Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.06.1950, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 30.06.1950, Blaðsíða 1
VERKAMAÐURINN XXXIII. árg. Akureyri, föstudaginn 30. júní 1950 27. tbl. STYRJÖLD í KÓREU: Ætlar Bandaríkjastjórn að nota styrjöldina í Kóreu til að hleypa heiminum í nýtt ófriðarbál? Leppstjórn Suður-Kóreu lafir aðeins á aðstoð Bandaríkjanna Aðfaranótt sunnudagsins gerðust I Bandaríkjanna og Öryggisráðsins. þeir atburðir, að leppstjórn Banda- ríkjanna í Suður-Kóreu fór norður fyrir 38. breiddargráðu, sem eru landamæri Norður- og Suður- Kóreu. Her alþýðustjórnarinnar í Norður-Kóreu svaraði árásinni með gagnsókn, og hefur nú tekið höfuðborg landsins, Seoul, sem er 50 km. sunnar og sækja hratt fram. Her leppstjórnarinnar virðist gersamlega máttlaus og þjóðin vera algerlega á bandi alþýðu- stjórnarinnar. Hafa skæruliðar þegar látið mikið til sín taka, og náð á sitt vald nokkrum landsvæð- IHLUTUN OG YFIRGANGUR U. S. A. Stríðsæsingamennirnir í Amer- íku ráku upp öskur mikið, við at- burðina í Kóreu. Bandaríkin hafa skipað flugher sínum og flota að taka þátt í bardögunum í Kóreu og einnig að verja Formósu. Þá hefur Öryggisráð SÞ, sem er óstarf- hæft og óályktunarfært, samkv. sáttmála SÞ, vegna fjarveru full- trúa Sovétríkjanna og ólöglegs at- kvæðis Kína, samkvæmt kröfu Bandaríkjanna, lýst yfir að stjórn N.-Kóreu hafi framið „friðrof" og skipað öllum þjóðum SÞ, að veita N.-Kóreu lið. ÁRÁSIN VEL UNDIRBÚIN. Greinilegt er, að árásin á N.- Kóreu hefur verið vel undirbúin af Bandaríkjunum, enda var John Foster Dulles nýlega á ferð í S,- Kóreu. Bandaríkjunum hefur ekki þótt seinna vænna að hefja virkar aðgerðir gegn þjóðfrelsisbaráttu Asíu, enda hefur nú verið lýst yfir stóraukinni íhlutun í Viet-Nam og á Malakkaskaga. ÖGRUN VIÐ HEIMSFRIÐINN. Ráðstjórnin í Moskvu hefur mótmælt harðlega aðgerðum Segir þar að íhlutun Bandaríkj- anna sé ögrun við heimsfriðinn. Utanríkisráðherra kínversku al- þýðustjórnarinnar hefur lýst yfir, að skipun Trumans forseta til bandaríska flotans, um að verja Formósu, jafngildi, stríðsyfirlýs- ingu á hendur alþýðustjórninni. * Um það verður ekki sagt, enn sem komið er, hvort Bandaríkjun- um tekst að nota árás leppstjórnar sinnar í S.-Kóreu sem tilefni til þess að hleypa heiminum út í nýtt blóðbað, en ekki er ósennilegt, að fulllangt sé nú gengið hjá þeim háu herrum í frekju og yfirgangi og að þeir hafi gleymt að alþýðan í heiminum er nú sterkara og sam- hentara afl en nokkru sinni fyrr, og að alþýðan þráir frið og berst ótrauð fyrir friði. Rautavara syngur á þriðjudaginn Eins og kunnugt er hefur'finnska söngkonan Aulikki Rautavara dvalið í Reykjavík undanfarið og haldið hljómleika þar og í Hafnar- firði. Einnig hefur finnski hljóm- sveitarstjórinn, Jussi Jalas, verið í Reykjavík og stjórnað Sibeliusar- tónleikum sinfóníuhljómsveitar- innar. Nú hefur verið ákveðið, að finnska listakonan Rautavara komi hingað til Akureyrar og haldi hér hljómleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins og gesti þeirra næstk. þriðjudag. Undirleikari verður Jussi Jalas. Allir tónlistar- unnendur munu af heilum hug fagna komu þessara ágætu lista- manna til bæjarins og kunna Tón- listarfélaginu þakkir fyrir að hafa stuðlað að hingaðkomu þeirra. Útsvarsupphæðin hækkuð um 500 þúsund kr. Á fundi bæjarráðs 26. þ. m. var samþykkt að leggja til við bæjar- stjórn, að hækka áætlaða útsvars- upphæð um kr. 500.000.00 vegna togarakaupa og hækkunar á rekst- ursútgjöldum bæjarins sakir auk- innar dýrtíðar. Tillaga meiri hluta bæjarráðs var samþykkt á fundum bæjarstjórnar sl. þriðjudag. Minni hluti bæjarstjórnar sam- þykkir að setja föst sæti í Samkomuhúsið Undarlegir menn innan bæjarstjórnarinnar hafa undan- farið barizt fyrir því af miklum krafti, að fá dansleiki bann- aða í Samkomuhúsi bæjarins. Fremst í þessum flokki hefir bæjarfógeti staðið, þó að árangur yrði lítill á meðan hann átti sæti í bæjarstjórninni. Nú geta hinir ólmu andstæðingar dansins í Samkomuhúsinu sigri hrósað, því að á þriðjudaginn samþykkti bæjarstjórn — að vísu með minni hluta atkvæða, 3 : 5 — að sett skyldu upp föst sæti í Samkomuhúsið. Skyndilegur áhugi á leiklist. Rökin fyrir þessari undarlegu ráðstöfun hafa verið ærið undar- leg. Fyrst og fremst hafa forsvars- menn málsins fengið þann brenn- andi áhuga fyrir leiklist, að þeir töldu það með öllu óforsvaranlegt, að boðið væri upp á annað eins hús og Samkomuhúsið er nú til leiksýninga. Þá hefur lögreglustjóri talið, að illgerlegt væri að halda uppi reglu á dansleikum í húsinu eins og það er nú og því bæri að fyrirbyggja þá alveg. Því dettur engum skyni bornum manni í hug að halda fram, að eins og sætin í Samkomuhúsi bæjarins eru nú, er það með öllu óboðlegt leikhúsgestum. En þann ágalla má hæglega laga án þess að settir séu upp fastir bekkir á hallandi gólfi, eins og bæjarstjórnin hefur nú samþykkt. Til þess að gera húsið vel úr garði til leiklistar þarf líka íslenzkur stuðningur við Stokkhólmsávarpið Á útifundinum á Jónsmessuhátíð Sósíalista á Þing- völlum sl. sunnudag, en liann sóttu mörg þúsund manns, var einróma samþykkt eftirfarandi tillaga: „Fjölmennt mót,, háð á Þingvöllum við Öxará 25. júni 1950, álitur baráttuna fyrir frelsi og tilveru ís- lenzku þjóðarinnar óaðgreinanlega frá baráttunni fyrir friði og algeru banni við notkun kjarnorkuvopna i styrjöld og lýsir eindregnum stuðningi við Stokkhólms- ávarpið og skorar á þjóðina að fylkja sér um það.“ Samband íslenzkra barnakennara samþykkti einróma eftirfarandi: „11. fulltrúafundur S. í. B. lýsir yfir eindregnum stuðningi sínum við áskorun þá, er samþykkt var á ráð- stefnu heimsfriðarins i Stokkhólmi 19. marz 1950, en hún er svohljóðandi: „VÉR HEIMTUM algert bann á kjarnorkusprengj- ■um, hinu ægilega vopni til fjöldamorða á mönnum. VÉR HEIMTUM að komið sé upp ströngu, alþjóð- legu eftirliti til tryggingar því, að þessu banni verði framfylgt. VÉR ALÍTUM, að hver sú ríkisstjórn, sem fyrst beit- ir kjarnorkuvopnum gegn hvaða þjóða sem er, fremji brot gegn mannkyninu og geri sig seka um stríðsglæpi. VER HEITUM á alla velviljaða menn hvarvetna um heim að undirrita þessa áskorun“.“ geysimargt fleira fyrir það að gera, eins og einn af fremstu leik- urum bæjarins, Jón Norðfjörð, hefur nýlega bent á í blaðagrein. Vissulega er áhugi á leiklist lofs- verður og hver sú viðleitni að hlynna að þeirri starfsemi, sem Leikfélag Akureyrar hefur með höndum. En það er ekki heppilegt að slík aðhlynning verði á kostn- að annarrar starfsemi, sem líka getur verið nauðsynleg. Baráttan við dansinn. Flestum bæjarbúum hefur verið það hulin ráðgáta, hvað valdið hef ur þeirri miklu andúð á dansi í Samkomuhúsinu, sem fylgjendur fastra sæta hafa látið svo mjög bera á. Hver sem til þekkir veit, að það er helbert bull út í loftið, að meira sé þar um drykkjuskap en í öðrum samkomuhúsum í bænum. En hvað sem veldur, hefur þeim nú loks tekizt að ná langþráðu tak- Bæjarstjórn samþykkir samning við ríkið um Laxárvirkjunina Fulltrúar bæjarins í stjórn virkjunnar kosnir Fytir bæjarstjórnarfundinum sl. þriðjudag lá uppkast að samningi milli ríkisins og Akureyrarbæjar um að Laxárvirkj- unin verði sameign þeirra, og samþykkti bæjarstjórn í því tilefni eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að gefa bæjarstjóra fullt og ótak- markað umboð til að undirrita samning milli ríkisstjórnar- innar og bæjarstjórnar Akureyrar um að Laxárvirkjun verði sameign þeirra, eins og uppkastið liggur fyrir.“ Aðalatriði samningsins. gangur, er verða kann af rekstri Aðalatriði samnings eru eftir- Laxárvirkjunar rennur í varasjóð farandi: hennar. Laxárvirkjunin er sameign rík- issjóðs og Akureyrarkaupstaðar. I Eignahlutföll Og ábyrgð. Laxárvirkjun er sjálfstætt fyrir- | Eignahlutföll Akureyrarkaup- tæki með sérstöku reikningshaldi. | staðar og rjkissjógs eru sem hér Laxárvirkjun selur rafveitu Akur- eyrar og Rafmagnsveitum ríkisins raforku við kostnaðarverði að við- bættum allt að 5%. Allur tekjuaf- marki, að einangra dansleiki við Hótel Norðurland, og þar með skorið niður þær tekjur, sem mörg félög í bænum höfðu af því, að halda dansleiki í Samkomuhúsinu. En föstu sætin eru ekki enn komin. Má vera að eitthvað drag- ist að þau komi, annað eins hefur dregist hjá vorum ágæta bæjar- stjóra, en hvað sem því líður og hvað sem líður fylliríisskröllum og ólifnaði í sambandi við þau, sem lögreglustjóri hefur gert mjög svo mikið úr, þá vantar stórlega mikið á, að Samkomuhúsið bjóði leikur- um upp á viðunandi skilyrði, þó að fastir bekkir verði í það settir. segir: Við undirskrift samnings þessa verður Akureyrarkaupstaður eigandi að 85 hundraðshlutum og ríkissjóður að 15, og skal svo hald- 9 ast, þar til lokið er næstu Laxár- virkjun. Þegar henni er lokið verð- ur Akureyrarkaupstaður eigandi að 65 hundraðshlutum og ríkissjóður að 35, og skal svo haldast, þar til lokið er næstu aukningu virkjun- arinnar þar á eftir. Þegar henni er lokið, verður Akureyrarkaupstað- ur eigandi að 50 hundraðshlutum og ríkissjóður að 50 og skal svo haldast áfram. Rxkissjóður verður eigandi að þeim mannvirkjum, sem fyrir eru í fyrirtækinu í framan- greindum hlutföllum. Ríkissjóður og bæjarsjóður Ak- ureyrar bera sameiginlega, báðir fyrir annan og annar fyrir báða (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.