vísvitandi skemdarstarfsemi þeirra. Rétt er að geta þess ,að V. Þór er „Framsóknar“maður og að Fram- sókn vildi hafa hann og Björn Ól. áfram við stýrið. Stuttar fréttir Frakkland hefir tekið sæti í hinni svonefndu Evrópunefnd, en í henni voru áður fulltrúar frá Bretlandi, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. ★ Churchill og Eden komu til Parísar fyrir nokkrum dögum í boði frönsku stjórnarinnar. Við þetta tækifæri var Churchill gerður að heiðursborgara Parísar. ★ Sovétstjórnin hefir boðið de Gaulle í heimsókn til Sovétríkj- anna og hefir hann tekið boðinu þakksamlega. ★ Danski rithöfundurinn Jóhannes V. Jensen hefir hlotið Nóbelsverð- launin i bókmenntum fyrir árið 1044. Hringurinn þrengist um Budapest Á austurvígstöðvunum eru bar- dagarnir enn mestir í Ungverja- landi. Sækja Rússar og Rúmenar að borginni úr suðri, austri og norðaustri og nálgast hana jafnt og þétt þrátt fyrir æðisgengnar til- raunir til að stöðva framsókn Rauðahersins. í Júgoslavíu eru Þjóðverjar á undanhaldi. Hröktu hersveitir Titos þá m. a. úr borginni Skoplé með aðstoð búlgarskra hersveita. ULLARPEYSUR, VETRARHÚFUR úr skinni, HANSKAR. VALDABÚÐ verklýðssambandsins (C. I. O.) og er talið að sá stuðningur hafi reynst þungur á metunum. Jafnhliða forsetakosningunum fóru fram kosningar til fulltrúa- deildar (neðri deildar) þingsins og t/3 hluta öldungadeildar (efri deildar) og fékk flokkur Roosevelts demokrataflokkurinn, öflugan meirihluta í fulltrúadeildinni en hafði þar áður 2 atkv. meirihluta. Þeir juku einnig fulltrúatölu sína í öldungadeildinni. Alræmdir afturhaldsseggir, ein- angrunarsinnar og kommúnistahat- arar á borð við Jónas okkar, Ey- stein og Hermann, svo sem Hamil- ton Fish og Nye kolféllu. Fish er al- kunnur nazistadýrkandi. Roosevelt tekur formlega við for- setaembættinu í 4. sinn 20. janúar næstkomandi. Nefnd skipuð til að gera tillögur um gerð togara Þann 11. þ. m. skipaði atvinnu- málaráðuneytið fjögra manna nefnd til þess að gera uppdrætti og lýsingu togara, sem Islendingum mundi best henta í framtíðinni og þar sem gaumgæfilega yrðu athug- aðar þær tillögur og sjónarmið, sem fram hafa komið um slíkan togara. í nefndina hafa verið skipaðir J>essir menn: Pétur Sigurðsson, kennari, og er hann formaður nefndarinnar. Gísli Jónsson, alþm., tilnefndur af Félagi ísl. botnvörpuskipaeig- enda. Oddur Oddsson, vélstjóri, til- nefndur af Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands og Nikulás Jónsson, skipstjóri, til- nefndur af Alþýðusambandi ís- lands. (Tilkynning frá ríkisstjórninni). JÓLAKERTI, íslensk og amerísk. JÓLASPIL, íslensk og ensk. DÚKKUR. BANGSAR. GJAFAKASSAR. SYRPA o. m. fl. Hvergi ódýrari vörur. — VERSL. HRÍSEY. diktssyni inngöngu í sl. janúarmánuði höfaði Gunn- ar Benediktsson, rithöfundur, mál ! gegn stjórn Kaupfélags Árnesinga, 1 sökum þess að honUm hafði verið synjað um inngöngu í þetta heilaga félag. Hafði Gunnar gert ítrekaðar tilraunir til að fá inngöngu í félag- ið, en Framsóknarhetjurnar voru svo hræddar við hann, að þær þorðu ekki fyrir nokkurn mun að veita honum félagsréttindi. Gunnar bygði réttarkröfur sínar í málinu á ákvæðum samvinnulag- anna um, að aðgangur í þau skuli frjáls öllum, er fullnægi ákveðnum skilyrðum, er séu í samþyktum fé- laganna þar að lútandi. í samþykt- tim Kaupfélags Árnesinga eru þau ein skilyrði sett fyrir inngöngu, að umsækjandi sé fjárráður eða eldri en 18 ára og hafi þá ábyrgðarmann, er framkvæmdastjórinn taki gild- an, reki ekki verslun á félagssvæð- inu í samkepni við félagið, undir- riti félagsskuldbindingu og greiði inngöngueyri. Taldi hann sig hafa fullnægt og fullnægja öllum þess- um skilyrðum. Skipaður setudómari í málinu, Gunnar A. Pálsson, fulltrúa borg- arfógetans í Reykjavík, kvað 4. þ. m. upp dóm í málinu á þá leið, að kaupfélagið skyldi veita Gunnari inngöngu í félagið, sem félags- manni, innan 15 daga frá lögbirt- ingu dómsins, að viðlagðri aðför að lögum og greiða honum 500 kr. í málskostnað. Fasistarnir bíða nú alstaðar ó-* sigra. KAUPUM GÓÐAR rjúpur PÖNTHNARPÉLACU)

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.