Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.04.1949, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 08.04.1949, Blaðsíða 2
2 Föstudaginn 8. april 1949. VERKAMAÐURINN VERKAMAÐURINN Utgeíandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórir Daníelsson. Blaðstjórn: Ásgrímur Albertsson, Eyjólfur Árnason, Jakob Árnason. Ritstjórn og afgreiðsla á skrifsotfu Sósíalistafélags Akureyrar, Brekku- gotu 1 — sími 516. Áskriftargjald kr. 20 á ári. — Lausasöluverð 50 aura einatkið. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Dóm þjóðarinnar íá þeir ekki umflúið ísland hefur gerzt aðili að hernaðarbandalagi auðvaldsins. Hinn vikalipri skósveinn Bandaríkjanna, Bjarni Benedikts- son, undirritaði árásarsáttmálann sl. mánudag í Washington, og hélt um leið ræðu, senr lengi mun fræg að endemum. Við því var víst tæplega að búast af Bjarna, að hann þyrfti ekki að svívirða þjóð sína við þetta uekifæri, en honum skjátlast. ef hann heldur að landráðin verði við það vinsælli í augum þjóðarinnar. Afleiðingar þessa verks hinna 37 alþingismanna, verks, sem þeir höfðu enga heimild til, verða ekki séðar fyrir nú, en Is- lendinga óar við tilhugsuninni um það, sem koma skal, ef þennan samning á að framkvæma á svipaðan hátt og Keflavík- ursamninginn. Hversu verður þá langt að bíða erlendra her- stöðva? Hversu verður þá langt að bíða erlends lierliðs, jaín- vel fjölmennara en þjóðin er sjálf. Ef svo hörmulega skyldi til takast, að stríðsæsingamenn- irnir í Bandaríkjunum fái vilja sínum framgengt að koma af stað nýju blóðbaði, nýjum múgmorðum, hver verður þá af- leiðingin fyrir íslenzku þjóðina, eftir að land hennar hefur verið afhent Bandaríkjunum sem útvarðstöð? Flestir veigra sér við að hugsa þá hugsun til enda. En hversu stór er ekki ábyrgð þeirra manna, sem þess eru óbeint valdandi, þeirra 37 alþingismanna, sem í heimildarleysi og gegn vilja þjóðarinn- ar, samþykkti Atlantshafssáttmálann 30. marz 1949. 30. marz 1949. I>ann dag kemur hin stórspiilta, íslenzka yf- irstétt fram í gerfi ómengaðs fasisma. Trylltum fasistaskril er sigað á alþýðuna, sem safnast saman til að mótmæla ofbeldis- verkum afturhaldsins. Þegar aiþýðan tekur á móti og afvopn- ar ofbeldisseggina, er táragasi skotið á þúsundirnar. Hvar er að finna fordæmi fyrir slíkum aðförum? Þið vitið það sjálf, spurningunni þarf ekki að svara. En það er vert fyrir alþýðuna að gefa gaum að skrifum blaða stjórnarflokkanna urn þessi mál. Öll hrópa þau í einum kór: „kommúnistar“ eiga sökina! Vitið þið, herrar mínir, sem þannig skriíið, hverjum þið eruð að þjóna? Veizt þú, sem þessi blöð Jest, Jivað er á seyði? Sú ríkisstjórn, sem að Jjaki öllu þeásu stendur, hefur reynzt ófær til þess að leysa nokkurt það vandamál, sem henni ltefur borið að höndum. Hvert einasta atriði, þess málefnasamnings, sem hún birti, er hún tók við völdum, hefur verið brotið. At- vinnulífið er lamað, atvinnuleysi fer vaxandi. Frelsi manna er stórskert. Sjálfstæði landsins ofurselt erlendu herveldi. Vissulega er full ástæða til að spyrja þjóðina, hvort liún vilji Jralda áfram að styðja þá flokka, sem að þessari stjórn standa, og eftir þá atlrurði, sem nú hafa gerzt, er það réttlætis- krafa alls almennings, að stjórnin segi af sér, rjúfi þing og efni til nýrra kosninga. Pin stjórnin óttast dóm þjóðarinnar. Hún fékk því ekki ráðið, að láta kosningar fara fram fyrir undirritun sáttmálans, Bandaríkin ráku það liart á eftir, þeim var það svo mikið „metnaðarmál og auglýsing", sagði Aceson. En stjórnin óttast alþýðuna í þessu landi og vissulega ekki að ástæðulausu. Eftir þau ofbeldisverk, sem framin liafa ver- ið, væntanlega fyrst og fremst eftir vilja stjórnarinnar, er hún enn hræddari en áður. Þess vegna lýgur Bjarni Ben. því vest- ur í Wasliington að íslenzka alþýðan ógni heimsfriðnum, þar sem hún vilji ekki lána land sitt fyrir lierstöðvar!! En þetta dugar þeim engan veginn. Hversu svo sem þessir rnenn fara að, fá þeir ekki umflúið þann dóm, sem alþýðan mun fella yfir þeim. Þeir haJda að Bandaríkin geti veitt þeim þá vernd, sem dugar, en þeim skjátlast. Auðvaldsskipulagið ramljar á grafarbarminum, FRAMTÍÐIN ER SÓSÍALISM- ANS, ALÞÝÐUNNAR. Nokkrar staðreyndir um atburðina í Reykjavík 30. marz sl. Viðbrögð afturhaldsblaðanna gagnvart þeim atburðum, sem gerðust í Reykjavík 30. marz sl., eru táknræn fyrir þá spillingu, sem nú er svo mjög orðin áberandi inn- an borgarastéttarinnar. Reynt er að kenna „kommúnistum“ um allt, þeir hafi æst til óeirða, meira að segja ætlað sér að taka Alþingis- húsið með valdi, jafnvel efna til stjórnarbyltingar!!! o. s. frv. í sambandi við þessi skrif er ekki úr vegi að rifja upp þá at- burði, sem gerðust 30. marz 1949. Rifja upp nokkrar staðreyndir, sem ekki verða hraktar, hversu miklum pappír og prentsvertu sem eytt verður til þess. 1. Þegar lögreglustjórinn, nazist- inn Sigurjón Sigurðsson, var spurð- ur um leyfi fyrir því, hvort halda mætti útifund þennan umrædda dag, svaraði hann því, að hann myndi ekki banna það, hins vegar myndi slíkum fundi verða hleypt upp af meðmælendum hernaðar- bandalagsins og myndi lögreglhn ekki geta ráðið við það. Hún væri upptekin við Alþingshúsið. Fund- arboðendum yrði hins vegar gefin sök á öllum þeim óeirðum, sem skapast kynnu í sambandi við fundinn. Fundurinn var svo hald- inn samkv. heimild stjórnarskrár- innar, og þar sem lögreglustjóri hafði ekki bannað hann. 2. Olafur Thors, Eysteinn Jons- son og Stefán Jóhann senda um morguninn út dreifibréf og létu birta tilkynningu í útvarpinu, þess efnis, að „friðsamir borgarar" væru beðnir að koma á Austurvöll „milli kl. 12 og 1 og síðar“. 3. Lögreglan gerir enga tilraun til þess að sundra þeim hóp stráka, sem gerði sig seka í kasti að Al- þingishúsinu, sömu mannanna, sem standa fyrir óeirðunum á gamlárs- kvöld i Reykjavík, en þess í stað er vopnaðri lögreglu og trylltum hvitliðaskríl sigað á fólkið fyrir- varalaust. 4. Engin tilraun var gerð til þess að fá hina „friðsömu borgara til þess að fara með góðu móti, heldur er einnig FYRIRVARA- LAUST OG ÁN AÐVÖRUNAR eru hinir seku. Þessir menn bera alla ábyrgð á þeim hörmulegu at- burðum sem gerðust þennan eftir- minnilega dag. En nú er eðlilegt að spurt sé: Hvers er orsökin til alls þessa? Hvað kemur til þess að friðsamt fólk er beðið að koma á Austur- völl og viðtökurnar, sem það fær, eru kylfubarsmíð og gasárás? Tilgangurinn getur aðeins verið emn, sá, að þessir herrar hafa VÍSVTANDI REYNT AÐ KOMA AF STAÐ ÓEIRÐUM. Þeir vissu mæta vel um afstöðu meginþorra þjóðarinnar til þessa samnings, sem þeir voru að svíkja inn á hana, og til þess að fela glæp sinn, ætl- uðu þeir að koma af stað óeirðum, kenna svo „kommúnistum“ um allt saman og nota það sem átyllu til fasistískra árása á Sósíalistaflokk- inn og verkalýðshreyfinguna. Að þetta sé rétt, sést m. a. á skrifum „Vísis“, sem oft sýnir öðrum blöð- um betur tilgang og fyrirætlanir svartasta afturhaldsins. Blaðið seg- ir 31. marz sl.: „Ríkisvaldið og borgarar verða að láta starfsemi kommúnista skipta sig meira máli hér eftir en hingað til. Nær það ekki einvörð- ungu til flokksstarfseminnar, held- ur til hvers einstaklings, sem ánetj- ast hefur flokknum. Borgararnir verða jafnframt að koma upp sterku styrktarliði, lögreglunni til aðstoðar, þannig, að kommúnistar fái þær viðtökur, sem þeir eiga skilið hverju sinni, en menn láti ekki grýta sig né berja án þess að hafast að.“ Þurfum við nú nokkuð frekar vitnanna við, hvað hafi verið í undirbúningi? Tilgangurinn var greinilega að koma hér á meira eða minna ódulbúnum fasisma. A það hefur þegar verið bent í blöðuW Sósíalista, hvert fyrirmyndin e* sótt. Þinghúsbrenna þýzku nazist- anna var sams konar verknaður; munurinn var bara sá, að þýzku nazistunum tókst ofbeldið, en til' raun hinna íslenzku „collega' þeirra mistókst. Tilraunin mistókst. Það er öllufl1 frelsisunnandi Islendingum ó- blandið gleðiefni, hversu alþýðafl sýndi mikla rósemi, stillingu °í festu á þessari örlagástund. VissU- lega gefur það miklar vonir uiUi . hvers af henni megi vænta. Vi® þurfum ekki að gera okkur neinaf vonir um það, að hér verði láti® staðar numið. Við þurfum ekki aó gera okkur vonir um, að lepp" stjórn sú, sem nú fer með völd 1 landinu, í óþökk þjóðarinnar, lát* sér segjast svo við ósigurinn a® hún taki þann kost, sem henni bef skylda til, að segja af sér, rjúÞ þing og ganga til nýrra kosninga. 1 lengstu lög mun hún skirrast við að þola dóm þjóðarinnar, vegna þes5 að hún veit að sá dómur verðuf þungur, svo þungur, að hún í&'1 ekki risið undir. Þvert á móti er þess fullkoif' t lega að vænta, að hún noti fyrsÞ tækifæri sem býðst til þess að ráð' ast aftur á alþýðuna. Hvenær sei*1 afturhaldsklíka sú, sem nú ræði*f ríkjum hér á Islandi, sér til þesS færa leið, mun hinum blóðþyrst9 og tryllta Heimdallarskríl, fyrirli{' legustu manntegund, sem tyllt hef' ur fæti á íslenzka grund, verða sté' að á alþýðuna, og einhverjar týl'*' ástæður fundnar til að ken**9 „kommúnistum“ um. En alþýð^*1 er nú betur undir það búip ^ mæta slíkum árásum. Hún ve’* hvers er að vænta af lögreglustjof' anum í Reykjavík og „hjálparlið* hans. En eins og alþýðan gerði $ engu fyrirætlanir landsölumaI,,, anna 30. marz 1949, eins mun aS engu gera síðari tilraunir þeSs' ara herra, a. m. k. svo lengi, se1*1 Islendingar eigast einir við. ?... Auglý sing nr. 9 1949 frá skömmtunarstjóra hafin brjálæðiskennd gasskothríð á varnarlausa og friðsama Reyk- víkinga, sem safnast höfðu þama saman m. a. fyrir tilmæli þeirra, sem árásunum stjórnuðu! 5. Þingmönnum Sósíalistaflokks- ins er haldið með lögregluvaldi í Alþingishúsinu og stjórnarskráin þar með þverbrotin. Framangreindum staðreyndum þýðir ekki að mótmæla, 10 þúsund Reykvíkingar eru þar til vitnis. Og hverjir eru svo þeir seku? — Morgunblaðið hefur m. a. birt myndir til þess að sanna að „kommúnistar" hafi staðið fyrir öllum þessum óeirðum, ekki hefur það samt treyst sér til að nafn- greina einn einasta mann, aðeins sagt að um „þekkta kommúnista"!! væri að ræða. Ofangreindar staðreyndir sanna, að fyrst og fremst ríkisstjórnin, Ólafur Thors og lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigurjón Sigurðsson, Skömmtunarreitirnir, skammtar nr. 6 og 7 á \ FYRSTA SKÖMMTUNARSEÐLI 1949, gilda hvor | urn sig fyrir 1/2 kg. af skömmtuðu smjöri til L júlí j 1949, þó þannig að skammturinn nr. 7 gengur ekki j í gildi, fyrr en 15. maí næstkomandi. Reykjavík, 31. marz 1949. Skömmtunarstjóri. Áilar þær konur, sem tóku þátt í fjársöfnun til að heiðra minn- j ingu Kristjönu Pétursdóttur, eru vinsamleg3 j beðnar að mæta að Hótel KEA sunnudaginn j 10. apríl, kl. 3]/2 e. h. Forstöðunefndin. AUGLÝSIÐ í VERKAMANNINUM

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.