Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 31.03.1953, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 31.03.1953, Blaðsíða 3
Æskulýðssíðan Uppvakningurinn auðnulausi Sem kunnugt er standa nú fyrir dyrum kosningar til Alþingis og því ekki seinna vænna fyrir „ungmenni" borgaraflokkanna að hrista rykið af gömlum slagorð- um, ef freista á þess að ná nokkr- um hluta íslenzks æskulýðs til fylgis við þá landsöluflokka, sem landinu hafa stjórnað undanfarin ár. Það kom því ekki mjög á óvart, þegar fjörkippir nokkurir tóku að færast í félagsskap ungra íhalds- manna hér í bæ, sem annars hef- ur legið rólegur í gröf sinni síðan i síðustu kosmngum. Uppvakn- mgur þessi kvaddi sér hljóðs í síðasta tölublaði íslendings, en hafði sýnilega gleymt að þurrka stýrurnar úr augunum og hefur því göngu sína heldur sjóndapur. Það er því ei að undra, þó að nokkuð sé hann valtur á fótum á vegi sannleikans. En þið skuluð bara flýta ykkur hægt, ungir Sjálfstæðismenn, gæta ykkar í hverju spori meðan þið eruð að vakna og gera engar tilraunir til að gleypa sólina. Þið eruð auðvit- að ákaflega hrifnir af blessuðum stjórnarvöldunum og þakklátir fyrir hvernig þeim hefur tekizt að halda lífinu í vanþakklátum og óstýrilátum landslýðnum með til- styrk hins æruverðuga Marshalls. Þið lítið björtum augum fram á við og segið orðrétt: „Framtíð- in virðist því blasa við og bjóða framsæknum æskumönnum upp á óteljandi möguleika til starfs.“ En ekki virðizt þið skeyta mikið um samræmið í málflutningi ykkar, þegar þið skömmu síðar viðurkennið að þjóðlífið sé sjúkt, með því að fullyrða að sýkill „kommúnismans“ geti aðeins þrifist í sjúku þjóðlífi, eftir að hafa áður harmað þroska þess sýkils í okkar eigin þjóðlífi. En þið hafið auðvitað verið að flýta ykkur og ekki mátt vera að því að hugsa um hverja smámuni áð ur en þið skrifuðuð og er slíkt skiljanlegt. En væri ekki verra ef einhverjum, sem sæi augljósar rökleysur ykkar í því smáa dytti í hug, að ef til vill færuð þið ekki rétt með í öðrum stærri málum, sem hann hefði ekki eins aðstöðu til að komast að hinu rétta? Það er nú tímabært fyrir unga Sjálf- stæðismenn að hugleiða. Annars talið þið mest um vonzku komm- únista og kveður þar við gamlan tón. Maður fer ac' verða hissa á, að þið getið hugsað ykkur að stíga fæti á sömu jörð og slíkt ill- þýði. Þið kætist mjög yfir andláti Stalins og væntið nú betra gengis í baráttunni gegn kommúnisman- um. í hinni ótímabæru sigurgleði gleymið þið alveg því, sem lengi hefur talizt til mannasiða á ís- landi, þ. e. að segja og tala sæmi- lega kurteislega um látna menn. Annað er veikleikamerki. öruggrar lífsafkomu. Ungir Sjálf- stæðismenn segja þá hina glæsi- legustu og engu þurfi að kvíða. En þeir ættu að reyna að nálgast veruleikann örlítið meir. Þá myndu þeir sjá, að í dag eru hundruð og þúsundir ungi'a al- þýðumanna og -kvenna, sem vegna atvinnuleysis og fjárskorts sjá bresta vonir sínar um góða lífsafkomu, menntun og annað þvílíkt. Samt benda ungir Sjálf- stæðismenn réttilega á, að í eigu íslendinga eru nú langtum stór- virkari atvinnutæki en nokkru sinni fyrr; atvinnutæki, sem geta aflað þjóðinni slíks auös, að allir gætu lifað mannsæmandi menn- ingarlífi, aðeins ef landinu væri stjómað með hag alþýðu fyrir augum. En það er ekki nóg að til séu stórvirk atvinnutæki, ef auð- urinn, sem með þeim er aflað rennur að mestu leyti til nokk- urra gróðamanna, en verkalýður- inn býr við hin verstu kjör eftir sem áður; það er að segja, ef flokkar íslenzku auðstéttarinnar hafa áfram völd í þessu landi. Það helzta bjargráð, sem ungir Sjálfstæðismenn bjóða atvinnu- lausum, íslenzkum æskumönn- um, er að hvetja þá til auðmýkj- andi starfa hjá hinu ameríska innrásarliði á Keflavíkurflugvelli, þar sem þeir geta í viðlögum lært að skera menn á háls. Og von- andi muna allir eftir frásögn stjórnarblaðsins „Tímans“ fyrir nokkrum dögum um það er Ameríkani barði íslenzkan ungl- ing í andlitið fyrir það eitt að hlæja, þegar hann hélt í sakleysi að það væri „vemdaranum" þóknanlegt og var síðan af yfir- manni hótað brottrekstri úr vinnu, ef hann dirfðist að kæra ofbeldi þetta. Eiu þetta hinir glæstu mögu- leikar, sem ungir Sjálfstæðis- menn bjóða íslenzkum æsku- mönnum ? íslenzk æska er ekki ginkeypt fyrir slíkum boðum. íslenzk æska vill fá að búa við mannsæmandi skilyrði í frjálsu landi. Hún vill fá tækifæri til að vinna fyrir sér við heiðarleg störf ,tækifæri til menntunar og tækfæri til að stofna heimili. Sú ríkisstjórn og þeir pólitísku flokkar, sem hér fara með völd, torvelda alþýðuæskunni allt þetta. Stjórnarvöld landsins legg^a stein í götu heilbrigðs þroska íslenzkrar alþýðuæsku. Auðstéttin og ríkisstjórn henn- ar eru þær drápsklyfjar, sem ís- lenzk alþýða ber á herðum og er nú að sligast undir. Unga fólkið verður að rísa upp og varpa af sér því oki. Þeir ungu menn, sem skreyta blaðarúm sitt með ránfuglsmerk- inu, eru ekki málsvarar alþýðu, heldur leigupennar íslenzkrar yf- irstéttar, sem glatað hefur sjálfs- virðingu sinni og gengið á mála hjá amerískum auðmönnum. Sá uppvakningur, sem kvaddi sér hljóðs í síðasta tölubl. Islend- ings, mun því ekki finna hljóm- grunn hjá íslenzkri alþýðu. Islenzk æska mun fjölmenna á Búkaresfmótið Eins og áður hefur verið getið og almenningi er kunnugt, verður fjórða alþjóðamót Alþjóðasam- bands lýðræðissinnaðrar æsku og Alþjóðasambands stúdenta, hald- ið í höfuðborg Rúmeníu, Búka- rest, dagana 2.—16. ágúst í sum- ar. Þegar er kunnugt varð um, hvar mótið yrði haldið, vatt Al- þjóðasamvinnunefnd íslenzkrar æsku, sem sér um allan undir- búning þátttöku héðan, bráðan bug að því, að vinna að sem mestri þátttöku íslnzkrar æsku í þessu móti. Nú vendi eg mínu kvæði í kross og vil ræða lítillega þá möguleika, sem ungir íslendingar úr alþýðustétt hafa til góðrar og Hátt á annað hundrað hafa þegar tilkyimt þátttöku. Jafnvel áður en tilkynnt hafði verið, hvar mótið yrði haldið, fóru Alþjóðasamvinnunefndinni að berast þátttökutilkynningar, og eftir að mótstaðurinn hafði verið auglýstur, hafa þátttökutil- kynningar streymt að, þannig, að nú þegar hafa hátt á annað hundrað ísenzkra æskumanna og kvenna tilkynnt þátttöku sína, og óefað eiga margir eftir að bætast við. Allar horfur eru á, að leigja verði sérstakt skip til að flytja hópinn til Kaupmannahafnar. Hvað kostar þátttaka í mótinu? Ferðin til Búkarest mun taka 5 vikur og kostnaður (fyrir utan vasapeninga), þ .e. allar ferðir, húsnæði og fæði, verður aðeins 3.500 krónur. Farið verður til Kaupmannahafnar með viðkomu í Þórshöfn, þaðan til Gedser og með ferju yfir til Wamemúnde í Þýzkalandi. Þaðan farið með járnbraut austur gegnum Pólland og m. a. komið við í Varsjá og fleiri borgum og áfram suður að Svartahafi og upp með Dóná til Búkarest og síðan sömu leið til baka að mótinu loknu og er á heimleiðinni gert ráð fyrir að dvelja þrjá daga í Kaupmanna- höfn. Hvert á að tilkynna þátttöku? Þátttöku í mótinu á að tilkynna til Eiðs Bergmanns, Skólavörðu- stíg, Reykjavík. Allt æskufólk er velkomið á mótið og skiptir engu máli, hvaða stjórnmála- eða trú- arskoðun viðkomandi hefur. Þeg- ar er vitað um nokkra þátttak- endur héðan frá Akureyri, en þeir þurfa að verða fleiri. ÆSKUFÓLK A AKUREYRI! FJÖLMENNUM TIL BÚKA- REST! sv'Ve' 1 I ooo Happdrætti Háskóla íslands F.ndurnýjun til 4. flokks er hafin. Verður að vera lokið 9. apríl. Munið að endurnýja i tíma. Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h.f. Orðsending frá Brunabótafélagi íslands Vegna aukinna brunavarna t Akureyrarbæ hafa iðgjöld ai fasteignum lækkað frá 15. janúar síðastl. Verður því endurgreiddur hluti af iðgjöldum þeim, er innheimt voru síðastliðið haust, og mega húseigend- ur vitja endurgreiðslnanna á skrifstofu umboðsins. Þeir, sem enn eiga ógreidd iðgjöld, eru beðnir að gera skil nú þegar, eða í allra síðasta lagi fyrir 15. apríl næstkomandi. Munið, að félagið tryggir einnig alls konar lausafé (nema verzlunarvörur); enn fremur búfé, bæði fyrir bruna og vanhöldum. Umboðsmaður R. I. á Akureyri, Viggó Ólafsson Brekkugötu ö. Frá Iðnskólanum á Akureyri. Námskeið í undirbúningsteikningu (þ. e. fríhendisteikningu, llatarteikningu, rúmteikningu og teikniskrift) hefst rmðvihudag- inn 8. apríl nrestk., kl. -t i/2 siðdegis. ICennslan fer fram að kvöld- inu, kl. 4i/2—7 e. h. hvern virkan dag, og er svo til ætlazt, að námi. sem svarar til 1. og 2. bekkjar kennslu í skólanum að undanförnu í þessum greinum, verði iokið á 4—5 vikum. Þdtt- tökugjald er hr. 300.00, er greiðist fyrirfram. Nemendtlr rtiæti til skrásetningar í skólanum þriðjudaginn 31. þ. m., kl. 5 íiðdegis. — A það skal bent, að ekki er líklegt, að slíkt námskeið verði haldið í skólanum á næsta skólaári, og væri því athugandi fyrir þá, sent gera ráð fyrir að hefja iðnnám á því tímabili, að ljúka þessu undirbúningsnámi af nú með þeim, sem þegar eru skráðir iðnnemar og ekki hafa lokið áskildum prófum í nefndum greinum. Við skrásetninguna verður og athugað, hverjir nemendanna muni þurfa á viðbótartilsögn að halda i bóklegum greinunt til þess að standast prófkröfur 2. bekkjar skólans í íslenzku, dönsku og reikningi, og verður, að þeirri athugun lokinni, ákveðið, hvað skólinn getur gert til þess að hjálpa þeim, er þess .þurfa með, til þess að búa sig undir slíkt próf. Ættu þeir nemendanna, sem nám hafa stundað í framhalds- skólum, því að taka prófskírteini sín með sér til skrásetningarinnar og vera að öðru leyti viðbúnir að gefa þær upplýsingar, sem nauð- synlegar eru í þessu sambandi. Akureyri, 24. marz 1953. Skólanefndin.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.