Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.12.1958, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 12.12.1958, Blaðsíða 1
VERKfltnflÐURitin XLI. árg. Akureyri, föstudaginn 12. desember 1958 43. tbl. Alþýðusambandsþingið vildi áframhaldandi samstarf vinslri llokkanna og samvinnu ríkisvaldsins við laun- þegasamtökin honum verða ljóst, hvers virði það hefur verið að fulltrúar verkalýðsflokkanna hafa setið í stjórn að undanförnu. Stjómarmyndun og kjördæmamálið. Þessa dagana er mikið um það rætt, að Sjálfstæðisflokkurinn muni mynda stjórn með verka- lýðsflokkunum til að leysa kjör- dæmamálið. Þessi möguleiki er hugsanlegur, en allir verða að gera sér það ljóst, að slík stjóm- armyndun er þó neyðarúrræði að nokkru og kemur varla til greina nema aðrir möguleikar til stjórnarmyndunar reynist ekki fyrir hendi. Slík stjórn yrði að- eins bráðabirgðastjórn, við það miðuð fyrst og fremst að koma fram þessu eina máli og leiðrétta það mikla ranglæti um þing- mannaaskiptingu milli flokk- anna, sem núverandi kjördæma- skipun veldur. Efnahagsvandamálin myndi slík stjórn t. d. ekki leysa til neinnar frambúðar, heldur aðeins til bráðabirgða, þannig að ekki yrði stöðvun í atvinnulífinu á næsta ári. Skoðanamunur milli Sjálf stæðisflokksins og verkalýðs- flokkanna er svo mikill í því máli, að um varanlega lausn byggða á samkomulagi milli þeirra getur ekki orðið að ræða. Þannig er einnig um mörg önnur áríðandi mál. En betra er auðvitað, að slík stjórnarmyndun takist, heldur en að landið verði stjórnlaust langt fram á næsta ár og ekkert verði aðhafst. En það verða allir að gera sér glögga grein fyrir því, að stjórn, sem verkalýðsflokk- arnir og Sjálfstæðisflokkurinn kynnu að mynda, verður aðeins bráðabirgðastjórn ,en ekki stjóm sem leysir varanlega þau vanda- mál, sem nú eru mest aðkall- andi, nema þá aðeins kjördæma- málið og e. t. v. einstaka önnur mál, er varða framleiðsluna. Efnahagsmálaályktun 26. þings A S í: Verðbólguna verður að stöðva og gera heildaráætlun um fjárfest- ingu og stjórn atvinnumála Á þingi Alþýðusambandsins um síðustu mánaðamót ríkti yfir- gnæfandi vilji þingfulltrúa til stuðnings því samstarfi vinstri flokkanna um ríkisstjórn, sem staðið hefur um tveggja og hálfs árs skeið. Það er því úr lausu lofti gripið, þegar verið er að halda því fram, að Alþýðusam- bandsþingið hafi verið andstætt ríkisstjórninni og fellt hana. í lok Alþýðusambandsþingsins var samþykkt nær samhljóða eindregin áskorun til stjórnar- flokkanna um að treysta sam- starf sitt, og fleiri ályktanir um sama efni voru samþykktar á þinginu. Það er því engum blöðum um það að fletta, að það er annað, sem hefur orðið þess valdandi, að ríkisstjórnin baðst lausnar en af- staða Alþýðusambandsþingsins. Eitt er samvinna — annað úrslitakostir. Beiðni Hermanns Jónassonar forsætisráðherra um að Alþýðu- sambandsþingið afsalaði laun- þegum vísitöluuppbót vegna verð hækkana, sem orðið hafa síðustu mánuðina, var ekki í samræmi við óskir og vilja ríkisstjórnar- innar í heild, heldur aðeins í samræmi við vilja Framsóknar- ráðherranna. Og beiðnin var þannig framsett, að ekki var ver- ið að óska eftir samvinnu við verkalýðssamtökin, eins og rík- Enga vinnu í einn mánuð í hverju ári eru 12 mánuðir og almennir vinnudagar um það bil 300. Það er almennt viður- kennt, að verkamönnum og öðr- uin láglaunamönnum sé nauð- synlegt að hafa vinnu hvern dag tii þess að geta unnið fyrir lífs- nauðsynjum meðalstórrar fjöl- skyldu. Ef Alþýðusambandsþing hefði fallizt á ósk Framsóknarráðherr- anna um að gefa eftir vísitölu- hækkunina 1. des., hefði það sam svarað því, að þeir hefðu sam- þykkt að vera atvinnulausir einn mánuð á ári. Kauphækkunin, sem varð 1. des. nemur um það bil einum tólfta af vinnulaunum. Það eru engin undur þótt full- trúar verkalýðsins neituðu að fallast á þessa ósk Framsóknar, en það eru undur, að Framsókn- arráðherramir skyldu geta verið þekktir fyrir að fara fram á þetta. isstjórnin í upphafi sinna daga lofaði, heldur setti Hermann beiðni sína fram sem úrslitakosti. Nú var ekki farin sú leið, sem farin hefur verið tvö undanfarin ár, þegar nefnd forystumanna frá verkalýðsfélögunum hefur sam- ið um þessi mál við ríkisstjóm- ina. Nú var ekki um neina samn- inga að ræða. Svar Alþýðusambandsins var neitun við ósk Hermanns, en jafnframt yfirlýsing um, að Al- jýðusambandið vildi styðja og styrkja ríkisstjórnina til að leysa aðkallandi vanda og væri til viðræðu um hugsanlegar leiðir til þess. En Hermann vildi engar viðræður og kippti þannig undan stjórnarsamstarfinu styrkustu stoð þess, þeirri stoð, sem ríkis- stjórnin byggði tilveru sína á í upphafi: Samvinnunni við stétta samtökin. Þetta er illa farið. Fylgismenn allra þeirra flokka, sem að ríkisstjórninni hafa stað- ið, harma það, að Framsóknar- ráðherrarnir skyldu rjúfa stjórn- ina, þegar alger óvissa er um það, hvað við taki. Aðild verkalýðsflokkanna að ríkisstjórninni hefur valdið því, að stjórnin hefur margt vel gert og þess vegna er eftirsjá að henni. Menn höfðu vonað, að eft- ir því sem liði á kjörtímabilið myndi stjórnin verða ákveðnari og láta meira til sín taka fram- kvæmd ýmissa nauðsynjamála. Menn vonuðu, að nú yrði loks á þessum vetri ráðist í togarakaup- in marglofuðu og að herinn yrði látinn fara, einnig að stjórnin skildist ekki við landhelgismálið fyrr en það væri komið í heila höfn. En því miður hafa vonir manna um þessa ríkisstjórn brugðizt, vonirnar um gæfusam- lega framtíð hennar. Ennþá er ekki vonlaust, að sömu flokkum takizt að mynda aðra stjórn, sem þá yrði að veru- legu leyti skipuð öðrum mönn- um, sem væru djarfari til átaka en þeir, sem verið hafa. Er ekki vafamál, að allir sannir vinstri menn vona í lengstu lög, að svo vel takizt til. Ef það hins vegar yrði ofan á, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tækju höndum saman, eins og Fram- sóknarforingjarnir hafa verið að reyna að koma í kring, þá er víst, að mjög mun kreppa að fyrir verkalýð þessa lands, og þá mun „Alþýðusamband íslands fagn- ar þeirri yfirlýsingu, sem gefin var af núverandi ríkisstjóm er hún var mynduð, en hún var á þá leið, að ríkisstjórnin muni „leggja sérstaka áherzlu á að leysa efnahagsmálin í náinni samvinnu við stéttasamtök vinn- andi fólks“, og að markmið þessa samstarfs skuli vera „að auka framleiðslu landsmanna, tryggja atvinnu og kaupmátt tekna og efla almennar framfarir í land- inu. 26. þing ASÍ telur mjög nauð- synlegt að slíkt samstarf sé á milli ríkisstjórnar og verkalýðs- samtakanna og leggur mikla áherzlu á að slíkt samstarf geti haldizt á þeim grundvelli, sem lagður var í málefnasamningi st j órnarflokkanna. Alþýðusambandsþingið telur að vandamál þau, sem nú er við að eiga í efnahagsmálum þjóðar- innar verði bezt leyst launastétt- um til happa með slíku samstarfi ríkisvaldsins og verkalýðssamtak anna. Þingið telur að miða þurfi ráðstafanir í efnahagsmálunum við eftirfarandi: 1. að stöðva dýrtíðina, 2. að tryggja kaupmátt launanna, 3. að tryggja næga vinnu, 4. að vinna markvisst að aukinni útflutningsframleiðslu. Þingið leggur áherzlu á að þeg- ar í stað verði eftirfarandi ráð- stafanir gerðar: 1. Stöðvun verðbólgunnar. Nú þegar verði hafizt handa um að stöðva verðbólguna. 26. þing ASÍ lýsir yfir því, að til þess að auðvelda frekari aðgerðir get- ur það fallist á, að vísitalan verði greidd niður þannig, að hún hækki ekki frá því sem nú er (framfærsluvísitala 202 stig og kaupgjaldsvísitala 185), með þeim hætti, að það valdi engri rýrnun í kaupmætti launa, enda verði fjárins til niðurgreiðslunn- ar ekki aflað með auknum skött- um, sem verkalýðsstéttin verður að bera. Fjár til niðurgreiðslunnar og til stuðnings atvinnuvegunum verði m. a. aflað með: 1) Sparnaði i rekstri ríkisins og frestun um skeið á nokkrum þeim fjárveitingum til fjár- festingar á vegum hins opin- bera, sem minni þýðingu hafa í rekstri þjóðarbúsins, þó án þess að af því leiði atvinnu- leysi. 2) Með því að verja greiðsluaf- gangi ríkissjóðs í því skyni. 3) Með auknum tekjum af einka sölum og skattlagningu á þá, sem grætt hafa á verðbólg- unni. — (Framh. á 5. síðu.) Hvers vegna rauf Fram- sókn stjórnarsam- starfið? Engin ábyrg ríkisstjóm hefur ennþá verið mynduð í landinu, og á meðan svo gengur verða engar þær ráðstafanir gerðar í efnahagsmálunum, sem orðið geta að gagni til að stöðva hina geigvænlegu dýrtíðaröldu. A meðan verða heldur engar ráð- stafanir gerðar, sem tryggi það, að fiskiskipaflotinn leggist ekki í höfn eftir áramótin. Og ekkert verður aðhafst í öðrum þýðing- armiklum málum. Fréttir úr höfuðstaðnum telja eins líklegt að þess geti orðið nokkuð langt að bíða, að ný ríkisstjóm verði mynduð. En hvers vegna baðst ríkisstjórn vinstri flokkanna lausnar? Hvers vegna tók Framsóknarflokkur- inn þá ákvörðun að láta líf hennar ekki verða lengra? Sú spuming verður áleitnari með hverjum degi sem líður. Það er ljóst, að það er ekki fyrst og fremst skoðanamismun- ur um lausn efnahagsvandamál- anna, sem ráðið hefur úrslitum. Ef svo hefði verið, hefði verið reynt til þrautar að ná samkomu Iagi, en það var ekki gert. Ef einlægur vilji til samkomulags hefði verið fyrir hendi, hefði Hermann Jónasson reynt að ná samkomulagi í ríkisstjórninni fyrir Alþýðusambandsþing og síðan leitað samkomulags við forystumenn verkalýðsfélaganna og Alþýðusambandsþingið. En það var ekki gert. 1 þess stað gekk Hermann á fund Alþýðu- sambandsþingsins án þess að málið væri undirbúið á nauðsyn- legan og eðlilegan hátt og setti þinginu úrslitakosti. Fulltrúar á Alþýðusambands- þinginu voru spurðir, hvort þeir vildu fallast á 8% kauplækkim, eða sem svarar eins mánaðar launum árlega. Hermann taldi þetta nauðsynlegt til að stöðva verðbólguna og heimtaði skýr svör: Já eða nei. Ekkert lá fyrir um, hvaða ráðstafanir aðrar yrðu gerðar, ekkert um það, hvort þetta dygði einu sinni til að stöðva dýrtíðina og raunar flest- um ljóst, að án annarra ráðstaf- ana var útilokað að það dygði. Hermanni Jónassyni var sagt það áður en hann lagði þessa uppá- stungu sína eða ósk fyrir þing A. S. 1., að óhugsandi væri, að orðið yrði við tilmælum hans. Hann fór samt, vildi ekkert ræða um aðrar leiðir, hann vildi enga samninga við þingið, hann vildi aðeins setja þvi úrslitakosti, sem óhugsandi var að gengið yrði að. Auðvitað harðneitaði A. S. í. þingið að verða við ósk Her- manns. Hvað gerði hann þá? Neitaði að ræða í ríkisstjóminni nokkrar aðrar leiðir eða ráðstaf- anir og baðst lausnar fyrir stjóm ina. Það er ekki háttur siðaðra manna í samstjóm flokka, eins og hér hefur verið, að setja sínar tillögur fram sem úrslitakosti og segja að ekkert annað komi til greina. En þetta gerði Fram- (Framhald á 6. síðu.)

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.